Morgunblaðið - 19.07.1989, Side 35

Morgunblaðið - 19.07.1989, Side 35
MORQUyBLAÐIfi ,M}ÐVIKljDAQUjR gð, JÚtJ 1Q89 35 umhyggju í garð míns fólks ekki síst, ef veikindi eða önnur bágindi hafa steðjað að. Á seinustu árum hef ég séð æ betur hvern mann Ólafur hafði að geyma. Þrátt fyrir allan vinskap og tryggð hans í áranna rás, er sann- leikurinn sá, að sífellt hef ég verið að sjá, betur, að hann var jafnvel ennþá meiri vinur en mig hafði nokkru sinni grunað. Guð blessi minningu hans og styrki Önnu og íjölskyldu þeirra í þeirra mikla missi. Magnús Finnbogason Hjartkær föðurbróðir minn og góðvinur, Ólafur Markús Ólafsson, er látinn. Óli frændi, eins og hann var jafnan nefndur á heimili mínu, varð bráðkvaddur af hjartaslagi þann 7. júlí sl., þar sem hann sat ráðstefnu hugvísindamanna ásamt eiginkonu sinni í bænum Giessen í Þýskaiandi. Ólafur fæddist í Reykjavík 16. júní 1916. Foreldrar hans voru þau Þrúður Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Magnússon kaupmaður í Fálkanum. Ólafur var næst yngstur níu systk- ina, þ.e. fimm systra og fjögurra bræðra. Af þeim hópi eru aðeins þijár systranna enn á lífi. Á stóru og gestkvæmu heimili ólst Óiafur upp á árunum milli stríða. Fastmótaður heimilisbragur undir styrkri stjórn móður hans, vinna við fyrirtæki föðurins og til- tölulega góður efnahagur heimilis- ins mótuðu öðru fremur umhverfi hans i uppvextinum. Heiðarleiki, iðjusemi og ráðdeild voru kröfur, sem foreldrar Ólafs gerðu vægðar- laust til sín og barna sinna._ Eftir skyldunám lá leið Ólafs í Verslunarskóla íslands þaðan sem hann lauk verslunarprófi árið 1935. Að ioknu verslunarnámi var hann við nám í Þýskalandi um hríð. Stúd- entspróf tók Ólafur frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1941 og cand. mag. próf í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands árið 1946. Á árunum 1955 til 1957 stundaði hann framhaldsnám og rannsóknir í germönskum fræðum við háskól- ann í Köln í Þýskalandi. Á árunum 1947 til 1949 vann Ólafur við mállýskurannsóknir_ og kennslu við Háskóla íslands. Árið 1951 réðst Ólafur til kennslu við Menntaskólann í Reykjavík og kenndi þar íslensku og þýsku óslitið þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1986. Frá þeim tíma var Ólafur prófarkalesari hjá Hæsta- rétti. Ólafur kvæntist árið 1951 Önnu Christiane Hansen, dóttur Margrét- ar Finnbjarnardóttur og Rúdólfs Theil Hansens klæðskera. Hafa þau Ólafur og Anna búið í Reykjavík allan sinn búskap. Eignuðust þau tvö börn, sem eru: Guðrún Birna, f. 1954, húsmóðir í Reykjvík, gift Kristni Herði Grétarssyni múrara- meistara og Ólafur Magnús f. 1959, strætisvagnsstjóri, ókvæntur og býr í foreldrahúsum. Eiga þau Guðrún og Kristinn tvö börn, sem eru Anna Björg f. 1983 og Grétar Geir f. 1986. Óla frænda hef ég þekkt frá því að ég man eftir mér. Óli og Bragi faðir minn voru yngstir systkinanna níu. Þeir voru afar samiýndir, og held ég mér sé óhætt að fullyrða, að þeir hafi verið nánustu trúnaðar- vinir hvors annars. Náin og einlæg vinátta ríkti milli heimila þeirra og var samgangur mikill. Áð föður mínum einum undanskyldum hefur enginn fullorðinn maður staðið hjarta mínu nær en Óli frændi. Eins og uppiag og uppeldi Óla gaf tilefni til, var hann sístarfandi alvörumaður. Hann var fyrirmann- legur í fasi, kurteis og formfastur. Góður heimilisfaðir var hann, og var myndarskap og gestrisni þeirra