Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 25 JMttgiinftlafcffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fuiltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Skattstofhar og skattstigar Asíðasta einu og hálfu ári hefur sérstakt innflutn- ingsgjald af bifreiðum hækkað úr 0%—32%, eftir vélarstærð, í 16%—66%. Sýnt var að verð- hækkun bifreiða um 60—70% að meðaltali frá haustmánuð- um 1987 myndi draga mjög úr eftirspum. Sama máli gegn- ir um óvenjumikinn innflutning bifreiða næstliðin tvö ár. Og ekki síður um efnahagslegan samdrátt í samfélaginu og rýmun kaupmáttar. Þetta var flestum ljóst, nema e.t.v. íjár- málaráðherra og öðmm fjár- lagasmiðum, sem lögðu drög að tekjuáætlun ríkissjóðs 1989. Tölur um bifreiðainnflutning fyrstu tvo mánuði þessa árs sýna nánast hrun miðað við sama tíma fyrra árs. Innflutn- ingur bfla hefur dregizt saman um rúmlega 72% á þessu tíma- bili. Áhrif samdráttarins á tekjur ríkissjóðs em veruleg. Sam- kvæmt frétt frá Bflgreinasam- bandinu má ætla að tekjur ríkisins af aðflutningsgjöldum og söluskatti af bifreiðum í jan- úar og febrúar 1989 verði um 300 m. kr. í stað 1.000 m. kr., ef innflutningur hefði verið sá hinn sami og í fyrra. Verði innflutningur bifreiða svipaður það sem eftir er árs og hann reyndizt tvo fyrstu mánuði ársins þýðir það helm- ingi minni innflutning en gert var ráð fyrir í forsendum fjár- laga, eða tæplega tveimur milljörðum króna minni tekjur af aðflutningsgjöldum og sölu- skatti innfluttra bifreiða. Það verður að vísu enginn „héraðsbrestur“ í samfélaginu, þótt innflutningur bifreiða dragizt eitthvað saman, við núverandi aðstæður. A hitt er að líta að stóraukin opinber skattheimta í verði bifreiða og benzíns er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum af sama toga. Sjö milljarða ný skattheimta 1989 sýnir, hve ríkisstjómin seilizt djúpt í launaumslög fólks á sama tíma og vegið er að al- mennu atvinnuöryggi, tekjur — ekki sízt af yfirvinnu — drag- ast saman og almennt verðlag hækkar. Dæmið um áætlun ríkis- sjóðstekna af bifreiðainnflutn- ingi sýnir enn og aftur, hve fjárlagaforsendur eru hæpnar. Það er þó aðeins eitt af mörg- um. Langleiðina í 80% af ríkis- sjóðstekjum eru innheimtar í verði vöru og þjónustu. Al- mennur veltusamdráttur í þjóð- félaginu, að hluta til vegna heimatflbúinna vandræða, hlýt- ur því að bitna illa á ríkissjóði, ekkert síður en fólki og fyrir- tækjum, þegar heildardæmið verður gert upp. Alþýðubandalagið hefur greinilega ekki gert sér grein fyrir þeirri mikilvægu stað- reynd, að það skiptir meira máli fyrir samfélagið, ekki sízt fyrir ríkissjóð, að stækka frem- ur skattstofnana en hækka skattstigana. Umgengni við bjórinn Stutt er síðan að forystu- grein Morgunblaðsins fyall- aði um fermingu rúmlega Qög- ur þúsund ungmenna hér á landi. Þar segir að sú stað- reynd, að svo íjölmennur hópur ungmenna á einu og sama ald- ursárinu játar trú sína þann veg í verki, lofí góðu um það að við séum á réttri leið, þrátt fyrir öll mýrarljós samtímans. En þar er jafnframt varað við því að fólk láti umbúðir skyggja um of á innihald fermingarinn- ar. Fyrir mörgum árum var skorin upp herör gegn notkun áfengis í fermingarveizlum, sem þá var ósjaldan haft um hönd við slík tækifæri. Það átak bar þann árangur að áfengi hefur um langt árabil hvergi — eða nær hvergi — komið víð sögu ferminga hér á landi. Ástæða er til þess að kalla