Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR L 'APRÍL l!ð89 21 Tónleikar í Hafiiarborg ESTHER Helga Guðmundsdóttir sópransöngkona heldur tónleika í Hafharborg, menningar- og listastofiiun Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 4. apríl klukkan 20.30. Undirleikari Helgu er David Knowles píanó- leikari. Efiiisskrá tónleikanna er Qölbreytt, flutt verða verk eftir Fiskeldismenn heiðraðir Morgunblaðið/Þorkell Þrír brautryðjendur í fiskeldi voru gerðir að heiðursfélögum Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva á aðalfiindi Landssambandsins í gær, fostudag. Þeir eru Jón Kr. Sveinsson í Lárósi, Kristinn Guðbrandsson í Björgun og Skúli Pálsson á Laxalóni. íslenska og erlenda höfunda. Esther Helga Guðmundsdóttir lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1983. Síðastliðin 4 ár stundaði hún nám í söng og tón- listarfræðum við Háskólann í Indi- ana í Bandaríkjunum og lauk þaðan prófi í lok sl. árs. David Knowles lauk prófi í píanó- undirleik frá Royal Northern Coll- ege of Music í Manchester, Eng- landi, árið 1980. Hann kenndi við Tónskóla Fljótsdalshéraðs á Egils- stöðum 1982-1985 en starfar nú sem undirleikari við söngdeild Tón- listarskóla Garðabæjar og Söng- skólann í Reykjavík. Burtferartónleikar í klarinettuleik Mánudagínn 3. apríl heldur Vigdís Klara Aradóttir klarinettu- leikari burtfarartónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Píanóleikarí er David Knowles. Tónleikarnir verða i sal Tónskólans við Hraunberg 2 og hefjast klukkan 20.30. Vigdís Klara Aradóttir fæddist - i ' i' I þann 21. febrúar 1968. Hún hóf J&ÉÉÉjjjjjj^H nám hjá Einari Jóhannessyni við Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar haustið 1978, en hafði áður sótt tíma hjá Sigurði I. Snorra- syni. Einar hefur verið kennari Vigdísar síðan, nema einn vetur en þá var hún hjá Guðna Franz- syni. Hún hefur spilað mikið með lúðrasveitum, þar á meðal Lúðra- sveitinni Svani og Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts. Vigdís Klara lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1988. Frá stofnun Sinfóníuhljómsveitar æskunnar árið 1985 hefur hún verið Es- klarinettuleikari í þeirri hljóm- sveit. Fylgi ríkisstjórnar- innar minnkar stöðugt Sjálfstæðisflokkur með nær helming þingmanna Vigdís Klara Aradóttir. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Crussel, Saint-Saéns, Finzi, Poulenc, Eyþór Amalds og Jón Nordal. HSÍ með landssöfium Skuldir sambandsins 10-15 milljónir króna HANDKNATTLEIKSSAMBAND íslands hefur sent öllum heimil- um í landinu mynd af landsliðinu þar sem það stendur á verðlauna- pallinum eftir sigurinn í B- keppninni í Frakklandi á dögun- um. Með myndinni fylgir gíróseð- ill að upphæð 400 krónum, og er það von HSÍ að sem flestir landsmenn sjái sér fært að styðja við landslið Islands, og undirbún- ing þess fyrir næstu A-heims- meistarakeppni í Tékkóslóvaíu í byrjun næsta árs. „Við vonum að þau 80% þjóðar- innar sem fylgdust með beinni út- sendingu úrslitaleiksins frá Frakkl- andi sjái sér fært að greiða þessu útsendu gíróseðla," sagði Jón Hjal- talín Magnússon, formaður HSÍ, er landssöfnunin var kynnt blaða- mönnum í gær. Að sögn forráðamanna HSÍ er fjárhagsstaða þess erfið. „Stjórnar- menn og HSI eru skuldbundnir fyr- ir stórum upphæðum í lánastofnun- um og fyrirtækjum. Við treystum því að þjóðin hjálpi okkur til að við getum haldið áfram með landslið okkur á sömu braut. Það kostar mikla peninga að eiga lið í hópi þeirra bestu,“ sagði Jón Hjaltalín. HSÍ skuldar nú sem nemur þeirri upphæð sem undirbúningur B- keppninnar í Frakklandi kostaði, 10-15 milljónir króna. Kostnaður við undirbúning fyrir HM í Tékkó- slóvakíu næsta ár er svo áætlaður 23,5 milljónir króna. SAMKVÆMT nýrri skoðanna- könnun dagblaðsins DV heldur fylgið áfi-am að hrynja af ríkis- stjórninni. Hún nýtur nú fylgis 37,1% þeirra er tóku afstöðu en 62,9% eru henni andvígir. í jan- úar s.l. voru 44,9% fylgjandi ríkísstjórinni og í nóvember á síðasta ári var þessi tala 57,6%. I könnuninni var einnig spurt um fylgi einstakra stjórnmálaflokka. í ljós kom að ef