Morgunblaðið - 24.05.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989
21
Reuter
Dómi mótmælt á Spáni
Spænskur dómstóll hefur sýknað 24 af þeim 37 mönnum, sem sakaðir eru um að hafa selt eitraða
matarolíu sem varð 650 manns að bana á Spáni árið 1981, og hefiir dómurinn valdið mikilli reiði
meðal þeirra fórnarlamba eitrunarinnar, sem komust lífs af, og aðstandendum hinna Iátnu. Þrettán
fengu væga fangelsisdóma, en málinu verður áfiýjað til hæstaréttar Iandsins. Á myndinni vernda
lögreglumenn einn veijenda hinna ákærðu fyrir fólki sme gat ekki hamið vanþóknun sína vegna
dómsins.
Baker um friðarumleitanir 1 Mið-
Austurlöndum:
Israelar og arabar
sýni meiri fiiðarvilja
Washington. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandarikjanna, skýrði afstöðu
stjórnar George Bush Bandaríkjaforseta til friðarumleitana í Mið-
Austurlöndum í harðorðri ræðu sem hann hélt á fiindi með leið-
togum stuðningsmanna ísraela í Washington á mánudag. Hann
hvatti ísraela til þess að binda enda á hemámið á Gaza-svæðinu
og Vesturbakka Jórdanár og sýna Palestínumönnum fyllstu sátt-
fysi sem nágrönnum er verðskulduðu stjómmálaréttindi. Hann
hvatti ennfremur Palestínumenn til þess að hætta að „tala tveim
tungum" í yfirlýsingum sínum um ísrael, binda enda á uppreisnina
á hernumdu svæðunum og beita sér þess i stað fyrir samkomulagi
með friðsamlegum hætti.
Baker sagði að ekki væri seinna
vænna að viðræður hæfust milli
Israela og Palestínumanna um
hemumdu svæðin. Hann hvatti
ísraela til þess að „gefa óraunsæj-
ar hugmyndir" um landvinninga
upp á bátinn. „Bindið enda á
hemámið," bætti hann við. „Hæt-
tið að láta ísraela flytjast búferlum
til hemumdu svæðanna. Heimilið
skólum að heíja starfsemi á ný.
Sýnið Palestinumönnum friðarvilja
sem nágrönnum er verðskulda
stjómmálaréttindi."
Wörner hlynntur viðræðum
um skammdræsr kiamavopn
Brussel. Keuter. J V JL
MANFRED Wörner, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO) segir í viðtali við
belgískt dagblað sem birtist í
gær, að hann sé hlynntur því að
hafiiar verði viðræður við aðild-
arriki Varsjárbandalagsins um
fækkun skammdrægra kjam-
orkuvopna i Evrópu. Fram-
kvæmdastjórinn leggur hins veg-
ar áherslu á að hahn telji óráð-
legt að samið verði um algjöra
útrýmingu þess háttar vopna í
álfunni.
Viðtalið birtist í belgíska dag-
blaðinu La Libre Belgique en tilefni
þess er deila sem upp er komin
milli stjómvalda í Vestur-Þýska-
landi og Breta og Bandaríkjamanna
um endumýjun skammdrægra
kjamorkueldflauga NATO í Vest-
ur-Evrópu en þær em flestar stað-
settar í Vestur-Þýskalandi. Hafa
Bandaríkjamenn og Bretar ákaft
hvatt til þess að tekin verði bind-
andi ákvörðun á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins þess efnis að sett-
ar verði upp nýjar eldflaugar í stað
bandarískra eldflauga af Lance-
gerð sem verða úreltar um miðjan
næsta áratug. Stjóm Helmuts
Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands,
hefur ekki viljað samþykkja þau
áform en þess í stað hvatt til þess
að hafnar verði hið fyrsta viðræður
við Sovétmenn og bandamenn
þeirra í Austur-Evrópu um fækkun
vopna sem falla undir þessa skil-
greiningu en skammdrægar teljast
þær eldflaugar sem draga innan við
500 kílómetra.