fólk til þessarar varðstöðu enn og aftur nú, þegar bjór hefur bætzt á tegundalista áfengra drykkja í landinu. Sala áfengs öls hefur að vísu hvergi nærri valdið því fári, sem hrakspár stóðu til. Það er vel. Engu að síður er mikilvægt að halda fram strangri stefnu- mörkun í almennri umgengni við ölið. Bjór er áfengi, ekkert síður en sterkari tegundir. Hann á ekkert erindi í ferming- arveizlur fremur en þær. Það er heldur alls ekki við hæfí að áhugafólk um íþróttir hafí bjór í farteski þegar það leggur leið sína á íþrótta- keppni. Sums staðar í erlendis hefur sá ósiður orðið lenzka með hörmulegum afleiðingum, svo sem dæmin sanna. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið að fyrirbyggja háttalag af slíku tagi hér á landi. Til varnar frelsinu eftir Þorstein Pálsson Um þessar mundir eru liðin 40 ár frá því að hópur rílq'a í Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku stofn- aði Atlantshafsbandalagið. Margt horfir nú öðruvísi við en fyrir fjórum áratugum. í því sambandi skiptir mestu að nú er friðvænlegra en áður. Spenna kalda stríðsins er liðin hjá og ógn nýrrar heimsstyijaldar er ekki yfirvofandi. Menn fagna friðsamlegri sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og samningum uni fækkun kjamorkuvopna. Raunsæi og staðfesta En aðstæðumar hafa ekki breyst af sjálfu sér. Þær má fyrst og fremst rekja til Atlantshafsbanda- lagsins, stefnu þess og starfs. Bandalagið var stofnað til vamar þjóðskipulagi lýðræðis og mann- réttinda. Meginhlutverk þess hefur frá öndverðu verið að varðveita frið- inn. Lýðræðisþjóðimar sýndu með samtakamætti sínum að það var unnt að stöðva útþenslustefnu Sov- étríkjanna og kommúnismans. Og nú 40 ámm síðar horfa menn á Vesturlöndum ekki einungis á þá staðreynd að útþenslustefnan hafi verið stöðvuð. Hitt er ekki síður mikilvægt að einmitt nú em að koma í ljós alvarlegir þverbrestir í undirstöðum alræðisstjórnar sósíal- ista í ríkjum Austur-Evrópu og þar á meðal Sovétríkjunum. Sósíalism- inn gat ekki staðist lýðræðinu snún- ing og því molna nú undirstöður hans. í ljósi þessara miklu umskipta hlýtur hlutverk Atlantshafsbanda- lagsins um margt að breytast, en engum blöðum er um það að fletta að það er engu síður mikilvægt en fyrir fíóram áratugum. Raunsæi og staðfesta hljóta enn sem fyrr að vera kjölfestan í vamar- og öryggis- málum lýðræðisþjóðanna í sókn og vöm fyrir frelsi og mannréttindi. Þátttaka íslendinga Þegar íslendingum bauðst að gerast stofnaðilar að Atlantshafs- bandalaginu urðu um það allsnarp- ar deilur. Mikill meiri hluti þjóðar- innar fylgdi þeim flokkum að mál- um sem stóðu að inngöngu Islands í bandalagið. Minnihlutinn stóð á hinn bóginn fyrir hatrammri and- stöðu, jafnvel með beinni ógnun við þingræðið eins og átti sér stað á Austurvelli 30. mars 1949. En stuðningur við aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur smám saman farið vaxandi. Hávær- ar deilur um aðildina em hljóðnaðar og fullyrða má að hún sé ekki leng- ur hitamál í stjómmálum. Andstaða Alþýðubandalagsins er nú aðeins að formi til eða af gömlum vana. Þannig ríkir nú nokkurn veginn friður um þennan gmndvallarþátt í utanríkispólitík íslendinga. Við íslendingar höfum tekið þátt í störfum Atlantshafsbandalagsins í vaxandi mæli í þeim tilgangi að tryggja okkar eigið öryggi, en þátt- taka okkar er líka helguð þeirri hugsjón sem Atlantshafsbandalagið er stofnað til þess að vetja. Við