Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 40

Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MÍÐv'iKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989 „ Tötdáaxr hans, afcur, ömmur 09 [cxr^afojr hons Og langónnnnur— vofu öiL p]aróle'ikarckr." WVrW Mætti ég fá vatnssopa til að kæla mig? Ástarbréfin þín léti ég ekki af hendi fyrir 50 þúsund króna boð... Eflum landgræðsluna - spörum í opinberum rekstri Til Velvakanda. Nú á þessum vordögum eins og á undanförnum árum koma í póst- kassa okkar allskyns bréf og ber æði mikið á happadrættismiðum frá ýmsum félögum, bæði þörfum og óþörfum, en flest eru þó frá ýmsum líknarfélögum sem styðja við bakið á sjúkum og ekki nema gott um það að segja ef vel er haldið á þeim peningum sem koma inn fyrir þessa miða sem fólk er að kaupa. Margir vinna við þessa söfnun í sjálfboða- vinnu eins og t.d. hjálparsveitir skáta sem vinna mikið starf í þágu almennings og er það vel. manna sem oft hafa enga þýðingu fyrir þjóðina. Einnig mætti spara mikið á hinu háa Alþingi og fækka þingmönnum niður í þijátíu sem væri nægilegt fyrir ekki stærri þjóð og láta þá vinna tíu til ellefu mánuði eins og annað fólk. Þama myndu sparast mjög miklar upphæðir og þá þyrfti ekki að byggja meira fyrir Alþingi og þingmenn hefðu nægilegt pláss. Veit ég að almennur vilji fólksins í landinu er mér samdóma eins og oft ber á góma í blöðum og manna á milli. Þessi flottræfilsháttur allra okkar stjórnarmanna er orðinn yfir- gengilegur. Fyrir allan þennan sparnað mætti gera afar mikið átak í að klæða landið, og öllum liði betur, allt yrði fallegra og landið hlýrra og byggilegra. Ég vona bara að þeir sem standa að þessu átaki „Græðum landið" noti peningana á réttan hátt en ekki í skrifstofubákn og dýrt mannahald. Óska ég svo aðstendum þessa mikla átaks við gróðursetningu landsins til hamingju og óska þeim alls hins besta í þessari erfiðu sókn við að klæða landið á nýjan leik svo allir megi vel við una. Paul V. Michelsen Annað mál er með happdrættis- miða sem við fáum eins og pólitísku happadrættismiðana sem mér finnst mikil ósvífni að senda í póst- kassana hjá Pétri og Páli, sem lenda svo í ruslapokanum hjá flestum, svo hefir fólk ekki peninga til að borga miða frá öllum þessum happadrætt- um. Og þegar þið sjáið allt þetta pappírsflóð sem er til einkis þá hugsið til ailra tijánna sem þarf að höggva til að eyða í óþarfa. Nú er í gangi átak í landgræðslu undir kjörorðinu Græðum landið og ætla ég að vona að allir borgi með mikilli ánægju, eða svo sýndist mér er ég fór í Pósthúsið að greiða minn miða. Ég vona að allir sjái hve nauð- synlegt sé að styrkja þetta átak því ömurlegt er að sjá hve landið okkar falleg og góða er að afklæðast sínum græna búningi, við getum bókstaflega ekki verið þekkt fyrir hve lítið við höfum gert til þess að hefta gróðurinn og er grátlegt að sjá alla moldina fjúka í haf út. Til þess að við getum gert mikið átak í ræktunarmálum verðum við að spara á mörgum sviðum svo árangur náist sem mestur í upp- græðslu landsins. Byija verður á ríkisstjórninni í sparnaði svo að fólk taki mark á henni og sjái að henni sé alvara. Vil ég fyrst nefna sparn- að í öllum óþarfa; vinir og veislu- höld sem hafa verið óhóflega mikið eins og öllum er kunnugt. Spara mætti mjög mikið í fjölmörgum ferðalögum margra opinbera starfs- Til sjómanna Sjómenn: Meðferð gúmbjörgunarbáta er einföld og fljót- lærð. Þó geta mistök og vanþekking á meðferð þeirra valdið íjörtjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið því meðferð þessara þýðingarmiklu björgunartækja. Hjálpist að því að hafa björgunartækin í góðu ástandi og ávallt tiltæk. Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI ^ „ A1ILL3ÓMASTI V/PSK/PTAVINURINN ? " Vegna umræðna sem urðu um fjölmiðla og auglýsendur í síðustu viku, þar sem sú skoðun var látin í ljós, að vöxtur og við- gangur fjölmiðla væri undir því kominn, hve mikið væri auglýst í þeim, finnst Víkveija, að menn mættu hafa eftirfarandi í huga: Til þess að fjölmiðlar laði að sér auglýs- ingar, þarf efni þeirra að vera þann- ig úr garði gert, að það höfði al- mennt til lesenda, hlustenda eða áhorfenda. Blað sem ekki getur aflað sér kaupenda hvort heldur með áskrift eða í lausasölu er eng- inn segull fyrir auglýsendur. Þeir sem standa þannig að rekstri blaða, tímarita eða útvarps- og sjón- varpsstöðva, að þeir bíða með hend- ur í skauti eftir auglýsendum og miklast yfir þeim í annars garði, enda yfirleitt á framfæri ríkisins eða leggja upp laupana. xxx Töluverðar umræður hafa orðið um það á undanfömum árum í Bretlandi, hvort halda eigi áfram að fjármagna breska ríkisútvarpið BBC á afnotagjöldum eða heimila því að birta auglýsingar. Þar í landi hafa menn ekki haft sama hátt á og hér að veita ríkisfjölmiðlunum bæði tryggar tekjur með afnota- gjöldum og auglýsingatekjur. Hvernig þessum umræðum lyktar í Bretlandi skal ósagt látið hitt var forvitnilegt, sem lesa mátti í breska blaðinu Independent fyrir skömmu um fréttir BBC af fjöldamorðunum í Kína. Þar segir frá því að BBC sé með réttu hreykið af því á hve óhlut- drægan hátt. það flytur fréttir af stórtíðindum eins og þeim sem hafa verið að gerast í Kína. Námsmenn þar hafi einnig borið höfuðbönd með áletruninni: BBC, við þökkum þér! Independent segir að fréttamenn BBC hafi verið iðnir við afla frétta á Torgi hins himneska friðar og ekki átt í neinum erfiðleikum með að fá þá til að láta skoðun sína í ljós. Á hinn bóginn hafi þeir sagt minna af kínverskum námsmönnum í Bretlandi og kunni Qiao Shi, yfir- maður kínversku leyniþjónustunnar sem nú er líklega orðinn aðalritari flokksins, að koma þar við sögu. Sonur hans Jiang stundi nefnilega háskólanám í Cambridge og tengdadóttirin Zhou Jin sé aðstoð- armaður við dagskrárgerð í Kína- deild BBC. xxx Víkveiji var í hópi þeirra sem fóru að kínverska sendiráðinu við Víðimel á fimmtudagskvöldið og tók þátt í mótmælastöðu þar sem ungir sjálfstæðismenn beittu sér fyrir. Athöfnin var stutt en áhrifa- rík og fór hið besta fram. Daginn eftir birtist svo hér í blað- inu frásögn Sigrúnar Guðmunds- dóttur sem dvelst með fjölskyldu sinni í Kína, fyrir utan Peking. Lýsing hennar á því, hvernig fólkið veit að það getur alls ekki treyst ríkisfjölmiðlunum 0g leitar því allra annarra ráða til að komast að hinu sanna um böðulsverk og ofbeldi í eigin landi, minnir á gildi fijálsrar ijölmiðlunar og hve miklar kröfur til hennar verður að gera. Þegar á þetta stóra hlutverk allra fjölmiðla er litið og gildi auglýsinga fyrir þá, kemur í Ijós, að þar sem frelsið til að auglýsa er mest og jafnframt samkeppni um auglýsingar flytja fjölmiðlarnir áreiðanlegustu frétt- irnar. Blöð í Sovétríkjunum og Kína eiga ekkert undir auglýsendum, þeim finnst ekki heldur nein þörf á að segja sannleikann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.