Morgunblaðið - 27.06.1989, Síða 1
64 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
142. tbl. 77. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bjarnarcy
Nordkap
-Tromsö,
Severomosk;
Lofoten
Morgunblaöið/ KG
Eldur laus í sovéskum kjarn-
orkukafbáti. Er nú í togi á
leiðinni til Severomosk.
Leiðtogafundur Evrópubandalagsins
Herra Ólafur Skúlason var settur inn í embætti'biskups yfir íslandi við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni
í Reykjavík á sunnudaginn. Hér sést nýi biskupinn ásamt forvera sínum, herra Pétri Sigurgeirssyni, þar
sem þeir ganga úr kirkjunni að athöfninni lokinni. sjá nánar á miðopnu.
Fyrsta skrefið í
átt til sameigin-
legs peningakerfis
Morgunblaðið/Einar Falur
Biskupsinnsetning í Dómkirkjunni
anir Thatcher væru ekki nógu
miklar. Unnu embættismenn að
því í gærkvöldi að komast að sam-
komulagi um lokaályktun.
Felipe Gonzales, forsætisráð-
herra Spánar, sem er í forsæti á
leiðtogafundinum, átti tillöguna
um sérstakan ríkisstjórnafund
EB-landanna til að ákveða næstu
skref í átt til sameiginlegs pen-
ingakerfis. Til slíks fundar var
síðast efnt 1985, þegar ákvarðan-
ir voru teknar um sameiginlegan
innri markað bandalagsins, sem
kemur til framkvæmda 1992.
Sjá frétt af blaðamannafúndi
Hennings Christophersens á
bls. 49.
FYRSTA skrefið í átt til sameiginlegs peningakerfís í Evrópu-
bandalaginu (EB) var stigið á fundi þjóðaleiðtoga bandalagsins í
Madrid í gær. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, sem
hefur verið helsti andstæðingur þessa kerfis féllst á að gengið
yrði til samstarfs um það en með ákveðnum skilyrðum, svo sem
að verðbólga í Bretlandi minnki. Kom það fram hjá Henning
Christophersen, varaforseta framkvæmdastjórnar EB, sem var
staddur hér á landi í gær, að hér væri um mikilvægt samkomulag
að ræða, sem væri að skapi framkvæmdastjórnarinnar. Er ráð-
gert að á síðari hluta næsta árs verði eftit til ráðsteftiu ríkis-
stjórna EB um framhaldið.
Gífurleg öryggisgæsla var um-
hverfis fund þjóðarleiðtoganna í
Madrid, að sögn Jfeuters-frétta-
stofunnar. Ottuðust spænsk
stjórnvöld, að hryðjuverkamenn
Baska kynnu að reyna að láta að
sér kveða vegna fundarins.
Þótt Thatcher hafi nú fallið frá
andstöðu sinni við sameiginlegt
peningakerfi EB, sem felur meðal
annars í sér að sterlingspundið
mun falla undir evrópska mynt-
kerfið, EMS, sagði hún að Bretar
myndu aldrei samþykkja sameig-
inlegan gjaldmiðil fyrir aðildarrík-
in. Telur hún að í því felist of
mikið afsal á fullveldi Breta.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, sagði á hinn bóginn
að stefna bæri að_ sameiginlegum
gjaldmiðli og Francois Mitterrand
Frakklandsforseti taldi að tilslak-
Þriðja sovéska sjóslysið við Noregsstrendur:
Laskaður kafbátur (lreg--
iim til hafiiar
Moskvu, Ósló og Bodo. Reuter og Daily Telegraph.
SOVÉSKUR kjarnorkukaflbátur af gerðinni Echo-2 var i gær á leið til
hafnar í Severomosk skammt frá Múrmansk eftir að annar af tveimur
kjarnakljúfum hans bilaði illilega um 110 km norðnorðvestur af strönd
Finnmerkur í Noregi. Sovétmenn skýrðu frá því síðdegis í gær að
kafbáturinn bæri kjarnorkuvopn, en sögðu jafnframt að af þeim staf-
aði engin hætta í bili. Sovésk stjórnvöld þvertaka fyrir að nokkur geisl-
un hafi sloppið frá kjarnakljúfhum, þrátt fyrir að bilunin hafi orðið í
honum. Að sögn talsmanna sovéska flotans brast pípa í ofhinum, en í
framhaldi af því mun eldur hafa brotist út. Skipverjar eru sagðir hafa
ráðið niðurlögum hans og munu allir vera á lífi.
