Morgunblaðið - 27.06.1989, Side 50
50______
Selfoss
MOftGUNBLAÐlÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1989
Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp álykta:
Opinbert ráð gæti laga-
legra réttinda fatlaðra
Á sameiginlegum fiindi Ör-
yrkjabandalags Islands og
Landssamtakanna Þroskahjálp-
ar var samþykkt ályktun þar sem
því er beint til samstarfsnenfdar
samtakanna að hún kanni mögu-
leika á því að komið verði á fót
opinberu ráði sem gæti lagalegra
réttinda fatlaðra.
í fréttatilkynningu segir að slíkt
ráð gæti aukið réttindagæslu fatl-
aðra. Ráðið þyrfti að vera ráðgef-
andi um réttindamál fatlaðra, tæki
við kærum, rannsakaði mál og
reyndi að koma á sáttum á milli
deiluaðila. Að öðrum kosti höfðaði
það mál fyrir dómstólum.
Samvinna Landssamtakanna
Þroskahjálpar og Öryrkjabanda-
lagsins hefur aukist undanfarin
misseri. Félögin hafa haldið fundi
þar sem rætt hefur verið hvernig
betur megi ná árangri í hagsmuna-
baráttu fatlaðra. Fyrir stuttu héldu
félögin málþing sem bar yfirskrift-
ina „Réttur okkar til að hafa áhrif
á eigið líf“. Málþingið er liður í
norrænu samstarfi sem miðar að
því að.auka áhrif þroskaheftra á
eigið líf.
Morgunblaðið/Árni Helgason
Grásleppan hangir i trönunum og bíður síns tíma.
Ölfusá yggldi sig
fyrsta veiðidaginn
Selfossi.
FYRSTI laxveiðidagurinn í Olf-
usá við Selfoss var 21. júní, á
stöng og í net. Áin var ekki gjöf-
ul þennan fyrsta dag og enginn
lax kom á land.
• •
Oxarfjörður:
• •
Okumaður
slapp, en
bifreiðin
gjörónýt
Skinnastað.
ALVARLEGT umferðaró-
happ varð við brúna á Naustá
í Núpasveit í Norður-Þing-
eyjarsýslu sunnudaginn 25.
júní. Okumaður ók á brúar-
handrið og reif það af. Öku-
maðurinn sem var einn í
bílnum slapp en bíllin er gjör-
ónýtur.
Það var á sunnudagsmorgun
sem óhappið varð, ökumaður-
inn reif með sér 7-8 metra langt
brúarhandrið úr málmi og
steypu í gegnum allan hægri
helming bilsins og tætti hann
í sundur og stóð handriðið langt
aftur úr skottinu.
Ökumaður komst út úr flak-
inu og höfðu vefarendur
snöggvast tal af honum, en
síðan hvarf hann upp í heiði.
Umferð á heiðinni stöðvaðist í
rúmar 2 klukkustundir uns lög-
regla kom á staðinn.
Ókumaðurinn fannst á
sveitabæ í grenndinni og var
fluttur í sjúkrahúsið á Húsavik.
- Sigurvin
Einn ræðumanna í púltí á mál-
þingi Þroskahjálpar og Öryrkja-
bandalagsins um rétt þroska-
heftra tíl áhrifa á eigið líf.
Ölfusá yggldi sig þennan fyrsta
dag með miklu og köldu vatns-
magni. Stangveiðimenn reyndu til
þrautar en höfðu frekar litla trú á
veiðiskapnum enda sást enginn lax
bylta sér hvað þá að hann gæfi
agninu gaum. Sama var hvort reynt
var á Efsta svæði, Miðsvæði eða í
Vikinni.
Selfossbændur fóru á vélknúnum
gúmmíbát að vitja neta þar sem
ófært var að netunum á annan
hátt. Með minnkandi vatni í ánni
búast veiðimenn við þokkalegu
sumri.
— Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurdur Jónsson.
Klara Sælan rennir fyrir lax í
Víkinni.
Þátttakendur á ráðstefiiu um þróun námshugbúnaðar.
Ráðsteftia um gagnavinnslu:
Rætt um þróun
námshugbúnaðar
RÁÐSTEFNA alþjóðasamtaka um gagnavinnslu var haldin í
Reykjavík í síðustu viku. Að sögn Önnu Kristjánsdóttur, dósents
við KHÍ, var einkum fjallað um þróun námshugbúnaðar fyrir
börn og unglinga á aldrinum 11 tíl 20 ára á ráðstefnunni.
