Morgunblaðið - 27.06.1989, Page 21

Morgunblaðið - 27.06.1989, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989 ---í iu—i—; : ■■ : >; i—-i i.r.’i.'m, VESTMANNAEYJABÆJAR Morgunblaðið/Grímur Gíslason. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadótir, var meðal gesta. Forsetimi meðal gesta á aftnælishátíðinni Vestmannaeyjum. FORSETI íslands heimsótti Vestmannaeyjar á sunnudaginn í tilefhi 70 ára afmælis bæjarins. Forsetinn vígði gróðurreit í hlíðum Helgafells og tók síðan þátt í ýmsum hátíðarhöldum vegna aftnælisins. Eyjamar skörtuðu sínu fegursta í tak að koma upp þessum gróðurreit. sumarblíðunni þegar vél flugmála- stjómar renndi að flugstöðinni í Vestmannaeyjum, laust eftir hádegi á sunnudaginn, með forseta Islands og fylgdarlið. Fjöldi fólks var á flug- vellinum til þess að fagna komu for- setans. Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók á móti forsetanum, en í fylgdar- liði hennar voru forsetaritari og ut- anríkisráðherra, Jón Baldvin Hannib- alsson, og frú. Frá flugvellinum var haldið að gróðurreit í hlíðum Helgafells, sem forsetinn vígði. Fjöldi barna, með íslenska fánann í hönd, fagnaði for- setanum er hann kom að gróðurreitn- um. Andrés Sigmundsson, bæjarfull- trúi, flutti þar stutt ávarp en síðan gróðursetti forsetinn þrjár hríslur. Fékk Vigdís bömin til að aðstoða sig við gróðursetninguna. Eitt tréð var fyrir stúlkurnar í hópnum, annað fyrir drengina og það þriðja fyrir komandi kynslóðir. Eftir að forsetinn hafði lokið gróðursetningunni settu bæjarfulltrúar Vestmanneyinga síðan hver niður sína hrísluna. Forsetinn flutti síðan stutt ávarp þar sem hún óskaði Vestmanneying- um til hamingju með afmælið. Hún þakkaði Eyjamönnum fyrir það fram- Hún talaði um þá landeyðingu sem átt hefði sér stað á íslandi og hvatti til þess að vel yrði hlúð að þeim trjám sem gróðursett hefðu verið í reitnum þennan dag. Það þyrfti að græða upp landið og þessi litli reitur gæti orðið upphafið að skógi sem risið gæti í Vestmannaeyjum á komandi árum. Eftir vígslu gróðurreitsins var haldið í Safnahúsið þar sem forsetinn skoðaði sögusýningu Vestmanna- eyjahafnar og sýningu um póstsögu Vestmannaeyja. Frá Safnahúsinu var haldið í Akógeshúsið þar sem opnuð var sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur. Eftir að hafa skoðað sýningu Júlíönu héldu forsetinn og fylgdarlið á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og Kirkjukórs Vest- mannaeyja sem haldnir voru í Sam- komuhúsinu. Á sunnudagskvöldið bauð bæjar- stjóm til veislu í Oddfellowhúsinu. Þar voru auk forseta og fylgdarliðs þingmenn Suðurlands og fyrrverandi bæjarfulltrúar og bæjarstjórar í Vestmannaeyjum. Heimsókn forset- ans lauk laust fyrir miðnætti en þá héldu hann og fylgdarlið hans heim á leið. Grímur Sýning á verkum Júlí- önu Sveinsdóttur V estmannaeyju m. SÝNING á verkuni Júliönu Sveinsdóttur var opnuð í Akógeshúsinu í Eyjum sl. sunnudag. Sýningin er helguð aldaraftnæli listakonunnar en 31. júlí nk. er liðin öld frá fæðingu hennar. Við opnun sýningarinnar fluttí Hermann Einarsson ávarp, en Hermann átti hug- myndina áð sýningunni og hefur borið hitann og þung- ann af uppsetningu hennar. Hann sagði að möguleikar ungrar konu sem dreymdi um að læra myndlist hafi ekki verið miklir upp úr síðustu aldamótum, því í sjávarplássi eins og Vestmannaeyjum hafi fiskur og fiskveiðar verið hin