Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 28
28 ,MORQUNBLAE)IE> XA|JgARDAGIg 1. APRÍL ;1989 Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga; Ahyggjusvipur vegna Qár- hagsstöðunnar dugar ekki lengur heldur aðgerðir — vilja viðræður við stjórnvöld um aukið flárframlag FULLTRÚAR á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þungar áhyggjur af Qárhag sambandsins og urðu talsvert mikl- ar umræður þar um á fundinum í gær, föstudag. I áliti allsherjar- nefndar um fjárhag sambandsins lýsir nefhdin yfir áhyggjum sínum og segir að fjárhagsstöðuna verði að bæta þannig að þjónusta sam- bandsins við sveitarfélögin verði í samræmi við þarfir. í umræðum um fjárhaginn tóku Qölmargir til máls og sagði Valgarður Hilmars- son að ekki væri lengur hægt að horfa upp á þetta ástand með áhyggjusvip, heldur yrði eitthvað að gera svo bæta mætti fjárhaginn. í skýrslu Sigurgeirs Sigurðsson- ar formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að heild- artekjur Jöfnunarsjóðs, sem er fjórði stærsti tekjustofn sveitarfé- laganna, sé áætlaður 1.600 milljón- ir á þessu ári. Samkvæmt lögum -um tekjustofna sveitarfélaga má verja allt að 6% af vergum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til svo- kallaðra aukaframlaga til tekju- lágra sveitarfélaga, en vegna skerð- ingar á tekjum sjóðsins undanfarin 1400 íbúðir í FRÉTT af fulltrúaráðs- fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem birtist í Morgunblaðinu í gær var ranglega haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra að Byggðastofiiun áætlaði að þörf yrði fyrir byggingu tæplega 1.400 kaupleiguíbúða á landinu öllu á árunum 1988-1993. Á fúndinum sagði Jóhanna að þörf yrði fyrir 1.400 íbúðir (ekki endilega kaupleiguíbúð- ir). Þetta leiðréttist hér með jafnframt því sem Morgun- blaðið biðst velvirðingar á mis- tökunum. fimm ár hefur 6% af tekjum sjóðs- ins hvergi nærri nægt til úthlutunar aukaframlaga. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veitt verði 40 milljón- ir króna til viðbótar 6% framlagi Jöfnunarsjóðs til úthlutunar auka- framlaga, en í skýrslu formanns segir að gera megi ráð fyrir að um 50-60 milljónir vanti til viðbótar þeim 96 milljónum sem fást sam- kvæmt 6% lögunum. í ályktun allsheijamefndar um aukaframlag til Jöfnunarsjóðs segir að stjórnin leggi á það áherslu að stjórn sambandsins hefji þegar við- ræður við stjórnvöld um aukið fram- lag til jöfnunar tekna milli sveitar- félaga þannig að svipað fé verði til aukaframlaga og á síðasta ári. í umræðum á fundinum í gær lögðu fulltrúar áherslu á að Sam- band íslenskra sveitarfélaga gegndi mikilvægu hlutverki og því væri brýnt að rétta við fjárhag þess svo það gæti sinnt þeim hlutverkum sem ætlast væri til að það gerði. Af öðrum málum sem allsheijar- nefndin ályktaði um má nefna að nefndin taldi að staðgreiðslan hefði tekist mjög vel og komið betur út en búist var við og tók nefndin undir þá tillögu að ráðinn verði starfsmaður við hagdeild sam- bandsins er hafi það að aðalstarfi að fylgjast með innheimtu og dreif- ingu staðgreiðslufjár. Nefndin ályktaði einnig um gjaldheimtur og lagði áherslu á að hraðað verði stofnun þeirra og að lokum má nefna sameiningu sveitarfélaga, en nefndin taldi æskilegt að sú þróun héldi áfram, þó þannig að það geti talist hagstætt fyrir íbúana. „Sam- eining verður að skapa rekstrar- hæfar heildir annars nær hún ekki tilætluðum árangri,“ segir í ályktun allsheijarnefndar. Frá höfiiinni í Grímsey. Morgunblaðið/Alfreð Jónsson Lífið er saltfískur LÍFLEGT hefúr verið hjá Grímseyjarbátunum nú í vikunni og hafa þeir komið að landi með frá þremur og upp í fimm tonn af boltafiski eftir róðurinn. Næg vinna hefúr því verið í landi og hafa menn verið að fram á kvöld. Um tíu bátar róa nú frá Grímsey, allt heimabátar. Allur afli er verkaður í salt, en örlítið af ufsa hefur slæðst með í aflann og er hann verkaður í skreið. „Lífið hérna er saltfiskur," sagði Kristinn Ingvarsson í Fiskverkun ÚKE í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum lengi beðið eftir þessu og hér eru allir syngjandi sælir og ánægðir." Vetrarferðir skólanemenda valda skólanefiid áhyggjum Röskun á skólastarfi í kjölfar þeirra SKÓLANEFND