Morgunblaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 3 Bandaríska sjávarútvegsstofiiunin: 350 millj. kr. til kynningar á fiski Aróðursherferð til að auka tiltrú og neyslu á sjávarafurðum BANDARÍSKA sjávarútvegs- stoftiunin, NFI, hefúr ákveðið að verja 6 miiljónum dollara, um 350 milljónum íslenskra króna, til áróðursherferðar í þeim tilgangi að auka tiltrú og neyslu þarlends almennings á sjávarafurðum. I bréfi sem íramleiðendum og inn- flytjendum sjávarafurða í Banda- rikjunum hefur borist frá stofh- uninni kemur fi-am að ástæða herferðarinnar sé sú neikvæða umræða sem spunnist hefiir um sjávarafiirðir vestanhafs á und- anfbrnum mánuðum. Fulltrúar þeirra íslensku aðila sem selja fisk á Bandaríkjamarkað eru bjartsýnir á að þetta átak verði til þess að auka sölu á sjávaraf- urðum þar vestra. Bandaríska sjávarútvegsstofnun- in, National Fisheries Institute, samanstendur af um 1.000 aðilum sem starfa á sviði sjávarútvegs í Bandaríkjunum, auk þess sem opin- berir aðilar eiga hlutdeild að henni. Stofnunina þekkja íslendingar með- al annars af afskiptum hennar af hvalveiðimálunum, en hún hefur reynst íslendingum hliðholl í þeim efnum. Herferð stofnunarinnar mun að miklu leyti byggjast á sjónvárps- og tímaritaauglýsingum, og verður hún farin undir yfirskriftinni „Snæðið sjávarrétti tvisvar í viku“. Hún mun, að sögn Magnúsar Frið- geirssonar hjá Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki Sam- bandsins í Bandaríkjunum, að mestu kostuð með fjárveitingum bandaríska ríkisins til sjávarútvegs, auk framlaga fyrirtækjanna sjálfra, og mun taka til sjávarafurða í öllum myndum. Að sögn Friðriks Pálssonar for- stjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna er átakið mikilvægt, þar sem sala sjávarafurða hafi dregist saman á Bandaríkjamarkaði undan- farna mánuði. „A þeim tíma sem framboð á fiski annaði ekki eftir- spurn vestanhafs drógu söluaðilar mjög úr auglýsingum, en framleið- endur annarra fæðutegunda héldu sínum afurðum hins vegar þeim mun stífar fram. Einnig hefur verð á sjávarafurðum hækkað frá þess- um tíma. Allt hefur þetta hjálpað til að draga úr sölu, og því hafa ýmsar leiðir verið ræddar til að bæta úr ástandinu. Herferð sem þessi, að benda fólki á gæði sjávar- afurða sem matvæla, þær séu ekki aðeins góðar heldur einnig hollar, hefur meðal annars verið nefnd í því sambandi,“ sagði Friðrik Páls- son. Þeir Magnús og Friðrik kváðust bjartsýnir á að sala ykist í kjölfar herferðarinnar. Þorlákshöfn: 200 þúsund seiði drepast Þorlákshöfh. Súrefiiisskortur varð til þess að tvö hundruð þúsund laxaseiði drápust í fiskeldisstöðinni Isþóri hf. í Þorlákshöfn aðfaranótt sl. fímmtudags. Tjónið skiptir tug- um milljóna. Óhappsins varð ekki vart fyrr en starfsmenn stöðvarinnar mættu til vinnu að morgni fimmtudagsins 13. júlí og blasti þá við þeim heldur ófögur sjón. Tvö hundruð þúsund ársgömul laxaseiði voru dauð og hafði hleri, sem tengir kerin við jöfnunartank, lokast. Ekkert við- vörunarkerfi, sem gefur til kynna þegar tankar fyllast, er komið upp í stöðinni. Einungis var til staðar kerfi, sem gefur til kynna ef þeir tæmast. Starfsmenn á bakvakt fengu því aldrei neina viðvörun. Aftur á móti hafði verið búið að festa kaup á nemum, sem skynja vatnshæð, en ekki var búið að koma þeim fyrir ennþá. „Tjónið er mjög mikið, það vant- ar heilan árgang í stöðina," sagði Kristján Friðgeirsson, starfsmaður ísþórs, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Fiskurinn í stöðinni var tryggður. Kristján sagði að daémi væru um að tryggingar bættu tjón sem þessi með nýjum seiðum. JHS Laxaævintýrið úti í Noregi: íslenski laxinn fer á annan markað - segir framkvæmdastjóri LFH VERÐFALL á eldislaxi á Frakklandsmarkaði hefiir ekki komið eins illa við íslenskar fiskeldisstöðvar og þær norsku vegna þess að lítið eða ekkert af íslenskum laxi er seldur á þeim markaði. Islenski lax- inn fer aðallega til Japans og Bandaríkjanna og þar hefur verðið verið stöðugra, að sögn Friðriks Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Friðrik sagði að á Evrópumark- aði fengju íslensku stöðvarnar tvö- falt hærra verð en Norðmenn væru að fá í Frakklandi því héðan færi lítið magn á sælkeramarkað, til dæmis í Þýskalandi. Hann sagði að verðlækkun hefði orðið á Banda- ríkjamarkaði síðastliðinn vetur og örlítil í Japan en það hefði verið fyrirséð og hefði ekki átt að koma fiskeldismönnum á óvart. Hann sagði að ekki væri búist við verð- hækkunum á þessum mörkuðum á þessu ári og frameftir því næsta. Friðrik sagði að ekki væri