Morgunblaðið - 14.06.1989, Side 15

Morgunblaðið - 14.06.1989, Side 15
MPRGUNBLAPIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JUNI 1989 15 Hlutverk dóm- stólsins breyt- ist eftir 1992 - segir Ole Due, forseti dómstóls EB í Lúxemborg í LÚXEMBORG starfar dómstóll Evrópubandalagsins. Forseti dóms- ins, danski lögfræðingurinn Ole Due, kom hingað til lands um síðustu helgi vegna málflutningskeppni norrænna laganema. Blaðamaður Morgunblaðsins notaði tækifærið og lagði nokkrar spurningar fyrir dómsforsetann. „Tvenns konar mál koma til dóm- stólsins í Lúxemborg," segir Due. „í fyrsta lagi mál sem ekki hafa farið áður fyrir dóm í aðildarrikjun- um. Þar á meðal eru mál sem fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins höfðar gegn einhveiju EB-landi og mál sem ríki, stofnanir eða einstakl- ingar höfða gegn framkvæmda- stjórninni þegar reglur EB þykja leggja þessum aðilum ranglega skyldur á herðar. í öðru lagi fjallar dómstóllinn um einstök álitaefni í dómsmálum sem rekin eru í aðild- arríkjunum. Þá er málsmeðferð frestað í viðkomandi landi uns úr- skurður Lúxemborgardómstólsins er fenginn. Hann er síðan lagður til grundvallar dómsmeðferðinni.“ Ole Due segir að dómstól Evrópu- bandalagsins berist árlega milli 400 og 500 mál og fari fjöldi þeirra vaxandi, líkt og hjá Mannréttinda- dómstólnum í Strassborg. Fyrir ára- tug hafi 150 mál komið til kasta dómstólsins á ári. Þetta er 35. starfsár Lúxemborgardómstólsins. Við hann starfa hvorki meira né minna en 750 manns, helmingur túlkar og þýðendur, enda má nota níu tungumál við málflutning. Dóm- arar EB-dómstólsins eru þrettán og með þeim starfa sex ráðgefandi lög- menn, að franskri fyrirmynd. Árið 1992 verða aðildarríki Evr- ópubandalagsins að einum markaði. Due er spurður hvort hann telji að það muni hafa áhrif á störf dóm- stólsins. „Þetta er stjórnmálaþróun sem hefur víðtæk áhrif,“ segir hann, „störf dómstólsins munu breytast og verkefnin verða annars eðlis, frekar en að þeim fækki. Eftir 1992 verður auðveldara að taka ákvarð- anir innan Evrópubandalagsins því að ríkin þurfa þá ekki öll að vera sammála. Þess vegna mun pólitískt hlutverk dómstólsins ekki verða eins viðamikið og nú, því að satt að segja hefur ýmsum vandamálum, sem ekki hefur tekist að ná samkomu- lagi um innan hinna pólitísku stofn- ana bandalagsins, verið velt yfir á herðar dómstólsins. Hann hefur orð- ið að skera úr en þarf það líklega ekki í sama mæli eftir þijú ár.“ Mannréttindasáttmáli Evrópu er viðfangsefni árlegrar málflutnings- keppni norrænna laganema sem Ole Due kom hingað til dæma í. Hann segir að talsvert hafi verið rætt um það vandamál að Evrópubandalagið sé ekki bundið af sáttmálanum á sama hátt og aðildarríki þess. „Dómstóllinn í Lúxemborg hefur reynt að bæta úr þessu með því að skírskota til Mannréttindasáttmál- ans í dómum sínum. Við höfum til dæmis vísað í 7. grein sáttmálans, sem rætur á í sameiginlegri evr- ópskri hefð á sviði refsiréttar, og leggur