Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 42

Morgunblaðið - 14.06.1989, Síða 42
42 MORGUNBLAÐK) IÞROTT1R MIÖVIRUDAGUR 14. JÚNÍ 1989 KNATTSPYRNA Alexander dæmdur í tveggja leikja bann Alexander Högnason — í tveggja leikja bann og missir því af leikjum ÍA gegn KA og ÍBK. BIKARINN Víðir til Grinda- víkur Dregið var í 3. umferð bikar- keppni KSÍ í gær. Búast má við spennandi leikjum og verður meðal annars forvitnilegt að sjá hvemig Yíðismönnum gengur í Grindavík en heima- menn, sem eru í 3. deild, siógu Breiðablik út úr bikamum um síðustu helgi. Eftirtalin lið leika saman í 3. umferðinni: Augnablik - |BV Grindavík - Víðir Stjaman - Selfoss Þróttur R. - Víkverji Tindastóll - Völsungur Leiknir F. - Huginn Leikur Grindavíkur og Víðis verður 20. júní og ieikur Þróttar og Víkverja þann 19. júní. Hinir fjórir leikimir verða 21. júní. Leikimir heflast allir kl. 20:00. Einnig hefur verið dregið í 8 liða úrslitum í bikarkeppni kvenna. Eftirtalin lið drógust saman: Valur - KR Dalvík/Þór - FH KA - Stjaman ÍA - UBK Allir leikirnir í kvennaflokki verða 10. júlí kl. 20:00. Sex knattspyrnumenn voru dæmdir í leikbann á fundi aga- nefndar í gær. Tveir leikmenn fengu tveggja lejkja bann, Alexander Högnason, ÍA og Ómar Jóhannsson, IK. Alexander fékk bannið fyrir gróft brot á Erni Valdimarssyni í leik Fylkis og ÍA á dögunum. Hann missir af leik ÍA og KA á Akranesi á föstudagskvöldið, og viðureign- inni við ÍBK í Keflavík 25. júní. Ómar fékk bann fyrir óviðeigandi mótmæli gegn dómara í leik IK og Leiknis á dögunum. Tveir leikmenn í 4. deild fengu eins leiks bann, þeir Þórir Eiríks- son, Höfnum og Vignir Garðarsson, KSH. Auk þess fengu tveir leik- menn í 2. flokki eins leiks bann. ÍÞRÚmR FOLX MMARCO van Basten, knatt- spymumaður Evrópu 1988, mun leika áfram með Evrópubikar- meisturum AC Milanó, eftir því sem talsmaður liðsins sagði á þriðjudag. Van Basten, hvers nú- verandi þriggja ára samningur við AC Milanó rennur út í lok næsta keppnistímabils, hafði verið orðaður við spænska liðið Barcelona þar sem landi hans Johann Cruyfif er við stjórnvölinn. ■ AC Milanó hefur gert nýjan samning við Mareo van Basten. Samingurinn gildir til 1993 og fær van Basten 3,5 milljón dollara í sinn hlut. Að sögn talsmanns ítalska liðsins er aðeins formsatriði að ganga frá samningnum sem líkist mjög þeim sem liðið gerði við Ruud Gullit á dögunum. Forráðamenn AC Milano eru mjög ánægðir með að halda í van Basten sem þeir segja að ásamt löndum sínum og félögum Gullit og Frank Rijkaard skipi sterkustu þrenningu í Evrópuí dag. ■ GARY Lineker, landsliðsmið- herji Englands, hefur ákveðið að ganga til liðs við Tottenham, eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá. Lineker segir aðalástæðu þess að hann valdi Tottenham vera þá að þar hafi hann besta aðstöðu til að undirbúa sig fyrir þátttöku Eng- lands í úrslitum heimsmeistara- keppninnar Ítalíu á næsta ári. KNATTSPYRNA /LANDSLIÐIÐ Sigurður Jónsson og Guðmundur Torfason eiga hér í höggi við einn Sovétmannanna, Oleg Luzhny, í leiknum í Moskvu á dögunum. Sigurður og Guðmundur verða báðir í byijunarliði íslands í kvöld. Oþarfi að hræðast Austurríkismenn ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu leikur sinn þýðingar- mesta iandsleik í dag - er leikið verður gegn Austurríki á Laugardalsvellinum. Það er mikið i húfi, því að aldrei hef- ur ísland verið nálægt tindi knattspyrnunnar, sem er lokakeppni heimsmeistara- keppninnar. Það er draumur allra knattspyrnumanna heims að taka þátt í loka- keppni HM. Það er ekkert launungarmál að íslenskir knattspyrnu- menn hafa einnig átt þennan draum, þó að hann hafi hingað til verið fjarlægur. Fyrir rúmu ári veltum við því fyrir okkur - fyrir leik jltuJL gegn Sovétmönn- um á Laugardals- vellinum, hvort það væri raun- hæfur möguleiki að íslenska liðið kæmist til Ítalíu 1990. Þá sögðum við að eftir flest- um kokkabókum væru möguleik- AE INN'LENÐUM VETTVANGI SigmundurÓ. Steinarsson skrifar ar íslands ekki miklir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá pg sú staða hefur komið upp að ísland á eins góða möguleika og aðrar þjóðir í riðlinum. Við mættum óhræddir til leiks gegn „sovéska birninum“ - í