Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 Hitler Austurríki: Minnisvarði um ógnir nasismans Vín. Reuter. Bæjarbúar í Braunau í Aust- urríki, fæðingarbæ Adolfs Hitl- ers, ætla að minnast 100 ára fæðingarafmælis hans 20. apríl með því að reisa minnisvarða fyrir utan húsið sem hann fæddist í. Minnisvarðinn verður gerður úr graníti, sem tekið var úr fyrrum dauðabúðum nasista í Mauthausen í miðhluta Aust- urríkis. Á minnisvarðanum verður eftirfarandi texti: „Við viljum frið, frelsi og lýðræði. Aldrei aftur nasisma - á það minna milljónir mannslífa." Ráðherra- skipti í Tyrklandi Ankara. Reuter. TURGUT Ozal, forsætisráð- herra Tyrklands, fómaði bróður sínum þegar hann skipti um ráðherra í stjórn sinni í gær eftir að flokkur hans, Föður- landsflokkurinn, hafði goldið mikið afhroð í sveitarstjómar- kosningum. Ozal skipaði 15 nýja ráðherra og voru flestir þeirra úr röðum vinstrisinnaðra flokksmanna. Einungis sjö ráð- herrar héldu embættum sínum, þar af voru þrír færðir á milli ráðuneyta. Mesta athygli vakti að bróðir forsætisráðherrans, Yusuf Ozal, sem farið hafði með efnahagsmál í stjóminni síðan í desember árið 1987, missti ráðherraembætti sitt. Sovétríkin: Ný lög um frjáls við- skipti við útlönd Moskvu. Reuter. ÖLL sovésk fyrirtæki geta sam- kvæmt nýjum lögum átt við- skipti við erlenda aðila án af- skipta ríkisins frá og með deg- inum í dag, en vestrænir fjár- málamenn segjast ekki búast við að áhrifa þessa muni gæta verulega í náinni framtíð. „Það tekur að minnsta kosti þijú ár að koma á viðskiptasambönd- um og eftir þann tíma getum við ef til vill séð árangurinn," sagði vestrænn bankastjóri, sem staddur var í Moskvu. Áður gátu aðeins 80% sovéskra fyrirtækja átt bein viðskipti við Vesturlandabúa, en flest þeirra kusu þó að láta ríkið sjá um viðskiptasamninga. Önnur fyr- irtæki þurftu að leita til hinna ýmsu ráðuneyta og stofnana og kostaði það oft mikla skrif- fínnsku. Mengunarslysið í Alaska: Skipstjóri olíu- skipsins rekinn Valdez, Alaska. Reuter. JOSEPH Hazelwood, skipstjóri olíutankskipsins Exxon Valdez, sem strandaði á Prins Williamsundi í páskavikunni, var vikið úr starfí í gær vegna ölvunar er skipið strandaði. Sömuleiðis reyndist starfsmað- ur bandarísku strandgæzlunnar, sem hafði eftirlit með siglingu risa- skipsins á ratsjá í landi, ölvi er það steytti á skeri í sundinu. Hreinsun, sem er í höndum heima- manna, mun nú komin á fullan skrið. Yfirvöld í Alaska hafa leitað aðstoðar norskra sérfræðinga vegna hreinsun- arinnar, en árið 1977 börðust Norð- menn við mengunarslys er 200 þús- und tunnur af olíu láku í sjóinn á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. Samkvæmt starfsreglum Exxon- fyrirtækisins er meðferð áfengis með öllu bönnuð um borð í skipum félags- ins. Blóðprufa var tekin hjá Hazel- wood skipstjóra níu klukkustundum eftir strandið og reyndist áfengis- magn í blóði hans 0,09%. Samkvæmt reglum bandarísku strandgæzlunnar er litið svo á að stjórnendur skipa séu undir áhrifum áfengis þegar áfengismagnið í blóði er orðið 0,04%. Ratsjármaður gæzlunnar, Bruce Blandford að nafni, hefur því verið eigi allsgáður því áfengismagn í blóði hans reyndist 0,20%. Loftskeytamað- ur á Exxon Valdez