Morgunblaðið - 27.06.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 271 iJÚNÍ 11989
m
oftar en ekki bauð hún okkur inn
í íbúð sína sem bjó yfir leyndardóm-
um veraldar sem eitt sinn var, og
fræddi okkur á lifandi máta um
menn og málefni sem aðrir höfðu
gleymt. Og alltaf var hún söm; bros-
andi, hlý, hjálpsöm.
Stundum á síðkvöldum settist
Edith við píanóið, og seiðmagnaðir
tónar hljóðfærisins bárust upp í
íbúðina okkar, hljómfallinu verður
ekki lýst með orðum né heldur ná
prentaðir stafir yfir þá dulúð og
sálarorku sem fólst í píanótónum
Edithar. Þessa músík höfðum við
aldrei heyrt áður og munum aldrei
heyra framar.
Byrðunum er misskipt á menn-
ina, og svo fór að þær byrðar voru
lagðar á Edith sem hún megnaði
ekki að standa undir. Og nú er
síðasti frumbyggi hússins á Ránar-
götu horfinn, hlý og björt nærvera
Edithar á brott og píanóið hennar
þagnað.
Eftir stendur húsið sem hún og
Jónas byggðu og mun veita kom-
andi kynslóðum hlýju, skjól og yl.
Við vottum ættingjum og að-
standendum Edithar Guðmundsson
dýpstu hluttekningu okkar.
Ingólfúr, Jóhanna, Halla
Björg og Jónas Margeir
Edith Guðmundsson lést á
Landakotsspítala 19. júní sl. Hún
hét fullu nafni Edith Kamilla Kaar-
bye og var borin og barnfædd í
Björgvin í Noregi.
Faðir hennar, Isak Kaarbye, ætt-
aður frá Vandsö í Norður-Noregi,
var þekktur listmálari þar í landi.
Hann lést af slysförum 1944. Anna
Rennemoen hét móðir hennar, kom-
in af kunnri ætt í Guðbrandsdal.
Hún lést í hárri elli 1965.
Árið 1930 réð Edith sig til fram-
reiðslustarfa á farþegaskipinu Lyru
sem sigldi til íslands. Skömmu áður
hafði spákona nokkur sagt henni
að brátt færi hún til framandi lands
og myndi giftast fyrsta manninum
sem hún sæi þar. Þessi spásögn
rættist eftirminnilega því fyrsti Is-
lendingurinn sem hún leit augum,
er Lyra lagðist við festar á ytri
höfninni í Reykjavík, var Jónas
Guðmundsson, ungur og vörpulegur
tollvörður.
Á þeirri stundu voru örlög þeirra
ráðin, því þetta var ást við fyrstu
sýn. Þau gengu í hjónaband 20.
desember 1930 og bjuggu fyrst á
Skólavörðustíg 4 en fluttu að Rán-
argötu 22 árið 1932.
Foreldrar Jónasar — Guðmundur
Stefánsson, skútuskipstjóri og síðar
lögregluþjónn, og kona hans Vigdís
Vigfúsdóttir — byggðu þar reisulegt
þriggja hæða hús ásamt börnum
sínum og tengdabörnum.
Þetta framtak á kreppuárunum
er Ijós vottur um dugnað og sam-
heldni þessarar fjölskyldu sem kaus
að búa öll undir sama þaki þótt
systkinin væru komin á fullorðins-
aldur og tvö þeirra gengin í hjóna-
band árið 1932 er þau fluttu í húsið.
Elsta systirin, Þórunn, var gift
Jóni Kristóferssyni, skipstjóra, en
yngri systurnar, Sigríður og Anna,
héldu heimili með foreldrum sínum
meðan þeir lifðu.
Húsið var í þjóðbraut. Þangað
lögðu margir leið sína, frændur,
vinir og venslamenn, ungir sem
aldnir. Þar var því löngum gest-
kvæmt. Frændrækni var mikil,
frændgarðurinn stór og ekki skorti
gestrisni. Allir voru þar aufúsugest-
ir.
Fimm ættliðir hafa búið í þessu
húsi og sá fjórði — börn undirritaðs
og Rannveigar Jónsdóttur Kristó-
ferssonar og Þórunnar systur Jón-
asar — er nú vaxinn úr grasi.
Edith sómdi sér vel í þessari fjöl-
skyldu. Hún var ágætiskona,
greind, fróðleiksfús og forkur dug-
legur. Hún starfaði árum saman í
kvennaklúbbnum Vinahjálp, saum-
aði út og gaf ótal fagra hluti, svo
sem dúka, dregla, veggteppi og
klukkustrengi sem voru seldir á
árlegum mörkuðum félagsins en
ágóðanum er varið til líknarmála.
Mörg seinustu árin starfaði hún
einnig sem sjálfboðaliði á vegum
Rauða krossins við sjúkrahúsin í
Reykjavík.
Edith var listræn og listhneigð
eins og hún átti kyn til. Margir
fagrir munir gerðir af meistara-
höndum hennar prýða heimilið sem
var orðlagt fyrir rausn og myndar-
skap.
Hún keypti sér slaghörpu er hún
var komin hátt á sjötugsaldur, fór
í spilatíma og lék oft sér til ánægju.
