Morgunblaðið - 27.06.1989, Qupperneq 41
varð til þess að mitt í erilsömu
prestsstarfi í Reykjavík tókst hon-
um á nokkrum árum að skrifa heila
bók um Nýja testamentið (Humour
and Irony in the New Testament:
Illuminated by parallels from
Talmud and Midrash) þar sem hann
greindi tvö fagurfræðileg hugtök,
ironie, sem oft er rangþýtt háð, en
merkir í raun vissa fjarlægð og
afskiptaleysi, stundum biturt, en
þarf alls ekki að vera það, og hum-
or, sem eiginlega er ekki glettni,
eins og oft er sagt, heldur viss létt-
ieiki frásagnar sem byggir á nálægð
og umhyggju. Mér sárnar að ég gat
ekki sýnt séra Jakob ritgerð sem
ég birti í erlendu tímariti um þessi
hugtök og kom út einmitt 17. júní,
á dánardægri hans.
Það sem einkennir rannsókn
Biblíunnar innan guðfræðinnar og
hlutverk hennar á þeim vettvangi
er einkum tvennt: Söguleg rann-
sókn og viðleitni til þess að komast
að kenningum Biblíunnar. Hér
skipa því bókmenntalegar rann-
sóknir oft lágan ef nokkurn sess.
Þetta er í samræmi við það hve
bókmenntirnar hafa orðið útundan
í hefðbundinni guðfræðimenntun í
Norður-Evrópu. Því má skjóta inn
að undantekingu frá þessu er að
finna á fyrstu árum díalektísku
guðfræðinnar á meginlandinu. E.
Thurneysen leiddi Dostojefskí til
sætis í guðfræðirannsókn, en þaðan
varð hann að víkja síðar. En stefna
þessi komst á veg í Bandaríkjunum
fyrir fjórum áratugum, og síðan
m.a. hér og í nokkrum mæli annars
staðar í Evrópu. Það er með hlið-
sjón af þessu sem skilja ber áhuga
séra Jakobs á rýni Nýja testament-
isins á grundvelli fagurfræða. Hann
var alla tíð áhugamaður um bók-
menntir, einkum leikbókmenntir,
og samdi fjölda leikrita samhliða
prestsstarfinu. Þennan áhuga höfðu
margir jafnaldarar hans, séra
Síðla árs 1924 lýkur útgerðarþætti
Ingjalds með því að vél skipsins
verður ónýt. Þá býðst Ingjaldi staða
fyrsta stýrimanns á togaranum Leifi
heppna. Ingjaldur tekur boði þessu
en verður lengur en hann ætlaði að
ganga frá málum sínum er vörðuðu
útgerð og fleira og nær því ekki að
komast um borð í Leif heppna er
hann heldur á veiðar upp úr áramót-
um 1925. Varð það honum til lífs
því skömmu síðar fórst Leifur
heppni í aftaka veðri á Halamiðum
með allri áhöfn, 33 mönnum.
Ingjaldur gerist nú skipstjóri á
síldveiðiskipi Ingvars Guðjónssonar
og aflaði vel. Ingjaidur er ekki sátt-
ur við þa'stefnu er sjómennska hans
hafði tekið. Hann gengur því í land
alkominn af sjó og ræðst í hús-
byggingar. Þetta leiðir til þess að
um 1933 skilar hann fullgerðum
pallstiga sem sveinsstykki sínu.
Bráðlega eftir það verður hann hús-
asmíðameistari og verktaki. Hann
stundar síðan vinnu sína af kappi
og með vandvirkni til starfsloka um
áttrætt.
Ingjaldur bjó víða í borginni á
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJU[>AGUR 371.^lj3»jlr)-,989
41
Gunnar Árnason þýddi bók Dostoj-
efskís, Bræðurna Karamazov (en
hluti handritsins týndist hjá útgef-
enda, og varð ekki af útgáfu).
Séra Jakob var að eðlisfari glett-
inn og gamansamur í alvörunni, en
háð og neikvæð umíjöllun var hon-
um víðs fjarri. Hann var óvenjuleg-
ur maður, en einhvern veginn fór
það svo að prestar sýndu honum
aldrei verðskuldaða virðingu, skildu
hann kannski ekki, sumir hverjir.
Honum sárnaði oft deyfð hins and-
lega og fræðilega lífs, en athygli
vakti hann með þjóðinni sjálfri og
telst enda til hennar fremstu sona.
Séra Jakob er meðal sérstæðustu
manna sem ég hef kynnst. Við vor-
um ekki alltaf sama sinnis, en fé-
lagsskapurinn um nýjar hugmyndir
og rýni samtíðar var, held ég, báð-
um mikils virði.
