Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 Stakir skúlptúrar Myndlist Bragi Ásgeirsson í neðri sölum Nýlistasafnsins getur fram til 2. apríl að líta all- marga litla skúlptúra eftir Sól- veigu Aðalsteinsdóttur. Myndlistarkonan hefur lengi verið virk í hópnum í kringum Nýlistasafnið og þátttakandi í hin- um ýmsu tiltektum þess og uppá- komum og er þannig alls ekki óþekkt stærð. Það eru hin margvíslegustu efni og samruni þeirra í einn skúlptúr, sem Sólveig virðist hafa verið upp- tekin af undanfarið ásamt því, að liturinn skiptir ekki svo litlu hlut- verki í þeim sumum. Hér er allt tekið með sem hendi er næst sem efniviður í myndverk- in og er það hárrétt afstaða í slíkum tilvikum. Það sem máli skiptir er að hagnýta sér þann Sj á, pi M HEILSU nýjung FJögurra vikna fjölbreytt heilsuötak í leikfimi og tœkjaþjólfun ö einu nömskeiði með einum kennara. Heilsugarðurinn f Garðabœ og Hress í Hafnarfirði efna nú í fyrsta sirin til samstarfs. Við kynnum snjalla og langþráða nýjung fyrir karla og konur sem vilja grennast og auka styrk sinn og þol í snörpu og skemmtilegu átaki, Og nú er það félagsskapurinn og fjölbreytnin sem< efnivið, sem hendi er næst, en láta sig ekki stöðugt dreyma um hinn óforgengilegasta og sígildasta efnivið. Sumir, sem þekkja vel til efniviðarins, kjósa t.d. í ýmsum tilvikum pappír með sýru í til þess að ná fram vissri fyllingu tímans í myndina, en öðrum er það guð- last að nota annað en sýrufrían pappír. Þótt undarlega megi virð- ast, þá eru það sjálfír meistaram- ir, sem best þekkja eðli þess sem þeir hafa handa á milli, sem hér gera flestar tilraunimar, en það einkennir miðlunginn að fallast hendur ef hann hefur ekki ekta efni á milli handanna! Þá hefur það og margvíslegan tilgang að nota forgengileg efni svo sem kunnugt er og jafnvel óviðkunnanleg, fráhrindandi efni. Sviðið er þannig ótæmandi og bera að varast að fordæma hluti að órannsökuðu máli, því að það, sem verður skoðandanum til ást- eitingar og úthúðunar myndverks, kann einmitt að vera tilgangur og kjarni þess. Þetta var nú einungis útúrdúr, en hefur þó markvissan tilgang, þótt ekki verði Sólveig á nokkum hátt sökuð um að sækja frekar á vit forgengilegra efna en endingargóðra, fer auðsjáanlega eftir því hvað hún hefur næst sér hveiju sinni, og hún virðist gædd næmri formkennd og gangast öll upp í því, sem hún er að gera hveiju sinni. Og þannig verður þetta hið áhugaverðasta samsafn hugljómana hjá henni og sumir skúlptúramir mjög sannfærandi í formrænum einfaldleik sínum. Langar mig að nefna hér sem dæmi myndverkin nr. 11 (gifs, blek, spónaplata, litur), 13, (timb- ur, marmari, blýkapall), 14. (við- ur, skápafótur, gifs, kítti) og 17. gifs, birkisprek, litur). í stuttu máli áhugaverð sýning, sem kom undirrituðum nokkuð á óvart. HR^S'ieg i Lftaðar ljósmyndir 1« X Á efri hæð Nýlistasafnsins sýn- ir Svala Sigurleifsdóttir all- nokkrar litaðar ljósmyndir. Svala er löngu þekkt sem mynd- listarmaður og hugsuður, sem ekki fer troðnar slóðir, hvorki í mynd- sköpun sinni né hugleiðingum um myndlist í rituðu máli. Nokkuð bera myndir hennar þó keim af dvöl hennar i heimsborg- inni New York og því umhverfí, sem þar hefur helst sótt á og mótað lífssýn hennar og hugar- heim. Og í heimsborginni er auð- velt að verða fyrir áhrifum og jafn- vel éta yfír sig af áhrifum, því að listahverfín eru mörg og mannlífíð með eindæmum íjölskrúðugt, auk þess sem hvert hverfí hefur sín sérkenni. Ég nefni þetta hér, vegna þess að yfírbragð ljósmynda Svölu ber um margt keim af því, sem ég hef frá þeim slóðum, bæði hvað vinnu- brögð snertir og myndefnaval. Það er og einmitt fólkið í kring- um Nýlistasafnið og gestir við opnun hinna ýmsu sýninga og uppákoma í listhúsinu, samheijar hennar, kunningjafólk og félagar, sem helst hafa ratað að ljósopinu. Og hér virðist heimildagildið að nokkru hafa vakað fyrir gerandan- um, skráning að hans dómi mikil- vægra viðburða