Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989
Morgunblaðið/Einar Falur
Frá blaðamannafiindinum í gærmorgun. Forsætisráðherra Grænhöfðaeyja, Pedro Pires, er næst á mynd-
inni, þá Steingrímur Hermannsson og Björn Dagbjartsson forstöðumaður Þróunarsamvinnustofnunar
Islands.
*
Forsætisráðherra Grænhöfðaeyja á Islandi:
Þróunaraðstoð á sviði
stjórnsýslu og skatta
FORSÆTISRÁÐHERRA Græn-
höfðaeyja, Pedro Verona Rodr-
igues Pires hershöfðingi, er
staddur hér á landi tU að ræða
við íslenska ráðamenn um
framtíð þróunaraðstoðar Is-
lendinga við íbúa eyjanna. Á
blaðamannafúndi sem
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hélt með starfs-
bróður sínum í gærmorgun köm
fram ánægja beggja aðila með
árangur þróunaraðstoðarinnar
hingað til, svo og áhugi á frek-
ari samvinnu. Var meðal annars
minnst á aðstoð á sviði stjórn-
sýslu og skattheimtu í því sam-
bandi.
Steingrímur sagði, að kominn
væri tími til að leiða aðstoð Islend-
inga við íbúa Grænhöfðaeyja inn
á nýjar brautir, þó svo að byggja
yrði á þeim verkefnum sem þegar
hafa verið unnin. Þróunaraðstoð
íslendinga við Grænhöfðaeyjar
hefur staðið í um 10 ár samfleytt,
en ásamt þróunarsamvinnu við
íslendinga þiggja eyjarnar aðstoð
frá velflestum Evrópuríkjum,
Bandaríkjamönnum og nokkrum
ríkjum Asíu og Afríku.
Þróunaraðstoð sú, sem við höf-
um veitt íbúum Grænhöfðaeyja
hingað til hefur að mestu verið
bundin við fiskveiðar og kunnáttu
á sviði sjávarútvegs. Meðal annars
hefur fiskveiðiskipið Fengur verið
að veiðum við eyjarnar undanfarin
ár, og einnig hefur verið leitast
fyrir um markaðssetningu afurða
þeirra er skipveijar hafa dregið
úr sjó. Sögðu ráðherramir að
nokkur árangur hefði náðst á því
sviði, en þó yrði að kanna vand-
lega næstu skref í þeim efnum.
Þá hefur verið kannað hvaða fiski-
tegundir leynast í hafinu umhverf-
is eyjamar, og hvernig eyjaskeggj-
ar geti nýtt sér þær á komandi
árum.
í viðræðum ráðherranna var
tæpt á nýjum þáttum í aðstoð ís-
lendinga við íbúa eyjanna.
Steingrímur sagði, að meðal ann-
ars hefði verið samþykkt að
íslenskur sérfræðingur á sviði
skattheimtu héldi til Grænhöfða-
eyja. Einnig kom aðstoð tengd
jarðhita á eyjunum upp á borðið
í viðræðunum. Þá lýsti forsætis-
ráðherra Grænhöfðaeyja yfir
áhuga á þ’ví að eyjaskeggjar fengju
að kynna sér íslenskt stjórnkerfi
og stjórnarhætti.
TE spilar á
Hótel Borg
Hljómsveitin TE heldur sína
síðustu tónleika á íslandi þar til
sein í ágúst á Hótel Borg miðviku-
dagskvöldið 19. júlí. Tónleikarnir
hefjast kl. 22.00.
(Frcttatilkynning)
Fjögurra
tíma vinna
I Morgunblaðinu sl. föstudag
er farið rangt með vinnutíma
þroskaheftra og líkamlega fatl-
aðra í Hljómskálagarðinum.
Hið rétta er að unnið er eftir
hádegi að jafnaði frá kl. 13.00
til 17.00, en ekki 13.00 til
15.00, eins og fram kom. Morg-
unblaðið biðst velvirðingar á
þessu.