megum vera stoltir af því að hafa getað léð hugsjón lýðræðis og mannréttinda lið með aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Æfingar vamarliðs frá Banda- ríkjunum, sem valdið hafa nokkm fjaðrafoki í ráðherraliði Alþýðu- bandalagsins, em eðlilegur þáttur vamanna. Við ætlumst til þess að Bandaríkjamenn uppfylli skyldur sínar gagnvart vamarsamningnum. Hér er ekkert annað á ferðinni. Og þó nú sé á margan hátt bjart- ara yfír en við stofnun Atlantshafs- bandalagsins mega menn aldrei gleyma þeirri köldu staðreynd að friður verður ekki tryggður án frels- is. Þeir sem vilja búa við frelsi og mannréttindi verða um leið að vera tilbúnir að taka til vama fyrir þá hugsjón sem býr að baki því þjóð- skipulagi. En meginmáli skiptir á þessum tímamótum að þjóðir Atlantshafs- bandalagsríkjanna hafa ástæðu til að fagna og gleðjast yfír þeim mikla árangri sem náðst hefur með störf- um bandalagsins. í því er sannar- Iega fólgin öflugasta friðarhreyf- ingin og sterkustu mannréttinda- samtök. Alþjóðlegt atvinnu- og efnahagsfrelsi íslendingar hafa haslað sér víðar völl í alþjóðlegu samstarfi en innan Atlantshafsbandalagsins. í um það bil tvo áratugi höfum við verið aðil- ar að Fríverslunarsamtökum Evr- ópu. Þau samtök standa nú á kross- götum með tilliti til þeirrar þróunar sem á sér stað innan Evrópubanda- lagsins. Þó að aðildin að Fríverslun- arsamtökunum hafi verið umdeild á sínum tíma er um hana fullkomin- samstaða nú enda hefur hún ótví- rætt orðið íslensku atvinnulífi til framdráttar. Á sínum tíma var reynt að blása upp hræðsluáróðri um það að íslenskt atvinnulíf væri svo einstakt og sérstætt og þjóðarbúskapur okk- ar svo smár að við þyldum engan veginn að taka þátt í alþjóðlegri fríverslun. Nú hefur komið á daginn að allt vom þetta falsrök, eða hrak- spár. Um þessar mundir er alls staðar í Evrópu verið að ræða um víðtæk- ara samstarf um aukið frelsi sem þá er ætlað að nái til fjármagns- flutninga og þjónustu. Þetta á við um Norðurlandaþjóðimar, ríkin í Fríverslunarbandalaginu svo og ákvarðanir Evrópubandalagsins. Sams konar hræðsluáróðri er haldið á loft nú gagnvart aðlögun okkar að þessum breyttu aðstæðum rétt eins og gert var við inngöngu okk- ar í Fríverslunarsamtökin á sínum tíma. Við viljum að sjálfsögðu ekki verða þátttakendur í einhverju mið- stýrðu reglugerðarhagkerfí Evrópu, en við hljótum að fagna því, ef við eigum þess kost, að taka þátt í aukinni samvinnu þessara þjóða um meira frelsi á sem flestum sviðum efnahagsstarfseminnar. Fyrirvarapólitíkin Kynlegar deilur hafa staðið að undanfömu á milli ráðherra í ríkis- stjóminni vegna yfirlýsingar leið- togafundar Fríverslunarsamtak- anna, sem haldinn var í Osló ný- lega. Þar var gefín út sameiginleg yfírlýsing þar sem mjög skýrt er kveðið á um að aðildarríki Fríversl- unarsamtakanna vilji vinna að auknu frelsi á þessum sviðum og eiga um það samstarf við Evrópu- bandalagið. Utanríkisráðherra og viðskipta- ráðherra hafa ítrekað að íslenska ríkisstjórnin hafi staðið að þessari yfirlýsingu án nokkurs fyrirvara. Forsætisráðherra hefur á hinn bóg- inn marglýst því yfir að hann hafi gert mjög ákveðna fyrirvara við þá stefnumörkun sem felst í þessari yfírlýsingu og þingflokkur Álþýðu- bandalagsins hefur gert um það sérstaka samþykkt að hann standi með fyrirvara forsætisráðherrans. Hér er á ferðinni sama fyrirvara- pólitíkin og ríkisstjórnin hefur gagnvart