Morgunblaðið - 27.06.1989, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
49
Morgunblaðið/Sverrir
Henning Christophersen, varaforseti framkvæmdanefndar EB, Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra,
og Birgir Árnason, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, á fréttamannafundi í gær.
ísland og EB:
Astæða til að ræða við-
skiptin í víðara samhengi
- segir Henning Christophersen, varaforseti
framkvæmdaneftidar Evrópubandalagsins
HENNING Christophersen, varaforseti framkvæmdane&idar Evr-
ópubandalagsins (EB), segir að grundvallarafstaða bandalagsins
sé enn sem fyrr sú að óheftur aðgangur að mörkuðum bandalags-
ins með fiskafurðir fáist ekki nema í skiptum fyrir veiðiréttindi.
Á fundi með fréttamönnum í gær sagðist hann hins vegar ekki
sjá neitt þvi til fyrirstöðu að ræða viðskipti íslands og EB í viðara
samhengi enverið hefur. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, gest-
gjafí Christophersens hérlendis, minnti á að sumar hliðar fisk-
veiðimála væru alþjóðlegar í eðli sínu og ekkert því til fyrirstöðu
að vinna með Evrópubandalaginu að slíkum málum. Nefiidi hann
einkum mengunarvarnir í því sambandi og eftirlit með flökkustofh-
um.
Á sameiginlegum fréttamanna-
fundi Christophersens og Jóns
Sigurðssonar kom fram að þeir
litu svo á að viðræður væru hafn-
ar um viðskipti íslands og EB til
dæmis með heimsókn Christop-
hersens hingað til lands. Einnig
stæði til að Manuel Marin, sem
fer með sjávarútvegsmál innan
framkvæmdanefndar EB, kæmi
hingað til viðræðna við Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra. Viðræður Fríverslunarsam-
taka Evrópu (EFTA) og EB sem
íslendingar munu leiða frá og með
1. júlí myndu einnig snúast um
hvaða mál væri best fyrir íslend-
inga að ræða í samstarfi við önn-
ur EFTA-ríki og hvaða atriði
væri nær að ræða af hálfu hvers
ríkis fyrir sig. Jón Sigurðsson
sagðist bjartsýnn á að ákvæði í
yfírlýsingu leiðtogafundar EFTA
í Ósló í Noregi í mars síðastliðnum
um fríverslun með fisk yrði tekið
upp í hugsanlegum samningi
EFTA og EB.
Þegar Henning Christophersen
var spurður hvernig fram-
kvæmdanefndin sæi fyrir sér eft-
irlit með framkvæmd slíks sam-
komulags EFTA og EB svaraði
hann því til að Evrópubandalagið
* hefði nú þegar dómstól sem
.reyndist vel, Evrópudómstólinn í
Lúxemborg. •
Jón Sigurðsson afhenti Henn-
ing Christophersen. starfsáætlun
sem norræna ráðherranefndin
samþykkti nýverið um Norðurlönd
og Evrópu 1989-92. Áætluninni
er ætlað að tengja norrænt sam-
starf hinum fyrirhugaða innri
markaði Evrópubandalagsins. Þar
er gerð grein fyrir 80 verkefnum
sem norrænu ríkisstjórnirnar
fímm hafa samþykkt sem mark-
mið norræns samstarfs á þessu
sviði á næstu árum. Eitt af mark-
miðum starfsáætlunarinnar er að
auka verulega kynningu á Norð-
urlöndum og norrænu samstarfí
í Vestur-Evrópu, einkum í stofn-
unum Evrópubandalagsins.
Kvennalistinn
ítrekar mótmæli
við heræfing’um
Kvennalistinn hefiir ítrekað
mótmæli sín við æfíngar varaliðs
á Miðnesheiði. í fréttatilkynn-
ingu segir að Kvennalistakonur
hafi á fundi með fiilltrúum þátt-
takenda í heræfingunum aflient
þeim yfirlýsingu þar sem æfing-
unum er mótmælt.
I yfirlýsingunni segir að ísland
sé einn möskvinn í hernaðameti
stórveldanna og að á undanfömum
ámm hafí íslendingar flækst fastar
í það net. Kvennalistinn vill að allar
hernaðarframkvæmdir verði stöðv-
aðar hér á landi og lýsir sig andvíg-
an hugarfari hermennskunnar.
