Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989
Agnar Þórðarson
og stalínisminn
(Nokkrar leiðréttingar)
eftirJón Óskar
Agnar Þórðarson rithöfundur hef-
ur skrifað grein um víðsýni. Sú grein
er reyndar einnig um stalínisma. Hún
birtist 6. maí sl. í Morgunblaðinu.
Tilefnið nokkrir útvarpsþættir, þar
sem flallað var um tímaritið Birting
sem hér kom út fyrir allmörgum
árum, sumum til hrellingar, en öðrum
til gleði, eftir því hvernig viðhorf
manna voru gagnvart menningar-
málum og pólitík þeirra tíma. Agnar
fullyrðir í grein sinni að ritstjórar
Birtings, þeir sem fram komu í þátt-
unum, hafi mjög hælt sjálfum sér
fyrir víðsýni og fordómaleysi. Ekki
tilgreinir hann þó nein orð eftir nein-
um ritstjóranna til sönnunar þessu
né getur hann þess hvort hann hafi
hlustað á okkur alla, þessa sem
þraukuðum á annan áratug við útg-
áfu Birtings, þó við værum ekki sömu
skoðunar um hvaðeina, en það voru
auk mín Einar Bragi, Thor Vilhjálms-
son og Hörður Ágústsson, hins vegar
enginn nema ég nefndur á nafn í
grein Agnars.
Til að lýsa sjálfhælni okkar líkir
Agnar okkur við mann nokkum sem
hann kveðst muna, að hafi verið á
Kleppi fýrir mörgum árum. Hann
hafi talið sig heilagan og ætlast til
að honum væri sýnd lotning í sam-
ræmi við heilagleikann. Ennfremur
hafði hann borið á sér mynd af sjálf-
um sér, „þar sem geislaði allt í kring-
um höfuð hans,“ eins og Agnar orð-
ar það, og sýndi þessi heilagi maður
myndina gestum og gangandi. Agnar
segir okkur heldur seint frá þessum
manni, því öll árin sem við félagar
stjómuðum Birtingi gleymdum við
að birta myndir af sjálfum okkur í
ritinu, svo fólk gæti séð hvemig heil-
agir menn væru álitum. En auðvitað
hefur greinarhöfundur sína sérstöku
ástæðu til að líkja okkur við þennan
geðsjúkling. Hver er hún? Einhver
hafði minnst á víðsýni í sambandi
við Birting, ég veit ekki hver. En
Agnar hafði einu sinni skrifað grein
handa Birtingi og meiri hluti rit-
stjómar hafnaði henni. Það var eðli-
legt að honum sámaði það, og nú
mörgum árum seinna þykir honum
sem við munum hafa verið sjálfum-
glaðir og fordómafullir stalínistar.
Agnar riíjar upp, að honum var
boðið til Sovétríkjanria fyrir mþrgum
árum ásamt nokkrum öðrum íslend-
ingum, og getur sérstaklega um
Stein Steinarr, en lætur lítið á því
bera að einn af ritstjórum Birtingar
var með í förinni. Það var sá sem
þetta ritar. Mikið lætur Agnar af
tveimur viðtölum sem birtust í dag-
blöðum eftir heimkomu sendinefnd-
arinnar, annað við hann sjálfan í
Morgunblaðinu, hitt við Stein Stein-
arr í Alþýðublaðinu. Kveður hann
þau hafa vakið talsverða athygli og
viðbrögð mikil og Steinn hafði sagt:
„Þeir fyrirgefa okkur aldrei,“ og átti
hann þar við íslenska sósíalista, —
en Agnar bendur á, að ekki hafi
verið venja að menn þökkuðu fyrir
slíka boðsferð með öðru en háfleygu
lofí um Sovétríkin. Hjá þeim hafði
kveðið við annan tón. Og það er rétt,
að viðtöl þessi vöktu athygli, hægri
öflin kættust mjög, en kommar hófu
upp sönginn um sovétníð. Eftir að
viðtalið við Agnar birtist í Morgun-
blaðinu kveðst hann hafa verið beð-
inn að skrifa stutta grein um ferðina
í Birting. En sú grein var aldrei
prentuð þar, og er rétt frá hermt,
að meðritstjórar mínir vildu ekki
birta frásögn hans nema hann gerði
á henni einhveijar breytingar sem
mig minnir nú að væru mjög fáar,
en hann féllst ekki á neinar breyting-
ar og hef ég aldrei láð honum það,
enda hafði ég ekki_ heldur verið
andvígur grein hans. Ég var reyndar
sjálfur vel kunnugur þeirri umtöluðu
för til Sovétríkjanna, þar sem ég var
einn í hópnum, sem fyrr segir, og
það voru ekki einungis Agnar og
Steinn sem sögðu eitthvað frá þeirri
ferð án þess að hafa uppi háfleygt
lof um Sovétríkin, því sjálfur skrifaði
ég í Birting um heimsókn okkar fé-
laga til rithöfundarins Ilja Erenbúrgs
í Moskvu, og ég er hræddur um að
þar hafi þótt kveðið við nýjan tón
og ekki þann tón sem heimfæra
mætti undir stalínisma. Ég hafði
ekki gert annað en skýra satt og
rétt frá, en það var hægt að fá kald-
ar kveðjur fyrir slíkt á tímum þess
kalda stríðs sem þá var háð, og
þurfti ekki stórar fyrirsagnir í dag-
blöðum til að svo færi. Getur Agnar
hugleitt í góðu tómi hvort sósíalistar
hafi verið fljótir að fyrirgefa mér
þessa ritsmíð mína eða önnur þau
skrif mín sem Sovétríkin hafa varð-
að.