hefur sagt við yfírheyrslur að skipstjórinn hafi drukkið áfengi í fyrri ferðum skips- ins. Tveir sjómenn lögðu í gær fram kæru á hendur eigendum tankskips- ins, eigendum olíuleiðslunnar sem liggur frá olíusvæðunum í Alaska til Valdez og umhverfisráðuneyti Al- aska vegna strandsins og umhverf- ismengunarinnar, sem af því hefur hlotizt. Talin er hætta á að mengun- in muni skaða lífríki á landi og í sjó og koma Verulega niður á fiskveiðum við Alaska. Olía úr skipinu hefur borizt allt að 65 kílómetra frá strand- staðnum. Olíuverð hækkaði á Bandaríkja- markaði vegna strandsins á Prins Williamsundi og vegna aukinnar eft- irspumar eftir benzíni. Fatið af bandarískri viðmiðunarolíu, West Texas Intermediate, hækkaði um hálfan dollara og kostaði 21,25 doll- ar. Hefur það ekki verið hærra frá í ágúst 1987. Lífsbjörg í norðurhöfum: Sýnd í norska sjónvarpinu? Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA ríkissjónvarpið (NRK) hefúr ákveðið að óska eftir því við Magnús Guðmundsson, höf- und myndarinnar Lífsbjörg í norðurhöfúm, að myndin verði stytt um nokkrar mínútur til þess að hægt verði að sýna hana í fréttaskýringaþættinum „An- tenne ti“. Antenne ti-þátturinn er sendur út klukkan 10 á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum. Greenpeace- samtökin í Noregi segjast munu gera allt sem í þeirra valdi standi til að koma í veg fyrir að NRK sýni mynd Magnúsar. Sovétríkin: Ljósmynd/Guðlaugur Tryggvi Karlsson Norrænir utanríkis- ráðherrar funda Utanríkisráðherrar Norðurlandanna, sem eiga með sér óform- legan samráðsfúnd tvisvar á ári, hittust í Þórshöfii í Færeyjum fímmtudag og föstudag. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru ástandið í Miðausturlöndum, viðræður EB og EFTA og þróunaraðstoð Norðurlandanna. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði í viðtali við danska sjónvarpið fyrir fúnd- inn áð hann ætti ekki von á formlegum stuðningi norrænna ríkisstjórna við hval- og selveiðar Norður-Atlantshafsþjóða en það hefði valdið sér vonbrigðum að einstakir stjórnmálamenn skyldu einnig halda að sér höndum, að líkindum vegna ótta við umhverfisverndarsamtök. Á myndinni eru (f.h.) Uffe Ellemann- Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, Helgi Ágústsson sendi- herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. , Reuter Ibúar í Havana ganga fram hjá veggspjaldi þar sem komu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga til Kúbu er fagnað. Á veggspjaldinu er áletrunin: „Þjóð Martis heilsar syni frá landi Leníns.“ José Marti er þjóðfrelsishetja á Kúbu sem barðist gegn yfirráðum Spánveija og féll hann í orrustunni um Dos Rios árið 1895. Matvælaskortur ógn- ar umbótaáætluninni Moskvu, Havana. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleið- togi, sem fer í þriggja daga opin- bera heimsókn til Kúbu á morg- un, hefúr varað við því að um- bótaáætlunum í Sovétrikjunum stafi ógn af viðvarandi matvæla- skorti í verslunum. Hann lét jafii- framt hafa éftir sér að sovéskir kjósendur yrðu að sýna biðlund en margir eru orðnir óþreyjufiill- ir og segja að umbætur í landinu gangi of hægt fyrir sig. Á fundi með ritstjórum sovéskra dagblaða og tímarita í gær sagði Gorbatsjov