Morgunblaðið - 24.05.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 24.05.1989, Síða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1989 Draugurinn Lýs- enkó tvítugur Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Vilji er allt, sem þarf Frakkar hafa löngum verið kunnir af menningu sinni. Raunar hafa Frakkar jafnan verið taldir meðal fremstu menningarþjóða heims. Milljónir manna koma til Frakklands á ári hverju til þess að skoða þar gömul menningarsetur og kynnast gamalli menningu og nýrri. En þótt Frakkar geti státað af merkum menningarstofn- unum frá fyrri tíð er ekki síður eftirtektarvert að fylgj- ast með því, hversu duglegir þeir eru að byggja upp nýjar miðstöðvar menningar og lista, sem vekja heimsathygli. Sem dæmi um nýjar bygging- ar af þessu tagi má nefna Pompidou-safnið, sem orðið er frægt bæði fyrir þá húsa- gerðarlist, sem lýsir sér í byggingunni sjálfri og er ein- stök, svo og fyrir þá list, sem er að finna innan dyra. Nýtt listasafn, sem byggt hefur verið í gamalli járnbrautar- stöð í miðri París, hefur vakið gífurlega athygli. Nýr inn- gangur í Louvre-safnið í umdeildum og sérstæðum stíl hefur vakið miklar umræður og nú hyggj- ast Frakkar byggja eitthvert fullkomnasta safnahús, sem til verður í víðri veröld með fullkomnu bókasafni og tölvu- tæknibúnaði af nýjustu gerð. Þessi nýju menningarsetur kosta mikla fjármuni og valda miklum deilum. En það vekur ekki sízt athygli, hveijir það eru, sem beijast fyrir þessum byggingum. Það eru ekki fyrst og fremst áhugamenn um menningu og listir, sem taka höndum saman, heldur eru það þjóðarleiðtogarnir sjálfir, forsetar Frakklands á hveijum tíma, sem ganga fram fyrir skjöldu og beijast fyrir því að koma þessum stofnunum á fót með stór- kostlegum árangri. Stórhugur þessara manna og þessarar þjóðar er mikill og einstakur. Slíkan stórhug er ekki að finna hér á ís- landi. Þótt Þjóðarbókhlaðan hafi verið afmælisgjöf þjóðar- innar sjálfrar er ótrúlegt hve lítill hugsjónaeldur einkennir þá framkvæmd. Bygging Þjóðarbókhlöðunnar dregst ár eftir ár. Fjárveitingar til hennar eru af skornum skammti. Hinir kjörnu leið- togar þjóðarinnar ganga ekki fram fyrir skjöldu og kveða upp úr með það, að þrátt fyr- ir alla erfíðleika og fjárskort skuli þessi bygging rísa. Sverrir Hermannsson gerði heiðarlega tilraun til þess. Þvert á móti standa þeir í stöðugum innbyrðis deilum ár eftir ár um það smáræði, sem gengur til þessarar fram- kvæmdar. Nýbygging Lista- safns íslands stóð yfír í mörg ár. Tónlistarhús kemst ekkert áfram. Það er aðeins í einu tilfelli á undanförnum árum, sem segja má, að stjórn- málaleiðtogi hafí gengið fram fyrir skjöldu og tekið ákvörð- un um, að menningarstofnun skyldi reist af krafti. Það var ákvörðun Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, um að Borgar- leikhús skyldi rísa á ákveðnu árabili. Sú glæsilega bygging verður tekin í notkun í haust. Hið sama má raunar segja um ákvörðun borgarstjóra um endurreisn Viðeyjarstofu, sem var framkvæmd á nokkr- um misserum eftir að ríkið hafði dregið framkvæmdir töluvert á annan áratug. Við íslendingar munum í mörg