Morgunblaðið - 27.06.1989, Síða 38

Morgunblaðið - 27.06.1989, Síða 38
(MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989 38 Edith K. Guðmunds- son — Minningarorð Det tykkes tungt at skilles ad, fra den ens sjæl har kær... Svo kvað stórskáldið Henrik Ib- sen 1859 í hrífandi kvæði, „Pá vidd- eme“, og það er með sorg í sinni að ég minnist samlanda hans, ást- kærrar tengdamóður minnar, sem til grafar verður borin í dag frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Edith Kamilla Kaarbye Guð- mundsson, eins og hún hét fullu nafni, varfædd 12. september 1907 í Björgvin í Noregi. Faðir hennar, Isak Kaarbye, ættaður að norðan frá Vadso, þar sem hann hafði lært hjá öðmm listmálara, Andersen, hafði sest að í Björgvin hálfþ'rítugur að aldri, en snemma gert víðreist og meðal annars numið list sína í París, á Ítalíu og í Þýskalandi, og hlotið til þess styrk Björgvinjarbúa, sem margir munu hafa kunnað vel að meta listgáfu hans. Varð hann brátt einn af þekktari listmálurum staðarins og sótti myndefni jafnt í fjölskrúðugt bæjarlífíð sem í ægi- fegurð fjallanna í heimahögunum í Norður-Noregi. Þá þótti hann eigi síður snjall og eftirsóttur andlits- málari, enda sátu fyrir hjá honum ýmsir þekktir samtímamenn hans, innlendir sem erlendir, og var þeirra á meðal Vilhjálmur annar Þýska- landskeisari, sem þá stundaði mjög siglingar á snekkju sinni innan norska skeijagarðsins. Prýða myndir hans veggi ýmissa norskra safna, svo sem Nasjonal-galleriet í Osló, jafnt sem heimila góðborgar- anna í Björgvin. Mun Kaarbye þó lítt hafa samið sig að smáborgara- legnm lífsháttum eins og síðar verð- ur rakið. Lést hann árið 1944, 64 ára að aldri, af völdum þess er þýskt skotfæraskip sprakk í loft upp við Tyskebryggen (nú Bryggen) í Björgvinjarhöfn. Verður væntan- lega ljóst af framansögðu, að dóttir hans Edith átti ekki langt að sækja margrómað listfengi sitt. Móðirin, Anna Kaarbye, fædd Rennemoen, var af fyrirfólki komin, af velþekktri ætt úr Guðbrandsdal. Taldi hún sig raunar einnig til skyldleika við Galtunga, norska aðalsætt, sem þekkt var allt frá Sturlungaöld og enn mun við lýði. Mun einn ættmenna hennar hafa verið Carl Gustav Fleischer, hers- höfðingi, sá er stjórnaði vörnum Norður-Noregs 1940, og varð síðar yfírhershöfðingi norska útlagahers- ins í Bretlandi og Kanada í heims- styrjöldinni síðari. V^r faðir Önnu byggingameistarí og hafði meðal annars reist spítala og fleiri opin- berar byggingar í Murmansk, en þar bjó fjölskylda hennar um ára- bil. Sem unglingsstúlka hafði hún verið við krýningu Nikulásar ann- ars, Rússakeisara, og orðið vitni að því er áhorfendapallar hrundu og urðu fjölda manns að fjörtjóni. Var atvik þetta talið illur fyrirboði um örlög keisarans. Lítt mun fjölskyld- unni hafa getist að því að hún gengi að eiga fátækan listamann og var hún eftirleiðis utangarðs meðal skyldmenna sinna, enda ættarstolt og stéttaskipting slík í þá daga, að ijarlægt er nútímahugsunarhætti. Anna Kaarbye lést í Björgvin 1965, í hárri elli. Eru tvö af átta bömum þeirra Isaks, Gyda og Torbjorn, enn á lífí og búsett þar. í þessum mikla athafna- og menningarbæ sleit Edith bams- skónum og mun ekki alltaf hafa átt auðvelda æsku, enda skiptust einatt á skin og skúrir í lífí fjölskyld- unnar. Faðirinn var bóhem sem lifði og hrærðist í heimi listarinnar. Hefír Edith sagt svo frá að þegar heimilisfaðirinn hafði selt eitthvert verka sinna hafí verið efnt til fagn- aðar, þar sem kavíar og kampavín vom til réttar veitt, enda þótt fjöl- skyldan ætti vart málungi matar og bömin gengju með pappa í skó- sóla