að matvælaskorturinn í landinu væri stærsti vandinn sem Sovétmenn stæðu frammi fyrir um þessar mundir. „Takist okkur ekki að leysa þann vanda þá er umbótaáætlunin i hættu og alvarlegur óstöðugleiki í þjóðfélaginu á næsta leiti,“ sagði Gorbatsjov. í ræðu á miðvikudag í höfuð- stöðvum miðstjómar kommúnista- flokksins viðurkenndi Gorbatsjov að úrslit kosninganna síðastliðinn sunnudag bentu til töluverðrar óánægju almennings með vissa frambjóðendur kommúnistaflokks- ins og lagði hann áherslu á að seina- gangur í umbótaáætlunum væri undirrót óánægjunnar. „Kjósendur lýstu yfir stuðningi við umbóta- og lýðræðisstefnu flokksins við afar erfíðar og þversagnakenndar að- stæður," sagði Gorbatsjov. Á morgun er Sovétleiðtoginn væntanlegur til Havana á Kúbu þar sem hann hittir Fidel Castro, leið- toga Kúbveija, að máli. Þaðan held- ur hann i opinbera heimsókn til Bretlands. Átta félagar í Mannréttinda- flokknum, sem starfar í trássi við vilja stjórnvalda á Kúbu, hafa verið handteknir, að því er segir í yfirlýs- ingu sem flokkurinn sendi frá sér á fimmtudag. Meðal hinna hand- teknu er aðalritari Mannréttinda- flokksins, Samuel Martinez Lara. Áttmenningarnir voru teknir hönd- um á heimilum sínum en skömmu áður höfðu yfirvöld gert upptækt dagblað flokksins, Franqueza. Namibía laus undan yfirráðum S-Afríku Windhoek. Reuter. í DAG, 1. apríl, taka Sameinuðu þjóðirnar við sfjórntaumunum í Namibíu en að ári liðnu mun landið fá fúllt sjálfstæði. Namibía eða Suðvestur-Afiríka komst fyrst undir erlend yfirráð árið 1884 þegar Þjóðveijar gerðu landið að nýlendu sinni en frá 1915 hafa Suður- Afríkumenn farið þar með öll völd. Árið 1920 veitti Þjóðabandalagið Samningaviðræður um raun- Suður-Afríkustjóm umboð til að verulegt sjálfstæði landsins fóru fara með stjóm mála í Namibíu, sem er stijálbyggt land en auðugt frá náttúmnnar hendi, og 1946 fékk hún umboð til þess frá Sam- einuðu þjóðunum. 1966 hóf AI- þýðufylkingin í Suðvestur-Afríku, SWAPO, baráttu gegn yfirráðum Suður-Afríkumanna og skömmu síðar ákvað SÞ að svipta þá umboð- inu. 1971 komst Alþjóðadómstóll- inn að þeirri niðurstöðu, að yfírráð Suður-Áfríku væru ólögleg. loks fram á síðasta ári fyrir milli- göngu Bandaríkjastjórnar og lauk með því, að í desember sl. náðu stjórnvöld í Suður-Afríku, Kúbu og Angóla samkomulagi í samræmi við ályktun SÞ nr. 435 frá 1978. Er í henni kveðið á um fullt sjálf- stæði Namibíu í kjölfar almennra kosninga í nóvember á þessu ári. Búast flestir við, að stjómmálaarm- ur SWAPO beri sigur úr býtum en ekki er talið ólíklegt, að andstöðu- flokkarnir taki höndum saman. Vilja þeir hindra, að SWAPO fái 67% atkvæða, sem gæfi flokknum einum rétt til að setja landsmönn- um stjómarskrá. íbúar í Namibíu eru 1.252.000 talsins og aðallega blökkumenn og kynblendingar. Hvítir menn eru 80.000. 90% landsmanna játa kristna trú en andatrúarmenn eru flestir í hópi hinna. Afrikaans, tunga suður-afrísku Búanna, og enska eru opinber mál en þýska er einnig nokkuð töluð. Landið er 823.168 ferkm og liggur að At- lantshafí í vestri, að Angóla og Zambíu í norðri, að Botswana í austri og Suður-Afríku í suðri. Höfuðborgin er Windhoek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.