Reykjavík og Moskvu og það ótrú- lega gerðist; í bæði skiptin varð jafntefli. Næstu mótheijar verða Austurríkismenn, sem fram til þessa hafa talið íslendinga auð- velda bráð. Það verður því hlut- verk íslensku leikmannanna að sýna Austurríkismönnum að ís- land er sýnd veiði en ekki gefín. Það er óþarfí að hræðast Aust- urríkismenn. Þeir eiga sterka leik- menn, en það er þó ekkert lands- lið sem getur lifað á fomri frægð mörg ár; á því þegar Hansi Krankl og félagar voru í sviðsljósinu í HM í Argentínu 1978 og á Spáni 1982. Þeir leikmenn sem leika nú með liðinu geta ekki litið niður á íslenska knattspyrnumenn. íslenska landsliðið er leikreynt og leikmenn liðsins mæta til leiks eins og svo oft áður - til að gera sitt besta. Leikmennirnir em ekki búnir að gleyma leiknum gegn A-Þýskalandi 1987, þegar allt átti að vera svo auðvelt og létt, en þegar upp var staðið gengu þeir af leikvelli með skell á bak- inu, 0:6. Það er enginn að fara fram á að leikmenn íslenska liðsins rúlli Austurríkismönnum upp, heldur fara knattspymuunnendur fram á að leikmenn íslenska liðsins mæti til leiks með því hugarfari að gefa allt sem þeir eiga í hinn þýðingar- mikla leik. Leika skipulagða knattspymu og sem liðsheild. Og að sjálfsögðu að leika til sigurs. Áhorfendur fjölmenna örugg- lega á leikinn til að styðja við bakið á leikmönnum íslands, sem hefur gefíð þeim svo margar ánægustundir á undanförnum árum. Það vita allir hvað heima- völlur hefur mikið að segja í erfiðri baráttu. Öflugur stuðningur er á við tvo leikmenn. íslenskir knatt- spymuunnendur geta ekki alltaf heimtað - þeir verða einnig að gefa. Þeirra stund er nú runnin upp! FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / LYFJANEYSLA Steramaðkur í mysunni í Róm Yfirheyrslumar yfir Ben Jo- hnson leiddu í gær í Ijós að spretthlauparinn neytti ólöglegra stera um tveggja mánaða skeið áður en hann setti heimsmetið í Róm í ágúst árið 1987. Þá hljóp Johnson 100 m á 9,83 sek. en gild- andi heimsmet var 9,93 sek.; sett af Calvin Smith, í Colorado Springs í Bandaríkjunum árið 1983 Johnson sagði að hann hefði fengið sterasprautur bæði í júní og júlí fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór í ágúst. „Það var samt ekki ég sem átti framkvæðið að því að taka sterana inn,“ sagði Johnson. „Ég var ekki þjálfarinn; ég tók bara við fyrirskip- unum, og ef þjálfarinn sagði mér að taka eitthvað inn, gerði ég það. Hann sagði mér líka að allir væru á kafi í þessum lyfjum, og ef ég vildi ná árangri yrði ég að taka þessi lyf inn.“ Þrátt fyrir allar þessar játningar Johnsons er heimsmet hans á leik- unum í Róm síður en svo úr gildi fallið. Til þess að ógilda það þarf að breyta reglum Alþjóða fijáls- íþróttasambandsins. Forsvarsmenn þess hafa hins vegar látið í ljós þá skoðun sína að það mál verði að taka til endurskoðunnar, komi í ljós að Johnson hafi neytt ólöglegra lyfja fyrir hlaupið í Róm. Það kom fram við yfirheyrslurnar að kanadískir fijálsíþróttamenn hafa tekið stera inn u.þ.b. þrisvar á ári; á haustin áður en innan- húskeppnin hefst, í mars til að byggja sig upp íynr keppnistímabi- lið úti, og í júní til að hnykkja á fyrir stórmótin í Evrópu. „Laug eftir Seoul“ Johnson viðurkenndi einnig í gær, með tárin í augunum, að hann hafði logið eftir leikana í Seoul í haust er hann sagðist aldrei hafa neytt ólöglegra svo hann vissi. „Ég laug vegna þess að ég skammaðist mín svo mikið — vegna fjölskyldu minnar, vina og barna sem líta upp til mín.“ Hann sagðist ekki hafa vitað, árin 1981 og 1982, hvers lags pillur það vora sem hann neytti — en strax árið 1983 hefði hann gert sér grein fyrir. því að um ólögleg lyf var að ræða. Hann lýsti því ennfremur yfir að honum hefði aldrei verið tjáð hvaða hliðarverk- anir neysla umræddra lyfja gæti haft, en lyfin geta m.a. orsakað lifr- arskemmdir hjarta- og æðasjúk- dóma og draga úr kyngetu viðkom- andi; og hefði hann vitað af því hefði hann ekki samþykkt áfram- haldandi neyslu. Aðalfundur 6ERPLU íþróttafélagið Gerpla í Kópavogi heldur aðalfund sinn 1989, þriðjudaginn 20. júní kl. 20 í húsi fé- lagsins á Skemmuvegi 6. Venjuleg aðalfundarstörf. veidid ur unnar Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.