stað. Það kom því í hlut hús- móðurinnar að halda heimilinu sam- an og veita því kjölfestu. Má ráða af frásögnúm dóttur hennar að hún hafi veitt bömum sínum strangt uppeldi að þeirra tíðar sið. Heimilið prýddu, auk listaverka, margir kjörgripir, sumir fengnir úr fjarlægum heimshomum, m.a. að gjöf frá góðvini listamannsins, fom- leifafræðingnum Haakon Shetelig, sem þá var forstöðumaður Bergens Museum. Verður því að ætla að hin unga mær hafí snemma hlotið þá vígslu í heimi lista og Iistræns umhverfis sem hún bjó að æ síðan. Var enda fjölmargt forvitnilegt að skoða utan veggja heimilisins er ekki verður tíundað hér. Edith gekk í bama- og unglinga- skóla staðarins, þótti námfús og bókhneigð og snjöll í meðferð talna- og reikningslistar. Var hún sérstak- lega minnug á.allt sem.hún hafði lesið og lært, enda vildu sumir kenn- arar hennar láta hana ganga menntaveginn. Ekki mun hún alltaf hafa farið troðnar slóðir sem barn og unglingur, kvað hafa legið yfir bókum þegar jafnaldrar hennar ástunduðu leiki eða sóttu danshús borgarinnar. En af langskólanámi gat ekki orðið, því þetta voru um margt erfiðir tímar og lítt gjöfulir fjölskyldu hennar. Var hún, ásamt systkinum sínum ung send í vist til annarra verka utan heimilisins, og lærði þá meðal annars fatasaum. Þarf því engum að koma á óvart að nokkur útþrá hafi gripið suma yngri meðlimi í fjölskyldunni, og flutti a.m.k. tvö systkina hennar síðar til Vesturheims. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA Ó. GUÐMUNDSDÓTTIR, Skipholti 28, Reykjavík, andaðist á Spáni 17. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. júní kl. 15.00. Sigurður G. Jónsson, Díana Garðarsdóttir, Þórir Ágúst Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Friðjón Alfreðsson og barnabörn. Bróðir minn, FINNBOGI HERMANN SIGURÐUR SIGURÐSSON, frá Sæbóli í Aðalvík, andaðist sl. sunnudagsmorgun á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Á þessum árum var samband milli Björgvinjar og íslands með beinni hætti en nú. Hélt Bergenska gufuskipafélagið út tveimur ís- landsförum, e.s. Novu og e.s. Lyru; og í janúarmánuði alþingishátíðar- árið 1930 tók Edith sér far með síðamefnda skipinu þeirra erinda að sækja til íslands ungan bróður sinn, Dagfínn, sem þangað hafði ferið í ævintýraleit á síldarplönum og söltunarstöðvum. Nokkm áður en þetta bar til hafði hún farið til spákonu, sem sagði svo fyrir að hún ætti eftir að ferðast til fjarlægs lands og ganga þar að eiga fyrsta manninn sem hún hitti. Reyndist völvan þama sannspá, því að fyrsti íslendingurinn sem á móti henni tók var Jónas Guðmundsson tollvörður, er síðar varð eiginmaður hennar og tengdafaðir þess sem þetta ritar. Réði Edith sig í fyrstu í vist í Vest- mannaeyjum og Reykjavík og mun hafa ætlað sér að hverfa aftur til Noregs eftir að hafa leyst úr málum bróður síns. En enginn má sköpum renna, og 20. desember 1930 gengu þau Jónas í hjónaband. Bjuggu þau í fyrstu á Skólavörðustíg 4 við frem- ur kröpp kjör, enda kaup tollvarða ekki ýkja hátt um þær mundir. Árið 1932 fluttust þau, ásamt rúmlega ársgamalli dóttur sinni, að Ránargötu 22 hér í borg, þar sem þau áttu heima til æviloka. Bjuggu þar með þeim í húsinu foreldrar Jónasar, Vigdís Vigfúsdóttir Hösk- uldssonar frá Fjalli á Skeiðum, og Sigríðar Vigfúsdóttur frá Gmnd í Skorradal; og Guðmundur Stefáns- son skútuskipstjóri og síðar lög- regluþjónn í Reykjavík Péturssonar Ottesens bónda í Hlöðutúni og Önnu Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Hvítárvöllum í Borgarfirði. Er sá frændgarður allur hinn merkileg- asti. Einnig