Manfred Wörner, sem var varn-
armálaráðherra Vestur-Þýskalands
áður en hann tók við embætti fram-
kvæmdastjóra NATO, segir í við-
talinu við belgíska dagblaðið að
hann telji æskilegt að viðræður um
niðurskurð á þessu sviði kjamorku-
heraflans verði hafnar. Hann kveðst
hins vegar andvígur því að samið
verði um algera útrýmingu bæði
skammdrægra kjarnorkueldflauga
og vígvallarvopna með kjarnorku-
hleðslum, sem einnig teljast
skammdræg, í Evrópu. „Skamm-
dræg kjarnavopn falla undir varnar-
stefnu Atlantshafsbandalagsins en
á grundvelli hennar hefur tekist að
afstýra bæði kjamorkustyrjöld og
átökum með hefðbundnum vopna-
búnaði. Við þurfum að ráða yfir
bæði kjarnorkuvopnum og hefð-
bundnum vopnum, ekki til að hleypa
af stað vopnuðum átökum heldur
til að koma í veg fyrir þau,“ segir
Wömer.
Framkvæmdastjórinn kveðst
vænta þess að unnt verði að leysa
deilu NATO-ríkjanna um skamm-
dræg kjarnorkuvopn fyrir fund leið-
toga aðildarríkja bandalagsins sem
haldinn verður í næstu viku í Bmss-
el í Belgíu. Um síðustu helgi lögðu
Bandaríkjamenn fram málamiðlun-
artillögu þar sem gert er ráð fyrir
því að uppsetningu nýrra eldflauga
í stað Lance-flauganna verði frestað
fram til árins 1992 gegn því að
Vestur-Þjóðveijar falli frá þeirri
kröfu sinni að hafnar verði viðræð-
ur um fækkun þess háttar vopna.
Skilyrði fyrir slíkum viðræðum sé
það að viðræður austurs og vesturs
í Vínarborg um niðurskurð hins
hefðbundna herafla í Evrópu skili
árangri. Tillagan hefur verið rædd
innan ríkisstjómar Helmuts Kohls
kanslara og sögðu heimildarmenn
Reuters-fréttastofunnar á mánudag
að vestur-þýskir embættismenn litu
svo á að hún kvæði ekki nógu skýrt
á um að viðræður um fækkun
skammdrægra kjamorkuvopna
yrðu hafnar. Manfred Wömer segir
í viðtalinu við La Libre Belgique
að hann telji að það myndi reynast
gagnleg ráðstöfun að tengja við-
ræður um niðurskurð á þessu sviði
kjamorkuheraflans við Vínarvið-
ræður aðildarríkja NATO og Var-
sjárbandalagsins.
Baker beindi einnig orðum
sínum til stjómvalda í arabaríkjun-
um og hvatti þau til þess að leita
sátta við ísraela. „Bindið enda á
efnahagslegar refsiaðgerðir gegn
ísraelum. Hættið að ögra þeim á
fundum hjá alþjóðastofnunum.
Hverfið frá þeirri hvimleiðu af-
stöðu að í zíonismanum felist ekk-
ert annað en kynþáttafordómar."
Hann hvatti Palestínumenn til þess
að hætta að „tala tveim tungum"
varðandi það hvort þeir hyggist
útrýma ísrael; lýsa fremur yfir
andstöðu við slíkar hugmyndir á
„öllum tungumálum, ekki 'aðeins
þeim sem talað er til Vestur-
landabúa.“ Hann hvatti Frelsis-
samtök Palestínumanna (PLO) til
þess að breyta stofnskrá sinni, sem
segir fyrir um útrýmingu ísraels,
og binda enda á uppreisnina á
hemumdu svæðunum, intifada, en
reyna þess í stað að ná samningum
með friðsamlegum hætti.
Sérfræðingur bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins í málefnum
Mið-Austurlanda sagði að þetta
væri harðorðasta yfirlýsing sem
hann hefði heyrt frá bandariskum
ráðherra um friðarumleitanir í
Mið-Austurlöndum til þessa. Fund-
armenn klöppuðu utanríkisráð-
herranum lof í lófa er hann hvatti
Palestínumenn til þess að sýna
friðarvilja en grafarþögn skall hins
vegar á þegar hann fór fram á það
sama við Israela.