Fiskverö á uppboðsmörkuðum 18. júii.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 58,50 46,30 56,89 15,446 878.780
Þorskur(smár) 28,00 28,00 28,00 0,450 12.600
Ýsa 76,00 32,00 68,42 16,635 1.138.227
Karfi 27,00 15,00 19,87 59,003 1.172.809
Ufsi 40,00 15,00 39,49 10,441 412.338
Ufsi(smár) 29,00 15,00 23,01 0,173 3.981
Steinbítur 52,00 48,00 50,44 2,916 147.114
Langa 37,00 30,00 36,19 1,769 64.933
Lúða 190,00 80,00 124,72 0,151 18.902
Koli 56,00 25,00 52,30 0,396 20,725
Skata 45,00 45,00 45,00 0,032 1.472
Skötuselur Samtals 160,00 160,00 160,00 0,109 36,22 107,549 17.552 3.894.933
Selt var úr Otri HF, Stálvík Sl og bátum. bátafiskur. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík 1 dag verður seldur
Þorskursl. 70,00 54,00 59,57 22,242 1.324.886
Þorskur(smár) 34,00 34,00 34,00 1,393 47.362
Ýsa 90,00 40,00 62,12 19,873 1.234.484
Karfi 28,00 19,00 24,12 64,188 1.548.477
Ufsi 38,00 24,00 34,85 4,449 155.058
Steinbítur 42,00 37,00 39,77 0,692 25.013
Langa 31,00 27,00 28,92 1,222 35.342
Blandað 15,00 15,00 15,00 0,051 765
Lúða(stór) 150,00 150,00 150,00 0,065 9 750
Lúða(milli) 215,00 170,00 202,63 0,080 16.210
Skarkoli 15,00 15,00 15,00 0,422 6.330
Skötuselur Samtals 320,00 150,00 301,59 35,76 0,157 114,771 47,350 4.451.027
Selt var úr Smáey VE og Skipaskaga VE bátafiskur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. . i dag verður seldur
Þorskur 59,00 49,00 51,22 1,838 94.140
Öfugkj. 15,00 15,00 15,00 1.032 15.480
Ýsa 64,00 15,00 33,69 1,087 36.641
Karfi 28,50 9,50 18,17 10,727 194.888
Ufsi 30,00 27,00 28,91 3,464 100.145
Steinbítur 49,50 45,00 48,30 \ 1,398 67.522
Langa 29,00 26,00 26,76 0,723 19.374
Lúða 140,00 50,00 92,59 0,256 23.750
Solkoli 46,00 46,00 46,00 0,019 874
Skarkoli 35,00 16,00 33,88 1,061 35.965
Grálúða 15,00 15,00 15,00 0,037 555
Skata 40,00 40,00 40,00 0,033 1.320
Skötuselur 450,00 430,00 437,82 0,089 39.185
Hlýri 22,00 22,00 22,00 2,528 55.626
Samtals 28,21 24,295 685.438
Selt var úr Gnúpi GK og bátum. í dag verður seldur bátafiskur.
Listsýning í Ólafsvík
GALLERÍ Borg opnar sýningu í samvinnu við Lista- og menningar-
málaneftid Olafsvíkur fimmtudaginn 20. júlí nk.
Á sýningunni, sem er sölusýn-
ing, eru grafíkmyndir, vatnslita-,
krítar- og pastelmyndir, olíumál-
verk og verk unnin í leir.
Eftirtaldir listamenn eiga verk
á sýningunni: Bryndís Jónsdóttir,
Daði Harðarson, Daði Guðbjörns-
son, Guðný Magnúsdóttir, Jón
Reykdal, Jóhannes Geir, Hringur
Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson.
Sigrún Eldjárn og Þórður Hall.
Sýningin verður opin föstudag-
inn 21. júlí frá kl. 16.00 til 22.00,
laugardaginn 22. júlí kl. 14.00-
22.00 og sunnudaginn 23. júlí kl.
12.00-16.00.
Aðgangur að sýningunni er
ókeypis.
(Frcttatilkyiming)
Eru
þeir að
fá 'ann
"?