kosningar yrðu nú myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá nær helming þingmanna. í könnuninni um fylgi stjórn- málaflokkana kemur fram að stjórnarflokkarnir halda áfram að tapa fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt en Kvennalistinn er á niðurleið. Niðurstöður könnun- arinnar, ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu eru á þessa leið (innan sviga eru niðurstöður síðustu kosninga): Alþýðuflokkur 8% og 5 þingmenn (15,2% og 10 þingmenn). Framsóknarflokkur 17,8% og 11-12 þingmenn (18,9% og 13 þingmenn). Sjálfstæðisflokkur 46% og 30-31 þingmenn (27,2% og 18 þingmenn). Alþýðubandalag 10,1% og 6 þing- menn (13,3% og 8 þingmenn). Kvennalisti 14,2% og 9 þingmenn (10,1% og 6 þingmenn). Borgara- flokkur 2,4% og 1 þingmann (10,9% og 7 þingmenn). Hvorki listi Stef- áns Valgeirssonar né Flokkur mannsins eða Þjóðarflokkurinn kæmu manni að samkvæmt könn- uninni. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafn skipt milli höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar og jafnt skipt milli kynja. Um 38.000 tonn eft- ir af loðnukvótanum UM 38.000 TONN voru óveidd af loðnukvótanum á miðnætti að- faranótt fostudags. Hákon tilkynnti um afla við suðausturströndina í gær, fostudag, og var eina skipið sem hafði tilkynnt um afla síðdeg- is í gær. Loðnan á milli Reykjavíkur og Akraness er komin upp á hraun og skipin ná henni þar ekki, að sögn Ástráðs Ingvarssonar starfsmanns loðnunefiidar. Einnig er erfitt að eiga við loðnuna við suðausturströndina, meðal annars vegna mikils straums, að sögn Ástráðs. Hákon tilkynnti um 700 tonn til Krossaness í gær. Síðdegis á fimmtudag tilkynntu þessi skip um afla: Júpiter 1.350 tonn til Reykjavíkur, Gígja 710 tonn til Vestmannaeyja, Guðmundur Olafur 600 tonn til Bolungarvíkur, Björg Jónsdóttir 500 tonn til Seyðis- ijarðar, Dagfari 400 tonn til Sand- gerðis, Gullberg 580 tonn til Vest- mannaeyja, Svanur 700 tonn til Þórshafnar, Bergur 500 tonn til Vestmannaeyja, Grindvíkingur 1.000 tonn til Seyðisfjarðar og Erl- ing 100 tonn til Vestmannaeyja. Fritz Naschitz látinn Dr. Fritz Naschitz, aðalræðis- s maður íslands í ísrael, lést í Tel Aviv á föstudaginn langa, tæp- lega 89 ára að aldri. Hann varð .JH aðalræðismaður íslands í Israel árið 1949, kom margsinnis til íslands og átti hér marga kunn- f ingja og vini. Margir íslendingar sem fói-u til ísraels nutu vin- semdar hans og fyrirgreiðslu. Naschitz fa>ddur Vínarborg 21.maí aldamótaárið, las lögfræði ^H Þýskalandi og var JaHHHHV Æ WjsSsBBÆuŒ JHm^^Í verjalandi og tók doktorsgráðu Æ greininni. Ilann fluttist p'vaJHSfe Æ 1940 með Jenny, konu Mm af ungverskum ættum og H Peter, syni þeirra. ^i||N&HHÉÍH Naschitz rak lögmannsskrifstofu Dr Fritz Naschitz í Tel Aviv í fjolda ára. Hann sknf- aði ótal greinar í blöð og tímarit, meðal annars um íslensk málefni. og á áttræðisafmæli hans kom út Hann gaf út ritgerðir og þýðingar safn ljóða hans. Stri Verð kr. 1395,- Stærðir: 28-46 Litir: Svart, dökkblátt, hvítt, bleikt Ath.: Einnig mikið úrval af léttum og góðum hlaupaskóm. | staðgreiðslu afsláttur. Póstsendum samdægurs. s VELTUSUNDI 1 21212 KRINGMN KBinewn S. 689212 Ahrif verkfalls á blóðbankann: Lítið hægt að gera -segir heilbrigðisráðherra GUÐMUNDUR Bjarnason heilbrigðisráðherra segir að lítið sé hægt að gera til að mæta þeim áhrifúm sem verkfall náttúrufræðinga mun hafa á starfsemi Blóðbankans. Hann hafi ekki heimild til að grípa inn í verkfallið en hinsvegar hafi sú spurning vaknað hvort ekki eigi að gilda sömu reglur um starfsfólk Blóðbankans og gildi um starfsfólk á gjörgæsludeildum. Það er að það starfi áfram þótt til verkfalls komi. „Umræður um að flokka starf- semina í Blóðbankanum undir neyð- arþjónustu hafa vaknað í kjölfar þessarar verkfallsboðunar. Það er þó ljóst að ekkert er hægt að gera í málinu fyrir þetta verkfall nú,“ segir Guðmundur Bjarnason. Guðmundur benti þó á, eins og fram kom í samtali Morgunblaðsins við forstöðumann Blóðbanks í gær, að hægt yrði að halda úti sömu vakt í bankanum og gert er á stór- helgum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.