Morgunblaðið - 24.05.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24.' MAÍ 1989
25
Heiðursfélagamir Böðvar Sigurðsson og Kristinn Ó. Karlsson ásamt Birgi Siguijónssyni og Halldóm
Þorvarðardóttur varaformanni.
Sörli 45 ára:
Undirbúa reiðhöll í Hafharfírði
Hestamannafélagið Sörli í
Hafiiarfirði er 45 ára á þessu
ári. Af því tilefiii vom útnefiidir
tveir heiðursfélagar, Böðvar Sig-
urðsson og Kristinn Ó. Karlsson.
í fréttatilkynningu frá hesta-
mannafélaginu Sörla segir, að nú
séu hátt í 350 félagsmenn og á
svæði félagsins í Hafnarfirði eru
nú um 1.100 hross. íþróttadeild
Sörla er nú að athuga byggingu
reiðhallar, sem jafnframt myndi
hýsa aðstöðu fyrir kennslu og dag-
legan rekstur félagsins.
Þá er unnið við endurbætur á
skeið- og hringvallarsvæðum fé-
lagsins og eigendur hesthúsanna í
Hlíðarþúfum eru að lagfæra gatna-
kerfi, snyrta umhverfi og bæta lýs-
ingu í kringum hús sín. Krísuvík-
umefnd Sörla er nú að hefjast
handa við girðingarvinnu, áburðar-
dreifingu, jarðarbætur og ræktun á
svæði félagsins við Kleifarvatn og
á vegum unglinganefndar Sörla er
nú unnið að undirbúningi sérstaks
unglingamóts á Þingvöllum í sumar
í samvinnu við hestamannafélög í
nágrenni Hafnarfjarðar.
„ Að ná tökum á tílverunni“
Námsefhi gegn vímuefnavanda ungs fólks
Lionshreyfingin á íslandi afhenti menntamálaráðherra Svavari
Gestssyni fyrir nokkm námsefiiið „Að ná tökum á tilverunni".
Námsefni þetta er framlag hreyfingarinnar til íslenzku þjóðarinn-
ar í baráttunni gegn vímuefiiavanda ungs fólks og verður mennta-
kerfinu heimil frjáls notkun þess í skólum landsins.
Námsefnið var afhent í lok einnig fram nokkur ungmenni úr
baráttudags Lionsmanna í Há- Álftamýraskóla, sem lagt höfðu
skólabíói fyrir nokkru. Dagrská stund á námsefnið Að ná tökum
baráttudagsins var útvarpað beint á tilverunni og luku þeir lofsorði
um Rás 2 og komu þar margir á það og töldu nauðsynlegt að það
kunnir skemmtikraftar fram, allir yrði kennt í öllum skólum lands-
endurgjaldslaust. Þarna komu ins.
Halldór Svavarsson, fjölumdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar á
íslandi, afhendir Svavari Gestssyni, menntamálaráðherra, skjöld
frá Lionshreyfingunni á baráttudeginum í háskólabíói.
Afínæliskveðia:
Þórarinn Stefánsson
kennari, Laugarvatni
Það var um vordaga 1931 sem
ungur maður að austan var á reisu
me_ð félögum sínum um Grímsnes
í Ámessýslu. Þetta var Þórarinn
Stefánsson frá Mýmm í Skriðudal.
Hann hafði þá nýlokið sveinsprófí
í húsgajgnasmíði, eftir fjögurra ára
nám. A vegi Þórarins og félaga
hans varð þá Jónas Jónsson frá
Hriflu, hinn þjóðkunni skólafrömuð-
ur, en hann var þá að koma úr einni
af sínum eftirlitsferðum frá Laugar-
vatni. Á Laugarvatni var þá nýupp-
risinn skólastaður, sem var í mót-
un, og þurfti að mörgu að hyggja
ef vel átti að fara.