Efnahagsáætlun Norður- landa. Á miðvikudag í dymbilviku átti útvarpið viðtal við forsætisráðherra. Þar sagðist hann halda að fullkom- in eining sé í ríkissljóminni um málið, en eins og hann orðaði það sagðist hann hafa orðið var við að einstakir ráðherrar hafi leyft sér að túlka hlutina á annan veg. í sama viðtali sagði forsætisráðherr- ann að óþarfí hafí verið að setja fyrirvara í yfirlýsinguna sjálfa því hún sé á engan máta bindandi. Getum glatað trausti Nú er það auðvitað rétt að Fríverslunarsamtökin em ekki þannig uppbyggð að meirihluti geti bundið minnihluta »ríkja með ákvörðunum sínum. En það breytir varla þeirri staðreynd að bæði menn og þjóðríki era bundin af þeim yfir- lýsingum sem undirritaðar em. Eigi að síður hefur það gerst að forsætis- ráðherra hefur undirritað fyrir ís- lands hönd sameiginlega stefnuyfír- lýsingu Fríverslunarríkj anna, þar sem m.a. er ijallað um fijálsan fjár- magnsmarkað, en jafnframt lýst því yfír að hann sé með öllu óbundinn af undirskrift sinni. Sennilega er það rétt að stjóm- málaumræður hér heima lúta ekki neinum þeim siðferðilegum kröfum að málflutningur af þessu tagi telj- ist ótraustvekjandi eða feli í sér Þorsteinn Pálsson „Jón Signrðsson getur í engu hrakið að störf hans í núverandi ríkis- stjórn hafa að mestu leyti miðað að því að auka miðstýringu. Hann hefur haft frum- kvæði að breytingu á Seðlabankalögum að því er varðar vaxtaá- kvarðanir sem forsæt- isráðherra hefiir marg- lýst yfir að nú eigi að nota til þess að taka fram fyrir hendurnar á markaðslögmálunum.“ tvískinnung. En í þessu sambandi verðum við að gera okkur grein fyrir því að við mælumst ekki einir við íslendingar. Hér emm við þátt- takendur í alþjóðlegu samstarfí. Á næstu mánuðum á utanríkisráð- herra íslands að vera formælandi Fríverslunarsamtakanna í viðræð- um þeirra við Evrópubandalagið um þessa stefnuyfírlýsingu Oslóarfund- arins. En samstarfsaðilar okkar og við- mælendur hljóta að spyija sig þeirr- ar spumingan Hvemig getur ut- anríkisráðherra íslands verið trú- verðugur málsvari í þessum umræð- um þegar forsætisráðherrann og tveir af samstarfsflokkum utanrík- isráðherrans í núverandi ríkisstjóm hafa lýst yfír fyrirvöram gagnvart ýmsum meginatriðum stefnuyfír- lýsingarinnar. Engum vafa er und- irorpið að þetta dregur úr áliti okk- ar á erlendum vettvangi og við megum sannarlega þakka fyrir ef það skaðar ekki samningsstöðu okkar þegar þar að kemur. Frelsi í orði en miðstýring á borði Ég hef nokkmm sinnum vakið athygli á því að Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefur í núver- andi ríkisstjórn, þrátt fyrir allar fijálshyggjuyfírlýsingar sínar, orðið fyrstur viðskiptaráðherra í áratugi til þess að beita kröftum sínum í það að auka miðstýringu í efna- hags- og þjóðarbúskap Islendinga. í dymbilvikunni ritaði ráðherrann síðan grein í Morgunblaðið, sjálfum sér til vamar. Sú vöm er um margt athyglisverð. Oll atriðin sem ég nefndi lutu að framkvæði ráðherrans í núverandi ríkisstjórn í átttil aukinnar miðstýr- ingar. Gagnrýni mín beindist því augljóslega að störfum hans í þess- ari stjóm en ekki í fyrri ríkisstjóm. Þó að það hafi ekki verið tekið ber- um orðum fram mátti auðvitað ráða það af þeim efnisatriðum sem tekin vom til umræðu í gagnrýni minni. Allir verða að njóta sannmælis og sannarlega er það svo að í tíð fyrri ríkisstjómar var Jón Sigurðs- son ekki einasta ágætur málsvari fijálsræðis