Morgunblaðið - 24.05.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989
19
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Ingi Rúnar Jónsson og Jóhannes
Sturlaugsson lífiræðingur hjá
Veiðimálastofhun við merkingar
laxaseiða.
Aukning á
merkingum
laxaseiða
Vogum.
„Merkingar laxaseiða verða
alla vega 300 þúsund í ár,“ sagði
Jóhannes Sturlaugsson líffræð-
ingur hjá Veiðimálastofhun í
samtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins, „og er það talsvert
meira en merkt var á síðasta ári“.
Auk hefðbundinna merkinga hef-
ur mikið komið af verkefnum vegna
tilraunaverkefna sem eru í gangi
hjá Kollafjarðarstöðinni og meðal
annars í samstarfi við fiskeldisfyrir-
tæki eins og Vogalax. Eitt stærsta
verkefnið er við stærðarflokkun,
sem gengur út á það að bæta heimt-
ur á hafbeitalaxi og auka arðsemi,
sem felst í því að athuga hvernig
mismunandi stofnar geta nýst í
hafbeit og hvernig má auka hag-
kvæmni með aukinni þekkingu á
samspili stærðar gönguseiða og
endurheimtum.
Verkfall BHMR setti strik í
reikninginn, að sögn Jóhannesar,
bæði vegna þess að ekki næst að
merkja það magn sem ætlað var
og hins vegar er verið að merkja
mikinn fjölda seiða á þeim tíma sem
þau eru viðkvæmust. Samkvæmt
nýrri reglugerð um merkingar laxa
á að merkja hluta þeirra laxaseiða
sem er sleppt í sjó, þannig að merk-
ingar eiga eftir að aukast vegna
kvíaeldis. Það eru eldisstöðvarnar
sem greiða fyrir merkingarnar. „Ef
greiðslur fyrir merkingar eru mæli-
kvarði á fjárhagsstöðu íslenskra
seiðaeldisstöðva þá er fjárhagsstaða
fiskeldis á íslandi slæm,“ sagði Jó-
hannes.
- EG
Viðskiptadeild:
Tveir sækja
um prófess-
orsstöðu
TVEIR umsækjendur er^i um
prófessorsstöðu í rekstrarhag-
fræði og skyldum greinum við
viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla íslands. Þeir eru Ágúst
Einarsson, framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvarinnar hf. í
Reykjavík og Pétur Orri Jónsson
háskólakennari í Bandaríkjun-
um.
Gylfi Þ. Gíslason var í þessari
stöðu. Dómnefnd sem meta á hæfi
umsækjenda hefur ekki tekið ’til
starfa. Viðskipta- og hagfræðideild-
in hefur tilnefnt Brynjólf Sigurðs-
son prófessor í nefndina. Jafnframt
hefur deildin lagt til að fulltrúi há-
skólaráðs verði Þráinn Eggertsson
prófessor og að þriðji dómnefndar-
fulltrúinn verði fenginn erlendis frá.
Miðað er við að ráðið verði í stöð-
una frá og með 15. september
næstkomandi.
„Þú vinn-
ur lífsins
glímu -
án vímu“
Menntamálaráðuneytið og
Nefiid um átak í áfengisvörnum
gengust í vetur íyrir samkeppni
um einkunnarorð og handrit
að myndbandi til notkunar í
fiknivörnum meðal ungs fólks
og var greint frá niðurstöðum
í gær. Hólmfríður Ýr Gunn-
laugsdóttir varð hlutskörpust í
samkeppninni um bestu ein-
kunnarorðin, en Hólmfriður er
nemandi í Lækjarskóla í Hafii-
arfirði. Besta handrit að mynd-
bandi átti hins vegar Gerður
Gestsdóttir úr MH.
Keppnisreglur voru þær, að
rétt til þátttöku áttu nemendur í
6.-9. bekkjum grunnskóla og allir
nemendur í framhaldsskólum.
Keppt var um bestu einkunnar-
orðin og besta handritið að mynd-
Morgunblaðið/Þorkell
F.v. Laufey Jörgensdóttir, Gerður Gestdóttir og Hólmfríður Ýr
Gunnlaugsdóttir. Páll Magnússon gat ekki verið viðstaddur verð-
launaafhendinguna.
bandi. Voru keppnishóparnir
tveir, grunnskólanemamir annars
vegar og framhaldskólanemarnir
hins vegar og dregið um bestu
einkunnarorðin og handrit. Hólm-
fríður yr var með bestu einkunar-
orðin, „þú vinnur lífsins glímu -
án vímu“, en besta framlag fram-
haldsskólanema í þessum flokki
var „Velgengni án vímu“ eftir Pál
Magnússon úr MK. Umrædd
handrit að myndbandi áttu að
fjalla um kosti þess að ánetjast
ekki vímuefnum, en slíkt mynd-
band verður nú unnið upp úr vinn-
ingshandriti Gerðar Gestsdóttur,
en besta framiag gmnnskólanema
í þessum flokki var frá Laufey
Jörgensen úr Bamaskóla Vest-
mannaeyja.