ár enn eiga við að stríða efnahagserfiðleika, verðbólgu og taprekstur. En við erum samt sem áður auðug þjóð. Við eigum að víkja á brott þeim þröngu músarholusjón- armiðum, sem hér ríkja í menningarmálum, og sýna vilja okkar til þess að veija og vernda gamla menningar- arfleifð og skapa nýja með því að reisa hér glæsilegar menningarstofnanir, sem þjóðin getur verið stolt af. Við höfum rétt svo mikið úr kútnum, að við höfum efni á þessu hvað sem öllum barlómi í dægurmálum líður. Fyrsta skrefíð er að ljúka Þjóðarbók- hlöðunni með myndarskap. Önnur verkefni eru á næsta leiti. eftirÁsgeir Jakobsson Fyrirsögn þessarar greinar er sótt í grein, sem ég skrifaði 1984 og bar heitið: „Lýsenkó, Lýsenkó, gastu ekki gengið aftur annars staðar en á Islandi". Stalín hafði á sínum sokka- bandsárum tekið ástfóstri við jurta- sérfræðing með þessu nafni og fal- ið honum stórfellda tilraun til jurta- kynbóta, sem svo mislukkuðust til stórtjóns fyrir rússnesku þjóðina. Ég taldi Lýsenkó þennan hafa gengið aftur á íslandi og væri hann að verki í fiskveiðitilraun íslenzku fískifræðinganna. Þó er ég og sannfærður um, að ekki þekkist minna vondir físki- fræðingar en okkar íslendinga. 20 ára heildar þorskveiðitölur Fiskifélagsins yfír þorskveiðar á íslandsmiðum 1952—71 í óheftri sókn útlendinga og íslendinga. 1952 392 þús. tonn, 1953 515 þús. tonn, 1954 546 þús. tonn, 1955 537 þús. tonn, 1956 482 þús. tonn, 1957 453 þús. tonn, 1958 511 þús. tonn, 1959 454 þús. tonn, 1960 465 þús. tonn, 1961 376 þús. tonn, 1962 387 þús. tonn, 1963 409 þús. tonn, 1964 435 þús. tonn, 1965 394 þús. tonn, 1966 358 þús. tonn, 1967 344 þús. tonn, 1968 379 þús. tonn, 1969 405 þús. tonn, 1970 471 þús. tonn, 1971 453 þús. tonn. Samt. 8 milýónir 766 þús. tonn, og árlegur jafnaðarafli 438 þús. tonn, og hrygningarstofninn 670 þús. tonn. __ Þorskafli á íslandsmiðum á 20 ára afmæli friðunar ungfísks, fyrir sókn (svæðafriðunar 1971) og físk- veiðistefnu til aukins afla- og stofn- stærðar. Ákveðinn hefur verið af sjávarút- vegsráðherra þorskafli 1989 285 þús. tonn með 10% samdrætti, hvert hinna næstu ára 1990 og 1991. Hafrannsóknastofnunin vildi meiri samdrátt, einnig formaður LÍÚ. Það kvað vera svo illa komið fyrir þorskstofninum að frávik um- fram ráðgerðan afla 1990 og 1991 komi ekki til greina og líta megi á þær tölur sem raunhæfar. 1972 399 þús. tonn, 1973 380 þús. tonn, 1974 375 þús. tonn, 1975 371 þús. tonn, 1976 348 þús. tonn, 1977 340 þús. tonn, 1978 328 þús. tonn, 1979 368 þús. tonn, 1980 435 þús. tonn, 1981 469 þús. tonn, 1982 388 þús. tonn, 1983 294 þús. tonn, 1984 281 þús. tonn, 1985 323 þús. tonn, 1986 366 þús. tonn, 1987 390 þús. tonn, 1988 ca. 360 þús. tonn, 1989 285 þús. tonn (ákveðinn afli), 1990 256 þús. tonn (ráðgerður afli), 1991 230 þús. tonn (ráðgerður afli). Samt. 7 millj. 311 þús. tonn, árlegur meðalafli. 