Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 42

Morgunblaðið - 24.05.1989, Side 42
42 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR MHDVTKUDAGUR 24. MAÍ 1989 FráJóni Halldóri Garðarssyni ÍV-Þýskalandi ■ STUTTGART vann Kaisers- lautem, 3:1, í gærkvöldi í v-þýsku deildarkeppninni. Fritz Walter skoraði tvö mörk, en Jiirgen Klins- mann eitt. Þetta var fjögurra stiga leikur fyrir Stuttgart í batáttunni um UEFA-sæti við Kaisterslautem. ■ ERIC Ribbeck, framkvæmda- stjóri Hamburger, sagði starfí sínu lausu í gærkvöldi. ■ AÐEINS 15.628 áhorfendur sáu England og Chile gera jafn- tefli, 0:0, í London í gærkvöldi. 5vo fáir áhorfendur hafa ekki verið á landsleik á Wembley. Roberto Rojas, markvörður Chile, varði mjög vel. ■ ENSKA landsliðið var þannig skipað: Peter Shilton, Paul Park- er, Des Walker, Terry Butcher, Stuart Pearce, Neil Webb, Bryan Robson, Paul Gascoigne, Nigel Clough, John Fashanu (Tony Cottee 70.mín), Chris Waddle. ■ JOHN Fashanu er fyrsti leik- maður Wimbledon, sem hefur leik- ið með enska landsliðinu. ANDERLECHT tryggði sér í gærkvöldi rétt til að leika til úrslita í belgísku bikarkeppninni. Félagið mætir Standard Liege í úrslitum, en bæði félögin komust áfram á fleiri mörkum skoruðu á útivelli. Mechelen vann Anderlecht, 3:1, en jafnt var í báðum Ieikjunum, 3:3. FC Liege tapaði, 1:2, fyrir Standard Liege, KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HM Held reynir að fá Ásgeir lausan Ræðirvið Arie Haan, þjálfara Stuttgart. Sótt um vegabréfsáritun fyrir 20 leikmenn til Sovétríkjanna ÁSGEIR Sigurvinsson ertil- búinn að leika með íslenska landsliðinu gegn Sovétríkjun- um í undankeppni Heims- meistarakeppninnar í Moskvu 31. maf. Stuttgart vill hins vegar helst ekki hleypa honum í leikinn, en Siegfried Held, landslíðsþjálfari, ræðir við Arie Haan, þjálfara Stutt- gart, í dag til að reyna að fá Asgeir lausan að sögn Gylfa Þórðarsonar, formanns landsliðsnefndar KSÍ. Amór Guðjohnsen er meiddur og verður því ekki með í Moskvu, en að öðm leyti verður stillt upp sterkasta liði, sem völ er á nema hvað Pétur Ormslev er ekki í 20 manna hópi. Sigurður Grétarsson leikur með Luzem um helgina og kemur til Moskvu frá Zurich á mánudag. Sama dag koma Ólafur Þórðarson, Ágúst Már Jónsson og Gunnar Gíslason fra' Kaupmannahöfn og væntan- lega Ásgeir frá Frankfurt. Guð- mundur Torfason flýgur beint frá Vín á sunnudag, en 10 leikmenn ásamt þjálfumm og fararstjóm fara frá íslandi á laugardag. Friðrik Friðriksson, markvörð- ur, gaf ekki kost á sér í leikinn, þar sem hann er að leika með B 1909 á mánudaginn í Danmörku. Gylfi sagði að sótt yrði um vegabréfsáritun fyrir 20 leik- menn, þannig að ef eitthvað kæmi upp á væm menn í viðbragðs- stöðu. Auk fyrmefndra sex leik- manna em eftirtaldir í 20 manna hópnum, en 16 verða endanlega Siegfried Held valdir: Markverðir: Bjarni Sigurðsson, Guðmundur Hreiðarsson og Birkir Kristinsson. Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson, Guðni Bergsson, Viðar Þorkelsson, Þorsteinn Þor- steinsson, Pétur Amþórsson, Ómar Torfason, Halldór Áskels- son, Þorvaldur Örlygsson, Sigurð- ur Jónsson, Pétur Pétursson og Ragnar Margeirsson. KNATTSPYRNA / ENGLAND Ray Houghton var á skotskónum gegn West Ham. A-stigs fimleikanámskeið Fræðslunefnd Fimleikasambands íslands gengst fyrir verklegum þætti A-stigs í fim- leikum helgina 27.-28. maí 1989 í Reykjavík. Upplýsingar og innritun á skrifstofu FSÍ í síma 83123 eða ÍSÍ f síma 83377. Fræðslunefnd FSÍ Föstudagur kl. 19:55 26JMAÍ1989 ^^\T' Leikur 1 K.A. - FRAM TT Leikur 2 VÍKINGUR - K.R. Leikur 3 FYLKIR - ÞÓR Leikur 4 VOLSUNGUR - SELFOSS C) Leikur 5 STJARNAN - TINDASTÓLL Leikur 6 - EINHERJI W Leikur 7 BREIÐABLIK - LEIFTUR W Leikur 8 VÍÐIR - Í.B.V.z> Leikur 9 GRINDAVÍK - Í.K.J) Leikur 10 GROTTA - AFTURELDINGJ Leikur 11 REYNIR S. - B. ÍSAFJ. Leikur 12 DALVÍK - K.S. W Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. GlETRAUNIR I ALLT SUMAR I Liverpool sendi West Ham niður Hougton setti tvö mörk í stórsigri Liverpool, 5:1 LIVERPOOL er nú aðeins hárs- breidd frá því að vinna tvöfalt í Englandi í ár. Á laugardag varð liðið bikarmeistari og í gærkvöldi mátti West Ham þola 5:1 tap gegn meisturunum á Anfield í næst síðasta leik 1. deildar — og féll þar með í 2. deild. John Aldridge gerði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu, en West Ham, sem sigraði síðast á Anfield 1963 er „She Loves You“ með Bítlunum var á toppnum, barðist fyrir tilverurétti sínum og Leroy Rosenior jafnaði á 30. mínútu. Hann var nálægt því að bæta öðru marki við skömmu síðar, en skallaði í slá. Frá Bob Hennessy í Englandi Óöryggi greip um sig hjá heima- mönnum, en þungu fargi var af þeim létt á 62. mínútu, er Ray Houghton skoraði — fyrsta mark hans í síðustu níu leikjum. Hann var aftur á ferðinni á 82. mínútu, Ian Rush gerði glæsilegt mark fjór- um mínútum síðar og John Barnes innsiglaði stórsigur á 89. mínútu. Liverpool fær Arsenal í heimsókn á föstudag og verður leiknum sjón- varpað beint í Englandi. Arsenal verður að sigra með tveggja marka mun til að verða meistari í fyrsta sinn síðan 1971, er liðið sigraði tvöfalt. Liverpool, sem sigraði í bik- ar og deild fyrir þremur árum, hef- ur hins vegar aðeins tapað tvisvar á heimavelli í vetur, síðast 17. des- ember, og fengið níu mörk á sig í 18 leikjum á Anfield. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN AC Mflanó fær góðan stuðning í Barcelona 80 þúsund stuðningsmenn verða á Nou Camo AC Mílanó og Steaua Búkarest leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða á Nou Camp, leikvelli Barcelona ídag. Flest- ir spá AC Mílanó, með Hollend- ingana Ryyd Gullit, Marco van Basten og Frank Rijkaard fremsta í flokki, sigri. Þjálfari Steaua, Anghel lordanescu, er þó hvergi banginn. „Við vitum allir að við leikum gegn frá- bæru og geysilega sterku liði. Það hræðir okkur þó ekkert." Italska meistaraliðið fær góðan stuðning. 