Borgarráð:
12,7 milljónum úthlutað
úr húsverndunarsjóði
Sameigin-
leg fiskrækt
í borg-
firsku lax-
veiðiánum
VEIÐIRÉTTAREIGENDUR borg-
firsku laxveiðiánna hafa ákveðið
að ráðast í íjögurra ára áætlun um
aukna fiskrækt í héraðinu. Veiðifé-
lag Borgarfjarðar ver árlega 3,3
milljónum í þetta verkefni og Veiði-
félag Langár 510 þúsund kr. Að
sögn Óðins Sigþórssonar í Einars-
nesi, stjómarmanns í Veiðifélaginu,
er ætlunin að sleppa smáseiðum á
ófiskgengnum svæðum og reyna
að stækka þannig uppvaxtasvæði
laxins. Vildu menn sjá hvort fis-
krækt í þetta stómm stíl skilaði sér
í aukinni fiskgengd í ánum.
Óðinn sagði að hlutur Veiðifélags
Hvítár, sem í em aðallega netaveiði-
bændur, væri þriggja daga friðun
í sumar til viðbótar lögskipuðum
friðunardögum. Dagarnir sem um
er að ræða era föstudagamir 26.
maí, 16. júní og 14. júlí. Aðrir
stærstu aðilar Veiðifélags Borgar-
íjarðar em veiðifélög Þverár, Norð-
urár og Grímsár og Tunguár, én
alls mynda níu veiðifélög á vatna-
svæði Hvítár Veiðifélag Borgar-
flarðar. Þrír bændur sem stunda
netaveiði í sjó við Borgarfjörð taka
einnig þátt í átaki, ásamt Veiðifé-
lagi Langár.
BORGARRÁÐ hefiir samþykkt
að úthluta rúmum 12,7 milljónum
króna úr húsverndunarsjóði
borgarinnar fyrir árið 1989. Tólf
umsóknir bárust um lán og var
samþykkt að veita Ián til viðhalds
á níu húsum. Lánin eru verð-
tryggð og til tíu ára og er þetta
Kálfaverð-
laun til
að minnka
framleiðslu
FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnað-
arins greiðir kúabændum 4 þús-
und kr. verðuppbót á ungkálfa
sem þeir láta slátra fram til 16
júní. Að sögn Gísla Karlssonar
framkvæmdastjóra er tilgangur-
inn að hvetja menn til að slátra
kálfunum í stað þess að setja þá
á og minnka þannig hættuna á
offramboði nautgripakjöts eftir
hálft annað ár. Vonast hann til
að með þessu móti megi koma í
veg fyrir 350 tonna framleiðslu.
Sala hefur minnkað en margir
gripir í uppeldi og telur Gísli að
búast megi við offramboði í
haust.
Sala á nautgripakjöti hefur
minnkað vemlega það sem af er
þessu ári. Fyrstu þrjá. mánuði ársins
var salan til dæmis 29% minni en
á sama tíma í fyrra. Um skeið hef-
ur mest allt nautgripakjöt verið
selt ferskt og jafnvægi verið á
markaðnum. Hætt er við að þetta
breytist síðar á árinu. Sagði Gísli
að búist væri við mikilli slátmn í
haust og að frysta þyrfti mikið af
kjöti, sem erfittgæti orðið að selja.
Töluvert hefur verið slátrað af
nautgripum eftir að verkfall dýra-
lækna leystist, en slátmn lá niðri í
verkfallinu. Hjá Sláturfélagi Suður-
lands á Hvolsvelli var til dæmis
slátrað hátt í 90 gripum á tveimur
fyrstu dögunum eftir að verkfallið
leystist, eða nærri því jafn miklu
að venjulega er slátrað á einum
mánuði, að sögn Ólafs Siguijóns-
sonar sláturhússtjóra. Kjötið fór
allt ferskt á markað og vissi Ólafur
ekki til að erfiðleikar hefðu verið
við sölu þess.
í þriðja sinn, sem veitt er úr
sjóðnum.
„Lánin em veitt til að vemda hús
og færa þau í sem uppmnnanleg-
asta horf,“ sagði Júlíus Hafstein
formaður umhverfismálaráðs.
