Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 20
20 f i- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1989 Fáskrúðsfj örður: Við þurfiim að eign- ast þriðja togarann -segir Albert Kemp, oddviti Búða- hrepps „ANNAR togarinn okkar, Ljósa- fell, kom úr breytingum í Pól- landi fyrir skömmu og atvinnu- laust landverkafólk á Fáskrúðs- firði fær því fljótlega vinnu en á þessu ári hafa verið hér allt að fimmtíu manns á atvinnuleys- isskrá,“ sagði Albert Kemp, odd- viti Búðahrepps, í samtali við Morgunblaðið. „Hins vegar þyrftu Fáskrúðsfirðingar að eignast þriðja togarann til að sjómenn hér þurfi ekki að ráða sig á skip sem gerð eru út frá öðrum byggðarlögum." Albert sagði að hreppsnefnd Búðahrepps hefði samþykkt ein- róma að óska eftir viðræðum við stjóm og framkvæmdastjóra Hrað- frystihúss Fáskrúðsfj'arðar um úr- bætur í atvinnumálum á staðnum. „Hugmyndin á bak við þessar við- ræður er sú að fá þriðja togarann til Fáskrúðsfjarðar,“ sagði Albert. Hann sagði að sjómenn frá Fá- skrúðsfirði hefðu verið á togurum frá Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og þess hefði í sumum tilfellum verið Nýframkvæmdir í vegamálum: Höfiiðborgarsvæðið og Reykjanes verulega afskipt í flárveitingum Aðrir landshlutar fá þrettánfalt meira fé á hvern ekinn kílómetra FJARVEITINGAR tíl nýfram- kvæmda í vegamálum árin 1983 - 1986 voru að meðaltali 0,11 krónur á hvern ekinn kílómetra á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, en á sama tímabili 1,44 krónur í öðrum landshlut- um, eða þrettánfalt meira. Þró- unin undanfarin ár hefur verið sú, að á meðan íbúum hefur hlut- fallslega fjölgað á höfiiðborgar- svæðinu og Reykjanesi, hafa ^árveitingar til svæðisins hlut- fallslega minnkað, miðað við aðra landshluta. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu frá Samtökum sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. Aðrir landshlutar hafa fengið mun meira fjármagn til nýfram- kvæmda en höfuðborgarsvæðið og Reykjanes samanlagt, segir í skýrslunni. 1960 - 1986 fengu höf- uðborgarsvæðið og Reykjanes að meðaltali í sinn hlut 19,2% þess fyár- magns sem úthlutað var árlega til nýframkvæmda. Aðrir landshlutar fengu 80,8%. í skýrslunni segir: „Þó er umferð mun meiri á höfuðborgar- svæðinu og Reykjanesi en í öðrum landshlutum en einnig fleiri íbúar og því er brýn þörf á meira fjár- magni en nú fæst af hálfu ríkis- sjóðs til nýframkvæmda á þessu svæði.“ Þar segir ennfremur: „Ef litið er á meðaltalsdreifingu íbúa á landinu 1980 - 1987 kemur í ljós að 60,1% íbúa búa á höfuðborgarsvæði og Reykjanesi en 39,9% landsmanna býr í öðrum landshlutum. En þrátt fyrir það minnkar stöðugt það fjár- magn sem höfuðborgarsvæðið og Reykjanes fá í sinn hlut til nýfram- kvæmda í vegamálum en að sama skapi hækkar framlag ríkissjóðs til nýframkvæmda í vegamálum í öðr- um landshlutum." Ennfremur, fyrir árin 1983 - 1986: „...höfuðborgar- svæðið hefur fengið 11,9% fjár- magns og Reykjanes 1,4% fj'ár- magnsins. Aðrir landshlutar hafa því samtals fengið 86,8% fjár- magnsins sem veitt er til nýfram- kvæmda." í skýrslunni er sagt að mörg verkefni bíði á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, þar á meðal brýr á Amameshæð, endurbætur á Keflavíkurvegi og breytingar á Vesturlandsvegi. Ennfremur að ríkissjóður hafi ekki aðeins látið þetta svæði afskipt í ijárveitingum, heldur einnig safnað skuldum. „Til dæmis var skuld ríkissjóðs við Reykjavíkurborg tæpar 600 milljón- ir króna í árslok 1988.“ Morgunblaðið/RAX Albert Kemp, oddviti Búða- hrepps. krafist að þeir flyttu lögheimili sitt til þessara byggðarlaga. „Mér kemur þetta undarlega fyrir sjónir þar sem þessir staðir em allir á sama atvinnusvæðinu og til dæmis hafa nokkrir Stöðfirðingar sótt vinnu til Fáskrúðsfjarðar. Það þarf hins vegar að vera meiri samvinna en nú er á milli þessara þriggja byggðarlaga og samgöngur á milli þeirra þarf að bæta,“ sagði Albert. Hann sagði að þrír stórir bátar væm gerðir út frá Fáskrúðsfirði. Tveir þeirra hefðu landað í Færeyj- um og afli þess þriðja hefði verið sendur óunninn á markað erlendis. „Það virðist ekki vera gmndvöllur fyrir fiskvinnslu hérlendis og þeir sem flytja fiskinn óunninn úr landi era að reyna að bjarga sínum fyrir- tækjum. Menn fá ekki að hætta og em látnir hanga á horriminni," sagði Albert. „Já svona er Ameríka“ syngja Önnurnar tvær, þær Siþ'a Óladótt- ir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Hugleikur firumsýnir nýjan íslenskan sjónleik Áhugaleikfélagið Hugleikur frumsýnir nýjan íslenskan sjónleik, „Ingryeldi á Iðavöllum“, á