Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 16

Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 16
MORGÚNBLAÐIfi MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989 16 var hann jafnframt varaforseti. Ársþing ÍSI kaus Benedikt forseta sambandsins 1926 og var hann endurkosinn síðast 1916. Hann var í stjóm og framkvæmdastjórn ÍSÍ í 47 ár og þar af í 36 ár forseti. Ástæður fyrir þessari tiltrú voru ýmsar. Benedikt var einlægur áhugamaður um íþróttir, og sem slíkur beygði hann aldrei af leið. Hann var allt frá barnsaldri iðk- andi íþrótta. Skapgerð hans féll vel að fjölmenni og að eiga sam- skipti við fólk. Hann virtist hafa gaman af fundastörfum. Var stundvís til funda og reglusamur um allt sem miðaði að lausn fund- arefna, til að mynda gætti hann þess vel að fundargerð væri skráð og að samþykktum funda væri framfylgt. Hann var óþreytandi mannasættir og átti sjálfur í eng- um útistöðum. Þegar deilur risu, sem oft var, milli félaga — stund- um milli þeirra stærstu — eða ein- staklinga og kom fyrir að þeir voru áhrifamenn innan hreyfingar- innar, þá tókst Benedikt að halda sig utan við, eins og hann hefði ekki skoðun. Sumir töldu • þetta geðleysi en aðrir kænsku. Menn vissu þessa kosti að hann gat hald- ið sig öllum að virtist óháður. Þá var það ekki vani Benedikts að bera fram einhver hæpin eða lítt þekkt málefni og leitast við að beija þau í gegn. Hann gat tekið upp velferðarmál eins og læknis- skoðun íþróttamanna, blóðgjafir, helgi 17. júní. Hann var stjórn- andi. Lét ræða mál og gætti þess að þau fengju afgreiðslu. í fram- kvæmdastjóm ótrauður að koma málum áfram. Hann var ekkert hrifinn af því, að stjórn ÍSÍ hætti að skipa íþrótta- ráð í héruðunum en hyrfí að því að íþróttaaðilar í íþróttahéruðum, þeim sem landinu var skipt í sam- kvæmt íþróttalögum frá 1940, mynduðu sjálfir samtök (íþrótta- bandalög og héraðssambönd). Einnig var starfsfúsum manni, sem lengi hafa leyst vanda hinna ýmsu íþróttagreina, enginn greiði að því að honum fannst, að íþróttaleg málefni þeirra væra sett í hendur sérsambanda. Hann vann málun- um gagn, þegar sýnt var að eigi yrði staðið gegn breytingunni á framvindu stórrar íþróttahreyfing- ar. Aldarminning Benedikts Guðjónssonar Waage f. 14. júní 1889 d. 8. eftir Þorstein Einarsson Á Skildinganesmelum era nú risin háskólamannvirki þar sem ungir Reykvíkingar, sem heillast höfðu af fótbolta, raddu honum flöt, svo að þeir mættu lítt hindrað- ir af gijóti fylgja boltanum eftir í „gull“ (þýðing af orðinu goal) mótheijanna. Til að veija þetta takmark, sem öll viðleitni iðkend- anna með knöttinn beindist að, var tíðum upp úr 1895 lagur en þétt- vaxinn prentari úr ísafoldaprent- smiðju, snar í snúningum og léttur á fæti. í þessa vandasömu stöðu valdi skoski prentarinn James Ferguson, starfsbróður sinn, Guð- jón Einarsson. James þessi Fergu- son var mjög fær knattspymumað- ur og í fleiri íþróttum, og kunnáttu- maður í þjálfun manna og þá um framferði í leikjum og keppnisregl- ur þeirra. í öll þessi fræði fór hann á velli og utan. Framsetning hans var enskuskotin. Þessi ágæti Skoti hvarf af landinu 1896 og var sakn- að af íþróttafélögum, sem í mars 1899 stofnuðu Fótboltafélag Reykjavíkur (síðar KR). Fyrsta opinbera kappleikinn í knattspymu héldu þessir frömuðir á vellinum sínum a' Melunum í ágúst 1899 og var hinn afkastamikli „goal“- vörður Guðjón prentari, faðir Benedikts G. Waage. Á barnsaldri fékk Benedikt að fylgja föður sínum á æfingar og í kennslustundir. Hann stóð við endalínu nærri föður sínum og hljóp eftir knettunum. Benedikt heyrði ég segja frá þeim áhrifum sem hann varð fyrir hjá hinum íþróttaglöðu félögum föður hans. Settleika og íþróttamennsku, sem þeir höfðu numið af hinum