Morgunblaðið - 27.06.1989, Síða 4

Morgunblaðið - 27.06.1989, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JUNÍ 1989 Lífríki í Mývatnssveit: Líkur á litlu anda- varpi vegna átubrests Viðgerð á Mariane tekur þriá mánuði firindavík. ÁSTAND lífríkisins í Mývatni og efri hluta Laxár í Laxárdal er verra i sumar en í fyrra vegna átubrests, en siðastliðið sumar var átubresturinn eingöngu bundinn við Mývatn. Samkvæmt upplýsing- um Árna Einarssonar, starfsmanns Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn, eru taldar litlar líkur á að andavarp verði mikið við þessi skilyrði, og jafnframt muni silungsveiði varla glæðast fyrst um sinn. Samkvæmt upplýsingum Árna Grindavík. MARIANE Danielsen, danska skip- ið sem var dregið út úr innsigling- unni í Grindavíkurhöfii í apríl er nú til viðgerða hjá NAUTA-skip- asmíðastöðinni í Póllandi. Guðlaugur R. Guðmundsson hjá Lyngholti sf., sem á skipið, sagði í viðtali við Morgunblaðið að viðgerðin tæki lengri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi, eða um 3 mánuði í stað tveggja. Botninn hafi litið verr út þegar hann var skoðaður nánar úti’ í Póllandi. Siglingin út gekk mjög vel að sögn Guðlaugs og tók aðeins 9 daga í góðu veðri, dælur skipsins höfðu vel undan leka sem var í skip- inu og áhöfnin átti náðuga daga. Guðlaugur sagði að reynsla íslend- inga af þessari skipasmíðastöð væri góð, þama hefðu til dæmis verið unnar breytingar á Japanstogurum og áætlanir staðist vel. Aðspurður hvort viðgerðin borgaði sig sagði Guðlaugur að þrátt fyrir ófyrirséðar tafir í Njarðvíkurhöfn og meiri við- gerðarkostnað en gert var ráð fyrir í byijun væru Lyngholtsmenn enn „réttu megin við núllið." PÓ benda niðurstöður árlegrar fugla- talningar í Mývatnssveit og við Laxá í Laxárdal til þess að fækkun hafi orðið í stofnum flestra anda- tegunda á þessum slóðum, en topp- andarstofninn hafi þó tvöfaldast undanfarin tvö ár í kjölfar mikillar aukningar á homsíli, sem er aðal- fæða toppandarinnar. Húsöndum hafi hins vegar fækkað um helm- ing í vor, og nokkuð hafí borið á því að endurnar hafi fallið úr hor undanfamar vikur, en flestar hafi þær þó flutt sig niður í Aðaldal. Hann segir engin dæmi vera um að slíkt hafi gerst undanfarin 15 ár, en helsta ástæðan sé talin sú að bitmý í Laxá hefur drepist í stórum stíl í vor, en lirfur þess séu ein helsta fæða húsandarinnar. Frúmorsök þessa sé ókunn, en Árni telur að ekki sé um að kenna kaldri veðráttu í vor. Hann segir mikla varglirfu hafa verið í Laxá í vetur, sem lofað hafi góðu um átuskilyrði þar, en ljóst sé að bitmýið hafi misfarist áður en flug- an náði að kvikna. VEÐUR I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa isiands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 27. JUNI YFIRLIT í GÆR: Yftr Grænlandi er 1.018 mb hæð, en 990 mb lægð um 800 km austnorðaustan af Langanesi hreyfist norðaust- ur. Skammt suðvestur af Vestmannaeyjum er 1,002ja mb lægð sem hreyfist lítið í bili en 1.005 mb lægð við Hvarf fer austur. Fremur svalt verður áfram, þó verður þokkalega hlýtt um hádaginn suðvest- anlands. SPÁ: Fremur hæg suðaustlæg átt um mest allt land. Dálítil rigning um sunnanvert landið en úrkomulítið og skýjað með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 6—11 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austlæg eða norðaustlæg átt. Víðast bjart veður vestantil á landinu en skýjað austanlands og líkiega skúrir á Suðausturlandi. HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðlæg átt. Skýjað norðanlands, líklega bjart veður vestanlands og léttir til á Suðausturlandi. Fremur svalt báða dagana , þó líklega 12—15 stiga hiti suðvestan- lands að deginum. y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur j~7 Þrumuveður Tfr * ði f § W > ¥ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 5 alskýjað Reykjavik 9 léttskýjað Bergen 14 skúrir Helsinki 23 hálfskýjað Kaupmannah. 