Frú Þóra Einarsdóttir má nú í
heilsuleysi sínu sjá á bak lífsföru-
naut sínum eftir 61 árs farsælt
hjónaband.
Við hittumst í síðasta sinn 17.
maí sl. á 85 ára afmæli öðlingsins
dr. Björns Magnússonar fyiTv. pró-
fessors, samstúdent hans og félaga
úr guðfræðideild og úr hópnum sem
kenndur er við tímaritið „Strauma",
og lék séra Jakob þar á als oddi
og sagði frá nýjum hugmyndum að
leikþáttum. Hann var fullur sköpun-
arkraftar allt til siðasta dags er
hann skyldi flytja ávarp á Djúpa-
vogi. Það eru góð örlög og fagur
dauðdagi að njóta óskertrar anda-
giftar til hinsta dags eftir ríkuleg
og mörg ár. Og þar lauk hann ævi
sinni sem hann hóf prestsstarfið,
því að hann vígðist sem aðstoðar-
prestur föður síns til þjónustu að
Djúpavogi 22. júlí 1928. Lífið var
honum Kristur. Ég hygg að hann
hefði talið dauðann ávinning. —
R.P.
Reykjavík, 20. júní 1989,
Þórir Kr. Þórðarson
næstu áratugum. Þar á meðal á
Silfurteig 6, Rauðalæk 2 og 13.
Hann missti Kristjönu konu sína 19.
júní 1940 (42 ára) frá fjórum börn-
um. Þau erú eftirtalin: Guðrún,
ekkja Eiðs Gíslasonar húsvarðar,
Margrét, ekkja Hjálmars S. Thom-
sen, múrara síðast í Grindavik,
Þuríður gift Valdimar Auðunssyni
frá Dalsseli, nú bónda að Grens-
tanga í A-Landeyjum og Jón húsa-
smiður í Reykjavík kvæntur Hrafn-
hildi Magnúsdóttur.
Ingjaldur giftist seinni konu sinni
Soffíu Ólafsdóttur 1944 en hún lest
1980. Þeirra synir eiu: Ólafur Við-
ar, matsveinn í Reykjavík, kvæntur
Ragnhildi ísleifsdóttur og Guð-
mann, húsasmiður í Reykjavík,
kvæntur Eygló Guðmundsdóttur.
Ég kynntist Ingjaldi fyrir um 38
árum þegar ég varð mágur Valdi-
mars frá Dalsseli, tengdasonar Ingj-
alds. Sú kynning var einkum tengd
fjölskyldusamkomum af ýmsum til-
efnum. Var þa'sýnt að Ingjaldur
var mikinn persónuleika og í viðræð-
um við hann kom greinilega í ljós
skoðanafesta og góð greind. Þá
Hinn 17. júní sl. lést afi okkar,
sr. Jakob Jónsson, 85 ára að aldri.
Okkur brá mjög er við fréttum
skyndilegt fráfall hans, svo fjörmik-
ill hafði hann verið allt til þeirrar
stundar. Þróttur hans og hrífandi
viðmót villtu um, svo að ekki lá í
augum uppi að heilsu hans fór hrak-
andi. Fijór í anda var hann gjöfull
í okkar garð og virtist hafa margt
á pijónunum. í næsta mánuði hugð-
ist hann sækja vísindalega ráð-
stefnu erlendis í sérgrein sinni.
Nýlega voru frumfluttir leikþættir
eftir hann og ný ljóð birtust iðulega.
Er við ólumst upp erlendis var
það eitt helsta tilhlökkunarefnið að
sjá á ný ömmu okkar og afa. Afi
sýndi okkur margt, en efst í minni
eru heimsóknir með honum í Hall-
grímskirkju. Gekk Hallgrímskirkja
undir nafninu „kirkjan hans afa“.
Ekki var óvanalegt að hitta fólk sem
hann hafði skírt, fermt eða gift.
Við erum stolt af að eiga afa sem
okkur finnst hafa verið þjóðfélaginu
jafnmikils virði og okkur sjálfum.
Síðustu ár hefur hann verið okk-
ur vinur sem afi. Alla tíð hafði
hann mikinn og einlægan áhuga á
viðleitni okkar og framförum. Stöð-
ugt stóð hans mikla þekking til
boða, stuðningur og holl ráð. í okk-
ar augum var hann ævinlega bjart-
sýnn, bar aldrei illan hug til neins
manns og virti annarra manna
skoðanir. Hann var í senn víðsýnn,
skarpur og góðhjartaður.
