Morgunblaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989
ÓlafúrM. Ólafs-
son, menntaskóla-
kennari—Minning
Fæddur 16. júní 1916
Dáinn 7. júlí 1989
Vinur minn og samverkamaður
megnið af minni starfsævi, Ólafur
M. Ólafsson menntaskólakennari,
lézt skyndilega og öllum að óvörum
í Þýzkalandi 7. júlí sl., nýlega orð-
inn 73 ára. Ekki óraði mig fýrir
því er hann kom í skólann til að
kveðja tveimur dögum fyrir brott-
för, að það yrði okkar síðasti fund-
ur. Við göntuðumst og hlógum góða
stund, eins og venjulega, og ég lét
þess líka getið, eins og venjulega,
að mér þættu utanlandsfarir og þá
einkum Þýzkalandsfarir allsendis
óþarfar.
Ólafi hlotnuðust ekki mörg ár
eftir að hann létti af sér byrðum
kennarastarfsins, en nýtti tímann
vel, eins og hann hafði alla tíð gert.
Um fræðistörf hans skrifa vafalaust
aðrir mér dómbærari, en um
kennslu hans við Menntaskólann í
Reykjavík, alúð hans og nákvæmni
við kennsluna, vil ég fara nokkrum
orðum.
Við hófum saman kennslu við
Menntaskólann haustið 1951, svo
að samveran var orðin nokkuð löng.
Ólafur kenndi íslenzku og þýzku
við skólann til sjötugs, árið 1986,
greinar, sem framar öðrum kreijast
nákvæmni og samvizkusemi, en
þeir eiginleikar voru einmitt einn
snarasti þátturinn í allri gerð Ólafs.
Ólafur gerði miklar kröfur til
sjálfs sín og nemenda sinna, því að
hann vildi sjá árangur af starfí sínu.
Sá kennari, sem er sama um árang-
ur kennslunnar og bjargar sér á
flótta með því að gefa háar ein-
kunnir, bregst ekki aðeins nemend-
um sínum heldur sjálfum sér líka.
Kröfuharka í garð nemenda er að
sjálfsögðu ekki mjög vænleg.til vin-
sælda hjá löturn nemendum, en hin-
ir kunna þeim mun betur að meta
hana, einkum er frá líður. Þessi
afstaða kann að þykja undarleg á
þessum tímum endalauss vinsælda-
kapphlaups, en hún ber vissulega
vott um karakterstyrk, sem er að
verða ískyggilega fágætur í þjóð-
félaginu.
Fyrir hönd Menntaskólans í
Reykjavík og okkar hjóna þakka
ég Ólafí löng og dygg störf og ákaf-
lega skemmtilega viðkynningu og
sendi frú Önnu og bömum og
bamabömum samúðarkveðjur
vegna fráfalls drengskaparmanns.
Guðni Guðmundsson
Vinur okkar, Ölafur M. Ólafsson,
fyrrverandi menntaskólakennari, er
til moldar borinn í dag. Hann varð
bráðkvaddur í Þýskalandi, staddur
á ráðstefnu í Giessen, þar sem hann
var nýbúinn að flytja ávarp. Slíkan
dauðdaga ber snögglega að, en
hann hlýtur þó að vera af guðum
gefínn. Við það verðum við að sætta
okkur, þó að þungbær sé sú hugs-
un, að Olafur sé ekki lengur meðal
okkar.
Við hjónin kynntumst Ólafi á
ólíkan hátt, annars vegar sem sam-
kennara í 20 ár við Menntaskólann
í Reykjavík, hins vegar sem manna
fróðastan um fombókmenntir og
sögu Jslendinga, og þá sem leið-
beinanda. Ólafur var skarpvitur
maður og afar sjálfstæður í hugsun
og skoðunum. Hann þorði að vera
hann sjálfur, standa við sínar skoð-
anir, sem er sjaldgæft nú á dögum.
Áreiðanleiki, réttlætiskennd, prúð-
mennska og fáguð framkoma í
hvívetna voru aðalsmerki Ólafs M.
Ólafssonar. En hann gerði miklar
kröfur — til sjálfs sín, til kennara,
til nemenda — og frá þeim kröfum
var ekki vikið, því meðalmennska
var ef til vill það eina í mannlegu
fari sem Ólafur gat ekki þolað og
um það gat hann verið mjög berorð-
ur. Þessir eiginleikar voru leiðarljós
lífs hans, hann bar þá með sér eins
og skjöld, og margur maðurinn fór
þess á mis að sjá þá þætti manns-
ins, sem héldu þessum skildi uppi:
Djúpur skilningur, ljúfmennska,
hlýleiki og síðast en ekki síst rík
kímnigáfa. Á kennarastofunni í MR
áttum við, eftir því sem árin liðu,
fastasæti hlið við hlið við sama
borð. Við þetta borð var hlegið
manna mest. Það voru góð ár.
