Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 22
4 22 MOKGUNBLAÐÍÐ I>MÐ,IUDAGUR 27. JÚNÍ 1989 Engar beinar útsendingar Hið nýja sovéska þing tók aftur til starfa á mánudaginn eftir nokkurra vikna hlé en nú var ekki sjónvarpað beint frá þinginu eins og gert var fyrstu þijár vikurnar sem það starfaði. Útsending- arnar voru ákaflega vinsælar hjá almenningi í landinu og kom því á óvart þegar tilkynnt var á síðustu stundu að engar beinar út- sendingar væru fyrirhugaðar, hvorki í útvarpi né sjónvarpi en að sögn sovésku fréttastofunnar TASS verður allt áhugavert eftii sýnt síðar. Hneykslismál á Kúbu: Háttsettur hersliöfðingi játar fíkniefiiasmygl Havana, Kubu. Reuter. Vamarmálaráðherra Kúbu, Raúl Kastró, liefiir krafist þess að Am- aldo Ochoa Sanchez, hershöfðingi, sem sakaður er um spillingu og eiturlyQasmygl, verði dæmdur til refsingar sem gæti orðið öðmm viti til vamaðar. Ochoa hefur nú játað á sig þær sakir sem bomar em á hann. Sérstakur herdómstóll mun ákveða formlega ákæru á hendur hershöfðingjanum og skera úr um hvort hann verði dreginn fyrir venju- legan dómstól eða herdómstól. Talið er að dauðarefsingar verði krafist yfir Ochoa og einhveijum af sex vit- orðsmönnum hans. Þeir eru sakaðir um fjárdrátt, gjaldeyrisbrask og samstarf við hinn illræmda Medellin fíkniefnahring í Kólumbíu. Talið er að frá árinu 1986 hafi sex tonn af kókaíni farið um kúbanskar her- stöðvar og verið smyglað þaðan til Bandaríkjanna. Þetta er mesta hneykslismál sem upp hefur komið á Kúbu síðan þar var gerð bylting árið 1959. Raúl Kastró, varnarmála- ráðherra, var náinn vinur Ochoas. Hann bar vitni á sunnudaginn og sagði þá að Ochoa hefði á undan- fömum mánuðum fært mörgum embættismönnum gjafir, í þeim til- gangi að eiga inni hjá þeim greiða og til að auka álit sitt. „Spillingin fylgdi honum, hvert sem hann fór,“ sagði Kastró. Nokkrir vestrænir .stjórnarerindrekar töldu þessi um- mæli benda til þess að Ochoa hefði á einhvern hátt getað ógnað stöðu Fídels Kastró og þess vegna hefði verið nauðsynlegt að koma höggi á hann. Raúl Kastró sagði einnig að Ochoa hefði oft verið áminntur og fram- koma hans gagnrýnd en það hefði ekki orðið til þess að hann hætti braski né minnkað löngun hans til að verða dæmigerður kapitalisti. Hann sakaði Ochoa einnig um að hafa brotið erlend lög með því að smygla fílabeini og demöntum. I síðustu viku var greint frá því opin- berlega að Ochoa hefði geymt 200.000 Bandaríkjadali (11,8 millj. ísl. kr.) á bankareikningi í Panama sem var á nafni aðstoðarmanns hans og að á heimili hans í Havana hefðu fundist 25.000 dalir, sem svarar um 1470 þúsund ísl. krónum. 'tí'¥/°Æw IUMFERÐAR RÁÐ ör uh KLÚBBUR 17! Er kveikt á perunni? Klúbbur 17 óskar eftir hugmyndum að merki fyrir samtökin og slagorð, sem nota má í áróðri fyrir bættri umferðarmenningu. , Klúbbur 17 er samtök áhugafólks, 17-20 ára, um bætta umferðarmenningu og fækkun slysa meðal ökumanna. Viðurkenningar verða veittar fyrir bestu hugmyndirnar. Hugmyndum skal skila fyrir 15. júlí n.k., merktum dulnefni, á skrifstofu RKÍ á Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 26722 Ungverski kommúnistaflokkurinn: Róttækir umbótasinnar taka völdin í flokknum Búdapest. Reuter. UNGVERSKIR kommúnistar hafa kosið eindregna umbótasinna til for- ystu i flokknum og vísa á bug ásökunum harðlínumanna í forystusveit- um nokkurra ríkja Varsjárbandalagsins um að hafin sé gagnbylting gegn flokknum. A firndi miðstjórnar kommúnistaflokksins á fostudag og laugardag var Rezso Nyers kjörinn flokksleiðtogi í stað Karolys Grosz, sem var sakaður um að vera orðinn þröskuldur í vegi umbóta- stefiiunnar er hann efijdi til á síðaasta ári. Imre Pozsgay, róttækur umbótasinnis, var tilnefndur frambjóðandi í embætti forseta Ungveija- lands en óljóst er enn hve valdamikið forsetaembættið verður. í yfirlýsingu miðstjórnarinnar er stefna harðlínumanna víða í Austur- Evrópu óbeinlínis gagnrýnd, sagt að Ungveijar geri skýran greinarmun á því annars vegar að varðveita só- síalísk gildi og hins vegar að „ríghalda í völdin og víla ekki fyrir sér að beita til þess valdi.