Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.07.1989, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 9 Hjartkœrt þakklœti fœri ég öllum skyldum og vandaleysum sem gerðu mér áttatíu ára af- mœlisdag minn 8. júlí sl. ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Þórunn G. Thorlacius. ® iðnaðarbankinn HLUTHAFA FUNDUR Hluthafafundur í Iðnaðarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 26. júlí 1989oghefstkl. 17:00. DAGSKRÁ: 1. Tíllaga bankaráðs um staðfestingu hluthafa- fundar á samningi formanns bankaráðs við við- skiptaráðherra um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa ríkissjóðs 1 Útvegsbanka íslands hf. og að rekstur Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbankanum fyrir julí 1990. Jafnframt verði bankaráði veitt heimild til að vinna að öllum þáttum er varða framkvæmd samningsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbank- anum, Lækjargötu 12, 2. hæð frá 19. júlí nk. Samningurinn, ásamt tillögum þeim er fyrir fundinum liggja, verður hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavík 5. júlí 1989 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. Hverjir eru frjálshyggjumenn Það hefur vafist fyrir mörgum að átta sig á því hverjir hinu raun- verulegu frjálshyggjumenn eru. Við fengum svarið við þessu í síðustu viku. Um þetta er fjallað í Staksteinum í dag og einnig sagt frá grein sem Stefán Jónsson, bóndi á Kagaðarhóli ritaði í blaðið um landbúnaðarmál. Þá er einnig vitnað í grein eftir Þráin Hallgrímsson, skrifstofustjóra ASÍ, um Alþýðuflokkinn. Frjálshyggju- menn Nú höfuin við loks fengið að vita hveijir hin- ir raunverulegu ftjáls- hyggjumenn eru. Krist- ján Pétursson, deildar- sljóri við Tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli, upp- lýsir í grein hér í blaðinu í síðustu viku: „Við verð- um að varast áhrif og umsvif svonefiidra „fijálshyggjumamia", sem grundvalla skoðanir sinar á auðhyggju- einni saman, og eru tílbúnir að semja við Bandaríkja- stjóm um aðstöðu — eða leigugjöld — af vamar- svæðum." Borgaraflokk- urinn Hér getur einungis verið um þá borgara- flokksmenn að ræða; þá sem vijja taka gjöld fyrir varnir landsins, — og hagnast sem mest á þeim. Þessi stefiia hefúr verið köUuð aronska og Krist- ján virðist hitta naglann á höfúðið þegar haim upplýsir hveijir þeir em hinir raunvemlegu ftjálshyggjumenn, — í gæsalöppum. Grein hans er því þakkarvert fram- lag, ef menn vifja átta sig á samtímasfjómmálum. Fram að þessu hefúr orð- ið ftjálshyggja verið nán- ast merkingarlaust, svo margvíslega merkingu sem menn hafii lagt í það. Sem sagt: þeir sem viJja vera fijálsir að því að græða á sjálfstæðinu em hinir einu sönnu ftjálshyggjumenn. Atvinnuleysi Stefián Á. Jónsson, bóndi á KagaðarhóU í Húnavatnssýslu, ritar grein hér í blaðinu um landbúnað og gerir nokkrar athugasemdir við þær umræður sem orðið hafa um þau mál: „Það er fullkomin ævin- týramennska í stundar- vimu að flylja inn hálf- gerðar pakkahúsabúvör- ur ofiramleiðslu frá út- löndum og á þann hátt skapa viðbótaratvinnu- leysi í landinu," segir Stefán. „Viðbótarat- vinnuleysi við það skóla- fólk sem sá fram á at- vinnuleysi i sumar en var sem betur fer veitt vinna með viðbótarframlögum frá ríkissjóði, Reykjavík- urborg og sveitarsjóð- um.“ Innflutt atvinnuleysi er að sjálfsögðu íhugunar- efiú þegar um þessi mál er rætt, það er rétt þjá Stefiáni, bónda á Kagað- arhóli. Það er ein hlið þessa flókna, óleysta vandamáls sem við okkur blasir; vandamál sem leysa þyrfti í tengslum við þessi viðkvæmu úr- lausnarefhi. „Hinn ungi Genghis Þráinn IfiUlgrímsson, skrifstofustjóri Alþýðu- sambands íslands, ritar grein í Alþýðublaðið síðastliðinn laugardag um Alþýðuflokkinn og Jón Baldvin Hannibals- son, sem hann kallar reyndar „hinn unga Genghis". Þráinn scgir meðal annars: „Flokkur- inn rauk upp í gífúrlegt fylgi meðal kjósenda. Slíkt hafði vart þekkst áður. Hin litla pólitíska þjörð var að verða að hreyfingu. Haim [Jón Baldvin Hannibalsson] boðaði líka breytingar, umbætur og umsköpun. Hinn pólitíski meydómur var gleymdur. Hvers virði er pólitískur mey- dómur þegar völd og áhrif eru annars vegar? Þegar við getum barist fyrir fólkið okkar. Náð fram málurn. Það er vel þess virði að óhreinka sig.“ Og Þráinn Hallgríms- son heidur áfram: „Og svo sannarlega höfúm við óhreinkað okkur. Við vöðum í pólitískum óhreinindum upp fyrir haus... Þungan daun leggur af matarskattin- um, sem enginn vill leng- ur við kannast, en alls cnginn afiiema heldur. Landbúnaðarmaddaman hefúr á sig blómum bætt. Einum verðlausum loð- feldi. Þrír milljarðar þar. Húsnæðiskerfinu sem við loftiðum landsmönnum við hátíðlega athöfii í kjarasamningum 1986 höfúm við gleymt.“ Þráinn Iýkur grein sinni með því að telja kjark í Alþýðuflokks- menn, þrátt fyrir allt svartnættið sem yfir flokknum er: „Nú spyij- um við hinnar klassísku spurningar. Það hefúr verið gert í öilum skólum fi'á upphafi. Höfúm við eitthvað lært? Eða höfiim við bara óhreinkað okkur til einskis? Misst mey- dóminn fyrir lítið. Barist baráttunnar vegna. Það var þó alltént gaman. Við höfúm forðast vonleysi stjórnarandstöðunnar. Við höfiim tekið á okkur mikla ábyrgð. Og við höfúm skilið að öll athöfii er óhrein í sjálfri sér.“ ÚTSALAN ER HAFIN á frábœrum fatnaöi frá vörumerkjum sem gefa linuna $Lm r SoLudo VMMRM€Í1 LAUGAVEGI 45-SÍMi 11388 Láttu það eftirþér aðlíta inn - úrvalið ermeira en þiggrunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.