bann við afturvirkni refsi- laga. Þá hefur Mannréttindasátt- málinn verið notaður þegar dóm- stóllinn hefur þurft að skýra ein- hveija af reglum Evrópubandalags- ins eða meta gildi þeirra. Þannig reynum við að beita meginreglum Mannréttindasáttmálans við dóm- störfin í Lúxemborg." Könnun Skáís fyrir Stöð 2: Sjálfstæðisflokkur fengi 51,9% atkvæða Stjórnarflokkarnir tapa allir fylgi Sjálfstæðisflokkurinn fékk 51,9% fylgi þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Skáís fyrir Stöð 2, dagana 9. og 10. júní. Samkvæmt könnuninni tapa ríkisstjórnarflokkarnir allir fylgi frá síðustu kosning- um, Alþýðuflokkurinn mest, og ríkisstjórnin fær fylgi 26.9% þeirra sem taka afstöðu til hennar. I könnuninni tóku tæplega 60% að- spurðra afstöðu til einstakra flokka, en yfir 90% tóku afstöðu til ríkis- stjórnarinnar. Miðað við þá sem tóku afstöðu var fylgi einstakra fiokka í könnun- inni sem hér segir: Alþýðuflokkur 6,4% (15,2% í kosningum 1987), Framsóknarflokkur 17,3% (18,9%), Sjálfstæðisflokkur 51,9% (27,2%), Alþýðubandalag 10,9% (13,4%), Kvennalisti 11,5% (10,1%), Flokkur mannsins 0,8% (1,6%), Þjóðarflokk- ur 0% (1,3%), Samtök um jafnrétti 0% (1,2%), Borgaraflokkur 0,5% (10,9%), Fijálslyndir hægri 0,8%. Þeir sem svöruðu voru beðnir um að nefna 1-3 stjórnmálamenn sem þeir bera mikið traust til. Steingr- tímur Hermannsson fékk flest at- kvæði eða 124, fiést eða 33 frá kjósendum Framsóknarflokks en 14-23 atkvæði frá kjósendum Al- þýðubandalags, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista. Þorsteinn Pálsson fékk næst flest atkvæði eða 89, þar af 82 frá kjósendum Sjálfstæðis- flokks. Halldór Ásgrímsson fékk 84 atkvæði, þar af 35 frá kjósend- um Framsóknarflokks og 15 frá kjósendum Sjálfstæðisflokks en 21 atkvæði frá þeim sem ekki kusu fiokk. í fjórða sæti var Ólafur Ragn- ar Grímsson með 50 atkvæði, þar af 30 frá kjósendum Alþýðubanda- lags. Jón Sigurðsson var í 5. sæti með 44 atkvæði, þar af 11 frá kjós- endum Alþýðuflokks. Jóhanna Sigurðardóttir var í 6. sæti með 36 atkvæði, þar af 11 frá kjósendum Kvennalista, 10 frákjós- endum Alþýðuflokks og 7 frá Sjálf- stæðisflokki. Davíð Oddsson var í 7. sæti með 36 atkvæði, þar af 23 frá kjósendum Sjálfstæðisflokks en ekkert frá kjósendum Alþýðuflokks. í næstu sætum voru Svavar Gests- son með 32 atkvæði, Jón Baldvin Hannibalsson með 25 atkvæði, Friðrik Sophusson með 23 atkvæði og Steingrímur Sigfússon með 19 atkvæði. Aðrir stjórmálamenn fengu samtals 103 atkvæði. Alls voru 1325 ónýtt atkvæði í vali á einstökum stjórnmálamönnum, sem voru langflest frá kjósendum Sjálf- stæðisflokksins eða 428. í könnuninni var hringt í 800 manns eftir handahófsúrtaki og fengust svör frá 664 eða 83%. Þar af tóku 393 afstöðu til einstakra flokka, eða 59,2%. Einstökum stjórnmálamönnum greiddu 335, eða 50,5%, atkvæði. Afstöðu til ríkisstjórnarinnar tóku 599 eða 90,2%. timiiiiiiuiiiii tlIitiítiiiikiiÉiiíííiíÍIlM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.