Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 20

Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989 YFIRLÝSING ÞANN 20. júní síðastliðinn var felldur í Sakadómi Reylgavikur dom- ur yfir Halli Magnússyni blaðamanni, vegna skrifa hans um fram- kvæmdir í Viðeyjarkirkjugarði. Dómurinn var kveðinn upp á grund- velli 108. greinar hegningarlaga, sem virðist til þess eins fallin að forða embættismönnum frá gagnrýni, réttri sem rangri. í tengslum við umrætt mál hefur vararíkissaksóknari boðað að þessari grein skuli nú í framtiðinni beitt í rikari mæli. I tilefni af þessu viljum við undir- ritaðir íslenskir rithöfundar lýsa því yfir að við teljum þetta ákvæði hegningarlaganna vera hin verstu ólög, og alls ekki samrýmast nú- tímakröfum um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Jafnframt því sem við mótmæl- um svo hættulegri atlögu að mál- frelsi sem téður dómur er, skorum við á Alþingismenn að sjá svo um að þessi lagagrein verði felld úr gildi. Alfrún Gunnlaugsdóttir, Birgir Sigurðsson, Elías Mar, Einar Bragi, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Fríða A. Sigurðardóttir, Guðmundur Daníelsson, Guðmund- ur Andri Thorsson, Gyrðir Elíasson, Halldór Laxness, Hannes Sigfús- son, Indriði G. Þorsteinsson, ísak Harðarson, Jón úr Vör, Kristín Ómarsdóttir, Kristján Árnason, Kristján frá Djúpalæk, Ólafur Gunnarsson, Sigfús Daðason, Sig- urður Pálsson, Sigurður A. Magn- ússon, Siguijón Birgir Sigurðsson (Sjón), Stefán Hörður Grímsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Thor Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir, Þorsteinn frá Hamri, Þórarinn Eldjárn. Morgunblaðið/Emilía Guðný Guðmundsdóttir, Petri Sakari, Helga Þórarinsdóttir og Gunn- ar Kvaran á æfingu. Einar Jóhannsson klarinettleikari mun einnig leika á tónleikunum annað kvöld. Bústaðakirkj a: Kammertónleikar til styrktar tónlistarhúsi Kammertónleikar verða í Bú- staðakirkju annað kvöld klukkan 20.30. Þar mun strengjakvartett skipaður Guðnýju Guðmundsdótt- ur, Petri Sakari, Helgu Þórarins- dóttur og Gunnari Kvaran, ásamt Einari Jóhannssyni klarinettleik- ara leika tvö verk. Allur ágóði af tónleikunum rennur til bygg- ingar tónlistarhúss. Á efnisskrá eru tvö verk. Klari- nettkéintett í h-moll op. 115 eftir Brahms og strengjakvartett op. 59 nr. 2 eftir Beethoven. Tónleikarnir annað kvöld eru fyrstu tónleikar strengjakvartettsins en hljóðfæra- leikararnir hafa æft saman frá því í haust. Auk þess er þetta í fyrsta skipti sem Petri Sakari, aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, kemur fram sem fiðluleikari hér á landi. William J. Crowe, yngri, formað- ur bandaríska herráðsins. Crowe aðmíráll heimsæk- ir Island FORMAÐUR bandaríska herráðs- ins, William J. Crowe aðmíráll, kemur til landsins í dag og mun eiga viðræður við Jón Baldvin Ilannibalsson, utanrikisráðherra, sem og forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson. Island er síðasti viðkomustaður Crowes í Evróp áður en hann heldur heim, en hann var í tíu daga langri opinberri heimsókn í Sovétríkjunum. Sú heimsókn var fyrsta heimsókn formanns bandaríska herráðsins til Sovétríkjanna, en með henni endurg- alt Crowe heimsókn Sergejs Akromejevs, fyrrverandi yfirmanns sovéska herráðsins og vamarmála- ráðherra, til Bandaríkjanna á síðasta ári. Crowe fæddist árið 1925 og lauk liðsforingjaprófi frá herskóla flotans. Auk þess er hann magister í kennslu- fræði frá Stanford háskóla og dokt- or í stjórnmálafræði frá Princeton. Hann var skipaður í núverandi emb- ætti árið 1985 af Ronald Reagan,' fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Crowe