Morgunblaðið - 27.06.1989, Page 52

Morgunblaðið - 27.06.1989, Page 52
ffgunfybiMfe ÞRIÐJUDAGUR 27. JUNI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Birgðir aukast 1 Bandar íkj unum Verð á þessum afurðum talið vera stöðugt MJÖG rólegt er nú yfir viðskiptum með fisk í Bandaríkjunum. Birgðir fara vaxandi vestra og bendir það ekki til þess að verðhækkana megi vænta á næstunni. Mánaðarritið The Erkins Seafood Letter segir að sala sjávarafúrða dragist nú saman meðan viðskipti á öðrum sviðum fari vaxandi. Ritið hefúr það eftir ónafngreindum frammámanni í grein- inni að staðan sé sú versta sem hann hafi kynnzt á 30 ára starfsferli sinum. Stjómendur íslenzku fisksölufyrirtækjanna vestra taka ekki svo djúpt í árinni, en segja að sumarið sé ætíð rólegur tími og sala þeirra sé á svipuðu róli og á sama tíma í fyrra, sem reyndar var slakt ár. The Erkins Seafood Letter segir að sjávarafurðir hafi tapað markaðs- hlutdeild, bæði á matvöruverzlunum og þjónustu: „Markaðshlutdeild sjáv- arafúrða dróst saman, bæði í verzl- unum og á veitingahúsum 1988 og enn dregst hún saman. Árið 1988 minnkaði neyzla sjávarafurða á mann úr 15,4 pundum í 15.“ Birgðir þorskflaka fara nú vaxandi, en eru þrátt fyrir það mun minni en á sama tíma í fyrra. Birgðir í maímánuði voru taldar nema um 12.800 tonnum, en í sama mánuði í 'fyrra voru þær 15.600 tonn. Á síðustu árum hafa birgðir aldrei verið meiri í maí og júní en í fyrra. Um áramót voru birgðirnar um 10.000 tonn en fóru í febrúar niður í tæp 7.000. Svipaða sögu er að segja um birgðir af þorsk- • blokk. í maí nú voru þær 8.700 tonn, en í fyrra 15.700. Um áramót voru birgðir rúm 10.000 tonn, en fóru lægst í febrúar í 6.350. Frá áramót- um hefur nokkuð gengið á birgðir af Alaska-ufsablokk. 8.250 tonn voru í birgðum um áramót, en eru nú 6.700 tonn. í maímánuði í fyrra voru birgðimar aðeins 3.500 tonn og hef- ur ekki síðustu ár verið meira í birgð- um en um þessar mundir. Pétur Másson, upplýsingastjóri Coldwater, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hjá fyrirtækinu væri sala af unnum afurðum svipuð og á síðasta ári, en flakasala hefði aukizt. Að vísu yrði að taka það fram að síðasta ár hefði verið afleitt. Lítið væri að gerast í sölu matvæla og birgðir af fiski færu vaxandi, enda sumarið venjulega rólegur tími. „Sumir spá verðhækkunum á næst- unni vegna væntanlegs fiskskorts með haustinu. Aðrir segja verðið hafa náð eðlilegu hámarki. Hvort er rétt vil ég ekki segja, framtíðin ein leiðir það í ljós,“ sagði Pétur Másson. Magnús _Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood, sagði samanburð milli þessa árs og síðasta erfiðan og kannski lítt marktækan vegna slæms gengis í fyrra. Sala unninna afurða hjá fyrirtækinu hefði dregizt saman fyrstu þrjá mánuði ársins, en færi vaxandi á ný þó jöfn- uði við síðasta ár væri enn ekki náð. Hins vegar hefði flakasalan aukizt. Hann sagðist tregur til að spá um framhaldið, en verð á flökum hefði verið stöðugt í 2,30 dollurum á pund- ið og blokkarverðið í 1,55. Vaxandi birgðir bentu til stöðugleika í verði svo fremi sem þær .yrðu ekki langt umfram eftirspurn. Því mætti ætla að verð á þessum afurðum okkar héldist stöðugt. Morgunblaðið/BB Harri Holkeri, forsætisráðherra Finna, og eiginkona hans, Liisa, komu í gær til Iandsins í opin- bera heimsókn. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og kona hans, frú Edda Guðmunds- dóttir, tóku á móti þeim við komuna til Keflavíkurflugvallar. Forsætisráðherra Finna í heimsókn HARRI Holkeri, forsætisráð- herra Finna, kom í opinbera heimsókn til Islands í gær. Ráð- herrann dvelst hér fram á fimmtudag. Finnski forsætisráðherrann, eiginkona hans Liisa og fylgdarlið komu til landsins síðdegis í gær og í gærkvöldi sátu þau veislu í Súlnasal Hótels Sögu í boði Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra og konu hans, frú Eddu Guðmundsdóttur. Ráðherr- ann mun eiga fund með Steingrími Hermannssyni í ráð- herrabústaðnum fyrir hádegi í dag og síðan snæða hádegisverð _ á Bessastöðum í boði forseta ís- lands, frú Vigdísar Finnbogadótt- ur. Á morgun munu finnsku for- sætisráðherrahjónin snæða há- degisverð í forsætisráðherrabú- staðnum á Þingvöllum en eftir hádegi fara þau að Gullfossi og Geysi. Annað kvöld bjóða þau svo til kvöldverðar í Átthagasal á Hótel Sögu. Heimsókninni Iýkur á fimmtudaginn. Sjá viðtal við Harri Holkeri á blaðsíðu 20. Borgardómur Reykjavíkur: Magnús Thoroddsen víki úr embætti