Enginn þekkti Ólaf, sem einung-
is kynntist honum af fræðistörfum
eða í hlutverki hans sem kennara.
Við hjónin höfum orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi, að vera oft boðin
heim til þeirra Ólafs og Önnu. Gest-
risni þeirra og rausn var slík, að
sambærilegt er einungis finnanlegt
í fornum sögum. Á heimili þeirra
fundu menn hvor annan í anda
Hávamála:
Veiztu, ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Til er orðtak á þýsku sem segir,
að dæma skal manninn eftir þeirri
konu sem hann er giftur. Það þarf
ekki að orðlengja það, að slíkur
dómur fellur Ólafi meira en svo í
vil, þar sem Anna Hansen á í hlut.
Fjölskyldan var einnig óvenju sam-
rýnd, samband foreldra og bama
fallegt og kærleiksríkt.
Að leiðarlokum hrannast upp
minningar, minningar um góðan
dreng og traustan vin, sem ekki
munu gleymast. Það hefur verið
ómetanleg lífsreynsla að fá að
kynnast Olafi M. Ólafssyni og fjöl-
skyldu hans. Okkur er í dag efst í
huga þakklæti fyrir þær stundir,
sem við áttum saman.
Mikill öðlingur, höfðingi, íslend-
ingur og heimsmaður í senn er nú
fallinn í valinn. Mikill er sá missir.
Við vottum Önnu, Óla, Guðrúnu
Bimu, fyölskyldu hennar og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð.
Megi orð höfuðskáldsins Goethe
upphefja þessi fátækleg orð okkar:
Und hinter ihm in wesenlosem Scheine
Lag, was uns alle bándigt, das Gemeine.
Coletta Biirling
Kjartan R. Gíslason
Mig setti hljóðan er mér bámst
þau óvæntu tíðindi að Ólafur M.
Ólafsson, fyrrverandi menntaskóla-
kennari, hefði látist í Giessen í
Þýskalandi þann 7. júlí sl. 73 ára
að aldri.
Ég minnist Ólafs fyrst frá ungl-
ingsámm mínum. Hann tengdist
fjölskyldu minni á þann hátt að
föðurbróðir minn Óskar Jónasson
reiðhjólasmiður var mágur hans.
Leiðir okkar áttu eftir að liggja
saman síðar. Persónuleg kynni okk-
ar Ólafs hófust þegar eiginkona
hans Anna Hansen hóf kennslu við
Tónlistarskóla Kópavogs fyrir rúm-
um 20 ámm og munu kynni mín
af Ólafi ætíð verða mér minnisstæð.
Ólafur var einlægur, hjálpsamur
og fullur af lífskrafí. Hann var ein-
stakur höfðingi heim að sækja og
minnumst við hjónin allra þeirra
stunda er við áttum á heimili þeirra
Önnu og Ólafs, þeirra ógleyman-
legu gleðistunda sem vom orðnar
að föstum lið í tilvemnni.
Ólafur hafði tekið að sér próf-
arkalestur fyrir Tónlistarskólann og
aðeins em örfáir dagar síðan hann
ræddi við mig á skrifstofu skólans.
Hann hafði ánægju af þessu verki,
sýndi því mikinn áhuga og breytti
stöðluðum texta í lifandi mál. Ólaf-
ur minntist á að hann gerði sér æ
betur grein fyrir þeirri gífurlegu
vinnu er lægi að baki tónlistar-
námi. Þegar ég þakkaði honum fyr-
ir aðstoðina kvaðst hann setja það
sem skilyrði að ég leitaði til sín ef
á þyrfti að halda. Þannig kvaddi
hann mig og kveðjuorðin lýsa vel
vini mínum Ólafi.
Við hjónin vottum Önnu og fyöl-
skyldu hennar okkar dýpstu samúð.