hjóna viðbrugðið. Á mannamótum var Óli jafnan hrókur alls fagnað- ar, og voru skopskyn hans og kímni- gáfa einstaklega meitluð og fáguð. Hann var vinur vina sinna, ræktar- samur og sjálfum sér samkvæmur í einu og öllu. Skapríkur var Óli, en sjálfsagi hans og fágun voru slík, að þótt honum væri gróflega misboðið, sagði hann aldrei styggð- aryrði. Þess í stað átti hann það til að beita fyrir sig hárfínu háði, sem sviðið gat undan. Óli var eftirminni- legur öllum þeim, sem honum kynntust. Tel ég mér það til sér- stakrar gæfu í lífinu að hafa átt hann að frænda og einkavini. Óli var kennari og fræðimaður af gamla skólanum. í lífi sínu og starfi gerði hann miklar kröfur til sjálfs sín í öilu, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann leitaðist við að fullkomna verk sín í stóru sem smáu og beitti sjálfan sig miskunn- arlausri dómhörku í því skyni. Hann gerði einnig háar kröfur til annarra og átti bágt með að þola öðrum slóðaskap og ónákvæmni. Óli var skarpgáfaður mennta- maður og húmanisti. Auk þess að vera hámenntaður og mikils metinn í fræðigreinum sínum var hann virkur unnandi bókmennta,_ sígildr- ar tónlistar og myndlistar. Áttu þau hjónin sér marga unaðsstund á vett- vangi listanna og voru m.a. tíðir gestir á hljómleikum, í söfnum og á listsýningum, en Anna er einmitt mikilhæfur hljóðfæraleikari og lið- tækur listmálari. Alla tíð, og ekki síður eftir að hann komst á eftirlaun, stundaði Óli fræðistörf af miklu kappi. Hann var einmitt á fundi hámenntaðra lærdóms- og skólamanna frá mörg- um löndum, sem haldið var til heið- urs dr. Fritz Seidenfaden, kunnum þýskum fræðimanni, á sextugsaf- mæli hans, þegar hinsta kallið kom. Eftir að hafa lokið fyrirlestri sínum stóð Óli upp undir lófataki við- staddra. Þakkaði hann góðar undir- tektir með því að kinka kolli til áheyrenda, settist aftur í sæti sitt og hné því næst út af örendur. Þannig sér maður Óla fyrir sér. Engu verki er skilað nema full- loknu. Síðla árs 1975 féll faðir minn frá í blóma lífsins. Reyndar bar dauð- ann að með svipuðum hætti hjá þeim bræðrum, því faðir minn varð einnig bráðkvaddur af hjartaslagi á ferðalagi erlendis. Eftir fráfall föð- ur míns sannaðist, svo ekki var um villst, hvílikir vinir þau hjónin Óli og Anna voru, og hve sönnum bróð- urkærleika þau bjuggu yfir. Móðir mín var yfirkomin af harmi og við syskinin ráðvillt. En Óli og Anna voru óbilandi við að veita á ný birtu og yl inn í líf móður minnar, og Óli var alltaf boðinn og búinn að veita okkur systkinunum föðurlega umönnun og leiðbeiningu. Hin síðari ár hafði heilsu móður minnar hrakað, sem gerði það að verkum, að hún komst oft ekki út úr húsi langtímum saman. Alltaf og einlæglega sýndu þau Óli og Anna vináttu sína í verki með reglu- legum heimsóknum og umhyggju. Laugardaginn 1. júlí sl. kom Oli að sóttarsæng móður minnar til að greina henni frá ferðaáætlunum sínum og kveðja hana. Móðir mín lá þá helsjúk af krabbameini og lést þremur sólarhringum síðar. Við hjónin vorum svo gæfusöm að fá að vera vitni að þeirri göfugu og hugljúfu kveðjustund. Öli vissi .