Samstarf aðildarríkja Evrópubandalagsins:
Obilgirni Margaret Thatcher veld-
ur deilum innan Ihaldsflokksins
ALVARLEGUR ágreiningur er
kominn upp inna.ii breska
íhaldsflokksins og ríkisstjómar
Margaret Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands. Að sögn
breska tímaritsins The Ec-
onomist stendur Thatcher
frammi fyrir miklum vanda því
flokkurinn sé klofínn í afstöðu
sinni til framtíðar Evrópu-
bandalagsins. Margaret Thatc-
her hefiir ávallt og ævinlega
varað við því að valdið verði í
vaxandi mæli fært í hendur
embættismanna í höfúðstöðvum
Evrópubandalagsins í Brussel
en þær raddir gerast sífellt
háværari að þessi stefha breska
forsætisráðherrans fái ekki
staðist. í grein The Economist
segir að óbilgimi Margaret
Thatcher hafi gert það að verk-
um að Michael Heseltine, sem
neyddist til að segja af sér
embætti vamarmálaráðherra
vegna Westland-hneykslisins
fyrir þremur áram, ógni nú
yeldi hennar innan breska
íhaldsflokksins.
I greininni segir að algjör
glundroði ríki nú innan flokksins
og beri að skrifa hann á reikning
forsætisráðherrans. Hún hafi
aldrei verið hlynnt raunverulegu
samstarfi ríkja Vestur-Evrópu á
vettvangi Evrópubandalagsins.
Hún hafí á hinn bóginn vonast til
þess að hún gæti með þessu móti
Michael Heseltine.
fengið önnur ríki Vestur-Evrópu
til að taka upp stefnu sína. Nú
telji hún á hinn bóginn að hún
hafi verið blekkt og að hugmynd-
in sé sú að færa innanríkismál
Bretlands í hendur möppudýra í
Brussel.
í grein breska tímaritsins segir
að búast megi við harðvítugum
deilum innan ríkisstjórnarinnar er
skýrsla nefndar sem fjallar um
samstarf á sviði gengis- og pen-
ingamála verður tekin til umfjöll-
unar. í skýrslu nefndarinnar, sem
lýtur stjóm Jaques Delors, forseta
framkvæmdastjórnar Evrópu-
bandalagsins, er m.a. lagt til að
komið verði á fót nýjum stofnun-
um á þessu sviði innan Evrópu-
Margaret Thatcher.
bandalagsins en síðar er gert ráð
fyrir því að settur verði á stofn
evrópskur seðlabanki og að inn-
leiddur verði sameiginlegur evr-
ópskur gjaldmiðill. Líklegt er talið
að leiðtogafundur Evrópubanda-
lagsins, sem haldinn verður í
Madrid í næsta mánuði, muni
einkum snúast um skýrslu Del-
ors-nefndarinnar. Ráðherrar í
ríkisstjórn Margaret Thacher eru
sagðir andvígir mörgum þeim til-
lögum sem fram koma í skýrslu
nefndarinnar en á hinn bóginn
telji þeir flestir að yfirlýst and-
staða þeirra mégni tæpast að telja
ríkisstjórnum annarra aðildarríkja
bandalagsins hughvarf. Þeim þyki
sýnt að óbilgimi af hálfu Breta á
þessum vettvangi geti orðið til
þess að einangra bresku ríkis-
stjómina innan bandalagsins.
Ólíklegt sé talið að Thatcher og
efnahagsráðgjafi hennar Sir Alan
Walters verði reiðubúin til að fall-
ast á málamiðlanir í þessu efni.
Fyrir skemmstu kom út bók
eftir Michael Heseltine, fyrrum
vamarmálaráðherra Bretlands, er
nefnist „The Challenge of
Europe". Ólíkt Thatcher telur
hann enga ástæðu til að óttast
hugmyndir þær er fram koma í
skýrslu Delors-nefndarinnar. He-
seltine virðar ýmsar hugmyndir
um róttækar breytingar á sam-
starfi ríkja Evrópubandalagsins
og telur enga ástæðu til að ætla
að Bretar glati sjálfræði í eigin
málum. Hins vegar sé fyllsta
ástæða til að fara varlega í þess-
um efnum sem öðrum. í grein The
Economist segir að það sé engin
tilviljun að bók Heseltine komi nú
fyrir sjónir manna. Þvert á móti
lýsi tímasetningin miklu pólitísku
innsæi. Höfundurinn viti fullvel
að hann eigi góða möguleika á
því að taka við embætti leiðtoga
Ihaldsflokksins af Margaret
Thatcher. Fram hafi komið í skoð-
anakönunum að hann sé sá maður
sem kjósendur flokksins geti best
sætt sig við og með útgáfu bókar-
innar sé Heseltine því ef til vill
fyrst og_ fremst að biðla til þing-
manna íhaldsflokksins.