í listinni og fólks- ins í kringum þá. Þetta hefur ein- mitt mikla þýðingu fyrir seinni tíma og vei þeim sem með öllu vanrækja þennan þátt en hér hef- ur nýlistafólkið ræktað prýðilega arfinn frá súmmerum. Síðan eru myndimar stækkaðar og litaðar á sérstakan hátt og gengur aðferðin eins og rauður þráður í gegnum myndröðina alla en hinni sérstöku tækni kann ég ekki að lýsa. En víst eru þetta skemmtilegar myndir margar hveijar og vel gerðar og vafalítið mjög áhuga- verðar iyrir safnið sjálft, enda er engin þeirra til sölu, sem gefur auga leið. Tæknin er sérstæð, litimir mattir og fjarrænir og skírskota sem slíkir til núliðinnar tíðar. Að öllu samanlögðu prýðileg framkvæmd hjá Svölu Sigurleifs- dóttur. | Þrískipt og samsett Tveir 20 manna hópar hefjast handa nk. mánudag og taka sér hressilegttak undir leiðsögn Lovísu Einarsdóttur íþróttakennara. Skelltu þér með og heilsaðu sumrinu í toppformi! • HEILSUGARÐURINN Tœkjaþjálfun (bol- og styrktarþjálfun) Þriðjudaga kl. 19.00 eða 20.00 Fimmtudaga kl. 19.00 eða 20.00 »HRESS Leikfimi Mánudaga kl. 17.30 eða 18.30 Miðvikudaga kl. 17.30 eða 18.30 Námskeiðið hefst mánudaginn 3. apríl. Verðkr. 4.950-lótímar. Skráning og upplýsingar: Hjá HRESS í síma 65 2212 Hjá HEILSUGARÐINUM í síma 65 69 70 eða 65 69 71 1« x ! HRESS LlKAMSRÆKT OC l,IOS BÆJARHRAUNI4, HF. HEILSUGARÐURIIMN GARÐATORGI1, GARÐABÆ. msmn Það er óhætt að halda því fram, að yngri kynslóð listamanna sé brokkgeng í listsköpun sinni um þessar mundir. Hvort það tákni svo nýsköpun eða einfaldlega þá viðvarandi upp- stokkun gilda, sem íslendingar em helst þekktir fyrir erlendis, verður framtíðin að skera úr um. Hins vegar blandast engum hugur um að slík vinnubrögð eru allt í senn djörf, opin og hressileg. Þau gildi, sem einkenna evr- ópska myndlist, ganga iðulega aftur í myndverkum hins fram- sækna unga fólks, sem um leið hefur tileinkað sér alþjóðamál myndlistarinnar — og á stundum á þann hátt, að svo sé sem öll landamæri séu burtþurrkuð. Leikmyndahönnuðurinn og mál- arinn Grétar Reynisson, sem fram til 5. apríl sýnir 8 stór olíu- málverk og jafn margar teikningar í listhúsinu Nýhöfn, er hér engin undantekning frá reglunni, svo alþjóðlegar sem myndir hans koma manni fyrir sjónir. Hinar stóru samsettu og iðulega þrískiptu olíumálverk hans geta í gerð sinni minnt sterklega á Ans- elm Kiefer, Þjóðveijann fræga, sem virðist hafa ruðst inn á vett- vang íslenzkrar myndlistar sem fimasterkur áhrifavaldur. En það skilur á milli, að Kiefer sækir myndefni sitt beint í þýska og norræna sögu, nálægri sem fjar- lægri — til Hitlertímans og Nifl- ungakviðanna, svo og litafræði landa sinna, Goethe, Johans Ottos Runges og Paul Klee. Myndverk Gfytars ganga mikið út frá ómælisvíðáttum myrkursins I/ ,■ ’ - 1% ,''7, Grétar Reynisson myndlistarmaður. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg og miðlægu ljósinu, svo og himin- tunglum sem birtugjafa og það gefur þeim nokkurn helgiblæ og svip af eilífðarhugsuninni — jafn- vel trúarlegt inntak, þegar best lætur með hringlaga sólarformið sem ljósgjafa alheimsins. Og vafa- lítið má ætla að önnur miðlæg form myndanna svo sem spírall og keila feli í sér táknræna skírskotun og einnig misstór auka- formin eða uppbótarviðfangsefnin, sem vaxa út frá myndunum. Þetta nefna Þjóðveijar „Ersatzobjekte" (aukaform með merkingaráhersl- um). — Það er vissulega nokkur skyldleiki með sviðsverkum í þess- um myndum og jafnframt vissri tegund mótunarlistar (skúlptúrs) — jafnvel einnig hugmyndafræði- legrar listar, og þannig séð er Grétar Reynisson mjög samkvæm- ur sér í athöfnum sínum. Ekki eru nema fá ár, síðan Grét- ar kom fyrst fram sem málari, en nú virðist honum ekki lengur nægja hinn tvívíði flötur og eigin- lega virðist hann standa mitt í umbrotasamri þróun sem illmögu- legt er að spá i hvað framhaldið snertir, því að hér eru margir end- ar lausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.