Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JULI 1989 21 Sofíð á Markúsartorgi Unglingar sem sóttu tónleika Pink Floyd í Feneyjum á laugardagskvöld urðu að sofa undir beru lofti og gistu margir á Markúsartorgi. Myndin var tekin á sunnudagsmorgni og voru nokkrir enn í fastasvefni á torginu þótt bjart væri orðið. Um 150 þúsund manns fylgdust með tónleikunum. Umdeilt tónleikahald í Feneyjum: Borgar stj órnin vill ekki segja af sér Feneyjum. Reuter. Borgarstjórnin í Feneyjum baðst í gær afsökunar á að hafa leift rokkhljómsveitinni Pink Floyd að halda tónleika í borginni sl. laugar- dag. Sljórnin neitaði að segja af sér eins og háværar kröfur höfðu komið fram um. Hins vegar lofaði hún betrumbót og hét því að leyfa ekki tónleikahald af þessu tagi aftur. Borgarstjórnin sat á fundum næt- urlangt til þess að ræða viðbrögð sín við tónleikahaldinu. Um 150 þúsund aðdaendur hljómsveitarinnar lögðu leið sína til borgarinnar til þess að hlýða á hana. Urðu þeir m.a. að klifra upp á fornar hallir og kirkjur til þess að geta fylgst með goðunum, sem kom- ið var fyrir á risastórum fleka skammt frá Markúsartorgi. Varð mikill troðningur meðfram síkjun- um. Tónleikahaldið mætti andstöðu íbúa Feneyja. Eigendur veitinga- og gistihúsa lokuðu krám og hótelum í mótmælaskyni og neyddust tón- leikagestir því til þess að sofa úti undir beru lofti, m.a. á Markúsart- orgi. Líktist miðborgin frekar ösku- haug morguninn eftir tónleikana. Margir íbúar tóku upp hanskann fyrir ungu tónleikagestina og kröfð- ust afsagnar borgarstjórnarinnar fyrir að stefna 150 þúsund ungling- um til borgarinnar en gera engar ráðstafanir til þess að þeir gætu hallað höfði, fengið sér matarbita eða gengið örna sinna. ERLENT Grikkland: Símhleranastöð sósíalista fínnst AJjenu. Reuter. GRISKA ríkisstjómin tilkynnti í gær, að fúndist hefði leynileg símhlerunarstöð, sem sósíalista- stjórn Andreasar Papandreous hefði notað til þess að hlera Lúxemborg: Gamla sljómin heldur velli Lúxemborg. Frá Kristófer Má Kristins- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. KRISTILEGIR demókratar og só- síalistar í Lúxemborg hafa end- umýjað stjórnarsáttmála sinn eft- ir mánaðarlangar þreifingar. Þingkosningar fóru fram 15. júní sl. samhliða kosningum til Evrópu- þingsins. Þá töpuðu stjórnarflokk- amir samtals sex þingsætum. Kristilegir demókratar höfðu 25 þingsæti en fengu 22 í kosningunum. Sósíalistar höfðu 21 þingmann en fengu 18 nú. Sigurvegarar kosning- anna voru smáflokkamir. Græningj- ar bættu við sig tveimur þingmönn- um og fengu 4 og flokkur sem kallar sig „5/6 í eftirlaun" hlaut 4 þing- menn kjörna. Flokkurinn berst fyrir því að allir íbúar Lúxemborgar njóti sömu eftirlaunaréttinda og opinberir starfsmenn, fái í eftirlaun 5/6 af þeim launum sem síðast voru greidd. Jacques Santer, leiðtogi kristilegra demókrata, verður áfram forsætis- ráðherra Lúxemborgar eins og und- anfarin fimm ár. einkasamtöl, án réttarheimild- ar. Að sögn talsmanns sljórnar- innar, Athanassios Kanellopou- los, er rannsókn málsins þegar hafin, en umfang þess er enn