Morgunblaðið - 27.06.1989, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
Sigmundur Guðbiamason háskólarektor:
Háskóli Islands verður stöðugt
að berjast fyrir eigin sjálfstæði
Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands, tekur í hönd nýbrautskráðs kandídats.
Morgunblaðið birtir hér í heild
ræðu sem háskólarektor flutti á
Háskólahátíð laugardaginn 24.
júní síðastliðinn.
Kæru kandidatar og góðir gestir,
ágætu samstarfsmenn. Eg býð ykk-
ur hjartanlega velkomin til þessarar
hátíðar þegar Háskóli íslands heiðr-
ar einn af virtustu sonum þessa
lands og þegar við afhendum glæsi-
legum kandidötum prófskírteini í
námslok.
Fyrst verður lýst kjöri heiðurs-
doktors en Háskóli Íslands hefur
staðfest þá ályktun viðskipta- og
hagfræðideildar að sæma dr. Jó-
hannes Nordal doktorsnafnbót í
heiðursskyni. Doktorsefnið hefur
fallist á að þiggja doktorsnafnbót-
ina og mun forseti viðskipta- og
hagfræðideildar prófessor Þorvald-
ur Gylfason nú lesa formála fyrir
doktorskjöri og afhenda doktors-
bréfið.
Vegna Háskóla íslands lýsi ég
því yfír að dr. Jóhannes Nordal er
að réttum lögum kjörinn heiðurs-
doktor frá Háskóla Islands. Óskum
við nýkjömum heiðursdoktor til
hamingju með vegsemd þessa. Há-
skóla Islands er það mikill vegsauki
að mega sæma Jóhannes Nordal
doktorsnafnbót í heiðursskyni.
Háttvirta samkoma.
Á þessu háskólaári hefur starf-
semi Háskóla íslands gengið vel.
Starfsaðstaðan hefur batnað með
auknum húsakosti og tækjabúnaði
og afköst hafa aukist með örvandi
rannsókna- og framgangskerfí.
Nýtt húsnæði var tekið í notkun
fyrir ýmsar undirstöðugreinar í
læknadeild í nýbyggingu lækna-
deildanna við Vatnsmýrarveg og
við þá flutninga skapaðist aukið
rými fyrir aðrar greinar svo sem
lyíjafræði lækna og eiturefnafræði
svo og fyrir líffræðigreinar Raun-
vísindadeildar. Síðastliðið haust var
Tæknigarður tekinn formlega í
notkun en sú bygging var reist af
þremur aðilum, af Tæknigarði hf.
og af Raunvísindastofnun Háskól-
ans og Háskóla íslands. í byggingu
þessari er Reiknistofnun Háskólans
til húsa og starfaðstaða fyrir kenn-
ara og aðra sérfræðinga í tölvunar-
fræði, eðlisfræði og jarðeðlisfræði.
í þeim hluta hússins sem er í eigu
Tæknigarðs hf. er einnig aðstaða
til rannsókna- og þróunarstarfa,
einkum fyrir verkefni á sviði tölvu-
og upplýsingatækni og tengdum
greinum. Markmiðið með Tækni-
garði er að skapa hagstætt um-
hverfi til nýsköpunar og þróunar í
atvinnulífinu, að skapa hreiður fyr-
ir frumkvöðla og nýja atvinnustarf-
semi, t.d. fyrir kandidata sem vilja
reyna vængina með því að þróa
nýjar hugmyndir og jafnvel stofna
ný fyrirtæki. í Tæknigarði er unnt
að fá margs konar þjónustu og er
þar einnig veitingasala. Tæknigarð-
ur er hlutafélag, en hluthafar eru
Háskóli íslands, Reykjavíkurborg,
Þróunarfélag íslands, Félag
íslenskra iðnrekenda, Tækniþróun
hf. og Iðntæknistofnun íslands.
Tæknigarður í þessu formi varð að
veruleika með stuðningi Reykjavík-
urborgar og fyrir framsýni Davíðs
Oddssonar borgarstjóra sem gerir
sér vel Ijóst hvemig slík starfsemi
getur styrkt atvinnuþróun almennt
og þá einnig í Reykjavík. Með
stuðningi Reykjavíkurborgar og í
samvinnu við Rannsóknarráð ríkis-
ins er að rísa á Keldnaholti önnur
bygging sem verður rannsóknar-
stöð og tilraunaverksmiða fyrir þró-
un í líftækni og efnaiðnaði. Há-
skóli íslands mun í enn frekari
mæli verða aflgjafí og uppspretta
nýrra hugmynda sem nýtast munu
víða í íslensku þjóðlífí og þá ekki
síst í atvinnulífi landsmanna. Há-
skóli íslands styður atvinnuþróun-
ina beint og óbeint, m.a. hefur
Háskólinn tekið þátt í stofnun
tveggja nýrra fyrirtækja á sviði
líftækni.