365 þús. tonn. Hrygningarstofninn 310 þús. tonn (1989). Eins og töflurnar sýna hefur munað 73 þús. tonnum á þorskafla til jafnaðar árlega á þessum tveim- ur tímabilum, en alls 1 milljón 455 þús. tonnum. í krónum talið í nú- virði krónunnar svarar þessi þorsk- aflamunur til 9—10 milljarða á ári eða alls um 180—200 milljörðum. Sljórnvöld hafa ákveðið að rétta við fjárhag þjóðarinnar með því að efna til kreppu í þjóðarbúskapnum útá væntanlegt og áframhaldandi aflaleysi það, sem fylgt hefur fisk- veiðistefnu Hafrannsóknastofnun- arinnar, lækka laun og auka skatta og stefna að alls heijar samdrætti, og er það nýjast ráða til að komast úr skuldum að minnka tekjur sínar. Forsætisráðherrann talaði í ný- ársræðu sinni um aflabrest 1989, eins og hann væri bláköld stað- reynd, sem þjóðin yrði að sætta sig við. I tíðu margmæli sínu vefst núverandi forsætisráðherra oft tunga um höfuð, en svo var ekki í nýársboðskapnum, aflaákvarðanir Hafrannsóknar skyldu notaðar til að sætta þjóðina við kreppuráðstaf- anir. Er það ekki dýrt kreppuráð? Um ríkisstjómina, álögur hennar og krepputal, er það almennt að segja, sem sagan vottar, að Fram- sókn og Kratar þekkja ekki annað reikningsformerki en mínus og Al- þýðubandalagið aðeins deilingu, og er þá við að bæta, að Framsókn og Kratar kunna ekki að draga frá og Alþýðubandalagið ekki að deila, og þetta væri nú svo sem í lagi, ef Sjálfstæðisflokkurinn kynni að leggja saman. Pólitískar vindrellur stoppa af sjálfu sér, þegar hann lygnir, og einhvem tímann lygnir hann, þótt tíðin sé nú umhleypingasöm, en kerfi leysast ekki upp af sjálfu sér og það gerir ekki heldur það fisk- veiðikerfí, sem verið er að hneppa sjávarútveginn í og leitar, eins og önnur kerfí í atvinnuvegum niður í lágmarksafköst. Þegar kerfísafli hefur verið ákveðinn, fylgir kerfís- sókn og henni síðan kerfísfískifloti og kerfísútgerð, kerfísfískvinnsla og kerfísmarkaðir. Þetta byijar allt ósköp sakleysislega með hinum „vísindalega" kerfísafla, og fylgir síðan hvað af öðm eins og allt mót er nú þegar orðið á hérlendis. Þegar fískveiðikerfið hefur verið njörvað saman má ekkert breytast, ef kerfið á ekki að fara úr böndun- um, og þá hefjast fljótlega, sem þegar er reynsla fyrir í veiðunum, kerfísleiðréttingamar árlega. Kerf- isafla er erfitt að auka, því að þá þarf að breyta öllu kerfinu, það vantar þá skip og sjómenn í sókn- ina, fiskvinnslustöðvar og físk- vinnslufólk og fínna þarf nýja markaði og er þá enn ótalið sem verst er að breyta til aukinna af- kasta, en það er hugsunarháttur og vinnuafköst fólks sem lengi hef- ur búið við kerfí og aðlagast því. Þegar nú við blasir að nota á fískveiðamar til að búa til kreppu jafnt og þær em hnepptar í kerfís- viðjar, er tími til að tala og rifja upp, hvemig til hefur tekizt um fiskveiðistjómina, síðan við sjálfír fóram að grauta í henni með svæða- friðunum 1971 og uppúr því skipu- lögðum aflasamdrætti. Hámarksnýting fiskislóðar hefur verið meginstefna fískveiða þjóða innan þeirra marka, að heildar- kostnaður við veiðamar fari ekki Nám í þjóðháttafræði hafið í Skógaskóla Holti. Héraðsskólinn í Skógum hóf kennslu í þjóðháttafræði í janúar sl. sem valgrein í fyrsta bekk framhaldsdeildar. I nágrenni við Byggðasasafnið í Skógum lifiiar sagan að nýju og nöfn á gömlum hlutum ski(jast við nána snert- ingu í takt við það sem áður var. Fréttaritari fékk að fylgjast með einum tíma