Morgunblaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 Minning: Þóroddur Jóhanns- son Ytri-Reistará Fæddur 3. júlí 1932 Dáinn 1. júlí 1989 í minni vitund er bjart yfir þeim dögum er Johann og Asta á Skriðu- landi fluttu að Ytri-Reistará. Þar með voru þau komin með barnahóp- inn í næsta nágrenni við okkur heima í Pálmholti. í þessum hópi voru bræðurnir Gunnar, Baldvin, Þóroddur og Aðalsteinn. Systurnar voru: Sigrún, Snjólaug, Áslaug og Bryndís. Elsti sonurinn Sæmundur var farinn tii Akureyrar að læra múraraiðn. Baldvin dó á unglings- árum. Hin voru öll heima i gamla torfbænum fyrstu árin. Svo var nýtt hús reist. Stórir torfbæir voru ævintýra- heimar. Myrk skúmaskot útfrá göngum og eldur í ofnum og elda- vélum og olíulampar í baðstofu. Þá var ekki rafmagnið. Þessu kynnt- umst við Þóroddur í æsku og síðan þeirri tæknibyltingu sem hefur orð- ið hér og breytt flestum aðstæðum. Við höfum lifað mestu umbyltingar Islandssögunnar. Við höfum einnig lifað miklar breytingar á öðrum sviðum. Ríkidæmi þekktum við ekki. Allt snerist um að komast af. En á þessum tíma áttum við annað, sem nú sýnist mjög skorta hér á íandi. Við áttum bjarta fram- tíðarsýn. Þegar við gengum eða hiupum um þýfð túnin og móana, sáum við fyrir okkur slétta nýrækt framtíðarinnar. Verkefni framtíðar t MINNINGARKORT var ræktun lands og lýðs. Þessu viðhorfi kynntumst við ekki síst í skólanum hjá Áma kennara. Við gengum snemma í ungmennafélag- ið og Þóroddur varð fljótt forystu- maður þar. Hann var það síðan alla tíð til hinsta dags. M.a. var hann lengi framkvæmdastjóri UMSE og um skeið varaformaður UMFI. Hann var alla tíð trúr þeim hugsjón- um er mótuðu okkur í æsku. Við skyndilegt og ótímabært frá- fall Þórodds Jóhannssonar riijast upp leikir æskuáranna og gamlir draumar. Margt fór öðruvísi en við ætluðum, en stundir, upprifjana voru enn ekki komnar er hann skyndilega fór. Nú bærast ekki lengur strá á torfþekju. Enginn rist- ir lengur torf. Ekki þarf lengur að aka mjólkinni í hjólbörum í veg fyrir bílinn. Ljáirnir eru ekki iengur brýndir og heybaggar ekki lengur bundnir. En lífið heldur áfram þrátt fyrir það, með leiki sína og störf, þótt hvort tveggja hafi breyst. Þóroddur giftist ungur ágætri konu úr sveitinni, Margréti Magn- úsdóttur frá Björgum. Þau eignuð- ustþrjú börn, sem nú eru uppkom- in. Missir þeirra er auðvitað mikill, en vonandi er það til huggunar að hvar sem Þóroddur var fór óvenju traustur og vammlaús maður sem átti sér hugsjónir. Hans er því gott að minnast. Jón frá Pálmholti _______ . - - - r " - -. . ; ' ' ' ' " . Ekkert kvikasilfur - engin umhverfísmengun Nýju Wonder rafhlöðurnar, Green Power, eru algerlega kvikasilfurslausar. Þær eru því hlaðnar „hreinni" orku og valda engri umhverfismengun. Þess vegna má að skaðlausu henda þeim að notkun lokinni. Lífrænt efni hefur nú komið í stað v kvikasilfurs. Green Power rafhlöðurnar eru lekafríar og endast lengur en venjulegar rafhlöður. Stuðlum að hreinu umhverfi - notum Green Power rafhlöður. Heildsala og smásala: Olíufélagið hf SUÐURLANDSBRAUT 18 SlMI 681100 . 622 620 623 626 607 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Útilíf, Sportval, Sportbúflin, Sparta, Iþróttabúflin, Búsport, Últíma, Hólasport. AKRANES: Akrasport, Óðinn. BORGARNES: Borgarsport. STYKKISHÓLMUR: Litlibær. PATREKSFJÖRÐUR: Verslun Ara Jónssonar. TÁLKNAFJÖRÐUR: Bjarnabuð. BOLUNGARVÍK: Einar Guðfinnsson hf. ÍSAFJÖRDUR: Sporthlaðan. HVAMMSTANGI: Kaupfélag V-Húnvetninga. BLÖNDUÓS: Versl. Visir. SAUÐARKRÓKUR: Kaupfélag Skagfirðinga. DALVÍK: Vers|unin Sogn. SIGLUFJÖRDUR: Gestur Fanndal. ÓLAFSFJÖRÐUR: Valberg. AKUREYRI: Sporthúsið. HÚSAVÍK: Kaupfélag Þingeyinga. VOPNAFJÖRÐUR: Versl. VSV. SEYDISFJÖRÐUR: Verslunin Aldan. NESKAUPSTADUR: Verslunin SÚN. ESKIFJÖRÐUR: Hákon Sófusson. REYÐARFJÖRDUR: Kaupfélag Héraðsbúa. EQILSSTAÐIR: Verslunin Skógar. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Fjarðarnesti. DJÚPIVOGUR: B.H. búðin. HÖFN: Versl. Þingey. VESTMANNA- EYJAR: Steini og Stjáni. SELFOSS: Skóbúð Selfoss. HVERAGERÐI: Hverasport. SANDGERÐI: Versl. Aldan. KEFLAVÍK: Sportbúð Óskars. HAFNARFJÖRÐUR: Múslk og sport.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.