Til ráðstefnunnar var boðið 60 ára, jafnt innan skóla sem utan.
Morgunblaðið/Bjami
útlendingum frá fleiri en 20 þjóð-
um, auk 20 Islendinga. Á ráð-
stefnunni voru flutt yfir 20 erindi
og einnig unnu þátttakendur í
vinnuhópum. Fjallað var um þró-
un námshugbúnaðar fyrir börn
og unglinga á aldrinum 11 til 20
Þátttakendur á ráðstefnunni
gegna ýmsum störfum innan
menntakerfsins, vinna m.a. að
þróun stórra hugbúnaðarverkefna
og að sérverkefnum með kennur-
um.
Einn fyrirlesara á ráðstefiiunni
var Frakkinn Jacques Heben-
streit.
Jarðgöng undir Hvalíj örð
skipta Akumesinga miklu
Akranesi.
BÆJARRÁÐ Akraness fagnar því frumkvæði, sem Sementsverk-
smiðja ríkisins og Islenska járnblendifélagið hf. hafa haft um gerð
jarðganga undir HvalQörð og telur að áform þeirra um rannsóknir,
framkvæmdir og rekstur mannvirkis séu sveitarfélögum og ríkinu
ákaflega hagkvæmar.
smiðju ríkisins þar sem fram-
kvæmdastjórar fyrirtækisins
skýrðu fyrir honum hugmyndir
sínar og útreikninga. Ólafur mun
hafa haft á orði að þessi heimsókn
hafi sýnt honun hve vestlendingar
tækju þetta mál alvarlega og væru
augljóslega búnir að skoða það vel.
- JG
Þetta kemur m.a. fram í bókun
sem gerð var á bæjarráðsfundi á
Akranesi fyrir skömmu. I bókuninni
er þeirri áskorun eindregið beint til
samgöngumálaráðherra að tekin
verði sem fyrst jákvæð afstaða til
erindis fyrirtækjanna þannig að
ljúka megi nauðsynlegum rann-
sóknum og hefja framkvæmdir eins
fljótt og kostur er, enda um að
ræða hagkvæma framkvæmd og
gífurlega samgöngubót.
Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra-
nesi sagði í samtali við Morgun-
blaðið að Akumesíngar teldu jarð-
gangagerð undir Hvalijörð skipta
þá verulegu máli. Slík framkvæmd
hefur mikið að segja fyrir byggða-
þróun á svæðinu og frekari tenging
við Reykjavíkursvæðið er okkur
mikilvæg. Gísli sagði það nýlundu
hér á landi að fyrirtæki beittu sér
fyrir framkvæði í slíkum fram-
kvæmdum og því væri ástæða til
að samgöngumálaráðuneytið taki
einnig við sér. Aðspurður um þá
skoðun ráðherra að sveitarfélög og
ríkisvald þurfí að hafa framkvæði
og samstarf um slíka framkvæmd
við Hvalfjörð sagði Gísli það skóta
nokkuð skökku við afstöðu til ann-
arra jarðgangagerða í landinu.
Þetta á fyrst og fremst að vera
framkvæmd á vegum ríkisins og
ef einhveijir aðilar vilja koma þar
nærri og hafa áhrif á framkvæmdir
er það af hinu góða, sagði Gísli að
lokum.
Þess má geta að Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra var í
kynnisferð á Akranesi á dögunum
fór m.a. í heimsókn í Sementsverk-
Stykkishólmur:
Minni bátunum fj ölgar
Stykkishóimi.
ÞEIM fjölgar minni bátunum í
Hólminum. Bæði er það að báta
þarf að nota í eyjaferðir, tíl að
huga að varpi og öðru sem þar
skiptír máli og svo fyrir tveimur
árum var alveg ágæt grásleppu-
vertíð og afúrðin í háu verði. Þá
réðst Finnur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Bjargar hf., ásamt
hluthöfúm í að koma sér upp
kavíarverksmiðju tíl að vinna
grásleppuhrogn.
í fyrra var minna um grásleppu-
veiði hér, en í vor virtist betur
horfa. í fyrra gerði storma sem
fylltu netin af ýmsum óhroða, sem
varð til þess að menn áttu erfitt
með að ná netum úr sjó. Vonandi
verður betra sumar nú.
- Ámi