nemenda í þjóðhátta- fræði í Skógum. Nemendur höfðu nýlekið við að skila heimildaritgerð- um um mörg og mismunandi efni eftir áhuga hvers og eins; s.s. veið- ar og hlunnindi, söðlasmíð, sjósókn undir Eyjaíjöllum, grasrækt og gra- snotkun, melskurð og meltelq'u, tó- vinnu og vefnað og eldiviðaröflun. Ákveðið hafði verið að fara út í baðstofu gamla bæjarins í byggða- safninu og fá sýnikennslu hjá Þórði Tómassyni í tóvinnu. Nemendur lærðu að taka ofan af, lyppa, kemba, spinna á snældur bæði ull og hrosshár, kingsa, vingla hross- hár, tvinna saman og margt fleira. Nemendur vora sammála um að námið væri í senn fróðlegt og skemmtilegt. Það væri skemmti- legra heldur en þetta hefðbundna nám og góð tilbreyting að heim- sælq'a söfn og skoða hluti. Það kæmi mjög á óvart við hvemig aðstæður fólk lifði fyrir 100—200 Hannes er að elta skinn á brók. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson. Auður að kemba. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1989 23 Ásgeir Jakobsson „íslenzkt þjóðfélag er búið að vera tilrauna- þjóðfélag sérfræðinga af ýmsu tagi rétt í hálfa öld. Margt hefur af þeirra ráðum lánazt vel, en líka margt mis- lánazt og reynzt þjóð- inni dýrt.“ framúr heildarverðmæti þeirra. Undir þessari meginstefnu og innan hennar ramma eigi síðan að leita með gætni hinna fræðilegu hugtaka fiskifræða og fískihagfræði, „æski- legustu sókn í fiskstofna" og „æski- legustu útgerðarsókn". Við sneram þessu hefðbundna fískveiðidæmi algerlega við í fisk- veiðistjómartilraun, sem hvergi hafði verið reynd, þegar við hófum hana fyrir 20 árum. I þeirri tilraun fólst, að við létum fræðilegt hugtak fiskifræðinnar hafa forgang, þótt einmitt þessari þjóð væri á fáu meiri nauðsyn en hámarksnýta fískislóð sína. Nú er fræðilegt hug- tak fiskihagfræðinnar um hag- kvæmustu útgerðarsóknina að bæt- ast við og þá er fengið fræðilegt hrófatildur ofan á annað. Báðar þessar fræðigreinar era alltof van- þróaðar til þess að fiskveiðiþjóð geti látið það eftir sér að gera til- raunir með undirstöðu atvinnugrein sína og þá sem aflar mests kaupeyr- is þjóðarinnar, eftir kokkabókum þessara vanþroskuðu fræðinga. íslenskt þjóðfélag er búið að vera tilraunaþjóðfélag sérfræðinga af áram. Þau hefðu litla sem enga hugmynd haft um lifnaðarhætti, hugmyndaheim, áhöld og amboð fyrr á tímum. Námsefnið vekti þau til umhugsunar og leiddi þeim fyrir sjónir hve gott maður hefði það nú á tímum. Einn nemenda orðaði það svo: „Þjóðháttafræði er ekki eins og sagan (íslandssagan), maður lærir hvernig verkin vora unnin hér áður fyrr. Til hvers fer fólk á Þjóð- minjasafnið og sér alla munina en skilur ekki til hvers þeir vora notað- Ingvar spinnur hrosshár á snældu. ýmsu tagi rétt í hálfa öld. Margt hefur að þeirra ráðum lánazt vel, en líka margt mislánazt og reynzt þjóðinni dýrt. Af öllum sérfræðingum þjóðar- innar hafa fiskifræðingar gert ör- lagaríkustu tilraunina með þjóð- félagið, og áttu þó að vita að þeir væra flestum sérfræðingum verr í stakk búnir í sínum fræðum til ör- lagaverka í þjóðlífínu. Öll loforð fiskifræðinganna um aukinn afla og stóran stofn eru margsprangin og