Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 38
88 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 Bacna sfeor með riflas VERÐ KR. 795,- Stærðir: 22-34 Litur: Svart/grátt 5% staðgreiðslu afsláttur Póstsendum samdægurs KRINGMN -^^^sKORora Könefjn S. 689212. 21212 Ertu íbílahugleiðingum? SPORT Ódýrast alvöru jeppinn á markaðinum og hefur 10 ára reynslu að baki, viðþær margbreytilegu aðstæður sem íslensk náttúra og vega- kerfi búa yfir. Ve/du þann kost, sem kostar minna! Bifreiðar og landbúnaðarvólar hf. Ármúla 13, Suðurlandsbraut 14. Síml681200. i FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI félk í fréttum Edda Erlendsdóttir píanóleikari á tónleikum í sendiráði íslands Washington. PIANOLEIKUR Edda Erlendsdóttir leikur í Bandaríkj unum Washington. Frá ívari Guðmundssyni, Iréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. Edda Erlendsdóttir, sem hefir vakið eftirtekt, sem píanóleikari í Frakklandi og víðar, hlaut hrós hljómlistargagnrýnenda og að- dáun áheyrenda fyrir leik sinn með Sinfóníuhljómsveit Harrisburgar í Pensylvaníu nýlega, er hún lék Konsert í a-moll, opus 16, eftir Grieg. „Hápunkutur hljómleikanna var Edda Erlendsdóttir, sem hefir komið fram um víða veröld,“ sagði kunnur gagnrýnandi, Ro- bert Ross, í dagblaðinu Patriot-News í Harrisburg. „Edda Erlends- dóttir,“ segir Ross m.a., „fór með þetta kunna verk Griegs af strang- asta skilningi og túlkun á hljómlistinni án þess, nokkru sinni, að falla fyrir freistingu kæruleysis, sem virðist svo auðvelt að hrapa í í þessu verki.“ Edda kom við í Washington á búsett með fjölskyldu sína í París. leið sinni heim til Frakklands, þar íslensku sendiherrahjónin í Was- sem hún kennir í Lyon, en hún er hington, Ingvi S. Ingvarsson og Ing^vi S. Ingvarsson sendi- herra þakkar Eddu einleik- inn. Hólmfríður Jónsdóttir buðu um 50 gestum til kvöldverðar.í sendiherra- bústaðnum hér í Washington, þar sem Edda lék verk eftir Schubert, Grieg, Sveinbjöm Sveinbjömsson, Hafliða Hallgrímsson og Liszt við mikla hrifningu áheyrenda. Foreldrar Eddu, Margrét Helga- ' dóttir og Erlendur Einarsson fyrrv. forstjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, vom í Washington við þetta tækifæri. HIÐ LJÚFA LÍF Feg’urðardísin í þinginu Blaðamenn geta lent í ýmsu í óstöðvandi sannleiksleit sinni. Snápur af dagblaðinu News of the World varð mjög hlessa þegar Pa- mela nokkur Bordes, ólaunuð aðstoð- arstúlka breska íhaldsþingmannsins Davids Shaws, bauð blíðu sína eftir stutt samtal fyrir 500 pund (45.000 krónur) og bætti því við að hún væri þögul sem gröfin. Hvað sem öðru líður veiddi umræddur blaða- maður upp úr Pamelu bitastæðustu sögu ferils síns. Sá frammámaður í Bretlandi reyndist vandfundinn sem ekki hafði gist í dyngju hennar ef marka má hennar orð. Einnig spurð- ist út að Pamela hefði verið í vin- fengi við útsendara Gaddafi Líbýu- leiðtoga og vaknaði þá sá grunur að hún væri ekki öll þar sem hún er séð. Ungfrú Bordes er indversk fegurð- ardrottning sem hefur það að áhuga- máli að láta mynda sig í næturklúbb- um með ritstjórum dagblaða, eins og segir í