Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 „ Ég vcxrabi þ'igv'ié að plokkux burtu gráu hoírin." * Ast er... J-/-V ... í fyrsta sæti. TM Reg. U.S. Pat Off,—all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Því ertu alltaf að tala um veðríð? Þetta eru gamanteikning- ar sem þú getur skemmt þér við þegar fram líða stundir...? HÖGNI HREKKVÍSI Um Lífsbjörg í norður- höfiim og umræðuþáttínn Til Velvakanda. Ég tel mig eiginlega neydda til þess að hripa niður nokkrar línur, eftir að hafa horft á mynd Magnús- ar Guðmundssonar og Eddu Sverris- dóttur, Lífsbjörg í norðurhöfum, og þá ekki síst umræðuþátt er fylgdi í kjölfarið. En stjórnun þess þáttar fannst mér því miður, verð ég að segja, farast annars ágætum frétta- manni, Helga H. Jónssyni, alveg herfilega úr hendi. Hingað til hef ég fylgt Green- peace nokkuð vel að málum í flestu því sem þau samtök hafa tekið sér fyrir hendur. Því er þó ekki að neita Niðurgreiðsl- ur á bjór og barnamjólk Kæri Velvakandi Getur það verið rétt að ríkið ætli að hafa það með bjórinn eins og barnamjólkina, að niðurgreiða hann úr ríkissjóði og ábyijast bruggurunum visst magn í sölu? Eg á bágt með að trúa þessu, því ég hefi ekki orðið var við neinn mótblástur í Dagblaðmu, sem hef- ir verið óþreytandi að fordæma allar niðurgreiðslur á afurðum landbúnaðarins, nema það geti verið að Dagblaðið telji að bjórinn hafi forgang þegar um niður- greiðslur er að ræða. Væri nauðsynlegt að vita hvað rétt er í þessu máli. Árni Helgason, Stykkishólmi. að mér hefur alltaf fundist þetta hvalabrölt á þeim „frekar út í hött“. Einnig hefur mér þótt það sæta mikilli furðu hve íslensk stjórnvöld hafa verið tilbúin að hætta miklu fyrir einhveija tugi hvala. Hvali, sem ég er sannfærð um að skipta ekki einn né neinn einu einasta máli, nema ef vera skyldi okkar rislága efnahag, úr því sem komið er. Þegar grænfriðunga hefur borið á góma hef ég margoft haldið upp vömum fyrir þá. Bendi ég þá yfir- leitt á hversu nauðsynlegt það er að láta sig heiminn einhveiju skipta og horfa öðru hvom gagnrýnum augum á lífið og tilveruna. En þar komum við nú eiginlega að dálítið viðkvæmum punkti. Greenpeace-samtökin em svo sann- arlega ekki yfír heiminn hafin. Svo hvers vegna leyfíst ekki nein gagn- rýni á þau? Guðrúnu Helgadóttur og kollegum hennar úr fyrmefndum umræðuþætti fínnst það vera bölv- aður dónaskapur að yfirleitt láta sér detta það í hug. Hvað þá að taka upp á því að gera heila mynd um það. Ég verð að segja að mér fannst myndin nokkuð góð og er raunar fegin því að hafa gefíð mér tíma til þess að horfa á hana. Svo margar spumingar og efasemdir hefur hún vakið með mér. Ég geri ráð fyrir því að tríóið þarna úr umræðuþættinum geri sér grein fyrir því að „ætíð er mislitur sauður í mörgu fé“. Mér skilst að sauðimir skipti milljónum þarna í Greenpeace, því skyldu ekki nokkrir þeirra vera svartir? Ekki þykir mér ólíklegt að til- gangurinn með myndinni hafí verið sá að vekja upp slíkar spurningar. Annars get ég nú ekki sagt að ég viti hver tilgangurinn var þar sem Magnús Guðmundsson, sá er gerði myndina, fékk aldrei tækifæri til að svara þeirri spumingu. Má þakka það stjómanda þáttarins, sem lagði allan sinn metnað í að hleypa honum ekki að. Það má undmn sæta að manninum skyldi yfírleitt hafa verið boðin þátttaka í umræðunum. Ég er satt að segja alveg undr- andi á þeirri stillingu sem Magnús sýndi, eftir allt sem slengt var fram- an í hann. „Myndin var leiðinleg, langdregin, haugalygi, þjóðarskömm sem óskandi var að yrði hvergi ann- ars staðar sýnd“ og ég veit bara ekki hvað. Og manngreyið fékk tæp- lega að svara fyrir sig. Ég trúi ekki öðm en hann hafí langað til þess, eftir að hafa lagt 3ja ára vinnu í gerð myndarinnar. Flestir aðrir fengu að blaðra að vild, Guðrún var nú orðin ansi lang- lokuleg og þessi maður frá Land- vernd var nú svo sem ekkert að spara orðin. Ef hann hafði ekki orð- ið, þá bara blaðraði hann við sjálfan sig eða þá sessunaut sinn. Nú og ef allt þraut, þá blaðaði hann í gegn- um alla þessa bæklinga sem þarna lágu frammi. Á tímabili var ég farin að gæla við þá hugmynd að þetta væm einhvers konar ferðabæklingar og manngreyið hefði hug á því að koma sér úr landi. Og hvers vegna Guðrún, þú sem margoft tókst það fram, að þú hefð- ir bara ekkert vit á hvölum eða hval- veiðum eða nokkm því sem vísinda- menn em að sýsla með, hvers vegna í ósköpunum ferðu ekki að leggja fram einhveijar spumingar? Það get ég sagt, að ég var gagn- rýnin þegar ég settist niður til að lurfa á umrædda mynd. „Hvemig skyldi nú þessi áróðursmyndin vera?