þjóðin borið af tilraun þeirra stóran skaða. í næstu grein lýsi ég því með hvaða hætti fiskveiðistefna okkar hefur reynzt röng svo sem tölur sýna. Nú stendur draugur fyrir dyram þjóðarinnar og hefu aukið lætin síðan Spánverjar gengu í Evrópu- bandalagið. Þessi veiðiheimilda- draugur má ekki komast innyfir þröskuldinn. Þjóðin getur ekki verið búin að gleyma, hvaða átök það kostaði að reka hann úr húsinu. En verður okkur ekki óhægt um að veijast honum nema breyta fisk- veiðistefnu okkar? Við höfum helgað okkur 700 þús. ferkm. fískveiðislóð í Norð- austur-Atlantshafi, og þótt Hafrétt- arsáttmálinn sé ekki enn fullgilt alþjóðlegt plagg, þá hefur hann nokkurt gildi fyrir okkur, sem höf- um skrifað undir hann. Samkvæmt þessum sáttmála ber okkur að full- nýta þessa slóð, sem við höfum tek- ið okkur til eigin nýtingar, en ekki nota hana til fiskveiðitilrauna, sem hafa í för með sér greinilega van- nýtingu. Það sýnist nú svo, að við höfum þegar opnað gættina og lofað draugnum að kíkja inn fyrir og þar blasir náttúrlega við honum, að í húsinu er allt á ringulreið, og þar era finnanlegir menn, sem era til með að lofa óvættinum að setja lapparskarnið inn yfir þröskuldinn. Loðnusamningurinn við Norðmenn sýnir það. Þótt ákvæði séu í samningum um rétt okkar til að hlutast til um framsal veiðiheimilda, þá auglýsir samningurinn að við séum reiðubú- in að verzla með veiðiheimildir og þar verður gengið á lagið og að- staða okkar til þvemeitunar hefur veikzt. Við höfum brotið grandvall- ar yfirlýsingar, opnað gáttina, og fyrst við stóðum ekki í ístaðinu gegn Norðmönnum, hvers er þá von, þgar við stærri karla er að fást, sem við eigum meira undir. Þá er og afstaða loðnusjómanna eðlileg. Það er ekki tilhlökkunarefni fiskimönnum okkar að fá útlend- inga yfir sig á miðin á ný, sízt á nótaveiðum, vitandi að við höfum enga getu til að fylgjast með veiðum þeirra, svo stór sem fiskislóð okkar er orðin, sem við þurfum að gæta. Það hefði verið vitlegra að gefa Norðmönnum, sem era ágengir fískimenn, heldur eftir eitthvað meiri aflaslatta ef samningar vora strandaðir, en veita þeim veiðiheim- ildir. Það átti ekki að koma til álita. Þetta er pólitískt axarskaft, þegar framundan era viðræður við EB. Við eram margbúnir að lýsa því yfír, að veiðiheimildir komi ekki til álita nema lítilræði til frænda okkar Færeyinga, sem við eigum skuld að gjalda síðan þeir mönnuðu að stóram hluta þorskveiðiflota okkar á sjöunda áratugnum. Á þessum yfirlýsingum eigum við að standa, hvað sem raular og taut- ar og þar er Halldór okkar réttur 'maður á réttum stað, enginn kann honum betur að standa fastur fyr- ir, en honum er ósýnt um allar hreyfingar; öllum áróðri andstæð- inganna í hvalamálinu hefur hann tekið eins og jarðfastur og þögull kletturinn, og er það hreyfingar- leysi að verða þjóðinni dýrt. Önnur var tíðin í þorskastríðinu, þegar við höfðum menn útum allan heim að níða andstæðingana fyrir svívirðilega meðferð á vesalli smá- þjóð, sem dragi naumlega fram lífíð á hjara veraldar með því að veiða þorsk í heimskautaveðráttu og stórri lífshættu, því að ekki spörað- um við lýsingamar. Allar