Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 132. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Hundruð hermanna stóðu vörð við Torg hins himneska friðar í gær er það var opnað á ný eftir blóð- baðið mikla aðfaranótt sunnudagsins 4. júni. Gorbatsjov í Vestur-Þýskalandi: Vinnum að afVopnun og sameiningu Evrópu - segir í sameiginlegri yfirlýsingu Sovétforsetans og Kohls kanslara Bonn. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR Sovétrikjanna og Vestur-Þýskalands hafa heitið því að miða viðbúnað herafla ríkjanna tveggja einvörðungu við varnir í framtíðinni og að vinna að sameiningu Evrópu. Þetta kom fram i sam- eiginlegri yfirlýsingu þeirra Míkhaíls S. Gorbatsjovs, forseta Sovétríkj- anna, og Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, sem birt var í Bonn í gærdag. Almenningur í Vestur-Þýskalands hefúr tekið leiðtoga sovéskra kommúnista fagnandi en heimsókn hans hófst á mánudag. Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands, sagði yfirlýsinguna marka þáttaskil í sam- skiptum ríkjanna tveggja en þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld í Sovétríkjunum gera viðlíka sam- komulag við vestrænt ríki. í yfirlýsingunni, sem er sex blað- Stjórnvöld í Kína hóta írekari valdbeitingu gegn umbótasinnum: Oryggissveitir heQa leit að leiðtognm námsmanna Peking. Reuter, Daily Teiegraph. HAFIN er leit að leiðtogum kínverskra námsmanna sem skipulögðu mótmæli umbótasinna í miðborg Peking og hefiir öryggisgæsla við landamærastöðvar, flugvelli og járnbrautarstöðvar verið efld til að tryggja að mennirnir komist ekki úr landi. Yfirvöld í Kína vöruðu í gær við frekari mótmælum og sagði í tilkynningu stjómvalda að skotvopnum yrði beitt kæmu „gagnbyltingarmenn" saman að nýju. Kínverski andófsmaðurinn Fang Lizhi dvelst enn í sendiráði Banda- ríkjanna í Peking en kínversk sfjórnvöld hafa gefið út handtökuskip- un á hendur honum og eiginkonu hans. Kínversk stjórvöld hófu í gær leit að 21 námsmanni en þeir eru sagðir hafa skipulagt mótmæli lýð- ræðissinna á Torgi hins himneska friðar. Talið er að kínverskir her- menn hafi myrt þúsundir manna er mótmælin voru brotin á bak aft- ur á aðfaranótt sunnudagsins 4. Mannfallið í Úzbekístan: Trúarofstæki múslima sagt orsök óeirðanna Moskvu. Reuter. Lögreglumenn og herliðar sovésku öryggislögreglunnar, KGB, leita enn í brunarústum íbúðarhúsa að fórnarlömbum blóðugra átaka sem verið hafa milli Úzbeka og lítils þjóðarbrots, meskheta, í Sovétlýðveld- inu Úzbekístan undanfarna tíu daga. Að minnsta kosti 90 manns hafa týnt lífi í átökunum. Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétforseti, segir að múslim- skir bókstafstrúarmenn hafi æst til óeirðanna en Úzbekar eru af trú- flokki shíta-múslima; meskhetar súnníta-múslimar. Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hélt til lýðveldisins á mánudag og segir TASS-fréttastofan hann hafa tjáð meskhetum er hafast við í flóttamannabúðum að kröfur þeirra um leyfi til að setjast aftur að í fornum heimkynnum í Georgíu yrðu teknar til athugunar. Flokksleiðtog- inn í Georgíu hafði áður sagt að það kæmi ekki til greina. Sjónarvottar meskheta segja úz- besku óeirðaseggina vel skipulagða og gorti þeir af því að fá greitt fyrir hermdarverkin. „Skyndilega heyrð- um við villimannleg öskur ungra manna,“ sagði íbúi í þorpinu Komso- molsk. „Þeir sögðu mér að koma með þeim ella yrði kveikt í húsinu." Kvaðst hann hafa séð Úzbekana varpa gosdrykkjarflöskum með bensíni upp á þök íbúðarhúsa og kveikja í tugum þeirra. Grænum fán- um múslima hefur verið veifað í hóp- göngum og ráðist hefur verið á lög- reglustöðvar og aðrar opinberar byggingar. Sjá einnig: „Tugþúsundir meskheta fluttar . . .