“ En ég var ekki síður gagnrýn- in þegar ég stóð upp. „Hvernig skyldu nú annars þessi Greenpeace-samtök vera?“ Ingibjörg Þorvarðardóttir Víkverji skrifar Furðumargir fréttamenn sjón- varpsstöðvanna gerast sekir um það enn í dag að nota orðalag í frét- taflutningi sínum sem lætur ekki einasta hjákátlega í eymm heldur er raunar að auki augljóst brot á málvenju okkar. Þeir em semsagt ekki ennþá búnir að átta sig, blessað- ir, að þeir era að semja fréttir til flutnings en ekki af því tagi sem okkur er ætlað að stauta okkur framúr sjálf í dagblöðunum. Fyrir vikið víla þeir ekki fyrir sér að segja til dæmis hinir hressustu „eins og sagt var hér að framan“ í stað þess að nota hið sjálfsagða „eins og áðan var sagt“ eða „eins og fyrr er sagt“ eða eitthvað í þeim dúr. Af nógu er að taka. Líklega myndu hinir ágætu fréttamenn samt strax sjá ljósið ef þeir settu sig sem snöggvast í fótspor hlustenda. Víkveiji ráðleggur þeim að taka hið snarasta einhvern kunningjann út undir vegg og spjalla þar við hann eins og þeir ættu lífið að leysa. Og láta nú ekki undir höfuð leggjast að taka vandlega eftir svipnum á aumingja manneskjunni þegar þeir taka til við að segja á sjónvarpsvísu: „Eins og ég sagði hér að fram- xxx Ennfremur fannst undirrituðum það óneitanlega allnokkuð kyndugt um daginn þegar einn af fréttahaukum ríkissjónvarpsins bauð okkur að líta inn á fund í sameinuðu þingi þar sem hann hugðist leyfa okkur „að sjá viðbrögð þingmanna" við tiltekinni ræðu forsætisráðherra. Takið eftir orðalaginu: „Að sjá við- brögðin, ekki að heyra þau. Kannski ekki að furða þótt Víkveiji ætti allt eins von á því að menn legðu hend- ur á Steingrím eða „ulluðu" að minnstakosti á hann, eins og krakk- amir segja, með viðeigandi fettum og brettum. Um svipað leyti komst síðan bálreiður Reykvíkingur, sem löggan átti eitthvað vantalað við, svo að orði í blaðaviðtali, að það væri einkennilegt í meira lagi „að sjá ákæmr á sig í sjónvarpi". xxx annig mótar miðillinn málfar okkar og hugsun ef við gætum okkar ekki. Síðan fáum við glappa- skotin í kaupbæti og allar furðurn- ar. Sá sem stýrir íþróttaþættinum það kvöldið tilkynnir okkur hróðugur að nú verði sýndar „stuttar svip- myndir“ úr íþróttaheiminum. Kannski fyrirbærið sé til. Maður hefur svosem heyrt þetta áður á þessum bæ. En hversvegna í ósköp- unum smíðar fólkið þá ekki viðeig- andi nafn á þessar „stuttu svip- myndir" sínar? Leifturmyndir til dæmis eða jafnvel örskotsmyndir. Þá var ekki alls fyrir löngu „út- sala á skrámuðu grænmeti" í þættin- um „Á framabraut" eða svo var það að minnstakosti látið heita í íslenska textanum. Og ef marka mátti virðu- lega forstjórann, sem spjallað var við í fréttunum fýrir svosem tveimur vikum, þá étum við íslendingar fím- in öll af plasti. Að minnstakosti gerði sá ágæti maður sér tíðrætt um „neyslu“ okkar á plastpokum og upplýsti að í Noregi til dæmis væri „neysla á plastpokum um 20% minni“ en hér heima. x x x En það er svosem margt kynlegt líka í „gömlu“ fjölmiðlunum okkar, þ.e.a.s. í dagblöðunum. „Mik- il aukning snjósleða“ hét það til dæmis í allmyndarlegri fyrirsögn hér í Morgunblaðinu á miðvikudaginn var. Maður hélt í einfeldni sinni að sleðum fjölgaði bara. Ailavega hlýt- ur maður að vona að ekki verði umtalsverð „aukning" á svona fyrir- sögnum hér í blaðinu. xxx Víkveiji föstudagsins vék að prentvillupúkanum og þeim leiðindum sem hann gæti valdið. Sem dæmi nefndi Víkveiji auglýs- ingu frá Bókaútgáfu þar sem stóð að bækumar væm „Veganesti sem endast ævilangt". Prentvillupúkinn sá hins vegar við Víkveija og leiðrétti vitleysuna þannig að „endast" varð „endist" sem auðvitað er rétt. Víkverji vonar að prentvillupúkinn leiðrétti nú sjálfan sig í umræddri auglýsingu líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.