skoska íþróttamanni. Þetta innprentaði Guðjón syni sínum. Málið hjá þess- um fyrstu knattspymuiðkendum íslenskum á ýmsum atriðum leik- reglnanna var slæmt og hafði Benedikt orð á því, hvað faðir hans bar sig illa undan þessu enda und- ir áhrifum í ísafoldarprentsmiðju að vanda íslenskt málfar. Allt þetta festi hinn ungi sveinn sér í huga. íþrótt, leikgleði, sett- leika, iðkun til að öðlast færni og afrek, moldryk eða aurbleytu á Melunum, ómenningar málfar leik- reglna til að mynda; ving, bakk, gull o.s.frv. Hér var verk að vinna. Utbreiða íþróttir. Fræða um iðkun og heilsu. Bæta aðstöðu og íslenska erlenda íþróttaheiti og hugtök. Drengurinn, sem skokkaði með föður sínum til æfinga út á Mela og elti uppi knetti, hét Benedikt Guðjónsson Waage. Hann var fæddur í Reykjavík 14. júní 1889 og því er þess minnsts af íþrótta- sambandi íslands fyrir hönd íþróttafólks þjóðarinnar, að hundr- að ár era liðin frá fæðingu hans, hversu atorkusamur leiðtogi hann var um langt skeið og góður íþróttamaður. Foreldrar Benedikts vora Guð- rún Ó. Benediktsdóttir Magnús- sonar, útvegsbónda í Suðurkoti í Vogum, Vatnsleysustrandar- hreppi, sem tók upp ættarnafnið Waage, Jónssonar Daníelssonar hins sterka; Guðjón Einarsson prentari í ísafoldarprentsmiðju og síðar einn stofnandi prentsmiðj- unnar Gutenberg, Einarssonar Þórðarsonar prentsmiðjustjóra í Reykjavfk, Jónssonar í Skildinga- nesi (Reynisstað), bróðir Ólafar í Háteig á Akranesi; eiginkona Ein- ars var Guðlaug Ólafsdóttir úr Njarðvlkum, Ásbjömssonar. Bræður átti Benedikt tvo, þá Einar og Gunnar. Að loknu bama- skólanámi settist Benedikt í Versl- unarskóla íslands og lauk þaðan nóvember 1966 prófi. Á unglingsáram sínum starf- aði hann í Thomsens Magasín og hjá Th. Thorsteinsson, en í 10 ár eða til 1919 var hann skrifstofu- maður hjá heildverslun Garðars Gíslasonar, er hann stofnaði hús- gagnaverslunina og bólstranar- vinnustofuna Áfram, á Laugavegi 19, Reykjavík, ásamt bræðrum sínum. Þessa verslun og vinnustofu starfræktu þeir til 1949. í virðing- arskyni eða frekar launaskyni réð Reykjavíkurborg hann íþrótta- ráðunaut án þess að hann færi að sitja við skrifborð öllum stundum, en sinnti ýmsum nefndarstörfum, sem unnu /imleikakeppni Lands- móts UMFÍ 1911. Með er hann í þeim flokki, sem 1921 sýndi fim- leika við konungskomuna og 1923 ferðaðist hann með sjö félögum sínum um Norðurland og sýndu leikfimi, sem Björn Jakobsson stjórnaði. Heim frá Norðurlandi gengu þeir félagar þvert yfir landið. í keppnisflokki ÍR sem vann verðlaunabikar „Oslo Tumforen- ing“ 1924 var Benedikt. Knattspymumót íslands var fyrst haldið 1912 í Reykjavík. Knattspymufélag Reykjavíkur og Fram kepptu ásamt Knattspymu- félagi Vestmannaeyja. Benedikt keppti með KR og eins 1919. Aka- Forseti ÍSÍ á skrifstofu sinni 1957. til að mynda í Laugardalsnefnd. Hann hætti þessu starfi 1961, þá rúmlega sjötugur. Árið 1916 kvæntist Benedikt Elísabetu Einarsdóttur Markús- sonar ríkisbókara og konu hans, Kristínar Árnadóttur prófasts á ísafirði Böðvarssonar. Böm þeirra: Helga listmálari, var gift Fritz píanóleikra Weiss- happel (látinn); Kristín, gift Gunn- ari Gíslasyni vélstjóra; Einar B. Waage hljóðjæraleikari í Sinfóníu- hljómsveit íslands, (látinn), var kvæntur Magneu Hannesdóttur. Elísabet setti tíðum unaðslegt svipmót á mót og samkomur íþróttamanna við hlið manns síns. Hún handsaumaði burðarmerki ÍSÍ í silki. Þau hjón slitu samvistum 1932. Benedikt hélt mjög nánu sam- bandi við böm sín og dvaldi oft um lengri eða skemmri tíma á heimili þeirra Magneu og Einars, en lengst af bjó hann hjá mágkonu sinni, Valgerði Jóhannsdóttur, og bróður sínum, Gunnari. Fyrir hjónaband átti Benedikt son, sr. Ragnar, sem lengi starfaði í kirkju- málaráðuneytinu. Benedikt