í hjarta sínu, að svo til engar líkur væru til að hann sæi þessa mág- konu sína aftur þessa heims. Það, sem okkur hjónum gat hins vegar ekki boðið í grun, að þetta væri einnig hinsta kveðjustund okkar Óla. Þremur sólarhringum síðar var Óli frændi allur. En vinarþeli og samviskusemi Óla voru engin takmörk sett. Dag- inn, sem móðir mín lést, hringdi ég til Þýskalands, til að færa Ola og Önnu tíðindin. Sagði Óli mér þá, að hann hefði við brottför sína frá landinu skrifað minningargrein um móður mína, sem geymd væri á vísum stað. Færi svo, að móðir mín félli frá meðan hann væri fjarver- andi, og hann kæmist ekki til lands- ins í tæka tíð til að geta sjálfur gengið frá greininni til birtingar, þá hafi hann gert ráðstafanir til þess að frá greininni verði gengið og hún birt á útfarardag mágkonu sinnar. Hann hefði heitið sér því fyrir löngu, að minnast hennar, lifði hann hana. Grein Óla birtist í Morg- unblaðinu föstudaginn 14. júlí sl. Hinsta kveðjustundin er runnin upp, og ljúfar minningar streyma fram um elskulegan frænda, góðan vin og öðlingsmann. Mikill harmur er kveðinn að eiginkonu, börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum. Það má þó vera nokkur huggun harmi gegn, að hann er kominn í góðar hendur og fékk að kveðja með þeim hætti, sem hann helst hafði óskað sér. Guð blessi minningu Óla frænda og styrki Önnu, börnin og ástvini hans alla. Páll Bragason Fyrir nokkrum vikum átti ég leið um Lækjartorg og gekk þá fram á gamjan vin og vinnufélaga, Ólaf M. Ólafsson. Nokkuð var um liðið síðn við höfðum hist og Ólafur spurði hvort ég væri ekki til í að setjast með sér inn á kaffihús _að rifja upp gamlar minningar. Ég þekktist það með þökkum og við áttum saman ánægjuléga síðdegis- stund á Hótel Borg, þar sem hvor sagði hinum frá sínum högum. Ólaf- ur gat þess að hann væri brátt á förum til Þýskalands- á ráðstefnu og hugði gott til fararinnar. Margt annað bar á góma á þess- ari stuttu stund. Meðal annars greindi Ólafur frá atviki er gerðist nokkru eftir að hann hóf kennslu í Menntaskólanum í Reykjavík. Und- ir vor missti einn af nemendum hans náinn ættingja og stóðst ekki vorpróf. Rektor kallaði Ólaf og ann- an kennara á sinn fund og sagði þeim að nemandinn mundi ná prófi ef þeir fengjust báðir til að hækka prófseinkunnina upp í þijá. Ólafur féllst á það, enda var honum ljóst að próf við þessar aðstæður var enginn mælikvarði á kunnáttu nem- andans. Hinn kennarinn neitaði. Ólafur hugsaði sig um skamma stund, gekk svo til rektors og sagð- ist ætla að hækka einkunnina í sex. Nemandinn hefur síðan staðið vel undir því trausti sem Ólafur sýndi honum. Ekki vildi Ólafur að ég héldi þess- ari sögu á loft, einkum bað hann mig sjá til þess að hún bærist ekki þeim til eyrna sem hlut áttu að máli. Ég hef því sleppt úr frásögn- inni öllu því sem bent gæti á aðra þátttakendur, en þetta sýnir vel þá umhyggju sem Ólafur bar fyrir nemendum sínum þegar á reyndi, þótt hann væri ávallt settlegur og formfastur kennari og ætlaðist til hins sama af nemendum. Þegar ég réðst kennari að Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1960 hafði Ólafur M. Olafs- son starfað þar nær áratug. Hann sýndi mér frá upphafi mikla alúð og með okkur tókst ævilöng vinátta. Við Þóroddur heitinn mennta- skólakennari Oddsson áttum þá báðir heima í Hlíðunum og vorum bíllausir. Ólafur bauðst til að taka okkur upp í bíl sinn að morgni hvers vinnudags á tilteknum stað og stundu. Við gerðum að skilyrði að hann biði ekki eftir okkur ef við værum seinir, en það hélt hann raunar ilia. Oft var glatt á hjalla í bíl Ólafs á morgnana. Ég treysti öðrum til að rekja uppruna og æviferil Ólafs M. Ólafs- sonar. Þetta eru aðeins fátækleg persónuleg