fluttu þangað samtímis þijár systur Jónasar, Anna, Sigríð- ur og Þómnn, ásamt eiginmanni síðastnefndu, Jóni Kristóferssyni skipstjóra. Era nú öll látin. Var því um sannkallaða stórfjölskyldu að ræða og mikil samheldni og ein- drægni með meðlimum hennar. Þama ólust einnig upp dætur Þór- unnar og Jóns, Vigdís og Rannveig. Og hér sleit einkadóttirin, Anna, bamsskónum, umvafin ástríki og umhyggju foreldra sinna og frænd- fólks. Naumast þarf að leiða getum að þeim viðbrigðum sem það hljóta að hafa verið Edith að koma úr gjör- ólíku umhverfí til Reykjavíkur kreppuáranna. Henni mun þó skjótt hafa lærst að laga sig að nýjum siðum og var fljót að tileinka sér málið, sem hún náði svo góðum tökum á að naumast var hægt að merkja að hún væri ekki borinn og bamfæddur íslendingur. Varð hún á margan hátt meiri íslendingur í sér en margir landar vorir og vildi sóma lands og þjóðar sem mestan. Ekki munu samskiptin við heima- hagana í Noregi hafa verið ýkja mikil, en ijölskyldan heimsótti þó Björgvin nokkmm sinnum bæði fyr- ir og eftir heimsstyijöldina síðari, og Anna, móðir Edithar og a.m.k. tvö systkini hennar komu hingað til lands. Heimilislífið snérist einkum um einkadótturina ungu, uppeldi henn- ar og velferð og var ekkert til spar- að, eftir því sem efni leyfðu, að þar mætti vel til takast, enda hlaut hún í vöggugjöf marga af bestu eigin- leikum foreldra sinna. Mér er einkar minnisstætt þegar ég kom fyrst á heimili Edithar og Jónasar í fylgd með Önnu heitkonu minni og dóttur þeirra, skömmu fyrir jólin 1950. Hér var mér tekið rétt eins -og hinum glataða syni. Húsfreyjan var smávaxin og létt og kvik í hreyfíngum og fasi, bros- mild og örlynd, um flest algjör and- stæða bónda síns, sem var mikill að vallarsýn, þéttur á velli og þétt- ur í lund, höfðinglegur að yfir- bragði en hið mesta ljúfmenni í allri viðkjmningu, sem sjaldan eða aldrei skipti skapi. Þrátt fyrir að þau væm um margt andhverfur áttu þau merkilega vel saman, enda höfðu þau unnist hugástum frá fyrstu tíð. Þama höfðu þau búið sér glæsi- legt heimili þar sem frábært list- fengi og smekkvísi húsfreyjunnar og skynbragð hennar á fagra muni blasti við gestum og gangandi, enda átti Edith ekki sinn líka í þeirri list að sauma út áklæði, veggteppi, dregla og dúka og notaðist þar eink- um við gullfalleg norsk miðalda- mynstur. Kunni Jónas vel að meta list konu sinnar og lærði sjálfur að hnýta teppi sér til afþreyingar á gamals aldri. Hefir Edith raunar orðið fræg á öðram vettvangi fyrir þessa listiðju sína þar sem hún lagði ómældan skerf af mörkum til líknarmála á vegum félagsskapar- ins „Vinahjálpar" með afrakstrinum af sölu þessara listafurða sinna. Verður hennar lengi minnst með þakklæti á þeim vettvangi. Þá var + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGJALDUR JÓNSSON húsasmíðameistari, Hrafnistu, er lést í Borgarspítalanum 21. júní verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 27. júní kl. 15.00. Jarðsett verður í kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Guðrún Ingjaldsdóttir, Margrét Ingjaldsdóttir, Þuríður Ingjaldsdóttir, Jón ingjaldsson, Ólafur Viðar Ingjaldsson, Guðmann H. Ingjaldsson, Valdimar Auðunsson, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Ragnhildur ísleifsdóttir, Eygló Þóra Guðmundsdóttir og barnabörn. + Hjartkær eiginkona min, KRISTÍN ÞÓRHALLSDÓTTIR, Sæviðarsundi 33, lést í gjörgæsludeild Landakotsspítala að morgni 26. júní. Rögnvaldur Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. þ'ar heima að fínna gnótt góðra bóka, íslenskra og notskra, auk öndvegis hljóðfæris