Jónas frá Hriflu, sem talinn var
mikill mannþekkjari, valdi Þórarin
Stefánsson úr hópi ungu mannanna
og sendi hann til Laugarvatns, þar
sem hann var strax næsta vetur
ráðinn kennari við Héraðsskólann
í smíði og teikningu. Þá kennslu
annaðist Þórarinn við skólann sam-
fleytt í fjörutíu ár, auk þess sem
hann átti þátt í útskrift nokkurra
iðnaðarmanna í húsasmíði og hús-
gagnasmíði, sem útskrifuðust í
þeim greinum frá Héraðsskólanum
að Laugarvatni.
Þórarinn Stefánsson kennari á
um þessar mundir merkisafmæli.
Hann er áttatíu og fimm ára.
Þórarinn fæddist 17. maí 1904 á
Víðilæk í Skriðdal. Foreldrar hans
voru Stefán Þórarinsson hrepp-
sstjóri að Mýrum og fyrri kona
hans Jónína Salný Einarsdóttir frá
Kolstaðagerði á Völlum. Af tíu
börnum þeirra hjóna var Þórarinn
með þeim eldri. Móðir Þórarins
andaðist langt um aldur fram 1917
og mun þá einhveiju af börnunum
hafa verið komið í fóstur. Faðir
Þórarins gekk aftur í hjónaband
með Ingifinnu Jónsdóttur frá Hall-
bjarnarstöðum og eignaðist með
henni fimm börn.
Mikil umsvif voru á heimilinu að
Mýrum, heimilið mannmargt og
mikil gestakoma. Faðir Þórarins var
búfræðingur frá Eiðum. Vegna þess
að hann hafði meiri menntun en
almennt gerðist, hlóðust á hann
ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit hans,
svo margir þurftu að leita til hans,
ýmiskonar erinda. Þórarinn kynnt-
ist því snemma félagsmálum og
miklum umsvifum, sem síðar meir
á lífsleiðinni komu honum að góðum
notum í félagsmálum og umgengni
við fólk og málefni.
Á öðru ári sínu að Laugarvatni
hitti Þórarinn Stefánsson elskuna
sína, Guðmundu Margréti Guð-
mundsdóttur, dóttur Guðmundar
Magnússonar trésmíðameistara í
Vestmannaeyjum og konu hans
Helgu Jónsdóttur. Guðmunda var
þá á námskeiði sem Héraðsskólinn
hélt fyrir verðandi húsmæður, eitt
með þeim fyrstu sinnar tegundar
sem haldið var á landsbyggðinni.
Þórarinn og Guðmunda gengu í
hjónaband 23. september 1932. Þau
hófu búskap í einu herbergi með
aðgang að eidhúskompu með öðrum
kennarahjónum, en þannig var bú-
skapur manna að Laugarvatni í þá
daga og menn urðu að una glaðir
við sitt, þó stundum hafi það ef til
vill verið erfitt.
Guðmunda og Þórarinn eignuð-
ust tvö böm, Emu Helgu hússtjórn-
arkennara og Stefán Guðmund
rekstrar- og starfsmannastjóra hjá
Seðlabanka íslands. Maður Emu
Helgu er Daníel Þór Emilsson hús-
gagnasmiður frá Kleifarstekk í
Breiðdal og éiga þau tvo syni og
eina dóttur. Stefán Guðmundur er
giftur Láru Kristínu Samúelsdóttur
myndmenntakennara frá ísafirði og
eiga þau einn son og þijár dætur.
Barnabörn Þórarins og Guð-
mundu eru efnisfólk og öll menntuð
hvert á sínu sviði og listræn. Flest
þeirra eru gift eða í sambýli og eiga
börn.
Þórarinn og Guðmunda hafa átt
samhent og farsælt fjölskyldulíf og
notið þess í ríkum mæli. Þau dvelj-
ast nú um þessar mundir úti í
Belgíu hjá Margréti kennara, sonar-
dóttur sinni, sem þar dvelur nú,
ásamt fjölskyldu sinni, í framhalds-
námi.