Stuðningur við þessa viðleitni
Háskólans kemur víða að úr þjóð-.
félaginu, frá einstaklingum og fyr-
. irtækjum. Nýlega samþykkti jám-
blendifélagið hf. að veita styrk til
að stofna tímabundna. stöðu rann-
sóknarprófessors í þéttefnisfræði
við Háskóla íslands. Hlutverk þessa
prófessors er að stunda grundvall-
arrannsóknir í þéttefnisfræði og
vera jafnframt Jámblendifélaginu
til ráðuneytis á þessu fræðisviði.
Staða þessi hefur verið veitt dr.
Þorsteini Sigfússyni að tillögu
Raunvísindadeildar. Um leið og ég
óska dr. Þorsteini Sigfússyni til
hamingju með þessa viðurkenningu
og verðskuldaðan stuðning þá færi
ég Jóni Sigurðssyni forstjóra Jám-
blendifélagsins þakkir fyrir þann
sóma sem hann og aðrir forsvars-
menn fyrirtækisins sýna Háskóla
Islands með þessum hætti. Vegleg-
ir styrkir og tæki bámst einnig á
árinu frá tölvufyrirtækinu Apple og
frá Radíobúðinni til rannsókna und-
ir stjórn Jóhanns Malmquist pró-
fessors og þakka ég forsvarsmönn-
um þessara ágætu fyrirtækja. Þá
er ljúft að geta minningargjafar,
en böm og bamaböm Einars Ás-
mundssonar sem almennt var
nefndur Einar í Sindra, og konu
hans Jakobínu Þórðardóttur gáfu
Háskóla íslands 260 þúsund krónur
í minningu þessara merku hjóna
og sona þeirra Magnúsar og Ás-
mundar Einarssonar. Þakka ég gef-
endum fyrir stórhug þeirra og
stuðning.
Háskóli íslands hefur margþættu
hlutverki að gegna í lífí íslensku
þjóðarinnar og hið mikilvægasta er
viðvarandi barátta fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar, hvort heldur stjóm-
málalegu, efnahagslegu eða menn-
ingarlegu sjálfstæði. En Háskóli
íslands verður einnig stöðugt að
beijast fyrir eigin sjálfstæði gagn-
vart stjómvöldum á hverjum tíma
og jafnframt að gæta sjálfstæðis í
samskiptum við aðra, hvort sem um
er að ræða stofnanir, fyrirtæki eða
samtök. Vert er að nefna tvö dæmi
um nauðsyn á sjálfstæði Háskóla
íslands, fyrra dæmið er deilan við
fyrrverandi menntamálaráðherra
um stöðuveitingu, síðara dæmið er
frá kjarabaráttu háskólamenntaðra
manna.
í júlímánuði á síðasta ári hófst
deila milli þáverandi menntamála-
ráðherra og Háskóla íslands um
stöðuveitingu og snérist deilan um
faglega hæfni þess umsækjanda
sem ráðherra veitti kennarastöð-
una. Dómnefnd taldi umræddan
umsækjanda ekki ótvírætt hæfan
til starfsins og snerist deilan um
það hvort faglegar forsendur ættu
að ráða vali manna í kennarstöður
eins og Háskóli íslands telur nauð-
synlegt eða hvort önnur sjónarmið
eigi jafnframt að hafa áhrif á slíkar
stöðuveitingar. í kjölfar þessarar
deilu samþykkti háskólaráð tillögur
um breytingar á lögum um Háskola
íslands þar sem leitast var við að
koma í veg fyrir slíkar deilur með
því að fela Háskólanum að velja
hæfustu menn í kennarastöður á
hveijum tíma að undangengnu
hæfnismati dómnefnda. Ríkis-
stjómin lagði síðan fram frumvarp
til laga sem fól í sér slíkar breyting-
ar og þakkar Háskóli íslands Svav-
ari Gestssyni menntamálaráðherra
fyrir frumkvæði hans og fram-
göngu í þessu mikilvæga máli. Með
þessum lagabreytingum er sjálf-
stæði Háskólans aukið svo og
ábyrgð hans við val á kennurum.
Ágreiningur í þessum efnum hefur
oft komið upp milli Háskólans og
ráðherra í meira en hálfa öld.
Síðara dæmið um nauðsyn á
sjálfstæði Háskólans er nýleg kjara-
deila BHMR og ríkisvaldsins. Þótt
háskólakennarar deili lélegum kjör-
um með öðmm háskólamenntuðum
mönnum í þjónustu ríkisins þá kusu
þeir að semja sjálfir um eigin kjör
en fóru ekki í samflot með BHMR
og með þeim hætti í verkfall. Máttu
menn vart til þess hugsa að valda
nemendum og þá ekki síst ykkur
kandidötum tjóni og ómældum erf-
iðleikum með verkfalli og öðmm
þeim sárindum sem þeim fylgja.
Verkfallsvopnið er beitt, það er
tvíeggjað og særir oft þann sem
síst skyldi. Háskólakennarar kusu
að beita ekki þessu vopni þrátt fyr-
ir léleg launakjör. í slíku máli er
sjálfstæði Háskóla íslands einnig
mjög mikilvægt.
Nauðsynlegt er að vekja athygli
á því að léleg launakjör háskóla-
menntaðra menna og ekki síður
háskólakennara hafa margvísleg og
óheillavænleg áhrif, þegar litið er
til lengri tíma.