Galdraloftinu, Hafiiarstræti 9, á laugar- dagskvöldið kl. 20.30. Höfundar leiksins eru þær Ingibjörg Hjartar- dóttir og Sigrún Óskarsdóttir en leikstjóri er Hanna María Karls- dóttir. Tónlistin er eftir Ama Hjartarson. „Ingveldur á Iðavöllum" íjallar í léttum dúr um tiltölulega unga húsfreyju á stóm og gestrisnu sveitaheimili upp úr aldamótunum síðustu og þá viðburði sem óhjá- kvæmilega verða, þegar fom ást- vinur hennar, nú orðinn víðfrægt þjóðskáld sem yrkir í blöðin, snýr heim frá kóngsins Kaupmannahöfn þeirra erinda að endumýja kunn- ingsskapinn, samhliða því sem hann hyggst leggja símalínu um landið, þvert gegn vilja bænda og þorra landsmanna, sem að sjálf- sögðu vildu heldur fá að koma sér upp loftskeytastöðvum frá Marc- onifélaginu. En það gerist fleira í þessu nýja leikhúsverki. Þannig kynnast áhorfendur því mjög berlega, hver ógæfa það var íslenskri prestastétt að fylgja fordæmi Marteins Lúters á 16. öld og taka upp á því að gifta sig. Vesturheimsagentum þessara tíma, og lævísum loforðum þeirra um gull og græna skóga, em einn- ig gerð góð skil í verkinu. Gjaldþrot almennra borgara era ennfremur til umfjöllunar. Hér era leidd inn á sjónarsviðið hjón, sem vora gerð upp eftir að hafa tapað aleigunni í Lomber, spili sem nú er því miður orðið fátítt í landinu. Fjölmargar merkar persónur era þó enn ónefndar, enda era hlut- verkin á þriðja tug talsins og alls munu hátt í fjörutíu manns hafa átt hlut að því að koma þessari sýningu á flalimar. „Ingveldur á Iðavöllum" er sjötta leikverkið sem Hugleikur setur á svið, enda er þetta sjötta leikár félagsins. Af þekktustu verkum Hugleiks má trúlega nefna Bón- orðsförina, Skugga-Björgu, Sálir Jónanna, og svo Ó, þú, sem var undanfari og nokkurs konar fyrri hluti Sjónleiksins um hið dularfulla og átakanlega hvarf ungu brúð- hjónanna Indriða og Sigríðar dag- inn eftir brúðkaupið og leitina að þeim, sem Hugleikur sýndi alls 17 sinnum í fyrra. Uppselt er á framsýninguna á laugardagskvöldið, en næsta sýn- ing er fyrirhuguð á þriðjudags- kvöld. (Fréttatilkynning) Lj ósmyndasýning 11111 Ónian Á fimmtudaginn var opnuð í bókasafninu I Gerðubergi \jós- myndasýning um súltanríkið Óman. Myndimar tók Hussein Shehadeh, sérfræðingur um málefiii arabalanda og ljósmynd- ari. Þetta er farandsýning sem hefiir verið á hinum Norðurlönd- unum áður en hún kom hingað. Varla era meira en átján ár síðan Óman var meðal þeirra ríkja heims sem hvað fæstir vissu um. Það var fjarlægt og leyndardómsfullt og það var nánast ógemingur að kom- ast þangað, hvað þá ferðast um landið. Oman var þá ekki í Samein- uðu þjóðunum né í Arababandalag- inu og það hafði engin stjóm- málatengsl við aðrar þjóðir. íbúamir fengu ekki að læra, spila á hljóðfæri, reykja hvað þá heldur nota gleraugu. íbúar höfuð- borgarinnar Múskat fengu aldrei að fara út fyrir borgarhliðin. Fortíð átti Óman hins vegar glæsta. Þeir vom miklir sæfarend- ur og fóm um öll heimsins höf og það er haft fyrir satt að Sindbað sæfari hafi lagt upp frá Sohar í reisur sínar. I ríkinu var unnin kopar og mirra, en varla öllu meira. Sumir hafa orðað það svo að Óman hafi sofið sínum Þymirósarsvefni og svo hafi prinsinn komið og vak- ið það. Prinsinn í þessu tilviki var Qaboos súltansonur, hann var þá 29 ára og faðir hans, íhaldssamur harðstjóri hafði haldið syni sínum allt að því sem fanga í höllinni í Salalah í suðurhluta landsins í Margir segja að Ómanir séu ólík- ir öðram aröbum, þeir séu hljóðlát- ari og hófsamari, og þeir séu al- mennt ákaflega vel gefnir. Á síðustu árum hefur súltaninn, sem nýtur óhemju vinsælda með löndum sínum, beitt sér töluvert á sviði alþjóðamála og ekki hvað síst í arabaheiminum. Sýningin í Gerðubergi verður opin til lO.apríl. j.k. því besta sem gerist og nýlega hefur háskóli tekið til starfa. Súlt- aninn hefur lagt kapp á að þróa fiskveiðar og akuryrkju til að Ómanir þurfi ekki að treysta ein- vörðungu á olíu en hún fannst í landinu fyrir nokkrum áratugum þótt hún væri ekki nýtt af neinu viti framan af. Aukin heldur er olían að magni til ekkert í líkingu við það sem er í nágrannalöndun- um. Á fiskmarkaði mörg ár. Hann ýtti föður sínum úr valdastóli með tilstyrk hersins og að því er haldið er fram- með aðstoð Breta- og síðan ávarpaði hann þjóðina, aflétti hinum ýmsu bönnum og boðum og sagði að nú skyldu allir fara að vinna. Framfarimar og breytingamar í landinu á átján árunum síðustu eru með ólíkindum. Þar era hundr- uð skóla og mikið kapp lagt á að uppfræða fólk, heilsugæsla er með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.