menningarþjóðir fylltust hrolli og meðaumkun með þessari litlu þjóð sem átti allt sitt undir svo voðalegum atvinnuvegi. Við stóðum okkur vel, réðumst inná sjónvarps- stöðvar og fylltum blöð og komum upp grátkór í mörgum löndum. Það sagði ekkert þótt andstæðingarnir mynduðu bílaflota okkar og hallir, við kjöptuðum þá í hel. Hvemig gat þetta gerzt að það stöðvaðist í okk- ur tungan á tveimur áratugum? Hún, sem búin er að vera í frelsis- gangi síðan snemma á 19du öld, og maður hefði haldið að væri löngu orðin sjálfvirk. Nú átti það að vera okkar líf eða hvalanna. Hvort viljið þið heldur drepa íslendinga eða hvali? íslendingar era spendýr með heitu blóði. Staðfesta Halldórs sjávarútvegs- ráðherra getur nú borgast þjóðinni í veiðiheimildaþrasinu, ef við höfum hann hér heima og látum bijóta á honum hér, því að út má hann ekki fara með fiskveiðihugmyndir sínar. Höfundur er rithöfundur. Landgræðsluátak ungra sjálfstæðismanna: Viljum láta okk- ar eigin verk tala - segir Þór Sigfusson, forsvarsmað- ur átaksins í TILEFNI 60 ára afinælis Sjálf- stæðisflokksins gengst Samband ungra sjálfstæðismanna fyrir landgræðslu- og umhverfis- vemdarátaki um allt land í sum- ar. Ætlunin er að virkja félög ungra sjálfstæðismanna á hverj- um stað í þessu átaki, auk al- mennra sjálfstæðisfélaga. Frum- kvöðull og forsvarsmaður land- græðsluátaksins er Þór Sigfús- son. „Ungir sjálfstæðismenn hafa í ályktunum sínum lagt mikla áherzlu á þátt fijálsra félagasam- taka í landgræðslu," sagði Þór í samtali við Morgunblaðið. „Núna viljum við láta okkar eigin verk tala og sýna hvað félagasamtök eins og Sjálfstæðisflokkurinn geta gert.“ Þór sagði að á dagskrá land- græðsluátaksins væra rúmlega 30 viðburðir næsta mánuðinn. Félögin, sem taka þátt í þessum atburðum, hefðu alls innan sinna raða um 15.000 sjálfstæðismenn. Átakið hefst með landgræðslu- flugi formanns SUS, Árna Sigfús- sonar, og formanns Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteins Pálssonar. Klukkan 10 í fyrramálið, á afmælis- degi flokksins, munu þeir fljúga yfir Reykjanes í landgræðsluflug- vélinni Páli Sveinssyni og dreifa einum farmi af fræi og áburði frá flokknum. Þriðja júní fara sjálf- stæðismenn svo austur að Gull- fossi, þar sem ætlunin er að sá fræi, dreifa áburði og planta tijám. „Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að græða upp í kringum eina af fegurstu perlum íslenzkrar nátt- úra,“ sagði Þór. Hann tók fram að um þessa framkvæmd og fleiri þætti átaksins hefði SUS haft mjög gott samstarf við Landgræðslu ríkisins. Þór sagði að sjálfstæðisfélögin myndu planta tijám og fara í styttri skógræktarferðir hvert í sínu byggðarlagi, en einnig myndu ung- ir sjálfstæðismenn fara í hópferðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Þór Sigfiísson, forsvarsmaður landgræðslu- og umhverfis- verndarátaks ungra sjálfstæðis- manna. um landið. Þannig færa félögin á höfuðborgarsvæðinu til dæmis í landgræðsluferðir um Vesturland, Vestfirði og Norðurland vestra, og Akúreyringar myndu heimsækja Ólafsfjörð með tijáplöntur í fartesk- inu. „Þetta stuðlar að auknum sam- skiptum aðildarfélaga