kveðjuorð. Þegar við sáumst síðast hafði hann orð á því að langt væri um liðið síðan við hefðum komið saman og mál væri að bæta úr því. Kvaðst hann að lokinni Þýskalandsferð ætla að bjóða mér og seinni konu minni, sem hann hafði ekki kynnst, heim til sín. Af því boði varð ekki. Ég vil að leiðarlokum votta sam- úð mína konu Ólafs og börnum og öðrum ástvinum. Blessuð sé minn- ing hans. Örnólfiir Thorlacius Þann 7. júlí sl. lést í Giessen í Þýskalandi Ölafur M. Ólafsson fýrr- verandi menntaskólakennari. Ólaf- ur var á ráðstefnu þar, en hugðist síðan ferðast um Þýskaland til að heimsækja fornar slóðir og hitta gamla kunningja. Má segja að andl- át hans hafi komið öllum mjög á óvart. Ólafur dvaldist við nám í Köln í Þýskalandi á árunum 1955-57. Hann var æ síðan einlægur unn- andi þýskrar tungu og þýskra bók- mennta. Ólafur kenndi, auk íslensku, þýsku við Menntaskólann í Reykjavík. Ólafur var talinn strangur, en nákvæmur og réttsýnn kennari. Þeir nemendur sem hófu þýskunám hjá Ólafi hlutu mjög góða undirstöðuþekkingu í fram- burði þýskrar tungu og málfræði, sem þeir bjuggu að upp frá því. Ólafur stundaði einnig rannsóknir í samanburðarmálfræði, meðal ann- ars skrifaði hann mjög athyglis- verða grein um „Viðurlag við tilvís- unarfornöfn í íslensku og þýsku“ í afmælisriti helgað Olafi Hanssyni sjötugum. Hafði Ólafur áform um að halda slíkum rannsóknum áfram. Ólafur M. Ólafsson var frá upp- hafi meðlimur í Félagi þýskukenn- ara, sem stofnað var árið 1970. Þýskukennarar votta eftirlifandi eiginkonu Ólafs, börnum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Félag þýskukennara Ólafur Markús Ólafsson var fædd- ur í Reykjavík 16. júní 1916. Foreldr- ar hans voru Ólafur Magnússon, kaupmaður í Fálkanum, og kona hans, Þrúður Guðrún Jónsdóttir. Ólafur lauk prófi frá Verslunarskóla íslands árið 1935. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1941. Ólafur stundaði síðan nám í íslenskum fræðum við Háskóla Is- lands og hann lauk kandídatsprófi árið 1946. Ólafur hóf kennslu í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951. Hann var skipaður kennari þar árið 1954. Hann kenndi síðan lengi í_skólanum,_bæði íslensku og þýsku. Ólafur M. Ólafsson lést í Giessen í Þýskalandi hinn 7. júlí sl. Ólafur var aðstoðarmaður dr. Björns Guðfinnssonar við rannsóknir á framburði Islendinga árin 1941- 1943. Rannsóknirnar fóru fram um lánd allt og þeim fylgdu erfið en lærdómsrík ferðalög. Um þátt Ólafs í þeim rannsóknum sagði dr. Björn eftirfarandi í formála að Mállýzkum I (árið 1944): „Síðast, en ekki sízt, vil ég þakka Ólafi Ólafssyni stud. mag. mikla og margháttaða aðstoð við mállýzkurannsóknirnar. Hefur hann lengst af verið með mér í rann- sóknarferðunum, og á betri sam- starfsmann og samferðamann varð ekki kosið.“ — Nokkru eftir dauða Björns Guðfinnssonar unnu þeir Ólafur og Óskar Ó. Halldórsson úr gögnum hans, og þeir bjuggu til prentunar Mállýzkur II, er komu út árið 1964. — Þetta rit er undirstöðu- verk um framburð íslenskunnar laust fyrir miðja þessa öld, og um þátt Ólafs í því gilda orð dr. Björns sjálfs, sem að framan greinir. Ólafur kenndi íslenska nútíma- hljóðfræði við Háskóla íslands árin 1947-1949. Ólafur var við nám í Þýskalandi árin 1955-1957. Ólafur lét af embætti sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík fyrir aldurs sakir vorið 1986. — Að ósk dómara Hæstaréttar starfaði