Morgunblaðið - 14.06.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989
Kveðjuorð:
Kristrún Baldurs-
dóttir ljósmóðir
Fædd 8. nóvember 1938
Dáin 5. maí 1989
Föstudaginn 12. maí var til mold-
ar borin elskuleg mágkona mín og
vinkona, Kristrún Baldursdóttir,
Lillý, eins og hún var jafnan kölluð
af vinum sínum og fjölskyldu. Hún
hafði átt við að stríða langvinnan
og erfiðan sjúkdóm sem hún bar
með einstöku æðruleysi.
Ég minnist ávallt okkar fyrstu
kynna þegar Lillý trúði mér fyrir
því hve heitt hún unni bróður
mínum og sú ást hefur fylgt Birgi
og bömunum gegnum lífíð.
Þótt ég byggi fjarri Lillý á þriðja
áratug vissum við vel hvor af ann-
arri og héldum góðu sambandi. Og
þótt hún kæmi aðeins einu sinni til
Irlands urðu mínir vinir hennar eft-
ir stutt kynni. Þannig var viðmót
hennar — þar fór saman hjarta-
hlýja, hógværð og tryggð. Slíkir
eiginleikar hljóta að laða að. Vinir
okkar á írlandi minntust hennar
með því að láta syngja messu í
minningu hennar daginn sem hún
var jarðsett.
Mig langar til þess að rekja ævi-
feril mágkonu minnar örfáum orð-
um. Hún fæddist 8. nóvember 1938,
dóttir hjónanna Margrétar Jakobs-
dóttur og Baldurs Jónssonar. Hún
var elst í hópi átta systkina. Lillý
lauk prófi frá Ljósmæðraskóla ís-
lands árið 1962. Hún starfaði sem
ljósmóðir í Þórshafnarhéraði í tvö
ár. Þar kynntust þau, hún og Birg-
ir, og bundust tryggðum. Frá Þórs-
höfn fluttust þau til Vestmannaeyja
og þaðan til Akureyrar þar sem þau
bjuggu æ síðan, fýrst í Norðurgötu,
síðan í Skarðshlíð, þá í Hvammshlíð
og loks I Stórholti 9 í Glerárhverfi.
Lillý og Birgir eiguðust fjögur börn
en auk þeirra átti Birgir dóttur frá
fyrra hjónabandi, Halldóru, fædda
4. desember 1961, sem tengidst
Lillý sterkum böndum. Börn þeirra
voru: Baldur f. 2. maí 1965, Börk-
ur, f. 24. ágúst 1966, sambýliskona
hans er Hrafnhildur Óladóttir og
eiga þau dótturina Bryndísi Björk,
Hlynur, f. 22. janúar 1968, sambýl-
iskona hans er Inga Pálsdóttir, og
Kristjana f. 13. mars 1973. Þann
13. september 1972 urðu þau fýrir
því þunga áfalli að missa elsta son-
inn, Baldur, í bílslysi. Sorg og myrk-
ur hvíldi yfir heimilinu en sameigin-
Iega yfirstigu þau þessa raun að
því marki sem það er hægt. Á
Akureyri vann Lillý við mæðraeftir-
litið, síðan á Kristnesspítala og loks
á Dvalarheimilinu Hlíð. í öllum
þessum störfum sem og annars
staðar komu vel fram lyndisein-
kunnir hennar, hógværð og hlýja,
enda ávann hún sér traust hvar-
vetna. Það sýndu m.a. fjölmargar
kveðjur er bárust við útför hennar
frá sjúklingum og samstarfsfólki.
Ég minnist nú á þessari stundu
þegar ég kom alkomin heim til ís-
lands þann 7. október 1987 hve
mjög ég hlakkaði til endurfunda við
vini og fjölskyldu. Um svipað leyti
kom úrskurður um að Lillý væri
haldin ólæknandi sjúkdómi — gleðin
yfír heimkomunni varð galli bland-
in. En þannig er mannlífið — stund-
um ljúft, stundum miskunnarlaust.
Systumar gleði og sorg haldast
oftast í hendur.
Ég minnist einnig samfunda við
bróður og mágkonu á heimili þeirra.
Heimilið bar smekkvísi hennar og
listfengi fagurt vitni. Hún vann öll
heimilisstörf svo hljóðlega og
áreynslulaust að maður gat ekki
haldið annað en verkin gerðu sig
Maðurinn minn,
ALFRED KR.OLESEN,
Nökkvavogi 10,
er látinn. Helga Halldórsdóttir Olesen.
