Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 31

Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR-27. JÚNÍ 1989 31 Flug ísfírðingar vilja sam- Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson. SAMSKIPTI 7- Þeir ræddu samskiptavandamál flugfélaganna Flugleiða og Ernis á ísafirði á dögun- um, talið frá vinstri; Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri Bolungarvíkur, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Isa- fjarðar, Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða, Pétur Eiríksson framkvæmdastjóri markaðssviðs, Andri Hrólfsson forstöðumaður innanlandsflugs og Arnór Jónatansson svæðisstjóri Flugleiða á ísafirði. Fjármál Áhugi á auknu framboði afáhættuljármagni — var m.a. niðurstaða könnunar Iðn- lánasjóðs meðal viðskiptamanna í KÖNNUN sem Iðnlánasjóður lét framkvæma meðal viðskiptamanna sinna kom fram að viðskiptavinir telja ekki nauðsyn á því að sjóður- inn breikki núverandi starfssvið sitt frá því sem það er i dag. Þann- ig töldu um 86% ekki ástæðu til breytinga á fyrirkomulagi lánasviða sjóðsins. Hins vegar komu fram hugmyndir um að breyta þyrfti áherslum varðandi einstaka lánaflokka og auka framboð á áhættufjár- magni. í könnuninni var spurt um fjöl- mörg atriði sem tengjast starfsemi sjóðsins, svo sem afgreiðslu á láns- umsóknum, samkeppnishæfni og viðhorf til tiltekinna þjónustuþátta. Jafnframt voru aðilar beðnir að greina frá því í stuttu máli, með hvaða hætti Iðnlánasjóður gæti bet- ur þjónað fyrirtæki þeirra í framtí- ðinni. Að sögn Braga Hannessonar, framkvæmdastjóra Iðnlánasjóðs, er það eitt af markmiðum sjóðsins, að bjóða viðskiptavinum þjónustu í samræmi við óskir og þarfir mark- aðsins á hveijum tíma. Slíka þjón- ustu þurfi að aðlaga breyttum að- stæðum í þjóðfélaginu, og því hafi Iðnlánasjóður fengið Hagvang hf. til að framkvæma umrædda mark- aðskönnun. Bragi segir að það hafi ekki komið sér á óvart að athuga- semdir varðandi vexti, lánshlutfall og lánstíma hafi komið fram í könn- unni því enginn íslenskur stjómandi sé á móti ódým fjármagni. Niður- stöður könnunarinnar bendi hins vegar til þess að samkeppnishæfni Iðnlánasjóðs, hvað þessi atriði varði, séu síst talin lakari í samanburði við aðrar lánastofnanir. ísafirdi. starfí fíugmálum MIKIL harka virðist hafa verið undanfarið í flugsamgöngum við ísafjörð. Hörð samkeppni milli Flugleiða og Ernis hefur leitt til þess að sveitarsljómimar við Djúp sáu ástæðu til að kalla forráðamenn Flugleiða vestur til viðræðna um flugmálin. Eftir fundinn, sem haldinn var fyrir nokkm, var haldinn blaða- mannafundur á Hótel ísafirði þar sem aðilar gerðu grein fyrir stöðu mála. Þar kom meðal annars fram að Flugleiðir höfðu haft þjónustu fyrir Erni í Reykjavík um tíma, en að sögn Flugleiðamanna höfðu Ern- ir sig á brott þaðan án þess að Samgöngur NeAid skip- uð vegna samgöngu og fíutninga SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað nefiid til að vinna að gerð samgöngu- og flutningaáætlunar fyrir landið í heild. Er nefiidinni ætlað að fjalla um framkvæmdir, brúar-, jarðganga og flugvallar- gerð ásamt hafhaframkvæmdum með tilliti- til næstu 10-20 ára. Einnig mun hún fjalla um fram- kvæmdir við uppbyggingu Qar- skiptamála. Jafnframt verður lagt mat á flutn- ingaþörf á fólki og vörum, breyting- ar á flutningatækni á landi, í lofti og á legi, svo og samræmingu og hagræðingu flutninga ásamt aukinni nýtingu flutningatækja. Á fyrsta fundi nefndarinnar var ákveðið að hefja starfið með því að gera yfirlit yfir stöðu samgöngumála og þróun þeirra síðasta áratug, en gera í framhaldi af því úttekt á framtíðaráformum og -spám innan hverrar greinar samgöngugeirans. Nefndina skipa: Olafur S. Valdi- marsson ráðuneytisstjóri formaður, Halldór S. Kristjánsson skrifstofu- stjóri varaformaður, Bjami Einars- son, aðstoðarforstjóri Byggðastofn- unar Einar Helgason Flugleiðum, Einar Hermannsson frkstj., Gunnar Sveinsson frkvstj., Helgi Hallgríms- son aðstoðarvegamálastjóri, Her- mann Guðjónsson hafnarmálastjóri, Kristinn V. Jóhannsson, Neskaup- stað, Ólafur Tómasson póst- og síma- málastjóri, Pétur Einarsson flugmál- astj., Ragnar Ingimarsson próf. og Stefán Pálsson frkvstj. Starfsmaður nefndarinnar er Árni Þór Sigurðsson hagfræðingur í samgönguráðuneyt- kveðja á síðasta ári, og var