varð ungur iðkandi knattspymu. Sund tók hann að iðka í Laugameslaugum 1905 hjá Páli Erlingssyni. Eftir að Páll flutti til Reykjavíkur og gerði sund- kennslu og starfrækslu lauganna að ársstarfi á vegum bæjarsjóðs var unnt að æfa sund lengur og til þess lét Benedikt sig ekki vanta. í sundkeppni 1909 varð hann þriðji í 100 m og 500 m sundi. Hann vann íslandssundið 1911 og í sept- ember 1914 synti hann frá Viðey að Völundarbryggju við Skúla- gögu. Nýárssund nefndist sund- keppni um 50 m leið milli bryggju á nýársdagsmorgun. Það var við- varandi 1910-1923. Benedikt var einn þessara „víkinga" sem syntu tíðum í sjó. Benedikt skrifaði í blöð undir nafninu Bennó. í blöðum sást oft og lengi: „Notið sjóinn og sólskinið. Bennó.“ Þegar við stofnun ÍR 1907 varð Benedikt féiagi og tók að iðka íþróttagreinar félagsins, fimleika og fijálsar íþróttir. Hann var með í sýningarflokkum félagsins 1909 og í úrvalsflokki þeim sem sýndi 1910 og með félögum sínum úr ÍR Sundkóngur íslands 1911. Á fundi Alþjóða ólympíunefndarinnar 1966. demisk Boldklub sendi hingað 1919 frá Kaupmannahöfn knatt- spyrnulið. Keppni þess við íslensk lið dæmdi Benedikt, svo að hann var fyrsti íslenski milliríkjadómar- inn. Áf fijálsíþróttum lagði Bene- dikt sig sérstaklega fram við stangarstökk. Á Landsmótum UMFÍ 1911 sigraði hann í grein- inni. Með þeirri virkni sem Benedikt lagði fram, var iðkandi íþrótta, kennari og þjálfari, kom að því að honum var trúað fyrir stjórn fé- laga. Formaður KR varð hann 1912 til 1915 og ÍR 1914 til 1916. Á öndverðu ári 1910 efndu nokkr- ir forystumenn íþróttafélaga í Reykjavík til fundar og stofnuðu með sér íþróttasamband. Var verk- efni þess fyrst og fremt lagning íþróttavallar. Formaður sambands- ins var kjörinn Ólafur ritstjóri Björnsson, bróðir Sveins forseta, en þeir höfðu báðir verið með í leikfimiflokki J. Ferguson, hins skoska prentara. Faðir þeirra var Bjöm ráðherra Jónsson. Með for- ystu Ólafs tókst Benedikt og öðr- um athafnamönnum að leggja fyrsta íþróttavöll landsins. Malar- völl fyrir knattspymu og hlaupa- braut. Þetta mannvirki var afgirt svo ekki yrði ekið yfir það vögnum og rekinn búsmali sem á Skildinga- nesmelunum. Inn á þennan völl var haldið í veglegum fylkingum undir lúðrablæstri og blaktandi fánum 11. júní 1911, og völlurinn vígður. Það voru hnarreistir og sigurglaðir íþróttamenn, sem þennan dag höfðu stórbætt aðstöðu fyrir íþróttafólkið, en tveim áram fyrr hafði Hannes Hafstein ráðherra vígt sundskálann við Skeijafjörð. Maklegt er minningu þessa íþróttafólks að birta hér einkunn sem Björn Jónsson birti í blaði sínu ísafold 11. júní 1910: „Ekki hefi ég lifað ánægjulegri dag langar stundir en sunnudaginn var. Hvað bar til? Engin stórtíð- indi. En mér fyrir mitt leyti vora það fagnaðartíðindi. Ég var við- staddur leikfimismótið í Barna- skólagarðinum, kapphlaupið á Mel- unum og sundið suður við Skeija- fjörð. Sund í sjó, köldum sjó, og óhlýju veðri!!“ Benedikt var um 5 ár formaður íþróttasambands Reykjavíkur sem annaðist starfrækslu vallarins, en lagðist niður þegar bæjarstjórnin tók völlinn að sér. í ársbyijun 1912 gengst Sigur- jón Pétursson glímukappi fyrir fundahöldum um stofnun lands- sambands iþróttafélaga. Þá munu hafa verið starfrækt með þjóðinni 20 íþróttafélög og innan UMFÍ (stofnað 1907) vora 42 ungmenna- félög og utan þess um 20. Á fund- ina mættu fulltrúar 9 félaga en 3 sendu boð um stuðning. Benedikt var á fundunum fulltrúi KR og undirritaði yfirlýsingu um stofnun íþróttasambands íslands 28. jan- úar 1912. í sljóm ISÍ var Benedikt G. Waage kosinn árið 1915 féhirðir og gjaldkeri. Þessi stjórnarstörf annaðist hann í 11 ár en tvö síðustu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.