“ á bls. 21. júní að kínverskum tíma. Kínverska ríkissjónvarpið sýndi í gær myndir af námsmönnunum og sagði frétta- þuiur að hveijum þeim sem vissi um ferðir þeirra bæri skylda til að tilkynna það yfirvöidum þar eð mennirnir væru nú eftirlýstir. Talið er að þeir fari allir huldu höfði. Yfirvöld í Kína munu m.a. hafa komist yfir sjónvarpsviðtöl erlendra fréttamanna við leiðtoga andófs- manna og þannig getað nafngreint þá. í fréttunum var þess og getið að landamærum Kína hefði verið lokað til að koma í veg fyrir. að mennirnir gætu flúið land og sýnd- ar voru myndir af því er hermenn handtóku námsmenn, sem klæddir voru eins og flækingar. Allt frá því morðin voru framin á Torgi hins himneska friðar hafa kínverskir ijölmiðlar lagt á það áherslu að skipulögð samtök „gagnbyltingar- sinna og villimanna“ hafi verið brot- in á bak aftur er hermönnum var sigað á námsmennina. Forsætisráð- herra landsins, Li Peng, endurtók þetta í ræðu er hann flutti í gær og varaði erlend ríki við því að hafa afskipti af innanríkismálum Kínveija. í tilkynningu frá ráðuneyti ör- yggismála sem birt var í gær segir að öryggissveitir muni beita skot- vopnum til að leysa upp ólöglega fjöldafundi. Á forsíðu eins dag- blaðsins var eftirfarandi aðvörun birt; „Horfið ekki á hermenn“. Þá ítrekaði ráðuneytið handtökuskipun á hendur andófsmanninum Fang Lizhi og eiginkonu hans en þau hafa leitað skjóls í sendiráði Banda- ríkjanna í Peking. Var ákalli þessu einkum beint til lögregluyfirvalda og menn hvattir til þess að Láta Fang Lizhi ekki sleppa úr landi. Háttsettir kínverskir og bandarískir embættismenn hafa átt fundi þrívegis undanfarna daga til að ræða mál Fangs Lizhi sem þegar þykir hafa skaðað samskipti ríkjanna. Á mánudag ræddi James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, við Han Xu, sendiherra Kína í Washington, en bandarískir sérfræðingar og fyrrum embættis- menn kváðust í gær ekki fá séð hvernig unnt yrði að leysa deilu þessa á næstu vikum. Sjá einnig forystugrein á miðopnu. síður, segir að stefnumótun í öryggis- málum og viðbúnaður herafla ríkjanna muni miðast við að koma í veg fyrir stríð. Ríkin lýsa bæði yfir stuðningi við þá hugmynd að jöfnuð- ur skuli ríkja á sviði hins hefðbundna herafla í álfunni og að stefna beri að helmingsfækkun langdrægra kjarnorkuvopna og banni við fram- leiðslu efnavopna. Þá skuldbinda ríkin sig til að vinna að sameiningu Evrópu og að stuðla að lýðræði og virðingu fyrir mann- réttindum í álfunni. „Ríkin munu vinna að því að ná þessu markmiði með því að treysta friðinn í Evrópu og með því að auka samvinnu ríkjanna í álfunni,“ segir m.a. í yfir- lýsingunni en í henni er einnig að finna ákvæði um að sérhver þjóð og sérhvert ríki hafi skýlausan rétt til að ákvarða eigin framtíð og stjórn- skipulag auk þess sem kveðið er á um aukna samvinnu ríkjanna tveggja á fjölmörgum sviðum. Gorbatsjov tjáði blaðamönnum í gær að ógerlegt væri að segja til um hvenær þýsku ríkin tvö gætu samein- ast. Mikilvægt væri að menn gerðu sér staðreyndir málsins ljósar en ekki væri útilokað áð stórkostlegar breytingar ættu eftir að eiga sér stað í Evrópu og víðar um heim. Þúsundir manna hrópuðu nafn Gorbatsjovs er hann heilsaði vestur- þýskum almenningi í miðborg Bonn í gær en skoðanakannir sýna að for- seti Sovétríkjanna er vinsælasti er- lendi stjórnmálamaðurinn þar í landi. Sjá „Kort sýnir . . . ábls. 20. Reuter Bryndrekinn Bismarck fundinn á hafsbotni Bandarískur rannsóknarleiðangur hefur fundið flak þýska orrustu- skipsins Bismarck um 1.000 kílómetra vestur af borginni Brest i Frakklandi. Skipið liggur á réttum kili á um 4.000 metra dýpi. Myndin var tekin er breski fiotinn sökkti skipinu þann 28. maí 1941 í einni af frægustu sjóorustum sögunnar. Sjá „Þýska orrustuskipið . . .“ á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.