er kvæntur og á þijú börn, en kona hans, Shirley, kemur með honum til íslands. Heimsóknin stendur yfir í einn dag. 70 ÁRA AFMÆLI Margt gert til hátíðarbrigða Vestmannaeyjum. HÁTÍÐARHÖLD vegna 70 ára afinælis Vestmannaeyjabæjar hófiist sl. laugardag. Hátíðarhöldin standa í eina viku og verður ýmislegt gert til hátíðarbrigða. Hátíðarhöldin hófust með leik lúðrasveita á Stakkagerðistúni eftir hádegi á_ laugardag. Síðan flutti Ragnar Óskarsson, forseti bæjar- stjórnar, ávarp og setti hátíðina formlega. Ragnar sagði í upphafði máls síns frá því að næstu daga yrði hátíð í Eyjum í tilefni þess að 70 ár væru síðan Vestmannaeyjabær öðlaðist kaupstaðarréttindi. „Við höldum hátíð, komum saman, gerum okkur dagamun og minnumst þess um leið hvernig Vestmannaeyjabær á 70 árum breyttist úr litlu sjávarþorpi í þann myndarbæ sem hann nú er. Við minnumst þeirra fjölmörgu sem með óbilandi trú og atorku skópu það samfélag sem við lifum og hrær- umst í í dag,“ sagði Ragnar. Hann sagði síðan frá því að 1. janúar 1919 hefðu tekið gildi lög um bæjarstjórn Vestmannaeyja og með Fréttir daglega Vestmannaeyjum. BLAÐIÐ Fréttir sem reglulega er gefið út tvisvar í viku í Eyjum verður í þessari viku gefið út daglega. Að sögn Gísla Valtýssonar, rit- stjóra, er ástæða þess að ráðist er í útgáfu dagblaðs nú að um þesar migidir eru liðin 15 ár fyá því út- gáfa Frétta hófst. Hann sagði að þetta færi einnig vel saman með hátíðarhöldunum sem stæðu nú yfir vegna afmælis Vestmannaeyjabæj- ar. Fyrsta dagblað Frétta kom út í gær og mun blaðið koma út dag- lega alla þessa viku. Grímur þeim hafi Vestmannaeyjabær öðlast kaupstaðarréttindi. Með kaupstaðar- réttindunum hefði staða Vestmanna- eyja breyst og mikil framfararsókn hefði átt sér stað. Hann sagði að Vestmanneyingar yrðu að læra af fortíðinni og meta reynslu liðinna kynslóða til þess að byggja upp framtíðina. Það mætti aldrei sofna á verðinum og ávallt yrði að nota hveija stund til þess að vinna bæjar- félaginu allt það gagn sem hægt væri. Ragnar las upp heillaóskir sem bænum hefðu borist í tilefni af- mælisins og tók við gjöfum sem bænum voru færðar en sagði síðan hátíðina setta. Eftir setningu hátíðarinnar var haldið í íþróttahúsið þar sem lúðra- sveitamót Sambands íslenskra lúðra- sveita fór fram. Seinnipart laugardags voru síðan opnaðar sýningar á sögu Vestmann- eyjahafnar og póstsögu Vestmanna- eyja, í Safnahúsinu. Hilmar Rósmundsson, formaður hafnarstjómar, opnaði sögusýningu hafnarinnar. í ávarpi sem hann fjutti við opnunina rakti hann í stuttu máli þróun hafnarframkvæmda í Eyjum og lýsti þeim mikla stórhug sem ríkti er hafist var handa við hafnarframkvæmdir í Eyjum. Arnaldur Bjamason, bæjarstjóri, opnaði póstsögusýninguna. I ávarpi sem hann flutfy kom fram að allt það safn póststimpía, kQrta og fl. sem á. sýningunni væru, væru í eigu Guð- mundar Ingimundarsonar sem væri búinn að safna þessu saman á sl. 15 ámm. Þakkaði Arnaldur Guð- mundi fyrir að lána safnið til sýning- arinnar, og þann velvilja og áhuga sem hann hefði sýnt Vestmannaeyj- um með því að ná þessu safni saman. Grímur Harri Holkeri forsætisráðherra Finnlands: Viljum alls ekki teíja fyrir Mverslun með fisk Helsinki, Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgrinblaðsins. HARRI Holkeri, forsætisráð- herra Finna, sem kom til íslands í opinbera heimsókn í gær, sagði í viðtali við fréttaritara Morgun- blaðsins rétt fyrir brottför frá Finnlandi, að Finnar hefðu verið fyrstir að viðurkenna nauðsyn þess að koma á fríversiun með fisk innan EFTA. Þær minni- háttar undantekningar sem varða verslun með Eystra- saltssíld (strömming) og eldislax beinast að hans sögn alls ekki gegn Islendingum. Það eru aðal- lega Svíar og Finnar sem veiða Eystrasaltssíld, en hjá Finnum hefur þessi fiskur einna helst þá þýðingu að halda skerjagarð- inum í byggð. „Eg hef oft verið spurður hvað það muni líða langur tími þar til fríverslunin kemst í framkvæmd. Svar mitt er að tíminn verður ör- ugglega lengri en stór Eystra- saltssíld en hann verður samt mun stýttri en draumalaxinn minn,“ segir Holkeri og bætir svo við: „Við Finnar skiljum vel hversu mikið íslendíngar eiga undir fisk- verslun og fiskveiðum." Um samstarf landanna innan EFTA í heild segist Holkeri vera fullviss um að íslendingar kunni að gæta hagsmuna Finna og ann- arra EFTA-þjóða þegar íslending- ar fara með formennsku í fríversl- unarsamtökunum. Að hans sögn hafa íslendingar skilið sjónarmið Finna mjög vel. Hann hlær þegar minnst er á vantraustið sem sagt var að sumir embættisrnenn hefðu borið í garð íslendinga varðandi getu þeirra til að fara með for- mennsku í EFTA. „íslendingar hafa alltaf skilið þarfir okkar Finna mjög vel enda hefur samstarf landanna alltaf gengið snurðulaust,“ segir Hol- keri. Þótt þetta sé í fyrsta skipti sem finnskur forsætisráðaherra kemur í opinbera heimsókn til ís- lands eru forsætisráðherrar þess- ara þjóða engan veginn ókunnugir hvor öðrum. Holkeri segist hafa átt góðar viðræður við Steingrím Hermannsson á Norðurlandaráðs- þinginu í Stokkhólmi, á EFTA- fundinum í Ósló og á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlanda sem haldinn var í Imatra í Finnlandi fyrir nokkrum vikum. Holkeri lagði mikla áherslu á það hversu vel Finnar og íslending- ar skildu sjónarmið hvor annars. Hvað þá um að Finnar kæmu ís- lendingum til liðs í hvalamálinu? „Við höfum skilið sjónarmið ís- lendinga. Ef Finnland ásamt öðr- um Norðurlöndum hefði ekki skilið sjónarmið íslendinga hefði hval- veiðum verið hætt fyrir löngu. Áframhaldandi hvalveiðar ganga þvert á það álit sem ríkir í heimin- um í þessu máli. íslendingar skilja sjálfir hvemig málum er háttað," ségir Holkeri. Þorsteinn Pálsson fyrrum for- sætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkiráðherra hafa meðal annars varpað fram hugmyndum um að Norðurlöndin væru ekki með sendiráð hvert hjá öðru. Einnig bárust í vor fréttir um að fáir hefðu viljað taka sendi- herrastöðu Finna í Reykjavík. Hol- keri finnst núverandi kerfi gegna mikijvægu hlutverki: „Ég get skilið sjónarmiðin sem Þorsteinn vinur minn hefur varpað fram út frá því áð ísland hefur tiltölulega lítið bolmagn til að reka sendiráð. Við emm alltaf tilbúnir til að endurskoða samskiptaform Norðurlanda," segir Holkeri en bendir samt á að sendiráð Finn- lands í Stokkhólmi sé meðal Harri Holkeri forsætisráðherra Finnlands og eiginkona hans Lísa, sem komu í opinbera heimsókn til íslands í gær. stærstu sendiráða sem Finnar reka og að varla sé unnt að loka því. Þegar talið berst að áhugaleysi manna á að taka við sendiherra- starfi á Islandi vísar Holkeri öllum þess konar fullyrðingum á bug. Hann segist ekki vita fyrir víst hvað biðröðin hafi verið löng í anddyrinu hjá utanríkisráðherra en honum hefði að minnsta kosti fundist erfitt að ákveða hver væri bestur, því nóg hefði verið af fram- bjóðendum í starfið. Holkeri sagðist hlakka til að koma til íslands þar sem hann ætti marga góða vini og þaðan ætti hann márgar góðar minning- ar. Undirbúningur fyrir heimsókn hans hófst fyrir tveim ámm en í fyrra kom Þorsteinn Pálsson fyrst- ur íslenskra forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Finnlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.