í efnahags- og atvinnu- málum, heldur vann hann einnig í samræmi við það. Fyrsta dæmið sem Jón Sigurðs- son tekur í vamargrein sinni er aukið frelsi varðandi útflutning á fiski. Sú ákvörðun var tekin í tíð fyrri ríkisstjómar. Sjálfstæðisflokk- urinn var því fylgjandi þó að hann væri ósáttur við vinnubrögð varð- andi framkvæmd málsins. Annað dæmi lýtur að þriggja mánaða vöra- kaupalánum. Furðu gegnir hversu lengi viðskiptaráðherra var að ákveða að beita þeirri heimild. Þriðja dæmið lýtur að auknu frelsi á fjármagnshreyfingum milli íslnds og annarra landa. Tillögu um heimild til verðbréfakaupa erlendis gerði efnahagsráðunautur fyrrver- andi ríkisstjómar. Sú stjóm gerði ákveðna samþykkt þar að lútandi, sem viðskiptaráðherra hefur ekki enn komið í framkvæmd. Það er hinsvegar rétt að núverandi ríkis- stjóm hefur endumýjað slíka sam- þykkt með svipuðum hætti og í samræmi við efnahagsáætlun Norð- urlanda. En fjármálaráðherra Al- þýðubandalagsins hefur á hinn bóg- inn gert fyrirvara við þá stefnu- mörkun sem Framsóknarflokkurinn styður og viðskiptaráðherrann hef- ur orðið að beygja sig undir. Framvarp um verðbréfasjóði var samið í tíð fyrri ríkisstjómar. Það var að vísu fyrst samþykkt á þessu þingi og er eina fijálshyggjumálið sem núverandi ríkisstjóm hefur flutt inn á Alþingi. Þá nefnir Jón Sigurðsson dæmi um einkavæðingu Bifreiðaeftirlits ríkisins. Sú ákvörðun var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar. Loks telur við- skiptaráðherra það vera dæmi um fijálshyggju sína að hafa flutt framvarp um afnám úreltra laga, sem hætt var að beita. Ekki skal það framkvæði lastað. Þvert á móti er það lofsvert, en nær væri að kenna það við góðan prófarkalestur en fijálshyggju. Jón Sigurðsson getúr f engu hrakið að störf hans í núverandi ríkisstjóm hafa að mestu leyti mið- að að því að auka miðstýringu. Hann hefur haft framkvæði að breytingu á Seðlabankalögum að því er varðar vaxtaákvarðanir sem forsætisráðherra hefur marglýst yfír að nú eigi að nota til þess að taka fram fyrir hendurnar á mark- aðslögmálunum. Hann hefur haft fmmkvæði að því að breyta lagaá- kvæðum um hlutverk bankaráða í þeim tilgangi að gera þau háðari boðvaldi ráðherra. Hann hefur haft framkvæði að því að halda fundi með bankaráðsmönnum stjómar- flokkanna í þeim tilgangi að gefa þeim pólitísk fyrirmæli. Hann hefur staðið að því að auka miðstýringu í verðlagsmálum. Alvarlegast er þó að Jón Sigurðs- son hefur í núverandi ríkisstjórn ásamt með Ólafí Ragnari Grímssyni haft fmmkvæði að þeirri stefnu að reka íslenskt atvinnulíf með upp- bótum og millifærslum og flóknu sjóðakerfí. Segja má að þar komi skýrast fram sú tilhneiging að auka hér á miðstýringu í atvinnulífínu. Gagnrýni mín stendur því óhögg- uð, en hitt er satt og rétt að hann hefði fyrr mátt fá hrós fyrir það sem vel var gert af hans hálfíi í fyrri ríkisstjóm. Pólitískar æfingar á kostnað atvinnulífsins Það kemur nú æ betur í ljós að sú stefna sem Alþýðubandalagið fékk Alþýðuflokkinn og Framsókn- arflokkinn inn á síðastliðið haust er dæmd til að mistakast. Tiltölu- lega hátt raungengi þrýstir upp vöxtum. Hallarekstur atvinnuveg- anna kallar auk heldur á meira láns- fjármagn sem einnig heldur uppi háu vaxtastigi. Gengi krónunnar er falsað með uppbóta- og styrkja- kerfí. Reynt er að miðstýra höfuðat- vinnuvegum þjóðarinnar í gegnum nýtt sjóðakeifí. En niðurstaðan af öllu bramboltinu er sú að