Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 32
<
Viðurkenningar veittar úr Húsfriðunarsjóði:
Zontaklúbbur Akureyrar fékk viðukenningu fyrir viðhald og varð-
veizlu hússins númer 54 við Aðalstræti, Nonnahúss. A myndinni eru
Zontakonurnar Kristín Tómasdóttir, Valgerður Valgarðsdóttir,
Guðríður Eiríksdóttir, Ragnheiður Árnadóttir og Stefanía Ármanns-
dóttir.
Þorleifúr Jóhannsson og Olga Ellen Einarsdóttir fengu viðurkenn-
ingu fyrir hús sitt á Spítalavegi 8. Með Þorleifi á myndinni er Ra-
kel dóttir hans.
hefur illa verið gengið um og verð-
ur lesturinn þar hálfgert staut,
mann rekur jafnvel í vörðurnar.
Lesturinn getur einnig verið unaður
þar sem fléttað er saman eins og
í ljóði andstæðum hins gamla og
nútímans — eldri hús eða bæjar-
hlutar auðga umhverfi bæjar eða
borgar, ljá því margbreytileik og
opna augu lesandans fyrir mikil-
vægi þess að koma menningarverð-
mætum óbrengluðum til komandi
kynsló'ða."
I gömlum bæjarhlutum má
skynja andblæ liðins tíma
Húsin Spítalavegur 8 o g Aðalstræti 14 og 54 hlutu viðurkenningar
VIÐURKENNINGAR til handa
þeim er sérstakt átak hafa gert
varðandi varðveizlu gamalla
húsa voru afhentar í Laxdalshúsi
í gær, mánudag. Viðurkenning-
arnar voru veittar í fyrsta sinn
nú, en það er Húsfriðunarsjóður
sem þær veitir. Veittar voru
þijár viðurkenningar í þetta
sinn, í fyrsta lagi til framtaks
einstaklinga við endurbyggingu
húss, þar sem vel er að verki
staðið, í öðru lagi til brautryðj-
endastarfs félagasamtaka, sem
með endurbyggingu húss vöktu
snemma áhuga og athygli á hús-
ftiðun, og í þriðja lagi til eigenda
einstakrar byggingar, sem af
þrautseigju og eljusemi hafa með
stöðugu viðhaldi og góðri um-
gengni varðveitt hús sitt og að-
lagað að nútímanum á varfærinn
hátt.
Þeir sem viðurkenningu hlutu
voru Þorleifur Jóhannsson og Olga
Ellen Einarsdóttir fyrir hús sitt á
Spítalavegi 8, Zontaklúbbur Akur-
eyrar fyrir endurbætur og varð-
veizlu Nonnahúss og Eiður Bald-
vinsson og Jónína Jónsdóttir fyrir
hús sitt í Aðalstræti 14, en það
hefur gengið undir nafninu „Gud-
mannsminde". í nefndinni sem valdi
þessi hús sátu Jón Geir Ágústsson
byggingarfulltrúi, Ingólfur Ár-
mannsson menningarmálafulltrúi
og Árni Ólafsson skipulagsstjóri.
Gunnar Ragnars formaður
menningarmálanefndar afhenti við-
urkenningarnar auk peningagjafar
Morgunbladið/Rúnar Þór
Hjónin Eiður Baldvinsson og Jónína Jónsdóttir fengu viðurkenningu
fyrir stöðugt viðhald og varðveizlu Aðalstrætis 14. Hér eru þau hjón-
in í stofúnni.
og sagði hann við það tækifæri að
eflaust myndu peningamir koma
sér vel í áframhaldandi uppbygg-
ingu húsanna, sem væru til sóma
fyrir Akureyrarbæ.
Við athöfnina flutti Árni Ólafs-
son skipulagsstjóri hugleiðingu um
húsfriðun og sagði m.a. að friðun
húsa og jafnvel heilla hverfa væri
liður í að varðveita og nýta sameig-
inlega menningararfleifð og skila
henni til afkomenda okkar til af-
nota og varðveizlu. Deiliskipulag
Fjörunnar og Innbæjarins á Akur-
eyri og varðveizlumat það, sem þar
er lagt á byggðina og einstakar
byggingar, sagði hann með mikil-
vægustu verkefnum sem unnin hafi
verið á þessu sviði hérlendis.
í hugleiðingu sinni líkti Árni
bænum við lestrarbók; kennslubók
í sögu bæjar og þjóðar, atvinnu-
hátta og búsetu. „I gömlum bæjar-
hlutum má oft og tíðum skynja
andblæ liðins tíma, gera sér í hugar-
lund kjör og aðstæður þess fólks
sem byggði húsin, bjó þar og starf-
aði. Af húsunum lesum við einnig
um umgengni og lífshætti þeirra,
sem á eftir komu. Sums staðar
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fyrsta hringtorgið verður til
Framkvæmdir við fyrsta hringtorgið á Akureyri hófust í gær og
reiknaði Gunnar Jóhannesson deildarverkíræðingur á tæknideild
Akureyrarbæjar með að fyrsta bifreiðin myndi aka eftir torginu
eftir um það bil þijár vikur. Hringtorg þetta verður á mótum
Undirhlíðar og Hörgárbrautar og sagði Gunnar að ökumenn
gætu búist við nokkrum töfúm á umferð á meðan á framkvæmd-
um stendur. Áætlaður kostnaður vegna torgsins er 5,4 milljónir
króna og sagði Gunnar það um 20% ódýrari kost en að setja upp
umferðarljós á gatnamótunum. „Fyrir þá sem ekki eru aldir upp
á Miklubrautinni í Reykjavík og eru óvanir hringtorgum er rétt
að geta þess að lögregla og ökukennarar gefa allar upplýsingar
um hvernig haga skuli akstri á hringtorginu," sagði Gunnar.
