Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 Til sölu í Grafarvogi 118 fm íbúðir 4ra-5 herb. Bílskúr fylgir hverri íbúð og geymslur á jarðhæð. íbúðirnar seljast fullbúnar. Byggingameistari Örn Isebarn, sími31104. Einbýlishús í Kópavogi Til sölu vestast á Kársnesinu 155 fm steinsteypt hús á tveimur hæðum. Gott háaloft. 5-6 herb. 750 fm rækt- uð lóð. 50 fm bílsk. Ekkert áhv. Laust fljótl. Verð 8,9 millj. Fasteignasalan 641500 EIGNABORG sf. jP Hamraborg 12 - 200 Kópavogur "" Sölum.: Jóhann Hálfdénars. Vilhjálmur Einarss. Jón Eiriksson hdl. Rúnar Mogensen hdl. E 011Cn 91070 LÁRUSÞ.VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI L I I VW " k I W I V LÁRUS BJARNASOIM HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI Til sölu og sýnis meðal annarra eigna: Góðar 6 herb. sérhæðir við Ystasel, aðalhæð í tvíbhúsi um 150 fm. Smíðaár 1976. Sérhiti. Sér- inng. Rúmg. bílskúr með kjallara. Stór lóð. Útsýni. Teikn. á skrifst. Bugðulæk, efri hæð um 150 fm. Smíðaár 1964. Allt sér (hiti, inng., þvottahús). Tvennar svalir. Um 50 fm góð geymsla í kj. Teikn. á skrifst. 4ra herb. íbúðir við Ljósheima, 7. hæð 103,3 fm. Lyftuhús. Sérinng. af svölum. Góð lán. Álfheima, 4. hæð 107,4 fm. Nýl. innr. og gler. Herb. í kj. Fyrir hina vandlátu Stórar og glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í bygg. við Sporhamra. Sérþvottahús og bílsk. Sameign fullg. Afh. frág. undir trév. í byrjun næsta árs. Húni sf. byggir. Viðráðanleg greiðslukjör. Hentar einkum þeim sem hafa lánsloforð. innst í Fossvogi Kópavogsmegin, steinhús rúmir 100 fm með 4ra herb. íb. á hæð. Ennfremur ris með 3-4 herb. Stór lóð 1150 fm með trjágróðri. Góð lán kr. 2,5 millj. Eignaskipti möguleg. Einbýlishús í endurbyggingu við Skipasund, kj. og 2 hæðir. Góð lán fylgja. Trjágarður. Eignaskipti möguieg. Teikning á skrifst. Þurfum að útvega m.a. 3ja-4ra herb. ib. í Kópavogi eða Hafnarf. Má þarfn. endurbóta. 2ja-3ja herb. íb. m. bílskúr. Rétt eign verður borguð út. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 480. þáttur 1) „Annaðhvort er ég kjálka- brotinn ellegar ég er klumsa,“ sagði stundum orðnæfur Norð- lendingur, þegar svo langt gekk, að honum féllust önnur. orðtök af undrun eða hneykslun. Klums, nafnorð, er „krampi í tyggivöðvum (einkum hrossa)“. Veldur þetta því að skepnan getur ekki opnað munninn eða nærst. Klumsa, óbeygjanlegt lýsing- arorð, er svo haft um skepnu sem „er með klums“. Útfrá því kemur svo líkingamálið, orðlaus maður verði klumsa. Til er líka sögnin að klumsa um fyrmefnt ástand, t.d. gætu menn sagt að merin klumsaði. Hér er farið eftir orðabók Menningarsjóðs, og sömu upplýsingar eru í Blöndal. Ekki hef ég fundið dæmi um þetta í fomum textum. Meðal skyldra orða, sem talin em fram í hinni miklu upprana- orðabók Alexanders Jóhannes- sonar, em: klambra (bæði sögn og nafnorð) klammi (=snjó- storka, sjá Sjálfstætt fólk), klandur, klemma, kleppur, klumba og klumpur. Klumsið virðist því fela í sér stirðnun, klemmu. 