23 þokumóða Narssarssuaq 8 skýjað Nuuk hátfskýjað Ósló 21 skýjað Stokkhólmur 25 heiðskírt Þórshöfn 10 skýjað Algarve 26 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Berlin 30 hálfskýjað Chicago 22 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 27 léttskýjað Glasgow 14 skýjað Hamborg 28 hálfskýjað Las Palmas vantar London 22 skýjað Los Angeles 16 heiðskirt Lúxemborg 25 léttskýjað Madrid 32 mistur ‘ Malaga 35 heiðskírt Mallorca 30 hálfskýjað Montreal 23 skýjað New York 23 þokumóða Orlando 24 léttskýjað París vantar Róm 26 léttskýjað Vín 25 skýjað Washington 26 þokumóða Winnipeg vantar Hrossaútflutningur tilEB: Ovíst hvort reglugerð- in eigi við um reið- hesta NÆSTU daga fæst væntanlega úr því skorið hvort reglugerð Evrópubandalagsins um bann við innflutningi fersks lq'öts og lifandi dýra firá íslandi til landa í EB, sem tók gildi um síðustu mánaðamót, eigi við um reið- hesta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur ekki verið mótað að fullu^hvernig að framkvæmd reglu- gerðar Evrópubanijalagsins verður staðið. Fari svo að hún verði látin gilda um reiðhesta jafnt sem slátur- hross sé þó ekki ólíklegt að undan- þágur varðandi reiðhesta fáist, verði um það sótt. Á þessu stigi þykir þó allt benda til þess að hún verði ekki látin ná til reiðhesta, en úr því verði væntanlega skorið í vikunni. 54 milljóna gjaldþrot Evrópu Gjaldþrotaskiptum á búi veit- ingahússins Evrópu, sem var til húsa við Borgartún í Reykjavík, lauk fyrir nokkru. Ekki fengust greiðslur upp í lýst- ar kröfur, sem námu tæpum 54 milljónum, auk vaxta og kostnaðar eftir upphafsdag skipta. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úr- skurði skiptaréttar Reykjavíkur þann 30. september á síðasta ári. Sigluggrður: Gránaði niður í miðjar hlíðar Siglufirði. Eftir nokkurn hlýindakafla hafa veður skipazt í lofti hér í Siglufírði. Á mánudagsmorgun hafði gránað niður í miðjar hlíðar og hríðarhraglandi var á. Þykir okkur fullsnemmt að farið sé að hausta eftir stutt sum- ar og ekkert vor. Ákaflega dauft er nú yfír öllu. Stærstu fyrirtækin hafa lokað vegna sumarfría og lítið er um vinnu fyrir unglingana. Bátarnir fiska lítið, en þó hefur verið kropp í snurvoðina inni á Skagafirði. Voðarbátarnir hafa fengið tvö tonn og meira af kola, sem seldur er suður á markað. Togararnir hafa hins vegar verið í góðri veiði fyrir austan. Tveir af togurum Þormóðs ramma liggja við bryggju vegna fríanna, en einn er á veiðum og landar sennilega á markað fyrir sunnan. Hvórt þetta ástand ræður því að nú eru 30 til 40 íbúðir til sölu hér í Siglufirði, skal ósagt látið, en einhver áhrif kann það að hafa. Matthías Fimm veiði- þjófar gripnir við Elliðaár Oryggisgæzlufyrirtækið Secu- ritas hóf næturvörzlu við Elliða- árnar síðastliðna helgi. Fyrstu nóttina sem gæzla var við ánna gripu öryggisverðir fimm menn sem voru að renna fyrir lax í heimildarleysi, fjóra unglinga og einn útlending. Að sögn Hannesar Guðmunds- sonar hjá Securitas báru nætur- veiðimennirnir allir við ókunnug- leika og sögðust halda að það mætti veiða ókeypis ofarlega í án- um, þar sem þeir voru allir gripnir. Þeir hefðu hins vegar verið á miklu laxasvæði og vel búnir veiðitækj- um. * Reykjavík: 109 teknir fyrir hraðakstur um helgina LÖGREGLAN I Reykjavík tók 109 ökumenn fyrir of hráðan akstur á tímabilinu frá fostu- dagsmorgni til mánudagsmorg- uns síðastliðins. Sá, sem hraðast ók var bifhjólamaður á Suður- landsvegi, sem var tekinn á 157 km hraða. Ölvun við akstur var með minna móti; sex voru teknir ölvaðir á bíl um helgina, en þar að auki var talið að ölvun hefði komið við sögu í tveimur minniháttar umferðar- slysum. Mannflöldi veitt- ist að lögreglu- þjónum NOKKUR mannQöIdi veittist að lögregluþjónum í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dagsins er þeir voru að reyna að stilla ölvaðan mann, sem hafði slasazt í slagsmálum. Fólkið sparkaði í lögregluþjónana, hrækti á þá og reyndi að skella þeim í götuna. Lögreglunni tókst að halda fólkinu frá unz aðstoð barst. Þrir úr hópnum voru handteknir. Tildrög atviksins voru þau, að lögregluþjónar sáu til ungs manns, sem gekk um bæinn alblóðugur og æstur og reyndi að slá til vegfar- enda. Er lögregluþjónamir reyndu að stilla hann og gera honum ljóst að hann þyrfti á læknisaðstoð að halda, brást hann hinn versti við. Fljótlega dreif að fjölda unglinga, sem vildu reyna að ná manninum úr höndum lögregluþjónanna. Þrír úr hópnum voru færðir á lögreglu- stöðina og einn þeirra geymdur í fangageymslu yfir nóttina. Sá blóð- ugi reyndist með djúpan skurð í andliti og nefbrotinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.