þeirra ekki saknað þar sem þeir reyndust afar óáreiðanlegir, að sögn Flug- leiðamanna. í framhaldi af þvi ák- váðu Flugleiðamenn að þurrka leiðakerfi Ernis út úr öllu auglýs- ingaefni félagsins, en það eitt getur haft afar afdrifarík áhrif á ferða- þjónustu á Vestfjörðum þar sem Ernir fljúga tengiflug daglega á alla flugvellina milli Isafjarðar og Patreksfjarðar. Á fundinum komu fram áhyggjur manna af svæðinu með þessa stöðu mála, en Vestfirðingar eru nokkuð einhuga um að styrkja Erni vegna margháttaðra þjónustustarfa sem félagið veitir innan fjórðungsins, ekki síst í sjúkraflugi. Menn töluðu tæpitungulaust á fundinum og virtist að andrúmsloft- ið hreinsaðist nokkuð og samþykktu aðilar tillögu heimamanna um að stefna til samráðsfunda undir for- sæti sveitarstjórnarmanna þar sem reynt yrði til þrautar að finna vett- vang fyrir eðlileg samskipti fyrir þessi mikilvægu þjónustufyrirtæki. - Úlfar VIÐURKENNING — Stjóm Félags matvörukaupmanna afhenti Sápugerðinni Frigg viðurkenningu fyrir voruvöndun og góða þjónustu við félagsmenn í tilefni af 60 ára afmæli Friggjar nýlega. A myndinni sést Júlíus Jónsson formaður Félags matvörukaupmanna (t.v.) afhenda Jóni Þorsteini Gunnarssyni framkvæmdastjóra hjá Frigg viðurkenningarskjalið. Fólk í atvinnulífinu Skipulagsbreytingar hjá KEA BREYTINGAR á starfsskipulagi Kaupfélags Eyfirðinga urðu I. júní í kjölfar kaupfélagsstjóra- skipta, sem urðu 1. febrúar sl. Hentugt ótti að fresta breytnig- um fram yfir aðalfúnd, þannig að undirbúningur hans raskaðist sem minnst. Við starfi fjár- málastjóra tók Sigurður Jó- hannesson aðal- fulltrúi. Frá og með sama tíma hætti Sigurður að sjá um launa- og starfsmannamál, en aðrar breyting- ar verða eljki á Sigurður Árni Verslun Björn starfi aðalfulltrúa. Aðalféhirðir er áfram ísak 'Guðmann. Árni Magnússon tók við stöðu fuiltrúa á sviði skipulags- og hag- mála, en hann gegndi áður stöðu aðalendurskoðenda félagsins. Frá og með sama tíma tók Björn Ingi- marsson starfsmaður í hagdeild við stöðu aðalendurskoðenda. Arni mun sjá um skrifstofustjórnun og er yfir bókhaldi, tölvudeild, vöruinnkaupa- deild, launadeild, starfsmanna- stjórn, hagdeild, afurðadeild og hefur yfirumsjón með allri skrif- stofuvinnu hjá fé- laginu og upplýs- ingakerfum. Ólafúr Traustason mun taka við starfi deildarstjóra tölvudeildar KEA frá 16. júní nk., en Gunnlaug Ottesen hefur sagt starfi-sínu lausu vegna búferlaflutn- inga frá sama tíma. Ólafúr Nýr formaður íslensk- ameríska verslunarráðsins Á AÐALFUNDI íslensk- ameríska verslunarráðsins sem haldinn var nýverið var kjörinn nýr formaður fyrir ráðið, þar sem Tryggingar Vátryggingarfélagið stofiiar skoðunarmiðstöð tjona VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands hf. hyggst setja á Iaggirnar tjóna- skoðunarmiðstöð að Smiðjuvegi 2 í Kópavogi. Auk tjónaskoðunar verður þar allt árið um kring vikulegt útboð á bílum og tækjum, sem félagið leysir til sín úr umferðaróhöppum. í fréttabréfi Vátryggingafélags íslands hf. kemur fram að allur nauðsynlegur búnaður til starfsem- innar verður keyptur t.d. bílalyftur, hjóla- og ljósastillingartæki, grinda- mælingatæki og fleira. Þá verður aðstaða til að skoða sérbúin tæki svo sem jeppa, vörubíla, sendibíla og tengi og festivagna. Kranar verða sérskoðaðir áður en þeir verða teknar í endurtryggingu. Hjá stöðinni munu starfa sex manns, þar af fjórir skoðunarmenn. Forstöðumaður verður Kristján G. Tryggvason, bifvélavirkjameistari sem var framkvæmdastjóri Tjóna- skoðunarmiðstöðvarinnar sf. til síðustu mánaðamóta. Magnús Gústavsson fram- kvæmdastjóri, sem verið hefúr formaður ráðsins frá stofnun árið 1983, baðst undan endurkosn- ingu. í hans stað var Jón Sig. Guðmundsson stjórnarfomaður Northland Corp. í Louisville ráð- inn formaður. Á aðalfundinum, sem haldinn var í New York, var einnig kjörinn ný stjóm fyrir ráðið. í hinni nýju stjóm sitja Jónas Haralz, Sigfús Erlings- son, Ólafur Ólafsson, Jón Yard Ámason, Hilmar Skagfield, Joanne Young, Thor Thors og Magnús Frið- geirsson. íslensk-ameríska verslunarráðið mun í lok september næstkomandi gangast fyrir ráðstefnu í Washing- ton D.C. um samskipti og viðskipti íslands og Bandaríkjanna, og verð- ur það í fjórða sinn sem félagið gengst fyrir slíkri ráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.