Edith átti góðan þátt í samheldni
ijölskyldunnar. Veislurnar sem hún
hélt fyrir hana svo og vini og kunn-
ingja voru rómaðar og eftirsóttar,
ekki síst af yngstu kynslóðinni enda
var matargerð hennar við brugðið.
Jafnan var glatt á hjalla í þessum
samkvæmum.
Á heimili þeirra Jónasar var
margt merkra bóka. Þegar tal barst
að fjarlægum löndum og þjóðum
komu menn ekki að tómum kofan-
um hjá húsmóðurinni á Ránargöt-
unni. Augljóst var að hún lét bækur
um þetta efni ekki rykfalla í bóka-
skápnum en sat yfir þeim á
síðkvöldum, einkum í skammdeg-
inu. Þetta vissu fáir og því kom
þekking hennar iðulega á óvart.
Edith og Jónas áttu eina dóttur
barna sem var yndi þeirra og eftir-
læti, Önnu tungumálakennara. Hún
var gift Heimi Áskelssyni, dósent í
ensku við Háskóla íslands. Anna
varð stúdent frá MR árið 1950 og
lauk prófi í þýskri og enskri tungu
frá Háskóla Islands 1965 og aflaði
sér einnig framhaldsmenntunar er-
lendis. Hún andaðist um aldur fram
15. janúar sl. aðeins 57 ára gömul
og varð öllum ættingjum, vinum og
venslamönnum harmdauði.
Einkum fékk andlátið mikið á
móðurina er syrgði hana sárt enda
hafði samband þeirra alla tíð verið
mjög náið.
Nú hittast þær mæðgur aftur í
hásölum hjá því almætti sem öllu
ræður.
Við sem bjuggum á Ránargötu
22 áratugum saman söknum
títtnefndrar fjölskyldu, söknum
hvers og eins er við kynntumst
þar. Edith var sú síðasta er kvaddi
þetta hús sem geymir svo margar
ljúfar minningar frá liðnum árum.
Stofurnar hennar á Ránargötunni
standa nú auðar og þögnin ríkir þar
ein.
Edith er ógleymanleg öllum er
kynntust henni. Hún skilaði dijúgu
lífsstarfi og kvaddi þennan heim
södd lífdaga.
Á skilnaðarstundinni þökkum við
Rannveig og bömin okkar, Jón,
Þóra og Þorkell, sem og fjölskyldan
öll, liðnar samverustundir á Ránar-
götu 22 og sendum Heimi Áskels-
syni, tengdasjmi hinnar Iátnu, inni-
legar samúðarkveðjur.
Ingólfúr A. Þorkelsson
rrrnn!i
STERKA RYKSUGAN
SEM ENDIST LENGUR
nú met.) nýjum
1000 w. mótor
SÉRTILBOD
stórlœkkad verð, nií aðeins
14^730
(stgr. 13.999,-)
iFOnix
HATÚNI 6A SÍMI (91)24420
t
PÁLLPÁLSSON,
Hákotsvör 2,
Bessastaðahreppi,
lést í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði 13. júní.
Jarðarförin hefur farið fram.
Aðstandendur.
t
Eiginkona mín,
GUÐLAUG BJÖRNSDÓTTIR,
Hlemmiskeiði,
Skeiðum,
lést í Landspítalanum laugardaginn 24. júní.
Sigurður Bjarnason.
t
Útför
ÓLAFAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Breiðuvik,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. júní kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar B. Guðmundsson.
RYMINGARSALA
Hankook, kóreskir vðrubílahjfilbarðar
Frábær gædadekk - Frábært verð
t
Bróðir okkar,
KRISTJÁN THORBERG GUÐMUNDSSON,
lést sunnudaginn 25. júní.
Systkini hins látna.
t
Eiginmaður minn, GUÐJÓN ÁRNASON frá Ráðagerði, Akranesi,
lést 25. júní.
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
t 1100R20 Radial með slöngu frá kr 18.800,-
\ 1200R20 Radial með slöngu fró kr 22.500,-
112R22,5 Radial frá kr 17.800,-
1 1000x20 Nylon Pneumant kr 13.800,-
112R22,5 Radial Pneumant kr 15.800,-
í 1100x20 notuð herdekk kr 3.500,-
1100x20 notuð Conti/Dunlop kr. 7.500,-
BARÐINN HF.
Skútuvogi 2 - Símar 30501 og 84844.
Blómastofa
FriÖfinns
Suöuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytíngar við öll tilefni.
Gjafavörur.
m
0DEXION
léttir ykkur störfin
APTON-smíöakerfið
leysir vandann
• Svörtstálrör
• Grá stálrör
• Krómuð stálrör
• Álrör - falleg áferð
• Allar gerðir tengja
Við sníðum
niður eftir máli
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
Sími (91)20680
\ferbatim
Verbatim
hágæða TEFLON disklingar
★ 3,5“, 2S/2D og 2S/HD
★ 5V4“, 2S/2D og 2S/HD
★ TEFLOIM vörn gegn kaffi,
ryki og öðrum óhöppum
★ Forsniðnir
★ Hagkvæmustu kaupin
Verbatim, einu disklingarnir
með TEFLON vörn.
ÞÓRf
SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11