80 þús. stuðningsmenn liðsins eru mættir til Barcelona, en aðeins 200 stuðningsmenn rúm- enska liðsins eru á staðnum. „Við erum með starkara lið heldur en þegar við urðum Evrópumeistarar 1986, þegar við unnum Barcelona í Sevilla,“ sagði þjálfari Steaua. Frægasti leikmaður rúmenska fé- lagsins er markaskorarinn mikli Gheorge Hagi, sem hefur oft verið kallaður „Rúmenski Maradona." Mikill viðbúnaður er fyrir leikinn. Tvö þúsund lögreglumenn verða til staðar. Nou Camp-leikvöllurinn tek- ur 120 þús. áhorfendur. Þar af 85 þús. í sæti. Aðeins verða seldir 97 þús. miðar og fá áhorfendur ekki að vera fyrir aftan mörk vallarins. Svo getur farið að leiknum verði ekki sjónvarpað beint, þar sem starfsmenn spænska sjónvarpsins hafa boðað til verkfalls kl. 18.30 til 20.30, eða á sama tíma og leikur- inn stendur yfir. Það mun koma í ljós í dag - hvort að verkfallinu verði. íném FOLK ■ SILVIO Berlusconi, forseti AC Mílanó, sagði frá því í gær í Barcelona, að félagslið frá Eng- landi væru ekki inn í myndinni í sambandi við stofnun Evrópu- deildar í knattspyrnu. Vellir í Eng- landi væru ekki nægilega traustir. Berlusconi sagði að hann hafi rætt við félagslið á Italíu og þá væri lið eins og Anderlecht, Bayern Miinchen, IFK Gautaborg, Barc- elona, Real Madrid, Bordeaux og Eindhoven inn í myndinni. ■ JÚGÓSLA VINN Safet Susic skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við París St. Germa- in. Félagið fær góðan liðsstyrk nú í vikunni. Júgóslavinn Zlatko Vujovic, sem var næst markahæsti leikmaðurinn í Frakklandi, verður keyptur frá Cannes. Þá mun St. Germain kaupa franska landsliðs- manninn og miðvallarspilarann Daniel Bravo frá Nice. Landsliðs- markvörður Kamerún Joseph- Antoine Bell mun fara frá Toulon til Bordeaux. ■ HUNDRUÐIR knattspymu- unnenda ruddust inn á völlinn í Preston, þegar Preston og Port Vale gerðu jafntefli, 1:1, í keppni um 2. deildarsæti. Stöðva varð leik- inn í níu mín. Eldur kom upp á áhorfendapöllum, en fljótlega náðist að slökkva eldinn, ■ DIEGO Maradona er ekki ánægður með framkomu ítalskra landsliðsmanna, eftir að aðeins einn þeirra gaf kost á sér í ágóðaleik fötluð böm á Italíu og barnaspítala í Buenos Aires í Argentínu. Arg- entínskir leikmenn komu víðs veg- ar frá til að taka þátt í leiknum, sem þeir unnu, 7:2. Þeir léku gegn leikmönnum úr 3. deildarliðum á Ítalíu. Maradona frestaði för sinni til Argentínu til að sjá nýfædda dóttur sína. „Landsliðsmenn Ítalíu sýndu að þeir hafa litlar tilfinning- ar,“ sagði Maradona og Stefana Tacconi, landsliðsmarkvörður ít- alíu og Juventus, sagði að ítalskir landsliðsmenn hefur gert sig að kjánum í augum almennings. TENNIS Námskeið á Akranesi Iþrótta- og æskulýðsnefnd Akra- ness stendur fyrir námskeiði í tennis í íþróttahúsinu við Vestur- götu um helgina. Aðalleiðbeinandi verður Margrét Svavarsdóttir, ís- landsmeistari í einliðaleik kvenna. Skráning stendur yfir í íþróttahús- inu. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.