Faðir okkar,
GUÐLAUGUR STEFÁNSSON
fyrrv. yfirverkstjóri,
áður til heimilis i Sólheimum 27,
léstá hjúkrunardeild Hrafnistu, Laugarási, mánudaginn 12.júní.
Sólveig Guðlaugsdóttir,
Hilmar Leósson.
Föðursystir okkar,
DAGMAR HLÍF SIGURÐARDÓTTIR
frá Borgartúni,
Efstasundi 97,
lést í Landspítalanum að kvöldi 12. júní.
Kristrún Sigurðardóttir,
Sigurjón Sigurðsson.
Móðir okkar,
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
Bræðratungu 15,
Kópavogi,
andaðist í Borgarspítalanum þriðjudagin 13. júní.
Magnús Óskarsson,
Einar Óskarsson,
Guðmundur Óskarsson.
Ástkær móðir okkar,
JÓNAG. HJÖRLEIFSDÓTTIR,
Sogavegi 131,
sem andaðist að morgni 6. júní í Vífilsstaðaspítala, verður jarðs-
ungin frá Fossvogskirkju fimtudaginn 15. júní kl. 13.30.
Börn hinnar látnu.
sjálf. Hið sama varð uppi á teningn-
um hvað varðaði fegmn heimilisins,
það var ótrúlegt hvað hún gat gert
úr munum sem hjá öðrum hefðu
sennilega hafnað í glatkistunni. Hjá
henni fengu þeir nýtt hlutverk, hlut-
verk sem allir sáu að þeir gegndu
með sóma — en engum öðrum hafði
hugkvæmst að gefa þeim kost á.
Nú þegar leiðir skiljast leita ótal
minningar á hugann en mér er efst
í huga þakklæti fyrir hugljúf kynni
og fyrir alla þá ást og umhyggju
sem hún auðsýndi bróður mínum,
bömum þeirra og fjölskyldunni allri.
Ég sendi þeim, móður hennar,
Margréti, svo og systkinum og öðr-
um aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur. Minnumst þess í sorginni
að:
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig,
þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að Drottins náð.
(Hallgr. Pétursson)
Fari mín kæra vinkona í friði og
hafi þökk fyrir allt og allt.
Valborg Antonsdóttir
t
Útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa,
EGGERTS JÓHANNESSONAR
Skeiðarvogi 87,
fer fram fimmtudaginn 15. júní kl. 15.00 frá Langholtskirkju.
Sigurborg Sigurðardóttir,
Sigriður Björg Eggertsdóttir.Guðmundur Geir Jónsson,
Jón Eggert Guðmundsson, Jóhannes Geir Guðmundsson,
Björgvin Guðmundsson.
t
Eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEFANÍA SIGFÚSDÓTTIR
frá Bóndastöðum,
Hvannavöllum 2,
Akureyri,
sem lést föstudaginn 9. júní, verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju mánudaginn 19. júní kl. 13.30.
Erik Kondrup,
Heiðar Viking Eiríksson, Ellen S. Svavarsdóttir,
Sigmar Viðar Eiriksson,
Hanna Fjóla Eiríksdóttir, Jón M. Brynleifsson,
Sif Karla Eiríksdóttir, Sigurður Thorlacius,
Gunnar Jón Eirfksson
og barnabörn.
t
Þökkum aðstandendum og vinum hlýju og stuðning við andlát
og jarðarför
MAGNÚSAR V. STEFÁNSSONAR,
Klöpp,
Álftanesi.
Sérstakar þakkir viljum við senda Lionsklúbbnum í Garðabæ.
Gróa Guðbjörnsdóttir,
Stefán Magnússon,
Sigríður Magnúsdóttir,
Björn Arnar Magnússon,
Jóhanna Magnúsdóttir,
Geir Magnússon,
Ingunn Sveinsdóttir,
Magnús Valdimarsson,
Rannveig Sigurðardóttir,
Fritz Hendrik Berndsen,
Berglind Guðmundsdóttir,
Elín, Ingibjörg, Bryndfs, Marta, Linda og Magnús.
RÖNTGENTÆKNI
MEINAI
TÆKNII
STUDENTAR
ATHUGIÐ
E
E
Oj
I Heilbrigðisdeild Tækniskóla
íslands býðst áhugavert nám á
Umsóknarfrestur er til
nasKoiastigi. Fjolbreytt stort
eru í boði að námi loknu.
Innritun fer fram í Tækniskóla
íslands Höfðabakka 9, sími
91-84933.
15.JÚNÍ
sjúkrahúsin tækniskóli íslands