Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 23
MOKGUN'BLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUfi.27, fflyí 198,9
23
Grikkland:
Papandreou efiiir til írekari
viðræðna við kommúnista
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16,108 Reykjavik - Sími 91-680 780
AP __
Sovéski kafbáturinn á siglingn á Noregshafi í gær. Reykur stígur upp af skipinu aftan við turninn. Á
fordekkinu og við turninn má sjá stóran hóp skipveija.
Pólitísk irniræting geng-
ur fyrir þjálfim sjóliða
Segir höfuðsmaður í sovéska sjóhernum
Moskvu. Reuter.
V. OVTSJINNIKOV, kafteinn í sovéska sjóhernum, heldur því fram
í bréfi sem birt var í nýjasta hefti tímarits sovésku verkalýðs-
hreyfingarinnar, Smena, að illa sé staðið að þjálfun sjóliða á sovésk-
um kjarnorkukafbátum og margir þeirra séu fákunnandi í öllum
undirstöðuatriðum. Hann segir ennfremur að mun meiri áhersla
sé lögð á pólitíska innrætingu, sem sjóliðum er skylt að gangast
undir, en á tæknilega þjálfun þeirra.
„Það kemur ykkur sennilega í Ovtsjinnikov sendi bréf sitt frá
opna skjöldu er ég held því fram Murmansk, en þar eru bækistöðv-
að þeir sem eru við tækin um borð
í kjarnorkukafbátum okkar hafa
litla eða enga þjálfun hlotið,“ skrif-
aði Ovtsjinnikov. „En það hefur
ekki aftrað okkur frá því að sigla.
Þekking og hæfni sjóliða sem
starfa við kjarnorkuknúinn véla-
búnað kafbáta okkar nær aðeins
til 30-40% þess sem þeir ættu að
kunna og vera færir um að gera.“
ar norðurflota Sovétríkjanna.
„Ástæður, [hinnar slöku þjálf-
unar], er tilviljunarkenndur undir-
búningur. En því er ekki að neita
að einskær leti á hér líka hlut að
máli,“ sagði Ovtsjinnikov. „Sjólið-
ar eru látnir afskiptalausir þegar
þeir ganga í sjóherinn. Það er
engin undirbúningsáætlun í gangi,
ekkert eftirlit eða markvisst skipu-
lag. Sú er ekki raunin, þótt opin-
berlega sé ef til vill kveðið á um
það.“
Ovtsjinnikov sagði að gott fyrir-
komulag væri haft á pólitískri inn-
rætingu í sjóhernum. „Allir vita
að pólitísk uppfræðsla situr í al-
gjöru fyrirrúmi. Enginn vogar sér
að meina sjóliða að sækja pólití-
skar kennslustundir því sá hinn
sami yrði að gera pólitískum for-
ingja sínum grein fyrir þeirri
ákvörðun. Það yrði stórt skref í
framfaraátt ef sérfræðiþjálfun sjó-
liða yrði sami sómi sýndur,“ sagði
hann.
Pólitískir foringjar í sovéska
hernum hafa oft á tíðuin meiri
völd en yfirmenn sjálfra heijanna.
Óvilhöll skýrsla frá þeim getur
hæglega skaðað eða bundið enda
á feril sovéskra hermanna.
S126
4ra manna
Lengd: 2,6 m
Breidd: 1,5 m
Hleðsluþol: 400 kg
Verðkr. 68.160,-
S131
4ra manna
Lengd: 3,1 m
Bre.idd. 1,5 m
Hle'ðsluþol: 400 kg
Verð kr. 82.285,-
S134
5 manna
Lengd: 3,4 m
Breidd: 1,68 m
Hleðsluþol: 450 kg
Verðkr. 103.143,-
Fellst á uppstokkun í forystusveit sósíalistaflokksins
Aþenu. Reuter.
ANDREAS Papandreou, forsæt-
isráðherra Grikklands, sem hef-
ur verið á sjúkrahúsi frá því á
fimmtudag vegfna lungnabólgu,
hjarta- og nýrnaveiki, efhdi í
gær til viðræðna við leiðtoga
kommúnista um myndun sam-
steypustjórnar vinstriflokka.
Papandreou virtist vera á bata-
vegi eftir að breskir læknar höfðu
verið kvaddir til sjúkrahússins til
að annast hann. Hann ræddi við
Harilaos Florakis, leiðtoga komm-
únista, í um 25 mínútur. Florakis
hefur hingað til hafnað stjórnar-
samstarfi við flokk Papandreous,
Hellensku sósíalistahreyfinguna,
PASOK, og sagt að forystumenn
flokksins verði að segja af sér
vegna hneykslismála í tengslum
við banka og vopnafyrirtæki til
að slíkt komi til greina. Grískir
embættismenn sögðu að Pap-
andreou hefði í gær gengið til
móts við kommúnista og lagt fram
tillögur um uppstokkun á forystu-
liði flokksins vegna hneykslismál-
anna.