Dalvíkurskóli
Yfirkennari
Staða yfirkennara við Dalvíkurskóla er laus til
umsóknar. Umsóknarfrestur til 4. júlí 1989.
Upplýsingar gefnar í símum 96-61380, 96-61162
og 96-61355.
Skólanefnd Daivíkur.
DALVIKURSKDLI
Kaldbakur hf. á Grenivík:
Kaupir fisk af Samherja
Lánsfiskur frá Ólafsfirði unninn þessa viku
FISKLAUST hefúr verið hjá
frystihúsi Kaldbaks hf. á
Grenivík tvær síðustu vikur,
en í gær fengu þeir Kaldbaks-
menn lánaðan fisk firá Ólafs-
firði. I næstu viku er hins veg-
ar útlit fyrir að næg vinna
verði í húsinu, en Sjöfii ÞH
hélt til veiða síðastliðinn fostu-
dag og þá hefúr Kaldbakur
gert samning við Samheija um
kaup á fiski.
Þorsteinn Pétursson fram-
kvæmdastjóri Kaldbaks sagðist
VEIÐI í Hrísatjörn við Dalvík
hefúr gengið þokkalega í þá
rúmu viku sem seld hafa verið
leyfi í tjörninni. Fyrir skömmu
voru um 400 bleikjum og um 200
löxum sleppt í Hrísatjörn, en það
eru fjórir samhentir ungir menn
á Dalvík sem standa fyrir sölu
veiðileyfa í Hrísatjörn.
Símon Ellertsson, einn af að- ■
standendum Afglapa hf. sem hefur
með veiðina að gera, sagði að á
næstunni yrði stórum hafbeitarlöx-
um sleppt í tjörnina til viðbótar
þeim fiskum sem þar eru. Þar er
vona að bjartari tímar væru fram-
undan, en síðustu tvær vikur hefur
enginn fiskur komið til vinnslu í
frystihúsinu. í gærmorgun voru
fengin að láni um 20 tonn af fiski
frá Ólafsfirði. „Við reynum að
treina þau út vikuna,“ sagði Þor-
steinn.
Sjöfn ÞH fór í sína fyrstu veiði-
ferð í höndum nýrra eigenda á
föstudaginn og er von á henni inn
í næstu viku. Þá hefur Kaldbakur
einnig gert samning við útgerðar-
fyrirtækið Samheija á Akuryeri
um að ræða laxa sem eru að skila
sér heim til Óslax hf. í Ólafsfirði.
í fyrrasumar voru gerðir pallar
við tjörnina sem sérstaklega eru
ætlaðir fyrir hjólastóla og sagði
Símon að um næstu mánaðamót
vrði lokið við gerð fjögurra slíkar
palla.
Veiðin hefur gengið þokkalega
það sem af er og sem dæmi náðust
átta laxar úr tjörninni fyrir hádegi
á laugardaginn var.
„Fólk hefur verið áhugasamt um
að veiða í tjörninni, en stærsti hluti
þeirra sem hingað koma að veiða
eru Akureyringar,“ sagði Símon.
um kaup á fiski, nokkur hundruð
tonnum, eins og Þorsteinn orðaði
það. Það verður Hjalteyrin, nýj-
asta skip Samheijamanna, sem
mun leggja upp fisk á Grenivík í
júlímánuði. Von er á Hjalteyrinni
til Grenivíkur í næstu viku.
„Það verður eflaust mikill
hamagangur hérna hjá okkur í
næstu viku,“ sagði Þorsteinn.
Akureyrarbær:
Samið við
hjúkrunar-
fræðinga
SAMNINGAR á milli Akur-
eyrarbæjar og Hjúkrunarfélags
íslands annars vegar og Félags
háskólamenntaðra hjúkrunar-
lræðinga hins vegar voru undir-
ritaðir fyrir skömmu.
Þóra Sigurðardóttir formaður
Norðurlandsdeildar Hjúkrunarfé-
lags íslands sagði að samningur-
inn væri á sömu nótum og hjá
þeim aðilum sem þegar hafa skrif-
að undir samninga. Samningurinn
er afturvirkur til 1. apríl síðastlið-
inn og rennur hann út í lok janúar
á næsta ári. Hjúkrunarfræðingar
á Akureyri hafa verið einum
launaflokki hærri en hjúkrunar-
fræðingar hjá ríki og Reykjavíkur-
borg og er það óbreytt í nýja samn-
ingnum.
Afglapar á Dalvík:
Hafbeitarlöxum
sleppt í Hrísatjörn