Fjölnir Stefánsson
Ekki gmnaði mig, þegar Ólafur
vinur minn Ólafsson kom og kvaddi
mig, áður en þau hjónin lögðu af
stað í stutta ferð til Þýzkalands um
daginn, að ég ætti ekki eftir að sjá
hann aftur lifandi. Maður undraðist
það alltaf mest, hvað hann hélt sér
vel og var léttur í spori, rétt eins
og aldurinn ynni ekki á honum. Það
er margs að minnast frá löngum
kynnum. Ólafur var vissulega ekki
allra, en þeim sem hann tók reynd-
ist hann tryggðatröll, fór oft að
finna þá eða bauð þeim heim og
hélt þeim góða veizlu. Og í öllu
þessu vom þau Anna samtaka og
samvalin.
Ólafur Markús varð 73 ára í sl.
mánuði, fæddist í Reykjavík 16.
júní 1916, sonur Ólafs Magnússon-
ar kaupmanns í Fálkanum og Þrúð-
ar Guðrúnar Jónsdóttur.
Ólafur brautskráðist úr Verzlun-
arskóla íslands 1935, en las síðan
til stúdentsprófs, er hann lauk við
Menntaskólann í Reykjavík vorið
1941. Hugur hans stóð til náms í
íslenzkum fræðum, og lauk hann
cand. mag. prófí 1946. Hann varð
brátt handgenginn dr. Bimi Guð-
finnssyni, er varð lektor við Háskól-
ann 1941 og kenndi hljóðfræði, en
hann fékkst einkum við rannsóknir
á framburði íslendinga. Þeir Björn
og Ólafur ferðuðust saman víða um
land til þeirra rannsókna, og var
gaman að heyra Ólaf segja frá þeim
ferðum. Ólafur kenndi íslenzka
hljóðfræði við Háskóla íslands
1947-1949, og eftir fráfall Björns
vann hann úr gögnum hans ásamt
Óskari Halldórssyni og bjó til prent-
unar undir heitinu Mállýzkur II,
Reykjavík 1964.
Ólafur flutti á öðm námsári sínu
í Háskólanum, á rannsóknaræfingu
hjá Sigurði Nordal 9. febrúar 1943,
erindi um nafnafelurnar í Bósa
rímum, og vakti úrlausn Ólafs þá
mikla athygli. Hann endurskoðaði
erindi sitt rúmum 30 ámm síðar,
og birtist sú endurskoðun í Andvara
1975 og nefndist Huldumál.
Ólafi vom alla tíð slíkar þrautir
hugfólgnar, og því var það, að hann
að loknu háskólanámi sínu tók að
vinna að ritgerð um fyrirbrigði það
í fomum kveðskap, sem ofljóst er
kallað, sbr. orð Snorra í lokum
Skáldskaparmála í Eddu hans: „Fár
er reiði. Far er skip. Þvílík orðtök
hafa menn mjög til þess að yrkja
fólgið, og er það kallað mjög ofljóst.
Olafur réðst sannarlega ekki á
garðinn, þar sem hann var lægstur,
heldur lagði nú til atlögu við ýmsa
erfiðustu staði í hinum foma kveð-
skap, þar sem hann taldi, að ort
væri fólgið.
Ólafur sendi Háskólanum að lok-
um ritgerð um þetta efni, er hann
óskaði að fá að veija sem doktors-
ritgerð. En fræðimenn þeir, er um
ritgerðina fjölluðu, höfnuðu henni,
kváðust ekki sjá, hverja nauðsyn
bæri til að skýra ýmsa hina torræðu
staði á þann veg, er Ólafur gerði.
Ég tel, að í ritgerð Ólafs hafí verið
nægilega margar snjallar skýring-
ar, til þess að hann hlyti fyrir þær
maklega viðurkenningu. Þeim skýr-
ingum, sem menn vom ekki sáttir
við, gátu hinir lærðu menn, þegar
til andmælanna kæmi, risið gegn
eða kveðið niður. Háskólinn á ekki
aðeins að vera dómstóll í slíkum
málum, heldur og vettvangur, þar
sem tekizt er á um kenningar og
úrlausnir.
Ólafur bætti ráð sitt á þrettánd-
anum 1951 og gekk að eiga hina
beztu konu, Önnu Christiane, dóttur
Rudolfs Theil Hansens klæðskera í
Reykjavík og konu hans, Margrétar
Finnbjömsdóttur frá Hnífsdal.