Akureyrar hef- ur áhyggjur af síauknum lang- ferðum nemenda grunnskólanna á Akureyri vegna þátttöku í íþróttamótum og kappleikjum af Snjóþyngsli skemma gróður BÚAST má við að nokkurt tjón hafi orðið á gróðri, einkum ung- um tijám og runnum, í akureysk- um görðum í snjóþyngslunum í vetur. Auk Ijóns af völdum snjóa hafa ökumenn vélsleða valdið nokkru tjóni á útplöntunarsvæð- um umhverfis bæinn, en ekki er óalgengt að um 10 sentimetra toppar hafi klippst burtu er vél- sleðar þeysa yfír þessi svæði. Ámi Steinar Jóhannsson garð- yrkjustjóri Akureyrarbæjar sagði snjóþyngslin einkum hafa haft áhrif á meðalstór tré, greinar rifna og gróðurinn sligast og skekkist. „Að öllu jöfnu er snjóhula góð fyrir gróð- urinn, en snjór er vondur þegar hann er blautur og þungur,“ sagði Árni Steinar. Hann sagði veðurfarið næstu vikurnar ráða hvernig jörð kæmi undan snjó, ef umhleypinga- samt yrði mætti búast við hinu versta, en ef snjóa leysti hægt og sígandi yrði allt í stakasta lagi. ýmsu tagi á starfstíma skólanna. Björn Jósef Arnviðarson for- maður skólanefiidar vakti máls á þessu á fiindi bæjarstjórnar fyrir skömmu og sagði að í vetur hefðu þessi ferðalög keyrt úr hófí fram og raskað mjög skóla- starfi. í bókun skólanefndar um þetta mál segir að ábyrgðarhluti sé að fara með hópa ungs fólks um ijall- vegi um hávetur, þegar allra veðra er von og telur nefndin hæpið að unnt sé að tryggja öryggi þeirra. Reynslan sýni einnig að forföll nem- enda frá námi vegna þessara ferða- laga séu afar mikil. Skólanefnd beinir þeim tilmælum til forvígismanna íþróttafélaga og stjórnenda íþróttamóta að leitast verði við að draga úr nefndum vetr- arferðum og kappleikjum verði ekki raðað á virka daga. „Það er al- gengt að unglingum héðan sé gert að mæta til kappleikja fyrir sunnan um hádegisbil á föstudegi, nú í vet- ur hafa ferðalög verði með mesta móti og skólastarf hefur raskast mjög vegna þessa. Það er því brýn ástæða til að vekja athygli á þessu máli,“ sagði Björn Jósef. 0' INNLENT Leikhússljóri Staða leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar er laus til umsóknar. Mikilvægt er að umsækjendur hafi víðtæka þekkingu og reynslu á sviði leikhúsmála, en einnig er æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af stjórnun og skipulagningu. Nánari upplýsingar veitir formaður leikhúsráðs í símum 96-26845 eða 96-25935. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. apríl nk. Umsóknir skulu merktar: Formaður leik- húsráðs, Leikfélag Akureyrar, pósthólf 522, 602 Akureyri. ÍA leiKFÉLAG AKUR€YRAR 2) Lögreglu- þjónar að- stoða öku- menn í vatnselgnum STÍGVÉLAÐIR lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast á götum Akureyrar í gærdag. Vatnselg- ur mikill var á götum bæjarins og afar torfært um svo til allar götur utan aðalgatna. Allt til- tækt starfslið bæjarins leitaði niðurfalla og opnaði þau svo vatnið rataði rétta leið. Matthías Einarsson varðsljóri sagði lögreglumenn ekki fyrr hafa verið komna á vaktina klukkan sex í gærmorgun er fyrsta útkall- ið um aðstoð barst og síðan hefði hringingum illa staddra öku- manna vart linnt það sem eftir lifði vaktar. „Þetta eru sprækir strákar í lögreglunni og við höfum skipst á að klæðast þeim stígvél- um sem við höfum til umráða," sagði Matthías, en skóbúnaður sá nýtur mikilla vinsælda á Akureyri þessa vatnsmiklu daga. Tveir Morgunblaðið/Rúnar Þór Margir ökumenn lentu í vandræðum í vatnselgnum á götum Akur- eyrar í gær og hafði lögreglan vart undan að aðstoða þá sem hvergi komust. minniháttar árekstrar höfðu orðið í bænum síðdegis í gær, en í fyrra- dag urðu þeir átta, þar af einn þriggja bfla árekstur. Allir starfsmenn gatnagerðar- deildar Akureyrarbæjar unnu við að opna niðurföll og greiða mönn- um leið um götur bæjarins og að auki voru fengin öll þau tæki sem tiltæk voru til leigu til hjálpar bæjarstarfsmönnum. Guðmundur Guðlaugsson verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði hlákuna síðustu daga hafa verið þægilega, hún hefði getað verið mun verri og þá með tilheyrandi afleiðing- um. í dag, laugardag, verða starfsmenn bæjarins enn að og bjóst Guðmundur við að þá yrði hreinsun gatna að mestu lokið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.