í fyrsta lagi hafa léleg launakjör
bein áhrif á störf manna, á ein-
beitingu og afköst. Láleg laun leiða
til eftirsóknar eftir launuðum auka-
störfum ýmiskonar. Starfskröftum
verður dreift of víða og verða þá
afköst og afrakstur lélegri og ófull-
nægjandi. í öðra lagi hafa léleg
laun háskólamenntaðra manna
áhrif á eftirsókn eftir menntun.
Menntun verður síðar eftirsóknar-
verð en framtíðin krefst aukinnar
menntunar fleiri þjóðfélagsþegna.
Langtímaáhrif verða alvarleg ef
uppbygging á þekkingu og fæmi
verður hægfara því þá verður
færsla þekkingar og tækni inn í
landið torveldari, sem síðan hefur
bein áhrif á menntakerfið, heil-
brigðisþjónustuna og alla atvinnu-
þróun og þá um leið á samkeppnis-
aðstöðu íslenskra fyrirtælq'a.
Einn þáttur enn í sjálfstæðis-
baráttu Háskólans er eigin ráðstöf-
unarréttur á sjálfsaflafé. Háskóli
íslands hefur notað eigin tekjur af
rekstri Happdrættis Háskólans til
nýbygginga og til að bæta starfsað-
stöðuna, þ.e. til kaupa á tækjum
og búnaði, til endumýjunar á hús-
gögnum og til viðhalds húsa og
lóða. Því miður er samdráttur í
sölu skafmiða og munum við innan
skamms bjóða fram nýja skafmiða
og tvöfalda bæði verð og vinninga
í þeirri von að auka telq'umar á ný.
Aukin framtakssemi og aukið
sjálfsaflafé Háskólans hefur einnig
aukið ásókn fjármálaráðuneytisins
í þetta sjálfsaflafé til ráðstöfimar í
rekstur sem greiddur hefur verið
úr ríkis sjóði. Baráttan fyrir sjálf-
stæði Háskólans heldur þannig
áfram þó með öðmm hætti sé.
Hætta er á að sjálfsbjargarviðleitn-
in verði kæfð ef skattlagningin vex
enn frekar en verið hefur en jafn-
vel Háskóli íslands verður að greiða
20% skatt af eigin tekjum.
Nú er tími samdráttar og spam-
aðar í ríkisrekstri og hefur Háskól-
inn fengið sömu fyrirmæli og aðrar
stofnanir um sparnað. Slíkur sam-
dráttur verður erfíður því hann
kemur allur niður á síðari hluta
ársins eða á haustmisseri. Takmörk
em fyrir því hve mikið er unnt að
fella niður af námskeiðum því í
ýmsum greinum er námið nánast
alveg bundið og því lítið svigrúm
til niðurskurðar. Viðleitni Háskól-
ans er að auka hagkvæmni í rekstri
og gera mönnum kleift að nýta sem
best það sem boðið er fram. Jafn-
framt hefur verið farin sú leið að
láta menn keppa um fé til rann-
sókna og tækjakaupa, að veita að-
eins fé til vel skilgreindra þarfa og
raða slíkum umsóknum í forgangs-
röð.
Háskóli íslands mun halda áfram
að undirbúa framhaldsnám til
meistaraprófs og skapa þannig skil-
yrði til að mennta menn til sjálf-
stæðra vísindastarfa, en það er ein-
mitt eitt af megin hlutverkum Há-
skólans. Þá munu rekast á sem
fyrr tvö ólík markmið, annars vegar
Háskóli Islands:
363 kandídatar
brautskráðir
363 kandídatar voru braut-
skráðir frá Háskóla íslands
síðasta laugardag. Á hátíðinni
var lýst heiðursdoktorslqöri dr.
Jóhannesar Nordals, Seðla-
bankastjóra, við viðskipta- og
hagfræðideild. Fjölmenni var
við hátíðina í Háskólabíói.
Dr. Þorvaldur Gylfason, próf-
essor og forseti viðskipta- og hag-
fræðideildar, lýsti heiðursdoktors-
kjöri Jóhannesar Nordals. Sig-
mundur Guðbjamason, háskóla-
rektor, ávarpaði kandídata og
ræddi um málefni Háskólans.
Guðný Guðmundsdóttir fiðiu-
leikari og Gunnar Kvaran selló-
leikari léku Duo eftir Jón Nordal
fyrir hátíðargesti. í lok athafnar-
innar söng Háskólakórinn nokkur
lög undir stjóm Áma Harðarson-
ar. Þetta var í síðasta sinn sem
Ámi stjómar kórnum opinberlega
en hann lætur af kórstjórn í haust
eftir 6 ára starf.
Gestir á háskólahátíð troðfylltu
Háskólabíó á laugardag. Sjón-
varpstækjum var komið fyrir í
anddyri bóísins svo að gestir gætu
fylgst þar með því sem fram fór
á sviðinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Á háskólahátíð lýsti Þorvaldur Gylfason, forseti viðskipta- og
hagfræðideildar, heiðursdoktorskjöri Jóhannesar Nordals Seðla-
bankastjóra.