Agnar kveðst hafa unað því illa,
að grein hans skyldi ekki vera prent-
uð í Birtingi og hafi hann því fengið
hana birta í jólablaði Tímans og tek-
ið hana nokkrum árum síðar óbreytta
upp í bók sína Kallað f Kremlarm-
úr, þar sem hann sagði frá um-
ræddri ferð til Sovétríkjanna. Sú bók
kom raunar ekki út fyrr en 1978,
löngu eftir að ég hafði lýst þessari
för í bók minni Páfinn situr enn í
Róm og vakið slíkan úlfaþyt í blöðum
með „sovétníði" að bækur mínar
hafa ýmist verið lastaðar eða snið-
gengnar síðan í Þjóðviljanum. Um
skipti sín við ritstjóm Birtings við-
hefur Agnar þessi orð í Morgunblaðs-
grein sinni: „En þetta atvik sýnir ljós-
lega að víðsýni þeirra félaga var
ekki upp á marga fiska ef við annan
tón kvað en þeim var að skapi. En
slík viðhorf voru algeng á þeim árum,
víðsýnin var afskaplega tempruð hjá
mörgum góðum mönnum.
Stalínisminn lifði lengi eftir að sá
gamli hafði verið borinn fúinn út úr
leghöllinni á Rauðatorginu og graf-
inn utan garðs...“
Þama gefur Agnar n\jög ákveðið
í skyn, að við ritstjórar Birtings höf-
um verið stalínistar á þeim árum,
þegar Krúsjoff var með sínar umbót-
Jón Óskar
„Sú bók kom raunar
ekki út fyrr en 1978,
löngu eftir að ég hafði
lýst þessari för í bók
minni Páfinn situr enn
í Róm og vakið slíkan
úlfaþyt í blöðum með
„sovétníði“ að bækur
mínar hafa ýmist verið
lastaðar eða sniðgengn-
ar síðan í Þjóðviljan-
um.“
atilraunir, og þess vegna hafi grein
hans ekki verið tekin í ritið. Úr þessu
gæti orðið slæm söguleg fölsun sem
ég hygg betra að leiðrétta, því oft
étur hver eftir öðmm, þegar tímar
líða, slík ógætileg ummæli. Það geta
ýmsar ástæður legið til þess að
ritsmíð er hafnað. Þarna hafa eflaust
ráðið pólitísk sjónarmið, þar sem rit-
stjóm Birtings lá sífellt undir áföllum
bæði frá hægri og vinstri. En stalín-
ismi er nokkuð annað. Og heldur
skýtur skökku við að kenna þá við
stalínisma sem hvergi vom eins illa
séðir og meðal stalínista.
í sama hefti Birtings og ég lýsti
heimsókninni til Uja Erenbúrgs var
dægurpistill eftir Einar Braga, þar
sem hann íjallaði stuttlega um við-
horf manna gagnvart Birtingi og gat
þess til dæmis, að ^kólapiltur einn
hefði sagt honum frá mektarmanni
nokkmm sem hafði viðhaft þessi orð
um Birting: „Ég les ekki svona and-
skotans kommúnistarit.“ En síðan
rakst Einar Bragi á vin sinn á götu,
„gamalreyndan félaga, hvers andi
hvílist enn í sælum Stalín", eins og
hann orðaði það í pistlinum, en þeg-
ar hann impraði á þvi, að vinurinn
hefði ekki enn gerst áskrifandi að
Birtingi, var svarið: „Ég hef ekki
hugsað mér að gerast kaupandi að
riti, sem flytur tóma úrkynjaða auð-
valdslist."
Hann hafði greinilega ekki komið
auga á stalínisma Birtingsmanna.