Hann hóf síðar kennslu við
Menntaskólann í Reykjavík um
haustið þetta sama ár og var skip-
aður fastur kennari 1954. Kennslu-
gTeinar hans vom íslenzka og
þýzka. Ólafur dvaldist við nám í
Þýzkalandi 1955-57. í íslenzku-
kennslunni kom hann enn að hinum
foma kveðskap, svo sem kvæðum
Egils Skalla-Grímssonar og Völu-
spá. Ég þykist vita, að sínar beztu
stundir sem kennari hafí hann átt
við skýringar slíkra kvæða, honum
hafi þar tekizt að hrífa nemendur
með sér, svo hugfólginn sem hinn
fomi kveðskapur var honum. Þá
var hann og snjall málfræðikenn-
ari. Ólafur ritaði tvær rækilegar
greinar um Völuspá, hina fyrri um
Völuspá Konungsbókar og hina
síðari um endurskoðun Völuspár
eða Hauksbókargerð hennar. Þá
ritaði hann um Sonatorrek Egils
Skalla-Grímssonar. Völuspárgrein-
arnar birtust í Árbók Landsbóka-
safns 1965 og 1966, en Sonator-
reksgreinin kom í Andvara 1968.
Ólafur hefur freistað nýrra skýr-
inga á mörgum stöðum þessara
kvæða og tvímælalaust þokað þar
ýmsu áleiðis. Þessi kveðskapur
verður ekki skýrður í eitt skipti
fyrir öll, heldur verða þar margir
að leggja saman. Það var synd, að
Ólafur fékk ekki helgað þessum
fræðum alla krafta sína, en auðvit-
að naut hann þekkingar sinnar og
yfírsýnar í kennslu þeirra og þeim
skrifum um þau, er hér hafa verið
nefnd.
Ég spái því, að framlag Ólafs
M. Olafssonar til þessara mála eigi
eftir að njóta vaxandi viðurkenning-
ar.
Mér var kunnugt um, að Ólafur
vann um langt árabil að mjög örð-
ugu rannsóknarverkefni og hann
hlakkaði til að geta einbeitt sér að
því, þegar hann léti fyrir aldurs
sakir af kennslustarfi sínu. Ég vissi
líka að úr verki því var að byija
að rakna og að því drægi, að hann
gæti farið að gera grein fyrir því.
En við hið óvænta fráfall hans
hverfur það sennilega með honum,
verður „rúnir þær, sem ráðast hinu-
megin", eins og þar stendur.
Við, sem þekktum Ólaf gerst,
söknum góðs vinar, er okkur öllum
þótti vænt um vegna mannkosta
hans og glaðværðar. Hann var ekki
hálfur í neinu, sem hann tók sér
fyrir hendur, né heldur í vináttu
sinni og ræktarsemi.
Ég votta Önnu kona hans og
bömum þeirra tveimur, Ólafí yngra
og Guðrúnu Birnu, innilega samúð
í hinum mikla missi þeirrá. En
minningin um góðan dreng lifir og
veitir þeim líkn með þraut. ,
Finnbogi Guðmundsson
Það var síðla dags þann 7. júlí
að Ólafur yngri Olafsson, vinur
okkar, hringdi í mig í vinnuna.
Hann hafði tilkynnt þeim er svaraði
í símann að það væri mjög áríðandi
að hann næði tali af mér. Þar sem
ég veit að ærin ástæða er til að
hann leiti fólk uppi á vinnutíma fór
á sekúndubroti um huga minn hugs-
unin „hvað hefur gerst?“. Án nokk-
urs umvafs, klökkt en hispurslaust
tjáði hann mér lát föður síns þá um
morguninn. Mér var illa brugðið.
Það var eins og köld hönd gripi um
hjarta mitt. „Það getur ekki verið!“
„Ekki hann Óli okkar.“ Hann sem
virtist stálhraustur og hafði ekki
kennt sér neins meins. Ég átti erf-
itt með að trúa því að þessi elsku-
legi einstaki maður hafi verið hrif-
inn brott svo fyrirvaralaust. Mér
varð fyrst hugsað til Önnu, elsku-
legrar eiginkonu hans, og vonaði
innilega að hún hefði vini sér við
hlið. Hún og Ólafur voru á ferða-
lagi í Þýskalandi þegar kallið kom.
Ólafur hafði verið beðinn um að
halda fyrirlestur á árlegri ráðstefnu
Intemational Colloqium í Giessen í
Þýskalandi. Voru þar saman komn-
ir fræðimenn og vinir þeirra hjóna
frá mörgum löndum. Olafur hafði
einmitt lokið sínum fyrirlestri, fróð-
legum en skemmtilegum og glettn-
um eins og hans var ætíð vísa, þeg-
ar hann kvaddi þennan heim,
ánægður og með bros á vör. Var
hann á meðal vina á fallegum stað
í landi sem hann hafði sterkar taug-
ar til, upptekinn af því hugðarefni
sem hann hafði mestar mætur á
og með eiginkonu sína sér við hlið.