Ólafur við það að búa dóma réttarins undir prentun, en útgáfa dómanna er ná- kvæmnis- og vandaverk. Þrátt fyrir annríki í kennslustörfum lagði Ólafur jafnan stund á sín fræði og eftir hann eru margar ritgerðir á því sviði. Hann var og lagtækur ný- yrðasmiður og má þar t.d. nefna orð- in að staðla, staðall og stöðlun. Ólafur kvæntist 6. janúar árið 1951 Önnu Christiane (f. 5. mars 1927) tónlistarkennara, dóttur Rudolfs Theil Hansen, klæðskera í Reykjavík. Böm þeirra eru: Guðrún Bima (f. 10. apríl 1954) og Ólafur Magnús (f. 15. júní 1959). Ólafur var samviskusamur og ná- kvæmur kennari. Hann gerði kröfur til nemenda sinna og lét álit sitt í ljós, ef honum mislíkaði frammistaðan. Hann fylgdist vel með starfi nemenda og hrósaði þeim, ef þeir lögðu sig fram og tóku framföruih í náminu. — En Ólafur gerði umfram allt strangar kröfur til sjálfs sín. Hann lagði gey- simikla vinnu í yfirferð verkefna nem- enda, bæði próf og ritgerðir. Slík vinna tekur afar mikinn tíma, eins og kunnugir vita, en Ólafur vann þetta allt af nákvæmni og einstakri samviskusemi. Ólafur var afar hjálplegur ungum samstarfsmönnum sínum. Hann gaf sér góðan tíma til þess að leiðbeina þeim, ef farið var fram á það. Hann var jafnvel svo elskulegur að sýna þeim, hvemig hann skipulagði próf sín, en þar var allt unnið af sam- viskusemi og vandvirkni eins og allt annað. Ólafur var nákvæmur og háttvís í öllu samstarfi, og allt stóð eins og stafur á bók, er hann sagði í þeim efnum. Ef kennarar höfðu samþykkt að fara yfír ákveðið náms- efni á ákveðnum tíma, mátti treysta því að Ólafur stóð við sitt. Ólafur var tilfinningaríkur maður og viðkvæmur, þótt hann flíkaði því ekki. Hann tók nærri sér ef nemandi sinnti ekki námi sem skyldi, og honum sámaði ef menn sýndu ekki móður- málinu tilhlýðilega ræktarsemi. — En þrátt fyrir það var Ólafur glaðsinna og manna ljúfastur í hópi samstarfs- manna. Hann gat verið hrókur alls fagnaðar og verið manna fyndnastur við góðar aðstæður. Þau hjónin, frú Anna og Ólafur, sóttu jafnan sam- komur okkar kennara. Þau voru yfir- leitt kát og glöð og einkar ánægju- legt að vera með þeim á góðri stundu. Þótt Ólafur hefði látið af embætti fyrir aldurs sakir hélt hann góðum tengslum við samstarfsmenn sína í Menntaskólanum. Hann korn öðm hveiju í kennarastofur og drakk kaffi með félögum sínum. Hann var þá jafnan glaður og hress í bragði. í því efni fór hann í raun að heilræðum Hávamála: Glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana. Eins og fyrr var frá greint sagði dr. Björn Guðfinnsson um Ólaf, þá ungan námsmann, að á'betri sam- starfsmann yrði ekki kosið. Við sam- starfsmenn Ólafs í Menntaskólanum í Reykjavík getum nú sagt um hann eftir áratuga samleið hið sama: Á betri samstarfsmann varð ekki kosið. Við kennararnir vottum frú Önnu og fjölskyldunni samúð okkar og hinum látna virðingu okkar. Félag kennara Menntaskól- ans í Reykjavik. Macintosh Bleálírétt íyriralla Maclnleshunaeadur! Út er komin hjá Tölvufræðslunni ný bók um Macintosh tölvuna. í bókinni er fjallað ítarlega um stýrikerfið og notkun tölvunnar. Kynnt eru vinsælustu forritin á Makkan t.d. Macwrite, Word, Excel, Works, Hypercard, Filmaker II, PageMaker, Omnis III, bókhald á Makkann o.fl. o.fl. Ómissandi handbók fyrir kröfuharða Macunnendur. Sendum bókina í póstkröfu til þeirra sem þess óska. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.