The Economist. Hún á að sögn að hafa verið í vinfengi við milljarðamæringinn Adnan Kas- hoggi. Fyrir fimm árum giftist hún auglýsingamanninum Dominique Bordes og fékk við það franskt ríkis- fang. Rannsókn er nú hafin á því hvers vegna hún gat farið inn og út úr Pamela Bordes — njósnari eða einn af 30 „ólaunuðum aðstoðar- mönnum“ í breska þinginu? þinghúsinu að vild þegar að leitað var hátt og lágt á Margaret Thatc- her er hún kom til flokksþings íhalds- flokksins í Scarborough á dögunum. Sumir halda því fram að Pamela ætli sér að græða vel á öllu saman, selja ævisögu sína og kvikmyndarétt- inn að henni fyrir dijúgan skilding og leika sjálf aðalhlutverkið. Eftir að einkalíf hennar komst í hámæli kaus Pamela að hverfa frá Bretlandi og fréttist síðast af henni í Bali, einni af eyjum Indónesíu, fyr- ir austan Jövu. Ungfrú Indland fyrir sjö árum. „Hún tók bara í höndina á mér þegar ljós- myndarinn hleypti af,“ sagði Donald Trelford rit- stjóri Observer (til hægri) þeg- ar hann var spurður um til- urð þessarar myndar. Eigi menn 50 krónur er Hu Jianmin tilbúinn til að leigja þessa hárkollu eina kvöld- stund. NYJUNGAR Hárkollan íKína Hu Jianmin er ágætt dæmi um aukið umburðarlyndi stjórnvalda í Kína. Hann er vest- rænn í klæðaburði og rétt rúm- lega það því hann gengur að jafnaði í appelsínugulum skóm. Hann er menntaður í hárskurði og verslunarstjóri fyrstu hár- kolluverslunarinnar í Kína, sem nýlega var opnuð í Peking. „Fyr- ir 20 árum hefði verslun þessi verið lögð í rúst en það er liðin tíð,“ segir Hu en á árum áður var allt það sem vestrænt gat talist mikill þymir í augum stjórnvalda og þótti við hæfi að tortíma því í eldi. Að sögn Hus var salan í fyrstu treg en nú virðist sem alþýða manna sé að taka við sér. Ljós- ar og rauðar hárkollur njóta mikilla vinsælda, sem vekur at- hygli, þvi Kínverjar eru almennt og yfírleitt dökkhærðir. „Þjóð- félagið hefur einfaldlega breyst,“ segir Hu og bætir við að margir viðskiptavina hans nefni að þeir vilji lílqast til- teknum kvikmyndastjömum. „Vitaskuld dá menn einkum kínverskar kvikmyndastjömur en þær erlendu era einnig vin- sælar“. Hárkollumar era framleiddar í Kína en yfirvöld hyggjast flytja þær út í stórum stíl sem og hártoppa og gerviaugnahár en Kínverjar nefna þetta „falsan- imar þijár“ og mun það heiti vísa til „Fjórmenningaklíkunn- ar“. Stjómvöld hafa einkum áhuga á að komast inn á Japans- markað en hávísindalegar kann- anir sýna að nákvæmlega 480.000 Japanir nota hárkollur! Hárkollumar eru rándýrar, kosta á bilinu 1.250 til 3.000 krónur íslenskar, en meðalárs- laun í Kína eru innan við 15.000 krónur í borgum og enn lægri í hinum dreifðu byggðum lands- ins. Með tilkomu einkafyrir- tækja hefur tiltölulega fámenn- ur hópur manna hins vegar náð að margfalda tekjur sínar og það er einkum þetta fólk sem arkar út úr verslun Hus með hárkollu undir hendi eða á höfði. Þeir sem minni tekjur hafa geta einnig losnað úr viðjum hver- dagsleikans því hafi þeir 50 krónur handbærar geta þeir tek- ið hárkollu á leigu eina kvöl- stund. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.