Meginverkefni Þórarins að Laug-
arvatni var smíða- og teiknikennsla.
En að uppbyggingu staðarins vann
hann í öllum kennslufríum og var
í þeim efnum mikill burðarás.
Bjarni Bjarnason skólastjóri lýsti
Þórarni mjög vel í afmælisgrein sem
hann skrifaði um hann sextugan.
Hann segir meðal annars um hann
á þessa leið: „Ég tel Þórarin í
fremstu röð allra þeirra mörgu
manna, sem ég hef starfað með á
langri lífsævi." Ég hugsa að flestir
samferðamenn Þórarins myndu
vilja taka undir þessi orð Bjarna.
Er ég kom að Laugarvatni til
starfa, kveið ég fyrir þvf að koma
inn í það gróna samfélag sem þar
var þá. Það sem kom mér til þess
að starfa þar svo lengi, sem raun
bar vitni, var hið trausta og hjálp-
fúsa fólk sem var þar fyrir, sann-
kallað mannval, sem leysti fram úr
mörgum torráðnum gátum hins
„ókunna manns“.
Þórarinn og Guðmunda voru
meðal þessa heiðursfólks og kynnt-
ist ég þeim snemma eftir komuna
að Laugarvatni. Þau voru með
bókabúðina, símstöðina o.fl. svo oft
þurfti til þeirra að leita um ýmis
mál og þiggja hjá þeim um leið
kaffisopa og vinsamlegt spjall.
Þórarinn hafði ekki starfað mörg
ár að Laugarvatni, þegar hann var
kosinn í sveitarstjórn Laugardals-
hrepps og endurkjörinn árum sam-
an. Félagsmálahæfíleikar hans
munu hafa verið ættarfylgja að
austan. Eins og pabbi hans í Skrið-
dalnum var Þórarinn í Laugardal
og að Laugarvatni kosinn í ótal ráð
og nefndir, sem of langt yrði upp
að telja.
Það sem undirritaðri ber fyrst
og fremst að minnast nú, er skóla-
nefndarformennska Þórarins í þágu
Hússtjórnarskóla Suðurlands. Hann
var stjórnskipaður skólanefndar-
formaður 1960 og tók þá við for-
mennskunni af Halldóru Guð-
mundsdóttur í Miðengi, sem sagði
af sér fyrir aldurssakir. Þórarinn
hafði þá strax mörgu að sinna fyr-
ir skólann því framundan var bygg-
ing Heimakletts sem var bústaður
fyrir kennara, teikningar og hönnun
á nýju skólahúsi og síðar fram-
kvæmdir. Með einstakri lægni og "
ljúfmennsku tókst Þórami að fá
framkvæmd ótrúlegustu verk fyrir
skólann. í þeim efnum sparaði hann
hvorki tíma né orku.
Engum sem þekkir Þórarin
blandast hugur um að hann er list-
fengur maður. Um það bera einna
mest vitni þeir listrænu og vel gerðu
munir sem nemendur hans fluttu
með sér heim á vorin, víðsvegar út
um land, frá Héraðsskólanum að
Laugarvatni í 40 ár eða öll árin sem
hann kenndi þar smíðar og teikn-
ingu. Jafnvel örgustu klaufa og
slóða gat Þórarinn fengið til að
smíða nytsama hluti og haglega
gerða. {
Oft var gaman að horfa á Þórar-
in, næstum prúðbúinn, með hatt á
höfði, ganga úr smíðahúsinu að
aflokinni kennslustund með stráka-
hópinn á eftir sér. Strákarnir virt-
ust keppast um að ganga sem næst
honum, til þess að geta spjallað við
hann. Það eru líka eftirminnilegar
stundir að Laugarvatni á vorin þeg-
ar Þórarinn gekk með allan nem-
endaskarann úr Héraðsskólanum
upp í skóg til að kenna þeim að
gróðursetja tré.