óljóst. Samsteypustjórn íhaldsmanna (Nýs lýðræðis) og kommúnista komst til valda 2. júlí og hefur það eitt "að hlutverki að rannsaka til hlítar meinta spillingu Papandreo- us og undirsáta hans. Fram eru komnar ásakanir um fjárdrátt, mútur, pólitíska greiða og víðtæka spillingu aðra og er hermt að jafnvirði hundruða millj- óna Bandaríkjadala hafi runnið ofan í djúpa vasa flokksgæðinga sósíalista. Fyrirhugað er að svipta fyrrver- andi ráðherra sósíalistastjórnar- innar friðhelgi, svo unnt sé að rannsaka mál þeirra með eðlileg- um hætti. Sóíalistastjórn Pap- andreous sat í átta ár. í dag mun þingið ganga til at- kvæða um hvort rannsaka eigi hlutdeild forsætisráðherrans fyrr- verandi vegna bankafjárdráttar, en þar gufuðu upp 200 milljónir Bandaríkjadala. Talið er að leyfið verði veitt málalengingalaust. Fari svo verður rannsóknar- nefnd þingsins að skila skýrslu sinni innan tveggja mánaða og mun sameinað þing síðan ákveða í leynilegri atkvæðagreiðslu hvort hefja eigi málsókn gegn honum. Reuter Áfangi ígeim vörnum Fyrsta tilraun með geislavopn í geimnum var gerð af Bandaríkjaher í gær og þótti hún heppnast vel. í tilrauninni var beitt nýrri tegund geislabyssu, sem skýtur nevtrónuöreindageisla. Til þess að til- raunin bryti ekki í bága við gagnflaugasáttmála stórveldanna (ABM) var ekkert skotmark í tilraun- inni, svo ekki fékkst reynsla á nákvæmni geislabyssunnar. Þessi nýja tegund geisla er ólik leysi- geislanum að því leyti, að hún ferðast á hálfiim (jóshraða og er mun öflugri. Á myndinni hér fyrir ofan sést bandarískur herforingi halda álplötu á lofti, en í gegnum hana var skotið öreindageisla á jörðu niðri. í geimnum yrði geislabyssan öflugari og nákvæmari, þar sem andrúmsloftið hefur áhrif á geislann. Gert er ráð fyrir því samkvæmt geimvamaáætlun Bandaríkjamanna að geislabyss- unni yrði beint gegn kjarnorkueldflaugum í meira en 115 km hæð, en Bandaríkjaher telur að slíkt vamarkerfi gegn kjarnorkuárás geti verið tilbúið efltir 15 ár. Sandinistar tíu ár við völd Fyrir tíu árum hröktu vinstrisinnaðir skæruliðar sandinista í Nicaragua ein- ræðisherra landsins, Anastasio Somoza, úr landi og er afinælinu fagnað með ýmsum hætti í landinu. Marxistastjómin hefur náð góðum árangri í baráttunni gegn ólæsi og heilsugæsla hefiir batnað mjög en eftiahagsleg vandamál, einkum óðaverðbólga og gjaldeyrisskortur, eru yfirþyrmandi. Viðskiptabann Banda- ríkjamanna og stríðið gegn kontra- skæmliðum hafa reynst þung í skauti en andstæðingar stjórnvalda segja mið- stýringaráráttu, úreltar hagfræðikenn- ingar og spillingu aðalorsakir eymdar- innar. Á myndinni em ungir þátttakend- ur í fegurðarsamkeppni meyja sem fædd- ust byltingarárið 1979. Reuter Argentína: Ráðherra eftirlýstur Caracas. Reuter. NESTOR Rapanelli, sem skipað- ur var efiiahagsmálaráðherra Argentínu á laugardag, er eftir- lýstur í Venezuela. Er ráðherrann meðal annars sakaður um smygl ,ög fleira í tengslum við kornsölu fyrirtækis hans til Venezuela á árunum 1983-88. Var handtökuskipunin gefin út 26. maí s.l.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.