hæstaréttardómara BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefúr komist að þeirri niðurstöðu að Magnús Thoroddsen skuli víkja úr embætti hæstaréttar- Við vinnu í Hljómskálagarðinum. Morgunblaðið/Þorkell Yinnuskólinn: 1600 imgmenni fá vinnu UM 1.600 unglingar starfa í sumar hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í 84 flokkum. Leiðbeinendur og stjórnendur flokkanna eru lið- lega 100. Að sögn Arnfinns Jónssonar, skólastjóra Vinnuskólans, starfa flestir unglingarnir við hreinsun, snyrtingu og minni háttar viðhald á lóðum skóla og barnaheimila í borginni. Þeir starfa einnig að gróðursetningu í Heiðmörk og 12 vinnuflokkar, um 180 manns, starfa við uppgræðslu á Nesjavöll- um. Auk þessa er ellilífeyris- þegum boðin aðstoð við garðvinnu og einn flokkur smíðar yfir sumar- ið vinnuskúra til notkunar á næsta ári. dómara þar sem hann hafi með kaupum á 2.160 flösEum af áfengi á kostnaðarverði árin 1987 og 1988, rýrt svo álit sitt siðferði- lega að hann megi ekki gegna embætti. Hins vegar telur dóm- urinn að ráðherra hafi ekki verið heimilt að víkja Magnúsi úr emb- ætti um stundarsakir og skerða Iaun hans um helming meðan dóms var beðið. Var ríkissjóður því dæmdur til að greiða Magn- úsi þau laun sem hann hefúr misst frá brottvikningu, 388 þús- und krónur auk vaxta. Magnús Thoroddsen hefúr þegar ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar. í niðurstöðum dómsins segir að reglur um áfengiskaup á kostnaðar- verði hafi verið þess efnis og þann- ig framkvæmdar um langt árabil að þeim sem þær náðu til hafi ver- ið heimil kaup á áfengi til einka- nota. Þá segir að áfengiskaup á kostnaðarverði séu forréttindi sem fáir njóti og slík forréttindi séu ætíð vandmeðfarin. Þeim sem þeirra njóti beri að gæta hófsemi og velsæmis við meðferð þessara forréttinda og hafa í huga virðingu þeirra stofnana ríkisins sem þeir séu í forsvari fyrir. Ekki verði talið að við nákvæmari viðmiðanir hafi verið að styðjast. Þá er rakið að fyrir hvern þann mánuð, sem Magnús Thoroddsen gegndi embætti forseta Hæstarétt- ar, hafi mismunur á kostnaðarverði og útsöluverði þess áfengis sem hann keypti numið 112.058 krón- um, alls rúmum 2,5 milljónum króna. Telja verði að með þessum áfengiskaupum hafi hann rýrt svo mjög álit sitt siðferðilega að hann megi ekki lengur gegna dómara- embætti. Magnús Thoroddsen sagði við Morgunblaðið, að með þessum dómi hefði í bæjarþingi Reykjavíkur verið sniðgengin sú grundvallarregia í réttarfari, að uppfylli málsaðili ekki sönnunarskyldu sína verði að leggja fullyrðingar gagnaðila til grundvall- ar. Magnús sagðist hafa haldið því -fram í málinu að sér hefði verið heimilt að kaupa áfengi til einka- nota og engin takmörk um magn hafi verið finnanleg í reglum. Þetta hafi dómurinn fallist á. Magnús sagðist ennfremur hafa haldið því fram að áfengiskaup sín hefðu verið í samræmi við það sem aðrir þeir sem nutu sömu kjara hefðu tíðkað. Hann hefði óskað eft- ir upplýsingum frá dómsmálaráð- herra um það hvernig slíkum kaupum hefði verið háttað síðustu áratugi, og því hefði ráðherra neit- að. Þar með hefði ráðherra ekki fullnægt sönnunarskyldu sinni. Halldór Ásgrímsson dómsmála- ráðherra sagði að með dóminum væri í meginatriðum fallist á kröfur ríkisvaldsins. Hann sagði að beðið yrði álits Hæstaréttar á hæfi dóm- ara réttarins til að fjalla um mál þetta áður en ákveðið yrði hvernig ætti að standa að skipun dómara til að fjalla um málið í Hæstarétti. Sjá dómsniðurstöður, yfirlýs- ingu Magnúsar Thoroddsen og ummæli dómsmálaráðherra á bls. 16 og 17. Japanir vilja kaupa hlut í íslandslaxi JAPANSKUR aðili mun hafa áhuga á því að kaupa hlut í íslands- laxi hf. Fyrirtækið býr nú við mikinn rekstrarvanda og hefúr fengið greiðslustöðvun til þriggja mánaða. Axel Gíslason sljórnar- formaður Islandslax segir að til greina komi að taka nýjan eigna- raðila, hugsaniega japanskan, inn í fyrirtækið og sé þetta einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða meðan á greiðslustöðvun- inni stendur. „Fyrirtækið hefur nú fengið greiðslustöðvun og við erum að leita leiða til að koma rekstrinum í viðunandi horf,“ segir Axel Gísla- son. „Eitt af því sem til greina kemur er nýr eignaraðili en spurn- ingin er hvort núverandi eigendur viIji selja hlut sinn í fyrirtækinu." íslandslax hf. er f eigu Sam- bandsins, tveggja dótturfyrirtækja þess, og norska fyrirtækisins Noraqua sem á 49% hlutafjár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.