Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 7

Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 7
h:-...«í WftWmHétn'MlAVTU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JULI 1989 I.tlí. M/il !)IC 7 Óvenju mikið er af vargi á Suðumesjum Vog^uin. SAMBAND sveitarfélaga á Suður- nesjum veitir veiðisljóra eitt- Reykjavík: Hannes ráðinn liafnarstjóri BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu hafnarstjómar um að Hannes Jón Valdimarsson aðstoðar hafn- arstjóri, verði ráðinn hafharstjóri í Reylyavík frá og með 1. ágúst næstkomandi. Hannes hóf störf hjá Reykjavíkur- höfn, sem verkfræðingur árið 1967 og síðar yfirverkfræðingur en var ráðinn aðstoðar hafnarstjóri árið 1986. Hann tekur við af Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóra, sem gengt hefur embættinu frá árinu 1965 og lætur nú af störfum að eig- in ósk. ____ _ _______ Garðabær: Traust jQárhags- staða bæjarsjóðs ÁRSREIKNINGAR bæjarsjóðs Garðabæjar fyrir árið 1988 hafa verið samþykktir í bæjarstjóm. Þar kemur fram að veltufjárhlut- fáll sjóðsins var 1,7 í árslok en var 1,1 árið á undan. Hreinar tekjur að frádregnum vöxtum vom rúm- ar 158,1 miHjón króna, en vom rúmar 99,6 milljónir króna árið 1987. „Það er óhætt að fullyrða að af- koma bæjarins batnað til muna árið 1988. “ sagði Ingimundur Sigurpáls- son bæjarstjóri. „Fjárhagsstaða bæj- arins er mjög traust, þar sem tekist hefur að ná þeim markmiðum síðustu ára, að lagfæra greiðslustöðu bæjar- ins.“ Samkvæmt ársreikningi hækkaði hreint veltufé bæjarsjóðs um rúma 73,7 milljónir árið 1988. Heildar eignir bæjarfélagsins jukust um rúm- ar 500 milljónir, úr rúmum 1,5 millj- arði í rúma 2 milljarða. Heildarskuld- ir bæjarsjóðs voru í árslok rúmar 303,4 milljónir, en voru rúmar 207,7 árið 1987. Viðbótarlán fískeldis: Fyrstu lánin af- greidd í vikunni BÚIST er við að fyrstu fiskeld- isstöðvarnar fái viðbótarafurðalán út á greiðslutryggingar Trygg- ingasjóðs fiskeldislána í Lands- bankanum í þessari viku. Fram- kvæmdasjóður hefúr samþykkt ábyrð til bankans á fyrstu fyrir- tækjunum, að sögn Snorra Tómas- sonar hagfræðings hjá Fram- kvæmdasjóði og er málið í vinnslu í Landsbankanum. Til að fá þessi viðbótarlán þurfa fiskeldisstöðvarnar að greiða Trygg- ingasjóðnum um 6% ábyrgðargjald og Framkvæmdasjóði /«%, fyrir utan afurðalánavexti bankans. hundrað þúsund króna styrk til að fækka vargfúgli á Suðurnesj- um. Guðjón Guðmundsson fram- kvæmdastjóri SSS segir að varg- fúgl hafi sjaldan eða aldrei verið jafnmikill á Suðurnesjum og nú og að fúglarnir hafi sótt mikið inn í byggðarlögin, sem hefði ýtt á sambandið til aðgerða í málinu. Guðjón segir að sambandið hafi skorað á veiðistjóra að gera eitthvað til að fækka vargfugli, en veiðistjóri hafi sagt að það væri lítið fé til og óskað eftir því að sambandið styrkti verkefnið sem var samþykkt. Fjár- munirnir verða notaðir til kaupa á skotum. Guðjón sagði að jafnframt Hagvirki: Innheimtuað- gerðir heflast Sýslumannsembættið í Rangár- vallasýslu hefúr á ný hafið inn- heimtuaðgerðir gagnvart verk- takafyrirtækinu Hagvirki, en Rikisskattanefnd úrskurðaði í síðastliðinni viku að fyrirtækinu væri skylt að greiða um 108 millj- óna króna söluskattsskuld vegna verka sem það hefúr unnið við virkjanaframkvæmdir. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu í Rangár- vallasýslu verður eðlilegum inn- heimtuaðgerðum framhaldið, nema Hagvirki láti verða af þeim áætlun- um að útkljá málið fyrir dómstólum. Þá þarf fyrirtækið að leggja fram bankatryggingu fyrir hinni meintu skuld,'og innheimtuaðgerðir stöðvast meðan á málsmeðferð stendur. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefúr styrkt sérstaklega átak til fækkunar vargfúgls á Suðurnesjum. hafi verið haft samband við yfirvöld á Keflavíkurflugvelli og þær upplýs- ingar fengist að þar væru menn í þessu árið um kring. Páll Hersteinsson veiðistjóri segir að engar tölur séu til um fjölda varg- fugls í landinu (sílamávs, silfurmávs og svartbaks). Hann segir að vegna íjárskorts sé engin herferð í gangi gegn vargi og málið því í höndum sveitarstjórna og einstaklinga á hveijum stað en á vegum veiðimála- stjóra eru sjálfboðaliðar sem skjóta fugla og á Keflavíkurflugvelli sjá slökkviliðið og herinn um málið, en þar hefur varp sílamávs minnkað við flugbrautir eftir að aðgerðir hófust árið 1987. Vaktmaður hjá Vogalaxi í Vogum sagði í samtali við fréttaritara Morg- unblaðsins að fuglafjöldinn skipti þúsundum þegar mest er þegar seiðasleppingar fara fram. Hann seg- ir að það sé eins og allir mávar á Suðurnesjum komi saman við Vogavíkina. Þegar þetta ástand stendur yfir er gripið til þess ráðs að skjóta á fuglana og veija seiðin. - E.G. Það er fátt sem kemur í veg fyrir að Renault 19 verði mikíls metinn á íslandi. Hann keppir við þá vinsælustu í sínum flokki. Samkeppnin á markaðnum Hönnun og þróun Renault 19 miöaö- ist strax í upphafi viö samkeppni frá Evrópskum og Japönskum bílum. Kröfur bilkaupenda aukast jafnt og þétt, þess vegna er þörfin fyrir Renault 19 til staðar. Tæknilegur tímamótabill Renault 19 GTS, er með nýja 80 hestafla „Energy" vél, með 2ja hólfa blöndungi. Vélin er 1390 cc, 4ra strokka og smíðuð til að standast ströngustu kröfur um mengunarvarnir í Evrópu og Bandaríkjunum. Spar- neytnin er ótrúleg, bensíneyðslan er milli 5 og 6 lítrar á hundað kílómetr- um. Hámarkshraði er 173 km/klst. Fjöðrunin er sérstaklega styrkt til að gefa bílnum góða aksturseiginleika, jafnt í innanbæjarakstri sem á malar- vegum. Gírkassinn er 5 gíra og er gírskipting- in eins og best gerist í dýrari bílum. Gírkassi og drif hafa sérstakt smur- olíukerfi sem aldrei þarf að bæta á eða skipta um olíu. Renault 19 GTS kostar frá 799.399.- Óbreytt kynningarverö Þrátt fyrir gengisbreytingu að undan- förnu, verður Renault 19 enn um sinn á óbreyttu kynningarverði. Einfalt mál að semja Þú semur um þau kjör sem henta þér best. Við tökum notaða bila í góðu ástandi sem greiðslu upp í nýj- an Renault 19. Greiðslukjörin eru til allt að 24 mán- aða. Engin áhætta Þú tekur enga áhættu þegar þú kaupir Renault 19. Bílinn kaupir þú með 30 daga skilarétti, sem þú getur notað til að kynnast bílnum nánar. Sértu ekki ánægð(ur) með kaupin getur þú einfaldlega skilað bílnum innan 30 daga frá kaupdegi. Nánari upplýsingar um skilaréttinn á Renault 19 færðu hjá sölumönnum. Bflaumboðið hf Krokhálsi 1, Reykjavík, sirni 686633 Renault 19 er meö 6 ára ryðvarnarábyrgö ULT19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.