sanna list. Júlíana hafi átt þennan draum og hún hafi ekkert látið aftra sér í því að láta hann rætast. Hún hafi haldið til náms í Reykjavík og síðan erlendis. Hann sagði að hróður listakonunnar hafí átt langa leið heim því hann hafi allur verið erlendis og þar hafi hann risið hátt. Hermann sagði að nú væri hróður listakonunnar löngu kominn heim og það alla leið heim í litla sjávarþorpið. Her- mann færði öllum þeim sem veittu aðstoð við uppsetningu sýningarinnar þakkir og sér- stakar þakkir færði hann ætt- ingjum Júlíönu, Listasafni Is- lands og Útvegsbanka íslands hf. sem hann sagði að hefði veitt ómetanlegan stuðning við að koma sýningu þessari upp. Hermann sagði frá því að ættingjar Júlíönu hefðu ákveðið að færa Listasafni Vestmannaeyja að gjöf vef- stól listakonunnar og skaut- búning sem hún hannaði. Að loknu ávarpi Hermanns talaði Aðalsteinn Siguijóns- son, bankastjóri Útvegsbankans í Eyjum. Hann sagði að bankinn ætti um þessar mundir 70 ára afmæli. Þar sem þetta afmæli færi saman með 70 ára afmæli Vestmannaeyja- bæjar og aldarafmæli Júlíönu hefði Frú Vigdís Finnbogadóttir Forseti Is- lands við uppstillingu af skautbúningi sem Júlíana Sveinsdóttir listmálari saumaði fyrir Alþingishátíðina 1930, en búningur- inn er á yfirlitssýningu í Akogeshúsinu í Vestmannaeyjum í tilefni 100 ára afmælis listakonunnar og 70 ára afmælis Vest- mannaeyjabæjar. Júliana var fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. A sýningunni eru 20 málverk, auk teikninga, mosaik- mynda og vefnaðar. Skautbúninginn gáfú systkynin frá Fögrubrekku í Eyjum Byggðarsaftii Vestmannaeyja, en Júlíana saumaði hann handa Laufeyju Sigurðar- dóttur konu Arsæls á Fögrubrekku, Sveinssonar, bróður Júlíönu. Systkinin eru Lárus, Sveinn, Asta, Petronella, Leif- ur og Arsæll, en þau gáfú Byggðarsafninu einnig vefstól Iistakonunnar. bankaráð Útvegsbankans ákveðið að gefa listasafni Vestmannaeyja mál- verkið Þrælaeiði, eftir Júlíönu, sem verið hefur í eigu bankans. Grímur ISUZU GEMINI # er stolt feðra sinna - hannaður með tilliti til formfegurðar og margra ára endingar. í margendur- teknum rannsóknum hefur GEMINI reynst einn sterkbyggðasti og öruggasti smábíll gagnvart slysum og hvers kyns óhöppum. ISUZU GEMINI# býður uppá meira innanrými og þægindi en nokkur annar sambærilegur bíll. Þægileg framsæti með margvíslegum stillfmöguleikum — aftursæti sem má leggja niður til að auka farangursrými og rúmgóðri farangursgeymslu með víðri og aðgengiiegri opnun. ISUZU GEMINI# er sannkallaður kostagripur - ekki of lítill og ekkí of stór, búinn þeim fylgihlutum sem fæstir sambæri- legir bílar státa af, svo sem 5 gíra eða sjálfskiptfngu, aflstýri, útvarpi m/segulbandi, góðri hljóð- einangrun og traustum undirvagni. BD BiLVANGUR Veldu þérGEMINI með framhjóladrifi, 3ja eða 4ra dyra, með 1.31 ítra eða 1.51 ítra vél Heildarupphæð vinninga 24. júní 1989 var kr. 3.925.592,-. 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 1.808.908,-. Bónusvinninginn fengu 8 og fær hver kr. 39.244,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 4.792,- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 366,-. Sölustaðir loka 15 mínút- um fyrir útdrátt í Sjón- varpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. VJterkur og kD hagkvæmur auglýsingamiðill! flltftgiititMiifrffe

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.