Teiknikennsla Þórarins við Hér-
aðsskólann að Laugarvatni var eins
og það besta sem maður hefur séð
í öðrum löndum. Hann átti auðvelt
með að framkalla hæfileika ungl-
inganna og leyfa þeim fijálsar leið-
ir sér til þroska.
Eftir starfslokin að Laugarvatni
fluttust þau Guðmunda og Þórarinn
til Reykjavíkur og settust að í íbúð
sem þau áttu á Ásvallagötunni.
Fjölskylda þeirra hafði staðið sam-
an um að gera íbúðina þannig úr
garði að þau fyndu sig sem fyrst
þar heima. í kjallaranum í húsinu
fékk Þórarinn lítið verkstæði, þar
sem hann skar út skímarfonta og
aðra listmuni, þar til heilsan leyfði
ekki mikla áreynslu. Hann snéri sér
þá að myndlistinni og nýlega er
hann búinn að halda myndlistarsýn-
ingu með fleira fólki.
Ég óska vini mínum Þórarni Stef-
ánssyni allrar blessunar með áttatíu
og fimm ára afmælið og megi hann
sem lengst lifa glaður og hress,
sáttur við allt og alla, eins og hann
hefur ævinlega verið.
Jensína Halldórsdóttir fv.
skólastjóri Hússtjórnarskóla
Suðurlands, Laugarvatni.
Fiskverö á uppboðsmörkuðum 23. maí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 60,50 45,00 55,63 11,074 616.038
Þorskursmár 28,00 28,00 28,00 0,110 3.080
Ýsa 76,00 59,00 69,29 6,328 438.429
Koli 53,00 53,00 53,00 0,075 3.975
Steinbítur 39,00 39,00 39,00 0,145 5.636
Ufsi 28,00 28,00 28,00 0,310 8.666
Grálúða 48,00 43,00 45,22 141,278 6.388.155
Lúða 370,00 150,00 207,26 0,886 183.633
Skötuselur(a) 340,00 340,00 340,00 0,393 133.617
Skötuselur(b) 90,00 90,00 90,00 0,076 6.840
Tindabykkja 25,00 25,00 25,00 0,026 638
Svartfugl 30,00 30,00 30,00 0,060 1.800
Samtals 48,46 160,759 7.790.507
Selt var úr Víði HF, Júlíusi Geirmundssyni og úr bátum. í dag
verður selt úr Víði HF og úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 62,00 23,00 51,31 9,456 485.203
Ýsa 80,00 60,00 72,59 3,082 223.718
Keila 7,00 7,00 7,00 0,028 196
Karfi 18,00 18,00 18,00 0,014 252
Ufsi 28,00 15,00 26,86 2,455 65.934
Steinbíturog hlýri 31,00 15,00 18,79 0,448 8.416
Langa 24,00 24,00 24,00 0,106 2.544
Lúða smá 150,00 150,00 150,00 0,007 1.050
Blandað 65,00 5,00 36,91 0,047 1.735
Samtals 50,44 15,643 789.047
Selt var úr neta- og handfærabátum. í dag verður selt úr Freyju
RE, 25 t. ufsi og úr neta- og færabátum FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 59,00 40,50 54,15 10,068 545.217
Ýsa 75,00 35,00 63,65 21,744 1.383.982
Ufsi 32,50 28,00 31,96 3,190 101.945
Karfi 27,50 25,00 26,34 9,790 257.895
Steinbitur 26,50 21,00 25,64 0,673 17.258
Langa 27,50 22,00 25,56 0,178 4.550
Keila 9,00 6,00 7,80 0,250 1.950
Skarkoli 49,50 49,50 49,50 0,300 14.850
Lúða 295,00 195,00 226,47 0,290 63.563
Skata 76,00 74,00 75,87 0,313 23.748
Skötuselur 102,00 80,00 96,84 0,081 7.844
Samtals 51,73 46,877 2.424.802
Selt var úr Hraunsvík GK, Sveini Guðmundssyni GK og Far- sæli GK. I dag verður selt úr ýmsum bátum og hefst uppboð klukkan 11.00.