Kvennalistinn telur heræfingar
hér á landi í hrópandi andstöðu við
bætta sambúð þjóða í heiminum.
Því séu heræfíngar á íslandi tíma-
skekkja 44 ámm eftir að heims-
styrjöldinni síðari lauk.
Morgunblaðið/ Ami Johnsen.
xxutei x'unsiun a deiiossi sem
nú tilheyrir Fjölbrautaskóla
Suðurlands og verður heima-
vist 25 nemenda.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra afhendir Þór Vig-
fússyni skólameistara lykilinn
að Þóristúni.
Selfoss:
Fj ölbrautaskólinn
fær Hótel Þóristún
fyrir heimavist
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra hefiir afhent Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi Hótel Þóristún á Selfossi
sem heimavistarhúsnæði. Þar
verður heimavistaraðstaða fyrir
25 nemendur, en igölbrautaskól-
inn hefiir ekki haft heimavistar-
aðstöðu hingað til þótt þörf sé á
heimavist fyrir 80-90 manns.
Ríkissjóður keypti Hótel Þóris-
tún á 17 milljónir króna. Þór
Vigfiísson skólameistari veitti
húsinu viðtöku í hófi sem fram
fór í heimavistarhúsinu.
Á sumrin verður Þóristún leigt
út sem hótel, og í sumar er það
tengt hótelþjónustu Hótels Selfoss.
í vetur stunduðu 528 nemendur
nám í fjölbrautaskólanum auk 150
í kvöldskóla og 23 í Skógum.
Sumarbúðir á Núpi
Nupi.
SUMARBÚÐIR barna og unglinga
verða haldnar á Núpi í sumar eins
og undanfarin ár. Héraðssamband
Vestur-ísfirðinga (HVÍ) ásamt
Æskulýðsfélagi VestQarða standa
að búðunum.
Haldin verða tvö námskeið fyrir
böm 7-10 ára, 22.-29. júní og 12.-19.
júlí. Eitt námskeið fyrir. ll-13ára,
1.-10. júlí, og eitt unglinganámskeið
fyrir 14-16 ára 21.-23. júlí ef næg
þátttaka fæst.
Leiðbeinendur eru allir vel hæft
fólk með menntun og reynslu á þessu
sviði. Mikið er lagt upp úr íþróttum
og útivist á námskeiðunum auk
kristilegrar fræðslu, kvöldvökur eru
haldnar o.fl.
Námskeið þessi eru mjög vinsæl
og hafa verið nær fullbókuð siðustu
árin. Góð aðstaða er á Núpi til sumar-
búðahalds, íþróttasalur, lítil sund-
laug, fagurt umhverfi, fjölbreytt
lífríki, sjór og skemmtileg sandfjara.
Innritun fer fram hjá séra Magnúsi
milli klukkan 17 og 19 virka daga
og hjá forstöðumanni, Kára Jóns-
syni, klukkan 10-12 virka daga.
- Kári
HRINGFERÐ ÍSLENDINGA
UM ÍSLAND 22. JÚLÍ
FERDASKRIFSTOFA ÍSLAND5
Skógarhlíð 18 101 Reykjavík sínu 91-25855
Skoðaðu ísland í skemmtilegri tíu daga hringferð.
Brottför frá Reykjavík 22. júlí. Stansað er á fallegum
útsýnisstöðum, þekkt náttúrufyrirbæri og sögustaðir
skoðaðir. Ferðin er þægileg og sérlega fróðleg.
Þessi ferð kostar 53.500 kr. og innifalinn er
morgunverður, kvöldverður og gisting í tveggja
manna herbergi á Reykjum í Hrútafirði, Siglufirði,
Akureyri, Laugum, Eiðum, Hornafirði, Kirkjubæjar-
klaustri og Skógum.
Leiðsögumaður -er: Guðmundur Guðbrandsson.
Pantaðu sæti strax í dag. Visa og Euro greiðslukjör.
Ellilífeyrisþegar fá 1Ö% afslátt.