Afi hafði djúptæk áhrif á okkur.
Við undirrituð vorum samofin lífi
hans stuttan tíma úr langri ævi.
Engu að síður lét hann okkur skilja
að tilvist okkar væri honum megin-
þáttur. Við eru þakklát fyrir það
sem hann gaf okkur- í veganesti.
Vésteinn Þórsson, Þóra
Þórsdóttir, Jens Rothen-
borg, Jórunn Rothenborg.
varð maður oft vitni að því að hann
var mikill húsfaðir sem naut þess
að hafa börn sín, tengdabörn • og
barnabörn í næstu nánd við sig,
einkum á hátíðisdögum.
Það var þó ekki fyrr en ég hafði
átt langa viðræðu við hann 93 ára,
þá vistmann á Hrafnistu í
Reykjavík, að mér varð ljóst hve
sterkri manngerð hann var upp-
byggður andlega og líkamlega. Ekki
síst með tilliti til þess að hann hafði
að baki þá reynslu að hafa orðið
tvisvar ekkjumaður og orðinn mjög
sjóndapur.
Ég minnist þess ekki að hafa átt
svo langt og lifandi samtal við svo
háaldraðan mann enn með hljóm-
sterka rödd, sem þó var svo hlý og
mjúk, kryddað glettni í mikilli frá-
sagnargleði. Ég er innilega þakklát-
ur fyrir það að hann leyfði mér að
vera með í för um litrík minningar-
lönd sín. Megi hann njóta blessun-
arríkrar heimkomu eftir langan og
strangan lífsdag í nafni hins mikla
og volduga, sem var, er og verður.
Konráð Bjamason, Öldutúni 18,
Hafnarfirði.
Þriðjudagstónleikar
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30
Friðrik Karlsson, Maarten van der Valk, Reynir
Sigurðsson og Richard Korn verða með jazz-
prógramm. Kaffistofan verður opin.
Aðgöngumiðar á kr. 350,- fást við innganginn.
A undan timanum
i 100 ár.
fyrir
.... ... ... steinsteypu.
Léttir
meöfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrirliggjandi.
Þ. ÞQRGRIMSSQN & C0
Armúla 29, sími 38640
FYRIRLIG6JANDI: GÓLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR
STEYPUSAGIR - HRJERIVÉLAR - SAGARBLQÐ - Vflnfluð Iramlfliðsla.
- 6000 -
aukaspurningar
fyrir Trivial Pursuitá hálfvirði.
Fæst í öllum bóka- og
leikfangaverslunum um land allt.
Afturrúðugrindur
á stórlækkudu verði.
Mikið úrval.
MEÐ TÓMA BUDDU
Á EFTIRLA UNAÁRUNUMt
Þó að fólk láti af störfiun ogsetjist í helgan stein
verður ekkert ódýrara að lifa. Eftir sem áður þarf
að kaupa mat, borga Jiita, rafmagn og síma, gefa
bamabönnuium gjafir - og njóta lífsins.
Æ fleiri gera sér því ljóst að það er ekki nóg að
greiða hluta launanna í lífeyrissjóð og leggja fyrir
aukalega upp á eigin spýtur. Þá skiptir meginmáli
að spamaðurinn sé ömggur og ávaxtist vel.
Tökum dæmi af hjónum sem leggja fyrir auka-
lega 10.000 krónur á mánuði í 20 ár áður en þau
fara á eftirlaun. Þannig gætu safnast tun 4 milljónir
og hjónin gætu því haft um 44 þúsund krónur á
mánuði í 10 ár í viðbótarlífeyri.
VIÐBÓTARLÍFEYRIR EFTIR 20 ÁRA
_________________SPARNAÐ______________________
Sþamahur Eign eflir 20 ár: Vibbótar lífeyrir
á mánubi: á mánuði:
5.000,- 2.029.000,- 21.900,-
lO.OOO,- 4.058.000,- 43.800,-
Miðað er vii) að vextir haldist fastir 5 % yjir verðbólgu allan
tímann ogaðgengiðséjafnt ogþétt á höfuðstólinn á 10 árum.
Allarfjárliceðir eru í krónum og á mígildandi verðlagi.
Aðalsmerld VIB er góð þjónusta og traust verðbréf
sem gefa góða ávöxtun. Komdu við í Armúla 7 og
kynntu þér leiðir til að safna góðum eftirlaunasjóði
á þægilegan og fyrirhafnarlítinn hátt. Þú getur líka
hringt í sírna 681530.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30