2) Ánægjulegt var að heyra í fréttum í sjónvarpi hvað eftir annað sagt að renna sér á skíöum, en flatneskjan „skíða“ látin ónotuð. Sjá og þátt 477. 3) Beiðni, kvenkynsnafnorð, er eins í öllum föllum, sbr. elli og kœti. Því taka menn afstöðu til beiðni, ekki „til beiðnar", eins og í sjónvarpsfréttum. 4) Sögnin að sjósetja (um skip) er mikið notuð nú um mundir, og þar af búa menn til nafnorðið sjósetning. Umsjónar- maður biður menn athuga hvort ekki væri tækilegt að endurlífga gömlu sögnina að flota í þessu sambandi. Og væri þá ekki líka hægt að hafa flotun eða flotkun fyrir sjósetning? 5) Montenegro heitir eitt sam- bandslandið í Júgóslavíu. Það höfum við kallað Svartfjalla- land. í stað orðsins „Monte- negranar“ gætu fréttamenn sem best sagt Svartfellingar eða Svartfjöllungar. 6) Þegar sagnir stýra þolfalli, snýst það þolfall upp í nefnifall í þolmynd. Hann (hlutur í fyrir- tæki) er því margfaldaður með einhverri tölu, en „honum ekki margfaldað" eins og í sjónvarps- fréttum. 7) Enska sögnin to defrost merkir 1) „þíða, bræða“. 2) „af- frysta, afísa“. Hún þýðir ekki að „afþíða", enda þótt sú ómynd heyrist og sjáist, m.a. í bækling- um. Við affrystum, píðum eða afísum ísskápinn eða frystikist- una. .3) Að vera ómyrkur í máli merkir að vera bersögull og kannski stundum nokkuð orð- hvatur. Af einhveijum dularfull- um ástæðum hefur neitun oft skotist á undan þessu nú um stundir. Svo langt gekk um dag- inn, að þaulreyndur fréttamaður sagði um kunnan íslending, sem einmitt hefur þótt orðhvatur og ekki alltaf gætinn í tali, að hann væri „ekki ómyrkuf í máli“. Hér gildir stærðfræðireglan að mínus sinnum mínus gerir plús. 9) Eignarfallsending á að koma á bæði orðin í nöfnum manna, þegar svo stendur á, bæði skímamafn og föðumafn. Fréttamaður í sjónvarpi sagði hinsvegar „I forföllum Svavar Gestssonar". Hann hefði átt að segja Svavars, enda alkunnugt að ráðherrann heitir ekki * Svóf. 10) í sjónvarpsfréttum var sagt frá atburðum sem gerðust „í kjölfar aukinna ofbelda“. Skelfmg er orðið ofbeldi ámát- legt í fleirtölu, enda er ofbeldi hugtak. Mönnum er mislagið að fara með orðtök. Vera má að prent- villa hafi það verið, sem sást í blaði fyrir löngu, að sjaldan launuðu kálfar ofbeldi! Vafa- laust hefur það átt að vera ofeldi sem kálfarnir launuðu ekki. Þessi spakyrði era höfð um vanþakklæti þeirra sem vel er gert við. ★ Hér er svo heldur vond vísa, með afdráttarhœtti þó, eftir Björn botnan á Botnastöðum: Svínið slepur, skallinn skær skína hlýtur lönpm. Ég hugsa mér að þetta séu tvær sjálfstæðar málsgreinar án nokkurs innbyrðis samhengis. Sögnin að slepja merkir m.a. að sleikja, en ekki er stafur um það, hvað svínið sleikir. Ég held að það sé alls ekki skallinn sem um getur rétt á eftir. Hann er bara skær (glansandi), og lýsir löngum af honum, eins og vera ber um sanna gljáskalla. Nú, nú. Þá tökum við einn staf framan af hveiju orði, og kemur þá seinni parturinn sem er hóti skárri en sá fyrri: Vínið lepur kallinn kær, Kína lýtur önpm. Hér er að vísu ósagt látið hveij- um kallinn er