Við sem nú horfum á eftir Ólafi
vitum að þannig hefði hann kosið
að fara og þökkum að svo varð um
leið og vjð syrgjum þennan einstak-
lega mæta og elskulega mann, sem
við töldum eiga eftir mörg ham-
ingjusöm ár enn.
Olafur Markús Ólafsson, fyrrum
menntaskólakennari, fæddur _ 16.
júní 1916, var sonur hjónanna Ólafs
Magnússonar, kaupmanns í Fálkan-
um, og Þrúðar Guðrúnar Jónsdóttur
konu hans. Þau áttu níu böm og
af þeim eru nú aðeins þijú eftirlif-
andi. Eiginkona Ólafs er Anna
Christine Hansen dóttir Margrétar
og Rudolf Hansen, sem nú em
bæði látin. Ólafur og Anna eignuð-
ust tvö börn, þau Guðrúnu Birnu
og Ólaf Magnús. Guðrún Birna er
gift Kristni Grétarssyni og eiga þau
tvö börn, þau Önnu Björgu og Grét-
ar Geir. — Ólafur Markús stundaði
nám í íslenskum fræðum í Háskóla
íslands og síðar í þýsku og mál-
vísindum í Þýskalandi. Hann var
lengst af kennari í íslensku og
þýsku í Menntaskólanum í
Reykjavík. Hann var afskaplega
mikill nákvæmnismaður og lagði
mikla áherslu á að nemendur hans
tækju nám sitt alvarlega og legðu
sig fram um að ná tökum á náms-
efni sínu. Hann þótti strangur en
var dáður og virtur af fjölda nem-
enda sem mátu einmitt þetta og
rækt hans við kennsluna mikils.
Ég kynntist Önnu og Ólafi fyrst
árið 1962 er ég var að hefja nám
í Menntaskólanum í Reykjavík. Þau
tóku mig inn á heimili sitt, en ég
kom utan af landi, og bjó ég þar
öll mín menntaskólaár. Frá því
fyrsta var mér tekið sem einni af
fjölskyldunni og hef ég alla tíð síðan
litið á þau hjón og böm þeirra sem
mína aðra fjölskyldu. Einstök hlýja,
innileiki og létt lund einkenndu þau
hjón. Óteljandi eru þær samveru-
stundir okkar þar sem gert var að
gamni sínu, sagðar hnyttnar sögur,
sungið og leikið á hljóðfæri. Ólafur
var manna hnyttnastur þeirra sem
ég hef kynnst. Ógrynni kunni hann
af skemmtilegum sögum og skrýtl-
um og efa ég að á nokkurs annars
færi sé að segja þær á skemmti-
legri hátt en hann gerði. Oft hef
ég óskað þess að ég hefði verið svo
forsjál að skrifa hjá mér brandarana
hans Óla, þeir voru óborganlegir
og ertu hláturstaugar áheyrenda
svo aumar urðu. Anna er gædd
miklum tónlistargáfum og leikur á
gítar og píanó jafnt klassíska tón-
list sem aðra. Á þessum samveru-
stundum hafa þessi hljóðfæri verið
óspart notuð til mikillar ánægju
viðstaddra. Vom þau hjón hrókar
alls fagnaðar hvar sem þau komu.
Voru þau ætíð mjög samhent um
allt er lausnar þarfnast í hinu dag-
lega fjöiskyldulífi. Börnum sínum
og barnabörnum hafði Ólafur mikið
dálæti á og fjölskyldan einstaklega
samrýnd. Er Önnu, börnum og
barnabömum mikill missir að Ólafi,
eins og öllum vinum hans og ætt-
ingjum.
Við hjónin og dætur okkar þökk-
um fyrir að hafa fengið að kynnast
Ólafi og hans yndislegu fjölskyldu
og fyrir allar okkar góðu samveru-
stundir og geymum í hjörtum okkar
minningu um elskulegan, fágaðan
og óviðjafnanlega skemmtilegan
mann. Við biðjum Guð að varðveita
Ólalf 1 eilífu ríki sínu.
Elsku Anna, Guðrún Bima, Ólaf-
ur Magnús, Kiddi, Anna Björg og
Grétar Geir, við biðjum Guð að
styrkja ykkur og blessa á þessum
erfiðu tímamótum og sendum ykkur
öllum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Freyja Matthíasdóttir
Frisbæk og fjölskylda.