verðbólga fer vaxandi, vextir hækka dag frá degi og halli atvinnuveganna eýkst stöðugt. Ríkisstjórnin hefur keypt sér frest á kostnað skattborgaranna fram í maímánuð, en lengur verður uppgjörið ekki dregið. Hér þarf að gjörbreyta stefn- unni. Markmiðið hlýtur að vera það að örva atvinnulífið í stað þess að drepa það í dróma. Það þarf að afnema nýja sjóðakerfið og gera bönkunum um leið auðveldara að þjóna atvinnulífinu. Það þarf að afnema gengisfolsunina í gegnum uppbóta- og millifærslukerfið. Með raunhæfri gengisskráningu á að tryggja rekstur útflutnings- og samkeppnisgreina og um leið stuðla að lækkun raunvaxta. Allar þessar aðgerðir þurfti að gera síðastliðið haust. Sjálfstæðis- flokkurinn vildi þá þegar grípa til nauðsynlegra ráðstafana og setti fram tillögur þar að lútandi. Jafn- framt lýsti flokkurinn því jfír að hann væri reiðubúinn til málamiðl- ana og sýndi það með tillögugerð. Nú hefur miklum tíma verið sóað í pólitíska loftfimleika vinstri flokk- anna og vandi atvinnuveganna verður því meiri sem lengur verður haldið áfram á þeirri braut. Þetta er sá veraleiki sem Jón ^’gurðsson viðskiptaráðherra ætti að fara að horfast í augu við. Það væri skynsamlegra fyrir hann og Alþýðuflokkinn fremur en aö halda áfram þjónustuhlutverkinu við * efnahagsstefnu Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá gæti hann farið að láta gott af sér leiða á ný. En til þess hefur hann alla burði. Athygl- isvert er að formaður Alþýðuflokks- ins er löngu hættur að taka til vama fyrir efnahagsstefnu ríkisstjómar- innar og það gera reyndar engir af þingmönnum stjómarflokkanna. Höfundur er formaður Sjálfistæð- isflokksins. Skýrsla Jafhréttisnefhdar Reykjavíkurborgar: Tæpur helmingur kvenna í vinnu hjá borginni eru fyrirvinnur Morgnnblaðið/Júlíus Guðný Guðmundsdóttir, Þórunn Gestsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og höfundar skýrslunnar Hansína B. Einarsdóttir og Herdís B. Bald- vinsdóttir. JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkurborgar ákvað snemma á síðasta ári að kanna stöðu og kjör þeirra kvenna, sem vinna þjá Reylqavíkurborg. Þeg- ar verkið var skipulagt í febrúar í fyrra voru 4.300 konur á launa- skrá hjá borginni og var úrtakið 900 einstaklingar. Spurningarn- ar sem lagðar voru fyrir voru rúmlega 50 talsins, en meðal þess sem spurt var um má nefha vinnutíma, aðbúnað og samskipti á vinnustað, launakjör, félags- og fræðlsustörf, stjómunarstörf og stöðuhækkanir. 75% þeirra sem fengu spuraignalista svör- uðu, en nothæf svör voru 52%. Eitt af því sem könnunin leiddi í \jós og kom hvað mest á óvart er, að 45% kvenna í fullu starfi hjá Reykjavíkurborg eru einu fyrirvinnur síns heimilis. Meðal- fastalaun þessara kvenna eru á bilinu 35.000 til 55.000 krónur á mánuði. í könnuninni kom fram mikil óánægja með launakjör og enginn sem svaraði hafði tekið starf hjá Reykjavíkurborg vegna góðra launa. Þá höfðu 44% í fimm ár eða skemur og aðeins 7% starfað þar lengur en í 20 ár. 60% reyndust vera með 35.000 til 55.000 krónar mánaðarlaun, fáeinar konur minna, en þriðjungur meira. Vel flestir reyndust vera með 1-10.000 krónur á mánuði í yfirvinnu, en þijú dæmi vora um yfir 80.000 króna yfír- vinnulaun. í tveimur tilvikum var um karla í hefðbundnum kvenna- störfum að ræða. Samkvæmt skýrslunni virðist starfsandi víðast hvar vera góður þótt dæmi séu um hið gagnstæða á vinnustöðum borgarinnar, en hvað