Og ekki fór meira fyrir stalínisma í
næsta hefti Birtings, því þar var
mjög afdráttarlaus ritstjómargrein
um uppreisnina í Ungvetjalandi og
skorað á þá íslendinga, sem fylgj-
andi væm sósíalisma, að gagnrýna
Sovétríkin ekki síður en önnur ríki
og hætta að veija þau á þeim for-
sendum að þar væri verið að fram-
kvæma sósíalisma. Fomstumenn só-
síalista sáu að vonum lítinn stalín-
isma í þessu, og hringdi einn þeirra
í ábyrgðarmann ritsins, Einar Braga,
til að skammast yfir þjónkun okkar
við auðvaldið. En við létum okkur
ekki segjast, því skömmu seinna birt-
um við bréfaskipti ráðstjómarrithöf-
unda og franskra rithöfunda vegna
atburðanna í Ungveijalandi. Þetta
var mótmælaályktun ýmissa helstu
rithöfunda Frakka, vinstri sinnaðra,
síðan réttlætingarbréf ráðstjómarrit-
höfunda vegna ályktunar Frak-
kanna, og að Iokum svar frönsku
rithöfundanna við bréfi ráðstjórnar-
höfundanna, þar sem Frakkarnir láta
engan bilbug á sér finna og svara
af fullri einurð og rassskella, að kalla
má, sovésku höfundana. Agnar mun
fara nærri um, hvort birting þessa
efnis hefur þótt góður stalínismi.
Örfáum ámm seinna kom út bók
eftir Thor Vilhjálmsson um ferð hans
til Ráðstjómarríkjanna, Undir ger-
vitungli, og minnist ég þess ekki að
hún bæri vott um stalínisma, en
kynni hins vegar að finnast þar nokk-
ur gagnrýni á kerfið undir gervi-
tungli.
Slíkri upptalningu mætti halda
áfram, en ætti að vera nóg komið.
Ég get vel skilið sárindi Agnars
vegna þess, að ritsmíð hans kom
ekki í Birtingi forðum daga, og ég
skrifa ekki til að afsaka það, heldur
til að leiðrétta það sem er villandi
og rangt í grein hans.
Höfiindur er rithöfimdur.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Viðbrögð þjóðarsálar
eftir Njörð P.
Njarðvík
Þjóðarsálin á rás 2 í Rfkisút-
varpinu er merkilegt fyrirbæri.
Hún segir manni hispurslaust
hvað sumt fólk er að hugsa upp-
hátt. Að vísu er það trúlega frem-
ur framhleypið fólk sem þangað
snýr sér með visku sína. Hinir
varkárari og íhugulli em ekki
endilega líklegir til að ijúka í
símann þótt Stefán Jón Hafstein
og Ævar Kjartansson bjóði þeim
eyra landsmanna til hlustunar.
En engu að síður — það vekur
undran hversu margir finna hjá
sér hvöt til að láta ljós sitt skína
— og umfram allt: fella dóma.
Þessi útvarpsþáttur hefur verið
mér talsverð opinbemn, ekki síst
vegna þess að þar hef ég þóst sjá
örla á fyrirbæri sem mér finnst
bera keim af þjóðareinkenni. Það
er í stuttu máli sú árátta að telja
sig vita allt um það, sem maður
veit í rauninni ekkert um. Svo er
að sjá sem við íslendingar þykj-
umst geta kveðið upp úrskurð í
flóknum málum án þess að kynna
okkur málavexti, og stundum er
engu líkara en við séum nánast
ónæm fyrir rökum og staðreynd-
um. Þess vegna vaknar sú spum-
ing í tilefni af nýafstöðnu löngu
verkfalli háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna, hvort nokkur von
sé til þess að þjóð sem þannig
hugsar (ef hugsun skyldi kalla),
geti nokkum tíma lært að meta
menntun. Menntun er einmitt
fólgin í því að afla sér þekkingar
og vitneskju og þess vegna í raun
viðurkenning á því að maðurinn
veit ekki allt af sjálfum sér án
fyrirhafnar, — að bijóstvitið dugir
ekki til alls.
Bijóstvit er betra en
bókvit
— segir gamall íslenskur máls-
háttur, en er sennilega sprottinn
af nauðvöm þjóðar sem átti ekki
kost á almennri menntun öldum
saman. Reyndar er orðið bijóst-
vit einkennilegt orð. Það mun
varla til í öðmm tungumálum,
enda illþýðanlegt. Á ensku væri
það þýtt með common sense (al-
menn skynsemi), á sænsku sunt
fömuft (heilbrigð skynsemi), á
frönsku bon raison (góður skiln-
ingur). En að baki þeirra orða em
önnur viðhorf. Bijóstvit er það vit
sem býr í bijósti mannsins, er
honum meðfætt. Án þess er bók-
vit að sönnu iítils virði, því að
hvað dugir heimskum manni bók?
En það eitt hrekkur líka skammt.
Hæfíleikar sem aldrei em ræktað-
ir, em ekki líklegir til að draga
langt. Hvort tveggja þarf að fara
saman vit og vitneskja, greind og
lærdómur, hyggindi og reynsla.