“ Fyrir- hugaðar efnahagsumbætur í Ung- veijalandi munu hafa í för með sér að markaðskerfi verður látið ráða og miðstýrður áætlanabúskapur lagður á hilluna. Á blaðamannafundi sagði Pozsgay að náðst hefði mála- miðlun á fundi miðstjórnarinnar. „Við urðum ásatt um að þörf væri á lýðræðislegum sósíalisma og þessu markmiði yrði ekki náð með því að lappa upp á gamla kerfið...Grundvall- arbreyting er nauðsynleg." Sett hef- ur verið á stofn forsætisnefnd fjög- urra manna; Pozsgays, Nyers, Miklos Nemeths forsætisráðherra og Grosz sem heldur stöðu sinni sem aðalrit- ari flokksins en völd þess embættis verða stórlega skert. Fjögurra manna nefndin á að fara með völd fram að sérstakri flokksráðstefnu sem halda á í október. Níu manna stjórnmála- ráð var lagt niður en í staðinn kem- ur framkvæmdanefnd með 21 félaga undir forystu Nyers. Hann verður forseti flokksins og er af stjórn- málaskýrendum talinn gegna mestu valdastöðunni þótt forsetaembættið hafi fram til þessa verið tyllistaða. Nyers sagði í blaðaviðtali í gær að varpa yrði á brott „gömlum skil- greiningum á sósíalisma" og Ung- veijaland yrði fyrsta kommúnistarík- ið sem viðurkenndi grundvallar- mannréttindi í vestrænum skilningi orðanna. „Auðvitað verðum við að gera okkur ljóst að til eru kommún- istar sem líta á umbætur sem brott- hvarf frá raunverulegum sósíalisma, sem hentistefnu og knéfall fyrir borgaralegum háttum.“ Nyers sagð- ist vona að breytingar á forystunni yrðu til að styrkja eininguna í flokkn- um en margir erlendir stjómarerind- rekar töldu líklegt að félagamir í forsætisnefndinni yrðu ekki ávallt samstíga. \ Nyers er 66 ára gamall, var lengi ráðherra og hafði mikil áhrif á efna- Rezso Nyers. Imre Pozsgay. hagsumbætur sem gerðar voru á sjö- unda og áttunda áratugnum. 1975 var hann rekinn úr stjómmálaráðinu vegna þess að Sovétmenn voru ósátt- ir við stefnu hans. 1988 tók hann aftur sæti í ráðinu er Grozs tók við völdum af Janos Kadar. Nyers nýtur álits langt inn í raðir miðju- og harðlínumanna og virðist eiga að reyna að sætta andstæðar fylkingar. Nyers og Pozsgay voru uppruna- lega félagar í flokki jafnaðarmanna, sem þvingaður var til að sameinast kommúnistaflokknum 1948, og hefur Pozsgay, sem er 55 ára, átt mikinn þátt í að hrinda úr vör þeim gífurleg- um breytingum sem átt hafa sér stað á stefnu kommmúnistaflokksins síðustu ár. Hann lýsti þvi nýlega yfir að fyrirhugaðar þingkosningar á næsta ári yrðu fullkomlega fijálsar og lýðræðislegar. Stjómvöld höfðu þegar heitið því að fleiri flokkar en kommúnistar fengju að bjóða fram. ELDSVOÐI í SOVÉSKUM KJARNORKUKAFBÁT í NORÐURH Rússar létu Norðmenn ekki vita um óhappið Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morpmblaðsiiis. NORÐMENN fengu engar viðvaranir frá Sovétmönnum um að eldur væri laus í sovéskum kjarnorkukafbáti af Echo II-gerð undan Noregs- ströndum í fyrrinótt, heldur urðu þeir að komast að því sjálfir. Norska leyniþjónustan nam neyðarkall frá kafbátnum klukkan 4,15 í gærmorg- un, klukkan 02,15 að íslenskum tíma, eða tveimur tímum eftir að kvikn- aði í bátnum. Björgunarmiðstöðin í Bodo í Norð- ur-Noregi sendi fyrirspum til björg- unarmiðstöðvarinnar í sovésku flota- stöðinni í Múrmansk klukkan 6.50 um það hvort aðstoðar væri þörf. Svar kom ekki fyrr en klukkan 8.10 og var á þá leið að báturinn þyrfti enga hjálp. Meðan beðið var svars sendi norski herinn Oríon-flugvél, tvær þyrlur, strandgæsluskip og fjóra tundur- skeytabáta í átt til kafbátsins. Þegar flugvélamar komu á vettvang gaus mikill reykur upp af honum. Fjöldi skipveija, sem alls munu vera um 90, stóð í tumi bátsins eða úti á fordekkinu. Voru þeir klæddir björg- unarvestum. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra, gagnrýndi Sovétmenn harðlega fyrir að láta ekki vita um slysið. „Framkoma þeirra er óþol- andi. Það hlýtur að vera í þeirra eig- in þágu að Norðmenn geti komið fljótt til hjálpar á hættustundu,,, sagði hann. Af hálfu norskra stjórn- valda hefur verið unnið að uppkasti að samningi um gagnkvæma tilkynn- ingarskyldu Norðmanna og Sovét- manna þegar óhöpp verða á hafi úti. Verður uppkastið senn afhent sovéskum yfirvöldum. Norsk yfirvöld eru ónáægð með þær upplýsingar sem Sovétmenn hafa veitt um slysið í borð í hinum rúmlega 20 ára gamla kafbáti. „Upp- Upplýsinga krafist af Sovétmönnum Utanríkisráðuneytið í Reykjavík óskaði eftir því við Sovétmenn í gær að þeir veittu allar upplýsingar um um eldsvsoðann i sovéska kafbátnum í fyrrinótt. Gunnar Pálsson í utanríkisráðu- neytinu sagðist búast við að íslensk yfirvöld færu líkt að og Norðmenn og létu í ljós vonbrigði með að frum- kvæði að því tilkynna um atburðinn skyldi ekki koma frá Sovétmönnum sjálfum. Að sögn Gunnars var ekki talin hætta á ferðum samkvæmt upplýs- ingum ráðuneytisins þar sem kaf- báturinn hefði verið á siglingu fyrir eigin vélarafli. Hann hefði einnig verið á hafssvæði þar sem straumar væru allir inn á Barentshaf og Hvítahaf. íslenskum stjórnvöldum bárust upplýsingar um eldsvoðan frá varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli snemma í gærmorgun. Tilkynnti það varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins um atburðinn og lét skrifstofan utanríkisráðherra vita svo og ráðuneytisstjóra dómsmála- ráðuneytisins, sem tók að sér að tilkynna yfirmönnum almanna- varna um atburðinn. lýsingarnar sem við höfum fengið fyrir milligöngu norska sendiráðsins í Moskvu eru ófullnægjandi og ósk- illjanlegar. Samkvæmt þeim er úti- lokað að ímynda sér hvað gerst hef- ur. Aðeins að eitthvað hafi farið úr- skeiðis í kjarnakljúfi kafbátsins," sagði Knut Gussgard, formaður opin- berrar nefndar sem fjallar um kjam- orkuslys á friðartímum og viðbrögð við þeim. Tekin voru vatns- og loftsýni á þeim slóðum sem kviknaði í kaf- bátnum til þess að kanna hvort út- geislun hafi átt sér stað. Niðurstöður koma ekki í ljós fyrr en eftir nokkra daga. Samskonar rannsóknir voru gerðar eftir að sovéskur kafbátur af Mike-gerð sökk í Barentshafi 7. apríl, en þá fórust 42 úr áhöfn hans. Engin merki fundust um óeðlilega geislamengun. Eftir kafbátaslysið 7. apríl sendu Norðmenn 10 spumingar til sovéskra stjórnvalda viðvíkjandi hugsanlegri mengunarhættu. I gær hafði svar aðeins borist við tveimur spurning- anna, að sögn Knuts Gussgards. Samkvæmt upplýsingum frá varn- armálaráðuneytinu er talið að Echo- kafbáturinn hafi verið á heimleið úr leiðangri er eldur varð laus um borð um klukkan 02,15 að norskum tíma (00,15 að ísl. tima) á aðfaranótt mánudags. Var hann þá sladdur 110 kílómetra norðvestur af Suðureyju á Finnmörk. Heimildarmenn innan norska hersins segja að líklega séu átta kjarnorkuflaugar af gerðinni SS-N-12 um borð en þær draga 500 km. Tvcir kjarnakljúfar eru í Echo- kafbátum og líklegt var talið að bilun hefði átt sér stað í kælikerfi annars þeirra. Flest benti til að slökkt hefði verið á þeim báðum og kafbáturinn hafi haldið áfram ferðinni til Múr- mansk með hjálp varavélar, sem er olíuknúin. Norsk herskip og flugvélar fylgdust með bátnum þar til hann sigldi inn í sovéska lögsögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.