sem síst hefir staðið ónotað og stytti húsfreyjunni ósjaldan stundir, ekki síst eftir að hún varð ekkja. Hjónin vom bæði smekkfólk á tónlist, sóttu tónleika fyrr á ámm og vom reglulegir gést- ir í leikhúsum borgarinnar. Þá var matargerð húsfreyjunnar lengi við bmgðið og kom þar saman margt það besta í íslenskri, norskri og alþjóðlegri matargerð, enda mun hún um hríð hafa annast veislu- undirbúning fyrir sendiráð heima- lands síns og einnig fyrir vin þeirra hjóna, Pétur Daníelsson hótelstjóra á Hótel Borg. Var gestrisni Edithar og Jónasar engu lík, svo að stundum jaðraði við ofrausn. Samneytið við aðra í íjölskyldunni var snar þáttur í lífí þeirra og þau vora óvenju vin- mörg og höfðu gert mörgum greiða um ævina sem munað var eftir. Frægar urðu fjölskyldusamkomurn- ar, sér í lagi á jólum og öðmm stór- hátíðum, þar sem húsfreyjan var hrókur alls fagnaðar. Munu margir minnast þeirra með þakklæti og tregablandinni eftirsjá. Bæði hjónin höfðu á yngri ámm yndi af fjalla- ferðum og kunni Edith frá mörgum slíkum að segja, hafði m.a. gengið yfír þveran Langjökul. Einnig fóm þau nokkrar ferðir sjóleiðist til út- landa. Óhætt er að segja að fyrst og síðast hafi þó tilvera Edithar og eiginmanns hennar snúist um vel- ferð og hag einkadóttur þeirra, Önnu, sem var eftirlæti þeirra og augasteinn. Vöktu þau grannt yfír velferð hennar og velgengni og studdu í hvívetna við bakið á henni, svo og þess sem þetta ritar. Á ég Edith hér mikla skuld upp að inna sem seint verður goldin og ég mun ætíð minnast með hlýhug og þakk- læti. Jónas, eiginmaður Edithar, lést 2. febrúar 1982, tæplega áttræður, og varð öllum sem hann þekktu mikill harmdauði, enda einstakt ljúfmenni og öðlingur í hvívetna. Varð fráfall hans Edith þungbært, enda hafði hún orðið fyrir heilsu- tjóni og verið skorin upp við krabba- meini árið áður, en sem betur fer náði hún sér allvel og var við sæmi- Iega heilsu þar til á þessu ári. Veik- indi og andlát Önnu dóttur hennar 15. janúar sl. urðu henni sem reiðar- slag og bar hún naumast sitt barr eftir þetta, og síðustu vikumar fór heilsu hennar mjög hrakandi. Hún lést í gjörgæsludeiid Landakots- spítala 19. júní sl., södd lífdaga. Edith K. Guðmundsson var um flest óvenjuleg og eftirminnileg manneskja öllum þeim sem henni kynntust. Verður erfítt að fylla það tóm sem verður í lífi mínu við brott- hvarf þessarar öðlingskonu. Að leið- arlokum vil ég þakka henni langa samfylgd, ótal velgjörðir, og ein- læga tryggð í minn garð. Öldnum systkinum hennar í Noregi vil ég votta samúð og hluttekningu í missi þeirra. Heimir Áskelsson Sumar manneskjur verða sam- ferðamenn okkar í skamman tíma en em engu að síður ógleymanleg- ar. Edith Guðmundsson var slík manneskja. Við fluttum á Ránar- götu 22 fyrir tæpum tveimur ámm; reisulegt, þrílyft steinhús byggt úr traustum landefnum. Þetta hús reistu Jónas Guð- mundsson og ung kona hans frá Noregi ásamt fjölskyldu Jónasar fyrir um það bil sextíu ámm. í þessu þrílyfta húsi sem í dag er skipt í þijár íbúðir, bjó áður hersing manna; um Ijömtíu manns þegar mest var. Þegar við bámm inn stóla okkar og borð fyrir tæpum tveimur ámm, vom allir á bak og burt og aðeins einn frumbyggi hússins eftir. Það var brúðurin norska sem eitt sinn kom frá Björgvin og sem reisti húsið ásamt manni sínum og fjöl- skyldu hans. Þrátt fyrir háan aldur, geislaði Edith enn af lífsfjöri. Hin granna, lágvaxna kona skaust upp og niður stigana, dyttaði að húsinu, skutlaði dagblöðunum upp á efstu hæð til okkar í bítið á morgnana óumbeðin;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.