Hæfileikar manna til fordóma
„Gekk þetta viðhorf
svo langt að kennarar
voru kallaðir hryðju-
verkamenn í þjóðar-
sálinni margum-
töluðu.“
bijóstvitsins komu skýrt í ljós í
því langa og erfiða verkfalli sem
nú er því betur til lykta leitt.
Fyrst var eins og engir væm í
verkfalli nema kennarar. Fiski-
fræðingar, lögfræðingar, hjúk-
mnarfræðingar, veðurfræðingar,
dýralæknar (o.s.frv.) gleymdust
með öllu. Svo var eins og kennar-
ar bæm einir alla ábyrgð. Gagn-
aðili vinnudeilunnar, ríkið, virtist
ekki eiga neinn hlut að því að
skólastarf lægi niðri. Gekk þetta
viðhorf svo langt að kennarar
vom kallaðir hryðjuverkamenn í
þjóðarsálinni margumtöluðu. Þá
var dregin fram sú gamla firra
að kennarar, þeir þyrftu nú ekki
að kvarta, sem ynnu 45 mínútur
á hveijum klukkutíma í átta mán-
uði á ári og væm að auki búnir
klukkan tvö á daginn. Hélt ég
satt að segja að slíkt bull hefði
verið endanlega kveðið niður, þeg-
ar einn fyrrverandi fjármálaráð-
herra varð að viðundri fyrir ámóta
tal á Alþingi. Þetta minnir dálítið
á annan stjómmálamann í um-
ræðu um nauðsyn þess að stækka
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Stækka hana? sagði sá ágæti
bijóstvitsmaður. Ég hef séð til
þeirra. Þeir sitja sumir með hljóð-
færin á hpjánum langar stundir.
Væri ekki ráð á að láta þá vinna
fyrst allan tímann, áður en farið
er að bæta við mönnum? Sú þjóð
er að sönnu ekki illa stödd sem
er stjómað af þvílíku bijóstviti!
Það sem alvarlegast er
Loks er svo það sem alvarleg-
ast er, en hefur þó aldrei komið
fram — beinlínis, hið einkennilega
djúpstæða viðhorf til þess, hvaða
störf séu þörf, gagnleg og mikil-
væg. Annars vegar em hinir svo-
kölluðu undirstöðuatvinnuvegir,
einkum sjávarútvegur og fisk-
vinnsla. Bændur em núorðið
svona heldur litnir homauga. Hins
vegar em svo þeir sem em tengd-
ir tækni.
En hvað um þá sem starfa að
manneskjunni sjálfri? Læknar og
tannlæknar em að vísu hálaunað-
ir. En hvemig stendur á því að
fóstmr, kennarar og hjúkruna-
rfólk fær lág laun? Er það af því
að við teljum börnin okkar og
framtíð manneskjunnar lítils
virði? Umönnun og uppfræðsla,
em það lítilflörleg störf? Finnst
okkur það, þegar við emm veik
og þurfum að leggjast inn á
sjúkrahús?
Þegar ég var að alast upp, þá
lagði verkalýðshreyfingin mikla
áherslu á menntun. Að menntun
ætti ekki að vera forréttindi efna-
fólks og yfírstéttar. Nú hefur orð-
ið sú gerbreyting á þessu, að mik-
ill fjöldi menntamanna er kominn
af alþýðufólki og leggur pólitískri
baráttu verkafólks lið. Þá bregður
svo við að það andar köldu til
menntamanna frá verkafólki.
Kemur það ekki síst fram þjá
formanni Dagsbrúnar, sem sjald-
an setur sig úr færi að hnýta í
þá sem starfa að menntun og
menningarmálum. Ekkert stendur
baráttu launafólks fyrir bættum
lífskjörum meira fyrir þrifum en
innbyrðis metingur og agg. Þá
fyrst mun launabarátta þessa
fólks skila árangri þegar það
skynjar samstöðu sína en ekki
sundmngu — og þetta þurfa for-
ystumenn allra stéttarfélaga að
læra.
Stundum hvarflar að mér að
ýmsir hugsi enn sem svo, að
umönnun og uppfræðsla séu í
eðli sínu fórnarstörf og heyri und-
ir góðverk. Þess vegna sé ekki
nema eðlilegt að það góða fólk
sem vill fórna sér í þágu annarra,
uni lágum launum og geri litlar
kröfur til annarra en sjálfs sín..
Finni hamingju sína í þjónustu-
lund sinni. Og því hnykki mönnum
við, þegar þetta fólk hefur allt í
einu upp kröfur og vill jafnvel fá
svipuð laun og þeir sem flytja inn
franskar kartöflur. Getur það náð
nokkurri átt?
Höfiindur er rithöfimdur og dós-
ent i íslenskum bókmenntum við
Háskóla íslands.