„Þarna er fyrst og fremst verið að
lána til viðhalds á eldri húsum borg-
arinnar, sem em í flestum tilfellum
timburhús og sum komin til ára
sinna. Mörg þeirra húsa, sem hafa
fengið fyrirgreiðslu frá borginni em
meira en 100 ára. Engar ákveðnar
reglur gilda um hveijir eiga rétt á
lánum, það geta allir sótt um þau
en síðan er það umhverfismálaráðs
að meta umsóknimar. Með umsókn-
inni skal fylgja saga hússins og
framkvæmdaáætlun, sem síðan er
vegin og metin. Ég tel þetta mjög
þarft verk hjá borginni því það er
enginn annar sem lánar til þessara
framkvæmda.“ •
Að þessu sinni vom lán veitt til
eftirtalinna húsa: Aðventkirkjan,
Ingólfsstræti 19, 2 milljónir króna;
Bergstaðastræti 9 A, 1 milljón
króna; Hólatorg 4, 2,2 milljónir
króna; Kirkjutorg 6, kr. 360 þús.;
Sóleyjargata 16, kr. 650 þús.; Suð-
urgata 12, 2 milljónir króna; Vest-
urgata 3, Hlaðvarpinn, 2 milijónir
króna; Vesturgata 44, 2 milljónir
króna og Þingholtsstræti 16, kr.
500 þús.
ö
INNLENT
Félag íslenskra bifreiðaeigenda:
Bensínhækkun mótmælt
STJÓRN Félags íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent frá sér mót-
mæli vegna fyrirhugaðrar bensínhækkunar um allt að 7 krónur eða
16%. FÍB segir að tekjur heimilanna þurfi að hækka um 2.200 krónur
á mánuði til að mæta þessari útgjaldaaukningu.
FÍB minnir á að bensíngjaldið öll hækkun bensíngjaldsins verið
tekin úr vegasjóði og sett í almenna
eyðslu. Ef farið hefði verið eftir
ábendingum FÍB væri nú nóg fé í
vegasjóði.
hafi verið hækkað um síðustu ára-
mót og hafi peningamir, um 680
milljónir kr., átt að fara til vega-
framkvæmda, þar á meðal snjó-
mokstur. Með lánsfjárlögum hafi
Bókun Ásmundar Stefánssonar á fundi miðstjórnar ASÍ:
Olafiir Ragnar telur sam-
skipti manna þeim mun
betri sem þau eru minni
UMMÆLI Ólafs Ragnars Grímssonar Qármálaráðherra, í viðtali
við Morgunblaðið, þar sem hann segir bönd Alþýðubandalagsins
við samtök launafólks hafa styrkst á undanförnum vikum og það
haíi verið styrkur í deilunni við BHMR, urðu tilefiii fyrirspumar
til Ásmundar Stefánssonar á miðstjóraarfundi Alþýðusambands
íslands þann 17. maí siðastliðinn. Ásmundur svaraði þvi til að
greinilegt væri, að Ólafiir teldi samskipti manna þeim mun betri,
sem þau væru minni og kvað ekkert samband hafa verið milli
þeirra meðan samningaviðræður við BHMR stóðu yfir.
Birna Þórðardóttir bar fram að við Ásmundur Stefánsson höf-
fyrirspumina. Hún sat fundinn
sem varamaður Hrafnkels A.
Jónssonar og sagði hann hafa
óskað eftir að bókað yrði svar
forseta ASÍ, það er Asmundar
Stefánssonar, vegna ummæla Ól-
afs Ragnars Grímssonar sem birt-
ust í Morgunblaðinu á hvítasunnu-
dag, 14. maí. Ummælin, sem
Bima vitnaði til, em þessi: „Það
er til dæmis opinbert leyndarmál,
um ekki verið sammála um alla
hluti á undanfómum áram, en við
höfum átt mjög góða samvinnu
núna. Ég tel að bönd flokksins
við samtök launafólks hafi styrkst
á undanfömum vikum og tekist
hafi með heilsteyptum hætti að
slá striki yfir erfiða kafla í þeim
samskiptum. Ogþetta breiða bak-
land hefur styrkt okkur ómetan-
lega í deilunni við BHMR.“
Bima sagði á miðstjómarfund-
inum að Hrafnkell teldi að um-
mælum Ólafs væri ætlað að etja
saman samtökum launafólks og
Alþýðusambandinu væri skylt að
taka ekki þátt í slíkum leik.
Bókað var eftirfarandi svar
Ásmundar Stefánssonar: „Það er
greinilegt að Ólafur Ragnar
Grímsson telur að samskipti
manna séu þeim mun betri sem
þau era minni.“ Auk þess tók
Ásmundur fram á miðstjórnar-
fundinum, að hann hefði ekki
haft samband við Ólaf Ragnar
Grímsson í lokahrinu ASÍ samn-
inganna eða síðar og að Ólafur
Ragnar Grímsson hefði á engu
stigi BHMR samninganna haft
samráð við sig um neitt varðandi
þær viðræður.