Nú eru skoðanir manna
skiptar um það hvort laxveiði-
vertíðin fari batnandi, eða þá
að hún verði ein hin lélegasta
mörg ár. Einstaka stanga-
veiðimenn halda því nú fram,
að veiðin til þessa beri allan
keim af því að búið sé að eyði-
leggja laxveiðiámar með óhóf-
legri sókn bæði stangaveiði-
manna svo og bænda sem fá
síðan leyfi til að veiða í klak á
haustin, en grisja árnar hressi-
lega í leiðinni. Þeir em hins
vegar fleiri sem vilja halda í
bjartsýnina og benda á óvenju-
lega erfitt árferði, snjóbráð í
ám og flóð langt fram á sumar
og óhjákvæmilegan vatnskulda
samhliða því. Langvarandi
vestanvindar vestanlands hafa
einnig haft sitt að segja en þeir
gmgga upp gmnna flóa og leir-
ur sem margar árnar renna út
í. Er alkunna meðal veiði-
manna, að vestanáttin er einn
höfúðóvinur þeirra.
Sigurður Guðjónsson deildar-
stjóri hjá Veiðimálastofnun sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær,
að hann hefði fylgst grannt með
Elliðaánum í sumar og þær bæru
þess glögg merki þessa dagana
að vera að koma til og verða eins
og þær eiga að sér að sumarlagi.
Átti hann þar ekki síst við vax-
andi laxagöngur. Lítum svo á
nokkrar nýjar tölur.
Líflegt á Hvítár- og
Ölfusársvæðinu
Talsverðar laxagöngur hafa
verið upp Ölfusá og víða í ánni,
svo og á neðri svæðunum í Hvítá
hefur verið nokkuð góð veiði, að
minnsta kosti á köflum. Um 100
laxar hafa til dæmis verið dregnir
úr Ölfusá hjá Selfossi og álíka í
Langholti, mikill meðalþungi, en
þeir stærstu til þessa 18 og 19
punda. Þá hefur einnig veiðst
nokkuð hjá Snæfoksstöðum,
Gíslastöðum og meira að segja í
Kiðjabergi. Þá hafa nokkrir veiðst
á Iðunni, þar á meðal 21 punds
fiskur. Nokkrir í Stóru-Laxá, Brú-
ará og um 70 laxar í Soginu eftir
því sem síðustu fregnir hermdu.
Þar hefur gengið best í Ásgarði
og Bíldsfelli.
Glæðist verulega í
Leirvogsá
Loks er að glæðast í Leirvogsá
og má segja að það gerist á hefð-
bundnum tíma fyrir hana, en veið-
in hefur tekið við sér óvenjulega
snemma hin síðari sumur. Milli
80 og 90 laxar eru nú komnir á
land og er það að mestu smálax
sem hefur bæst í aflann síðustu
dagana. Samt hafa veiðst óvenju
stórir fiskar í ánni í sumar, allt
að 18 punda.
Viðunandi í HaÉQarðará
Hátt í þrjú hundruð laxar eru
komnir úr Haffjarðará og þar
hefur glæðst frekar en hitt síðustu
daga. Eingöngu er veitt á flugu
í ánni og sjá útlendingar nú um
veiðiskapinn og una sér vel. Með-
alþunginn er góður, þó ívíð minnk-
andi upp á síðkastið sem og víðar.
Fá þá Iúsuga í Norðurá
„Hann er að ganga fram ána
og það er engin lygi, menn eru
að fá þá lúsuga og það er vax-
andi veiði milli fossa. Það er líka
aðeins farið að veiðast frammi á
dal,“ sagði Ari kokkur í Norðurá
í samtali við Morgunblaðið. Þá
voru komnir 420 laxar af aðal
svæðinu og 100 til viðbótar af
Munaðarnesveiðunum, alls 520
stykki. Ari sagði það ekki allt
smáfisk sem kæmi á land þessa
dagana, mikið væri til dæmis af
9 og 10 punda fiskum, einnig 6
punda fiskum sem væru yfirleitt
fáséðir í Norðurárafla. Enginn
hefur þó vegið meira en 15 pund,
en tveir slíkir fiskar hafa veiðst.
Ari hafði einnig eftir Halldóri
veiðiverði, að það væru aðeins
fimm dagar síðan að áin náði 10
gráðu hita, það hefur því naum-
ast verið hægt að tala um sumar-
vatn í Norðurá til þessa.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Bandaríkjamaður þenur sig með fluguna í Þingnesstrengjum
Grímsá fyrir sköminu. Lax stökk um allt, en tók illa.