möguleika á stöðuhækkunum viðkemur, þá telja aðeins 20% kvenna í störfum hjá borginni sig eiga möguleika á að hljóta stöðu- hækkun, í mörgum tilvikum vegna eðli starfsins, en einnig í nokkram tilvikum vegna andstöðu yfirmanns. Um jafnrétti á vinnustað sögðu íjórðungur þeirra sem svömðu, að slíkt væri ekki til staðar, en það dró úr krafti spumingarinnar, að margir sem svömðu reyndust vinna á kvennavinnustöðum. Af ýmsu er að taka, en loks má nefna, að 13% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Svarendur vora sjálfir látnir dæma um hvað fælist |T hugtakinu kynferðisleg áreitni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Marinó Kristjánsson bóndi á Kópsvatni ásamt litlu Gránu og lömbun- um þremur sem fæddust 20. mars. Þijú lömb á góuþræl Syðra-Langholti. ÞÁÐ VAR litla Grána, í eigu Marinós Kristjánssonar bónda á Kóps- vatni hér í sveit, sem bar þremur lömbum á góuþræl, 20. mars. Fyrir tveimur árum bar hún einnig á góuþræl, sem þá var 24. mars. Það er sjaldgæft að ær raglist annars staðar á landinu og oft vera- svona í ríminu og fái hrút áður en þeir em teknir á hús í byijun nóvem- ber. Sauðburður hefst hér í Hmna- mannahreppi 10.—15. maí. Mikill snjór hefur verið hér svo sem víðast leg ófærð. Jarðbönn hafa verið fyrir hross síðan um miðjan janúar. Nú er tekið að hlána og vonandi verður vorið gott með hlýjum sunnanvind- um. - Sig. Sigm. Ráðstefha SVS og Varðbergs: Atlantshafsbanda- lagið — Friður í 40 ár HINN 4. apríl eru 40 ár liðin frá stofiiun Atlantshafsbandalags- ins. í tilefiii af þvi halda Samtök um vestræna samvinnu, SVS, og Varðberg ráðstefnu í Súlnasal Hótels Sögu, laugardaginn 8. apríl. Ráðstefnan nefiiist Atl- antshafsbandalagið — Friður í 40 ár. Dagskrá: Klukkan 10.30: Ráð- stefnan sett. Kjartan Gunnarsson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu. Klukkan 10.45: Island og Atlantshafsbandalagið í 40 ár. Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, formaður Framsóknar- flokksins. Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra, formaður Alþýðuflokksins. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Klukkan 12: Hádegisverður. Verðlaunaafhending. Davíð Bjöms- son, formaður Varðbergs, tilkynnir úrslit í ritgerðarsamkeppni er hald- in var á vegum félaganna í tilefni af afmælinu. Erindi: „Vamir ís- lands.“ Amór Siguijónsson, vamar- málafulltrúi og starfsmaður hjá hermálaskrifstofu Atlantshafs- bandalagsins. Klukkan 14.45: Pallborðsumræð- ur: Stjómandi: Bjöm Bjamason, aðstoðarritstjóri. Aðrir þátttakend- ur: Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra, Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, Amór Siguijónsson, varnarmálafulltrúi og starfsmaður hjá hermálaskrifstofu Atlantshafs- bandalagsins, og Albert Jónsson, starfsmaður Öryggismálanefndar. Klukkan 16.30: Ráðstefnuslit. Ráðstefnan er opin félagsmönnum í SVS og Varðbergi og gestum þeirra. ♦ ♦ ♦■.. Parísarferð- um fjölgar FERÐUM Flugleiða til Parísar verður fjölgað um eina i viku í sumar og verða því fiórar beinar ferðir þangað í viku yfir hásuma- rið. Fargjðld til Parísar lækka einnig, miðað við fyrri sumur, og verða þau byggð upp á sama hátt og til Lúxemborgar. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, sagði að með aukinni tíðni ferða næðust hagstasðari fargjöld. Hann sagði að stefnt væri að því að fljúga þangað allt árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.