SUS, og einnig að því að ungir sjálfstæðis- menn kynnist landinu betur af eigin raun,“ sagði Þór. I dag munu ungir sjálfstæðis- menn setja upp gám við þjóðveginn á Ártúnshöfða, þar sem dreift verð- ur raslapokum í bfla og ýmsu fræðsluefni um umhverfisvemd til vegfarenda nokkrar næstu helgar. „Við viljum sýna fólki hvers það er sjálft megnugt í þessum efnum,“ sagði Þór. „Það er þörf á mikilli hugarfarsbreytingu í umhverfis- málum. Það er kominn tími til að allir skilji að hið opinbera fjárveit- ingarvald mun ekki og á ekki að leysa vandamálin á þessu sviði. Skattstofur ríkisins verða aldrei helztu baráttutækin í þessum efn- um, heldur sá framkvæmdakraftur og áhugi á landinu, sem býr í íslend- ingum sjálfum.“ Allur hópurinn fyrir utan baðstofúna í Byggðasafiiinu á Skógum. Talið frá vinstri: Þórður Tómasson, safiivörður, Sonja Engly, Auður Sigurjónsdóttir, Guðlaug Inga Hovland, Ingvar Þ. Jóhannesson, Ragn- hildur Vigfusdóttir kennari og Sigríður Sigurðardóttir kennari. Aftan við standa: Arnar Birgir Ólafsson, Aðalsteinn Ólafsson og Hannes Sigurðsson. ir? Þetta lærir þú með því að vera í þjóðháttafræði.“ Að námstímanum loknum vora kennararnir Ragnhildur Vigfús- dóttir og Sigríður Sigurðardóttir spurðar um þær sjálfar, aðdraganda námsins, gagnsemi þess og hvers þær væntu. Ragnhildur sagðist vera alin upp í Vík í Mýrdal og í Há- skóla Islands hefði hún lagt stund á sögu og mannfræði. Síðan hefði hún lokið framhaldsnámi í Ameríku í sögu og safnfræði og hefði verið nýkomin heim þegar hún var ráðin í hálfa kennarastöðu við Skóga- skóla til að undirbúa kennsluna. Á haustönn vann hún að kennslulýs- ingu með markmiðum, kennsluefni og námsmati. Kennsluna hóf hún svo á vorönn. Þá var hún einnig ráðin í hálfa stöðu við að aðstoða Þórð Tómasson við ritun sögu íslenskra búskaparhátta. Þessi við- fangsefni væra bæði heillandi og krefjandi og það væri verulega spennandi að takast á við þetta. Ragnhildi bauðst fræðimannsíbúð Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna- höfn og fékk hún styrk til að ljúka ákveðnu verkefni í mars til maí í ár. Hún fékk launalaust frí þessa mánuði en í hennar stað kom Sigríð- ur Sigurðardóttir núverandi minja- vörður Skagfírðinga og jafnframt forstöðumaður Byggðasafnsins í Glaumbæ. Hún sagði að sér litist vel á að takast á við þessi verkefni tímabundið. Þetta væri ný náms- grein sem hún vonaði að hægt væri að koma inn í fleiri skóla, en ljóst væri að aðstaðan hér við hlið byggðasafnsins og að auki með Þórð Tómasson væri nokkuð sem enginn annar skóli gæti boðið upp á. Hitt verkefnið að vinna hjá Þórði við gagnaöflun, væri engu síður skemmtilegt. Þegar þær vora báðar beðnar að segja álit sitt á kennslugreininni vora þær sammála um að námið gæfi nemendum tækifæri til að læra sjálfstæð vinnubrögð, vinna við heimildir, taka saman heimilda- skrá, komast í snertingu við náms- efnið, skilja upprana og merkingu hinna ýmsu orða og orðatiltækja og síðast en ekki síst opnaði þetta fyrir þeim nýjar dyr að menningu þjóðarinnar og úr hvernig umhverfi hún er sprottin. - Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.