Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 42

Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 42
42 MQfiGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JUNI 1989 fclk í fréttum STEIGEN SAGASPIL Færðu borg- borgarstjóra gjof Hér var nýlega á ferð norskur leikhópur sem kallar sig Steigen Sagaspil. í hópnum eru áhugaleikarar frá smábænum Steigen í Norður-Noregi. Þeir fluttu leikverk eftir sögunni um Hagbarð og Signýju á Mikiatúni sunnudag- inn 18. júní. Sýningin þótti takast vel þó veðurguðimir væru henni ekki sérlega hliðhollir. í lok dvalarinnar færðu leikar- arnir Davíð Oddssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, mynd að gjöf. Gauti Kristmannsson, formaður félags FSÞ, afhendir Brian Holt heiðursskjal. SJONVARPSÞYÐENDUR Brian Holt kjör- inn heiðursfélagi Félag sjónvarpsþýðenda hjá ] Ríkisútvarpinu hélt á dögunum COSPER lOPIB .Hl II/. COSPER 10877 aðalfund sinn. Á fundinum var kjör- inn fyrsti heiðursfélagi félagsins, Brian Holt, fyrrverandi ræðismaður Breta á íslandi. Sjónvarpsþýðendur kusu hann heiðursfélaga vegna þeirrar miklu og óeigingjörnu að- stoðar sem hann hefur veitt þýðend- um alveg frá því Sjónvarpið tók til starfa fyrir rúmum tveimur áratug- um. Brian Holt hefur alltaf verið boðinn og búinn að hjálpa þeim sem til hans hafa leitað og hefur ófár skjátextinn verið rétt þýddur fyrir hans tilhlutan. Kjör hans er því örlítill þakklætisvottur félagsins fyrir hans mikla og merka framlag. - Hvers vegna hélstu þér ekki í húninn? UPPBOÐ Góðir gripir til sölu Bentley-bifreið, sem í eina tíð var í eigu bresku Bítlanna, var boðin upp á uppboði í New York á dögunum. Eigandinn hafði krafist a.m.k. 800.000 Bandarikjadala (um 17 milljóna ísl. kr.) fyrir gripinn en svo undarlega vildi til að enginn hafði áhuga á ökutækinu. Fyrir- fram höfðu menn búist við því að slegist yrði um bílinn því hann þyk- ir einn merkilegasti minjagripurinn um Bítlaæðið sem gagntók ung- menni í Evrópu og Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. Búningur sem leikkonan Marilyn Monroe skrýddist er hún lék í kvik- myndinni „Bus Stop“ þótti á hinn bóginn eftirsóknarverður. Gífurleg spenna ríkti í sölum uppboðsfyrir- tækisins Christie’s er sýningar- stúlka í gervi Marilyn Monroe ark- aði um salinn og menn tóku strax að bjóða. Sá sem hreppti búninginn þurfti að reiða fram tæplega 21.000 dali (um 1,2 milljónir kr.) og þóttist heppinn. Mesta athygli vakti þó handrit Hermans J. Mankiewicz að kvik- myndinni „Citizen Kane“. Fyrirtæki eitt í _ New York-borg greiddi Sýningarstúlka í gervi Marilyn Monroe sýnir viðstöddum bún- inginn sem leikkonan dáða skrýddist er hún lék í kvikmynd- inni „Bus Stop“. 232.000 dali (um 13,2 milljónir króna) fyrir handritið. Orson Wells, einn almagnaðasti snillingur kvik- myndasögunnar, lék aðalhlutverkið EDDUHÓTEL Samráðsfímdur um sumarið Eflaust eiga margir, sem leggja leið sína um landið í sumar, eftir að koma við á Hótel Eddu og þiggja veitingar og gist- ingu. Sextán Edduhótel verða starf- andi í sumar. Að ofan má sjá Kjartan Lárus- son, forstjóra Ferðaskrifstofu Is- lands, í hópi vaskra hótelstjóra Hótel Eddu. Myndin er tekin eftir samráðs- fund um Eddusumarið ’89 sem haldinn var helgina 11.- 12. júní síðastliðinn. ekkibara heppni Morgunblaðið/Þorkell Við afhendingu gjafarinnar til borgarstjóra. Unni Gylseth, Björn Stemland, Davíð Oddsson, Marit Stemland, Ásmund Gylseth og Hal- vard Helgesen. HVERVANN? Vinningsröðin 24. júní: 122 - X21 -112-111 Heildarvinningsupphæð: 436.528 kr. 12 réttir = 349.992 kr. 18 voru með 12 rétta - og fær hver í sinn hlut 19.444 kr. 11 réttir = 86.536 kr. 232 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut 373 kr. Steindár Sendibílar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.