Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 45
„MALRÆKTARATAK“ MENNTAMÁLARÁÐHERRA Ágæti Velvakandi Svavar Gestsson, sem nú um stundir gegnir embætti mennta- málaráðherra, er atorkumaður mikill eins og landsmenn hafa fengið að kynnast á undanfomum árum. En Svavar Gestsson er líka áhyggjufullur maður ekki síst sök- um þess að hann telur alþýðu manna á íslandi ekki búa yfir nægilegri dómgreind og treystir ekki foreldrum til að sinna uppeldi bama og unglinga. Helsta „áhyggjuefni" Svavars Gestssonar er framtíð íslenskrar tungu. Menntamálaráðherra telur fyllstu ástæðu til að ætla að lands- menn verði öldungis ofurseldir er- lendum menningaráhrifum þegar fram líða stundir og telur tíma- bært að spyma við fótum. Þær ráðstafanir sem menntamálaráð- herra hefur boðað í þessu skyni em kunnuglegar og algjörlega í samræmi við úrelta hugmynda- fræði, sem skoðanabræður Sva- vars Gestssonar úti í hinum stóra heimi snúa nú sem óðast baki við. Menntamálaráðherra hyggst þjóð- nýta auglýsingatekjur dagblaða og setja á stofn sérstakan „fjöl- miðlasjóð" til þess að ljósvakamiðl- ar geti framleitt „menningarlegt íslenskt efni“. Þá hefur ráðherra ákveðið að hefja „málræktarátak" á þessu ári, sem vitaskuid mun •úta forsjá ríkisins. í gærkvöldi hafði önnur sjónvarpsstöðin viðtal við mann einn sem ber sérdeilis virðulegan titil því hann er „verk- efnisstjóri málræktarátaks menntamálaráðuneytisins"!!! Pyllsta ástæða virðist til að hefja sérstakt „málræktarátak" innan menntamálaráðuneytisins ef marka má þetta viðtal. Mergurinn málsins er sá að for- eldrar eru og eiga að vera ábyrgir fyrir uppeldi bama sinna og það er fyrst og fremst í þeirra verka- hring að þroska máltilfinningu ungra íslendinga. Miðstýring í þessum efnum sem öðrum verður einungis til að slæva þessa ábyrgð- artilfinningu. Meginþorri lands- manna býr nefnilega yfir ágætri dómgreind og getur miðlað bæði mennt og menningu til þeirra sem era að vaxa úr grasi þó svo mennt- málaráðherra virðist vera á önd- verðri skoðun. Ríkisvaldið á ekki að vera ábyrgt fyrir uppeldi barna og unglinga á íslandi. Mennta- málaráðherra væri nær að beita sér fyrir bættum kjöram heimila í landinu til að mynda með því að beijast fyrir lækkun skatta og vöraverðs. Þá gætu foreldrar gefið sér tíma til að sinna þessu skyldu- starfi sínu, sem öllum er ljúft að inna af hendi. Virðingarfyllst, Njáll Arason Civic Hatchback Vél: 16 ventla, 75/90/130 Din hestöfl. Verðfrákr- 715.000. TAKIÐ EFTIR! Hin vinsælu reiðnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast þriðjudaginn 4. apríl í hesthúsum Fáks við Bústaðaveg. Kennt verður tvisvar í viku, samtals 8 kennslustundir. Skráning á skrifstofu Fáks milli kl. 15.00-17.00. Þátttöku- gjald er kr. 3.500,- sem greiðist við skráningu. Ath. takmarkaður fjöldi. Hestamannafélagið Fákur X & Civic Sedan GLsjáifskiptur Vél: 16 ventla, hestöfl90/116Din. Verð frá kr. 899.000. SÁLARRANNSÓKNAFOLK ATHUGIO! Bækur (á ensku): Stjörnufræði, sálarfræði, dáleiðsla, endurholdgun, spáfræði, dulsálarfræði, lófalestur, yoga, heilsurækt og lækningar og dulspeki Austurlanda. Áhöld: Árugleraugu, kristalkúlur, pendúlar, rúnasteinar, sérhönnuð borð fyrir andaglas og ósjálfráða skrift, flest- ar tegundir tarotspila. Snældur (með ensku tali): Fjölmargar með gítarleikaran- um heimskunna Ravi Shankar og fyrirlesaranum og undramanninum Sathya Sai Baba. Áteknar snældur til að ná árangri gegn háþrýstingi, svefnleysi, reykingum, drykkju og streitu. Ennfremur myndbönd gegn offitu, streitu og reykingum. Póstkröfusími 93-11382. Civic Shuttle 4 WD Fjórhjóladrif - GTI, vél 116 Din. Verð: 1.030.000stgr Tökum vel með fama notaöa bíla upp í nýja BÍLASÝNING ÍDAGKL. 13-16. [Q) HONDA Vatnagöróum 24, sími 689900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.