kær, en ekki fer á milli mála að Kína er stórveldi. Nú er það ósk umsjónarmanns að þið sendið þættinum nýjar vísur með afdráttarhœtti og þá helst miklu betri en hnoðið eftir Bjöm botnan á Botnastöðum í Botnsfirði. P.s. Hvernig væri annars að sjónvarpsfréttamenn létu hjá líða að vera viðstaddir afhend- ingu „lausnarfésins“? Opið í dag, laugardag, L E N N A kl. 10.00-16.00. Fjöldifjársterkrakaupenda LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Krabbameinsfélagið ADALFUNDIIR KRABBAMEINSFÉLAGS REYKJAVÍKUR Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, mánudaginn 3. apríl 1989 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Minnst 40 ára afmælis félagsins. Önnur mál. Að loknum fundi verða kaffiveitingar í boði félagsins. Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir. Stjórnin. i i Js. tojgttw ú co co o-; co Góðan daginn! Benedikt Gunnarsson sýnir í SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis opnar myndlistarsýningu sunnudaginn 2. apríl klukkan 14—17 á Álfabakka 14 í Breið- holti. Sýnd verða verk eftir Bene- dikt Gunnarsson listmálara. Benedikt er fæddur 1929. Mynd- listamám 1945—1953 við Myndlista- og handíðaskóla íslands, Listahá- skólann í Kaupmannahöfn og Teikni- skóla R.P. Böyesens í Ríkislistasafn- inu í Kaupmannahöfn. Hann lagði ennfremur stund á myndlistamám í París og Madríd. Hann kenndi í mörg ár við MHÍ. Við Kennaraháskóla Islands hefur Benedikt kennt síðan 1965 og er þar nú lektor í myndlist. Hann hefur haldið 17 einkasýningar, þar af eina í París og tekið þátt í rúmlega 20 samsýningum víðsvegar í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Sýningin mun standa yfir til 26. maí nk. og verður opin frá mánudegi til fimmtudags frá klukkan 9.15 til 16.00 og föstudaga frá klukkan 9.15 til 18. Sýningin er sölusýning. Verð kr. 1290,- Litir: Hvítt + Baige Stærðir: 36-41 Ath.: Skórnir eru með góðu innleggi og úr mjúku skinni. | staðgreiðslu afsláttur. Póstsendum samdægurs. 5% T0PP ---SK0RIHN iMk VELTUSUNDI 1 21212 KRINGWN KtaneNH S. 689212 28611 Símatími 9-21 FRAKKASTÍGUR: Tvær hæðir + lágt ris og lagerviðbygging. Eignin er á besta stað í bænum og geíur mikla möguleika t.d. fyrir félagasamt. SKIPASUND: Einbýli—tvíbýli ca 155 fm á þremur hæðum. Mikið end- urn. Ekki fullklárað. Óvenju fallegur garöur. Hagst. lán áhv. KLEPPSVEGUR: 4ra herb. um 90 fm íb. á jarðh. í bl. íb. er mikið end- urn. 12 fm herb. í risi fylgir + snyrting. 2 geymslur í kj. Veðdeildarl. 1,7 millj. DUNHAGI: 100 fm vönduð íb. á 3. hæð ásamt herb. í kj. Aðeins í skipt- um fyrir 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð, (ekki í blokk). LAUGAVEGUR: 3ja-4ra herb. íb. ca 85 fm innarlega við Laugaveg. Björt, rúmg. og töluvert endurn. íb. HVERAGERÐI: Atvinnuhús- næði í byggingu gæti verið til afh. fokh. í maí. ÞORLÁKSHÖFN: Efri hæð í tvíbhúsi. Mikið endurn. Skipti á lítilli íb. í Rvík koma til greina. Hús og Eignir Æm Grenimel 20 KP" U. H1. ■■ UMMk Giamnon hrt ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.