Ekki var vitað í gær hversu
lengi umboð Papandreous til
stjórnarmyndunar myndi gilda.
Hann fékk umboðið á föstudag og
talið var að það rynni út um há-
degi í gær. Nokkrir stjórnmálaský-
rendur töldu að Papandreou myndi
halda umboðinu þar til Christos
Sartzetakis, forseti Grikklands,
kæmi aftur til landsins í dag, en
hann hefur verið á fundi leiðtoga
Evrópubandalagsríkja í Madrid.
Talið er að hann veiti þá kommún-
istum þriggja daga umboð til að
mynda meirihlutastjórn. Takist
Florakis ekki að mynda stjórn er
talið að forsetinn myndi þjóðstjórn
til bráðabrigða og boði til nýrra
kosninga.
Stuðningsmenn Papandreous
safiiast hér saman fyrir utan
sjúkrahús hans í Aþenu
Reuter
Stjórnarflokkurínn í Japan geldur afhroð í aukakosningum:
Sosuke Uno biðst afsökunar
á ástarsambandi við geishu
11 'AlriA II... i 4 Unll.T 'l'n I n n I.
Tókíó. Reuter, Daily Telegraph.
SOSUKE Uno, forsætisráðherra Japans, sagðist I gær hafa orðið fyrir
miklum vonbrigðum með úrslit aukakosninganna í Niigata-kjördæmi,
skammt fyrir norðan Tókló, á sunnudag. Frambjóðandi sósíalista,
Kinuko Ofuchi, sem er kona, bar þar sigur úr býtum og er talið að
fréttir sem birst hafa í japönskum fiölmiðlum undanfarnar tvær vikur
um meint framhjáhald Unos hafi stuðlað að ósigri stjórnarflokksins í
kosningunum. Baðst forsætisráðherrann opinberlega afsökunar á ástar-
sambandi sínu við fyrrverandi geishu, er lýst hafði sambandi þeirra í
sjónvarpsviðtali.
Ofuchi bar sigurorð af frambjóð-
anda stjórnarflokksins, Hideo Kimi,
en hann er sonur fyrrum ríkisstjóra
í Niigata og hafði honum verið spáð
miklum frama í stjórnmálum. Hún
fékk 560.270 atkvæði gegn 482.391
atkvæðum Kimis og náði kjöri til
efri deildar japanska þingsins. Sósía-
listaflokkurinn hefur nú 43 þingsæti
í deildinni, en stjórnarflokkurinn,
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, 142.
Kosningar til efri deildarinnar verða
OFUM:
23. júlí og talið er að einnig verði
kosið til neðri deildar þingsins í
haust.
„Okkur óraði aldrei að við mynd-
um tapa svo stórt,“ sagði Uno á
blaðamannafundi eftir kosningarnar.
„Við þurfum að taka þennan ósigur
til vandlegrar athugunar og kanna
hvernig slíkt getur gerst,“ sagði
hann.
Stjórnmálaskýrendur segja að
Uno sé að hluta til ábyrgur fyrir
óförum flokksins i aukakosningun-
um. Japanskir íjölmiðlar hafa sakað
hann um að hafa tekið þijár konur
frillutaki. Ein þeirra, fyrrverandi
geisha, kom fram í sjónvarpi á
sunnudag og lýsti sambandi þeirra.
Hún sagði að Uno væri hrokafullur
og ætti ekki skilið að vera forsætis-
ráðherra landsins. Er forsætisráð-
herrann var spurður um ummæli
konunar sagði hann að honum þætti
leitt að samband þeirra skyldi hafa
haft slæmar afleiðingar fyrir flokk
sinn.
Stjórnmálaskýrandinn Soichiro
Tahara sagði að konur, sem væru
óánægðar með einkalíf forsætisráð-
herrans, hefðu átt stóran þátt í ósigri
flokksins. Uno hefði gert frambjóð-
anda Fijálslynda lýðræðisflokksins
bjarnargreiða með því að leggja hon-
um iið í kosningabaráttunni. „Konur
munu einnig stuðla að ósigri Fijáls-
lynda lýðræðisflokksins í kosningun-
um til efri deildar þingsins 23. júlí,“
sagði Tahara.
Félagar í Fijálslynda lýðræðis-
flokknum, sögðu að flokksmenn ótt-
uðust nú að flokkurinn tapaði meiri-
hluta sínum á þingi, en hann hefur
farið með völdin í landinu í 34 ár
samfleitt. Samkvæmt skoðanakönn-
un, sem birt var í gær, nýtur stjórn-
in aðeins stuðnings 16% landsmanna
og 35,5% þeirra treysta ekki forsæt-
isráðherranum.