ástæða til að ætla að, svipuð gjalcjþr^ofy- skriða gengi yfir í íslenska fiskeld- inu í haust og vetur, eins og spáð hefur verið í Noregi vegna offram- boðs og verðfalls í Frakklandi. Hann sagði að íslensku fyrirtækin hefðu sýnt ótrúlega seiglu, þau hefðu getað haldið áfram rekstri þrátt fyrir erfiðleika við rekstrar- fjármögnun. Þær aðgerðir sem nú væri verið að vinna að ættu að koma þeim yfir erfiðasta hjallann. Skilaverðið sem stöðvarnar fengju nú væri að meðaltali lítið hærra en framleiðslukostnaðurinn og þyrftu þær því að halda vel á spöðunum til að sleppa við taprekstur.. Morgunblaðið/RAX Varnargarðurinn neðan við Skaftárbrúna er í sundur og vatnið flæðir yfir veginn. Morgunblaðið/RAX Oddsteinn Kristjánsson virðir fyrir sér ófrýnilega ána. í baksýn eru bæirnir í Skaftárdal. Skaftá var enn í # vexti í gærkvöldi Vantaði 40-50 sentimetra á að áin næði sömu hæð og 1984 SKAFTÁ var enn að vaxa í gærkvöldi, en hlaup hófst í ánni á mánudag. Guðmundur Árnason í Skaftárdal sagði að þá hefði áin hækkað um tvo metra frá því að hlaupið hófst. Frá klukkan 18 til að ganga 22 hækkaði áin um 10-15 sentimetra og Guðmundur sagði að sér sýndist allt benda til þess að Skaftá yxi enn í nótt. Enn vant- aði þó um 40 til 50 sentimetra upp á að áin yrði jafti mikil og í hlaupinu 1984, þegar hún varð hvað mest, en með sama áframhaldi næði áin því marki. Eiríkur Bjömsson í Svínadal í Skaftártungu sagði í gærkvöldi að sér sýndist þetta hlaup vera með þeim mestu í Skaftá og áin hefði ekki enn náð hámarki. Þá var vatn farið að flæða yfir afleggjarann heim að bænum. Eiríkur sagði að engin hætta væri á að vegurinn græfist í sundur, þar sem þetta væri ekki straumvatn. En vont væri að halda veginum vegna þess hve vatnið er dökkt og sést ekki niður. Morgunblaðsmenn, á leið austur í gær, fundu fyrstu merkin um Skaftárhlaupið strax á Skógasandi þegar jöklafýlu sló fyrir vitin. Þeg- ar ekið var upp Skaftártunguna komu frekari ummerki hægt og hægt í ljós: engjar neðan við veginn lágu undir jökullituðu vatni og girð- ingarstaurar stóðu á stöku stað upp úr. Nálægt bænum Hvammi var vatn komið upp á veg. Þetta var þó aðeins forsmekkur- inn. Þegar komið var að Skaftá, við brýrnar neðan við Skaftárdals- bæina þijá, Síðumegin við ána, endaði vegurinn snögglega, eins og hann hefði verið skorinn með hníf. Framhjá beljaði áin, dökk- brún, og úðinn stóð upp af henni í stærstu flúðunum. Segja mátti, að samfellt vatn væri á milli bakka árinnar, en um 3-400 metrar eru þama á milli þeirra. Venjulega rennur Skaftá þarna í tveimur meginstraumum, ekki ýkja breiðum og nokkuð langt á milli þeirra, og á vetrum, þegar áin er vatnslítil, er hún ekki nema nokkrir metrar á breidd. Oddsteinn Kristjánsson í Hvammi, sem stóð þarna og virti ána fyrir sér, sagði þó að enn vant- aði talsvert upp á að áin næði því sem hún hefur orðið mest í Skaftár- hlaupi. Oddsteinn bjó í Skaftárdal til ársins 1973, en fluttist þá að Hvammi, á hinum bakka árinnar, og þekkir Skaftá því vel. Hlaupið var þó þegar í gærmorg- un það mikið að það braut niður varnargarð sem ver veginn neðan við neðri brúna yfir Skaftá. í síðasta Skaftárhlaupi, sem varð í ágúst i fyrra, stóðst garðurinn og vegurinn slapp. í vor var garðurinn styrktur enn frekar, og heimamenn gerðu sér þá vonir um að hann stæðist næsta hlaup, en svo fór ekki. í gærkvöldi var áin farin að flæða yfir veginn við efri brúna, og óttaðist Guðmundur Ámason að þar græfi í sundur. Vegurinn að Skaftárdal fer venjulega í sund- ur í Skaftárhlaupum og Guðmund- ur sagði að fólk þar kippti sér ekki upp við það. Það liði í mesta lagi vika þar til gert væri við veginn. Og ef eitthvað lægi við, væri hægt að fara svokallaðan línuveg á jepp- um austur Síðu á Kirkjubæj- arklaustur. „Ég fór nú einu sinni hér yfir á hesti í hlaupi,“ sagði Oddsteinn og benti niður eftir ánni á röst sem þar er. „Það væri ekki hægt nú því áin hefur breyst við þessi hlaup." Skaftárhlaup kom fyrst árið 1955 og síðan hafa þau orðið á um það bil tveggja ára fresti. Jafn- framt hefur Skeiðarárhlaupum fækkað. Skaftárhlaup koma úr sig- kötlum í Vatnajökli, norðvestur af Grímsvötnum, en hiti undir jöklin- um bræðir vatn sem safnast saman og brýst.loks fram. Hlaupið nær venjulega hámarki einum og hálfum sólarhring eftir að þess verður vart, og samkvæmt þvi hefði það átt að gerast í nótt. Heimamenn bjuggust þó jafnvel við að áin héldi áfram að vaxa eitthvað fram á daginn í dag. Venjulega fer vatnið að sjatna eftir þrjá daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.