Kafbáturinn er nú í togi og er á
fjögurra hnúta siglingu, en að sögn
norskra embættismanna er þetta
sami kafbáturinn og neyddist til þess
að koma upp á yfirborðið ^kammt
frá Gíbraltar fyrr í mánuðinum.
Ferðin til Severomosk tekur um
þijá daga, en í gærkvöldi sagði
Vladímír Tsjernavín, yfirmaður
Rauða flotans, „alvarlegan vanda“
steðja að ef veður versnaði.
Mikinn reyk sást leggja frá kaf-
bátnum nokkru eftir slysið, en sov-
éskir embættismenn sögðu að ekki
hefði verið um eld að ræða. Reykur-
inn væri aðeins útblástur frá ljósavél-
um kafbátsins, sem ræstar voru eft-
ir að slökkt var á kjarnakljúfunum.
Slysið átti sér stað á mánudags-
nótt, en þetta er þriðja sovéska sjó-
slysið undan Noregsströndum á jafn-
mörgum mánuðum. Að sögn norskra
stjórnvalda létu Sovétmenn ekki vita
af slysinu fyrr en átta klukkustund-
um eftir að það gerðist.
Norskar orrustuvélar voru sendar
á vettvang eftir að neyðarkall barst
frá kafbátnum. Þegar norsk björgun-
arþyrla kom hins vegar á slysstað
skutu skipvetjar blysi í veg fyrir
hana og gáfu þannig til kynna að
þeir æsktu ekki aðstoðar.
Dmítríj Jazov, vamarmálaráð-
herra Sovétríkjanna, sagði að slysið
hefði átt sér stað meðan kafbáturinn
var í kafi og að vistkerfinu stafaði
engin hætta af honum. „Geislunin
er eðlileg og fólki er óhætt.“
Vestrænir sérfræðingar töldu á
hinn bóginn að slysið gæti verið mjög
alvarlegs eðlis og létu í Ijós mjög
ákveðnar efasemdir um hæfni sov-
ésku áhafnarinnar til þess að bregð-
ast við því. I síðustu viku var birt
bréf í sovésku tímariti frá yfirmanni
á sovéskum kjamorkukafbáti og
kvartaði hann undan lítilli og lélegri
þjálfun áhafna á kjarnakljúfana.
Echo-2 kafbátar eru meðal hinna
elstu í þjónustu Rauða flotans, en
á Kólaskaga
alls eru 29 slíkir kafbátar enn í notk-
un. Þeir hafa til þessa þótt öruggir.
Þeir voru smíðaðir á árunum
1961-67, eru 6.200 tonn og áhöfnin
er 90 manns. í þeim eru yfirleitt
átta SS-N-12 kjarnorkueldflaugar
og 20 tundurskeyti og eru sum þeirra
einnig með kjamaoddi.
Sjá einnig fréttir á síðu 22-3:
„Eldsvoði í sovéskum . . .“
Reuter
Sovéski kafbáturinn í togi á leið
til Severomosk á Kólaskaga. A
myndinni má greina reyk ft-á
kafrátnum, en hólfin sýna hvar
skotrennur kjarnaflauganna eru.
Fang fær nor-
ræn frelsis-
verðlaun
Stokkhólmi. Reuter.
KÍNVERSKI andófsmaðurinn
dr. Fang Lizhi, sem dvelst
ásamt eiginkonu sinni í banda-
ríska sendiráðinu í Peking,
hefur fengið norræn frelsis-
verðlaun, sem veitt eru af
danska dagblaðinu Politiken
og sænska blaðinu Dagens
Nyheter. Verðlaunin nema
10.000 Bandaríkjadölum.
„Frelsisverðlaun ársins 1989
eru veitt Fang Lizhi í viðurkénn-
ingarskyni fyrir framlag hans
til lýðræðishreyfingarinnar [í
Kína] og sem tákn um stuðning
okkar við markmið hreyfingar-
innar,“ sagði Arne Ruth, menn-
ingarritstjóri Dagens Nyheter.
Þrátt fyrir að Fang kæmi
opinberlega hvergi nærri lýð-
ræðishreyfingunni, sem var
brotin á bak aftur með ljölda-
morðum kínverska alþýðuhers-
ins á Torgi hins himneska friðar
hinn 4. þessa mánaðar, leit
kommúnistastjórnin á hann sem
augljósan hvatamann hennar.
Að sögn Dagens Nyheter hef-
ur Fang verið greint frá verð-
launaveitingunni og kvaðst hann
taka við þeim með mikilli
ánægju. Verðlaunaathöfnin mun
fara fram í Kaupmannahöfn
hinn 10. september. Verðlaunin
voru fyrst veitt Lech Walesa,
leiðtoga Samstöðu í Póllandi árið
1982.