Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 36
félk í
fréttum
Martin Sheen.
Martin Sheen,
sjálfsmynd.
„Eftir mikið basl tókst mér að koma
Janet á sjúkrahús. Á leiðinni heim
frétti ég að Jackie Kennedy hefði
eignast dreng. Tveimur dögum
seinna dó hann. Ég man enn hve
innilega ég fann til með foreldrum
hans. Sonur minn hafði lifað af afar
frumstæðar aðstæður en þrátt fyrir
fullkomnustu lækinshjálp sem völ var
á hafði ekki tekist að bjarga drengn-
um þeirra."
Að lokum er Martin spurður út í
leiklistina. „Leikurum gefst tækifæri
til að kynnast ólíkum hliðum á sjálf-
um sér,“ segir Martin. „í því fellst
ákveðin frelsun eða lausn. Leiklist
er fyrst og fremst andleg. Auðvitað
er ekki verra að fá borgað fyrir starf
sitt. Ég hef þegið peninga fyrir vinnu
mína og ég skammast mín ekki fyrir
það. Samt sem áður leik ég aðallega
til þess að öðlast andlegan þroska."
Kim Öasinger og Ron Britton
höfðu verið gift í sjö ár þegar
hann yfirgaf hana. Ron er
13 árum eldri en Kim.
KIM BASINGER
Kynþokka-
fyllsta leik-
kona í heimi!
Hvort ég sé kynþokka-
a full! Það getur þú bölv-
"ð* þér uppá. Ég er fallegasta
og kynþokkafyllsta leikkona í
heirni," segir Kim Basinger í við-
tali við blaðamann danska tíma-
ritsins Se og Her fyrir skömmu.
Kim sparar ekki stóru orðin
fremur en gert er á heimaslóðum
hennar í Georgíu.
Kim öðlaðist heimsfrægð þeg-
ar hún lék á móti Mickey Rourke
í kvikmyndinni 914 vika. í nýju
myndinni um Batman leikur Kim
m.a. á móti Jack Nicholson og
Richard Gere. „Jack er eini karl-
maðurinn sem getur fengið fæ-
turna til að titra undir mér,“
segir Kim. „Því miður er hann
upptekinn. Aðrir karlmenn,
þ. á m. Richard Gere, komast
ekki í hálfkvisti við hann.“
Kim hefur verið ein á báti
síðan eiginmaður hennar yfirgaf
hana fyrir rúmu ári.
Kim Basin-
ger segist
vera kyn-
þokkafyllsta
leikkona í
heimi.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989
Diego Maradona
Pjölgun í
fjölskyldunni
Diego Maradona og Claudíu, heitkonu hans, fæddist dóttir
fyrir skömmu. Sú litla hefur verið skýrð Yania. Eldri dótt-
ir þeirra, Dalma, er tveggja ára. Maradona og Claudía eru ekki
gift en Maradona hefur tilkynnt fjölmiðlum að nú líði ekki á
löngu þar til þau gangi í það heilaga.
ZOROPTIMISTAR
Eigin-
mönnum
boðið
í Viðey
Mánudaginn 12.
júní buðu Zorop-
timistakonur á Seltjarn-
amesi eiginmönnum
sínum í Viðeyjarferð.
Þegar út í eyju kom fór
fólk til kirkju og hlýddi
á erindi um sögu staðar-
ins. Á eftir var grillað og
rölt um eyna.
Perðir sem þessar eru
árlegur viðburður hjá
Zoroptimistakonum á
Seltjamarnesi, í fyrra
var farið út á Gróttu.
Um fjörtíu manns tóku
þátt í ferðinni sem þótti
takast vel.
MYNDLIST
Framúrsteftia á Flórída
Ekki alls fyrir Iöngu birtist í bandaríska tímaritinu Central Florida
grein sem nefnist „í leit að framúrstefnu". í greininni er minnst á
tvo íslenska myndlistarmenn, Jóhann og Kristínu Eyfells, og tekið fram
að þau séu meðal fremstu framúrstefnu listamanna á Flórída. Jóhann er
myndhöggvari og kennari við háskólann í Orlando, en Kristín er þekkt
fyrir stór málverk í anda framúrstefnu. Jóhann og Kristín hafa búið á
Flórída í tuttugu ár. Þau tóku þátt í myndlistarsýningu á vegum Listahát-
íðar árið 1984 og Jóhann sýndi verk sín á Listahátíð í fyrrasumar. Að
ofan má sjá Kristínu Eyfells við eitt verka sinna.
Martin Sheen hefur leikið í
ýmsum stórmyndum að und-
anfömu. Þeirra á meðal eru kvik-
myndirnar, Gandhi, Wall Street,
Apocalypse Now og Badlands. En
Martin hefur haft fleira fyrir stafni
en kvikmyndaleik. Hann hefur tekið
þátt í stjómmálastarfi og er virkur
meðlimur í kaþólsku kirkjunni. Mart-
in segir m.a. frá þessum áhugamál-
um sínum í viðtali sem birtist í banda-
ríska tímaritinu Journal fyrir
skömmu.
„Ég fór að heiman 18 ára,“ segir
Martin, „og ætlaði að gera það gott
í New York. Síðan hefur gengið á
ýmsu. Fyrir tíu árum, á meðan á
tökum á Apocalypse Now stóð, gekk
ég í gegnum erfitt tímabil. Ég yfir-
gaf Jane og fór að drekka. Þá var
það sem trúin kom mér til bjargar.
Samtímis fór ég að hafa áhuga á
stjórnmálum."
Martin hefur tekið þátt i mótmæl-
um gegn stefnu Bandaríkjamanna
gagnvart Nicaragua og E1 Salvador
og hann kemur reglulega á framfæri
mótmælum gegn tilraunum landa
sinna með kjarnorkuvopn i Nevada-
eyðimörkinni.
Það er trúin á Guð sem veitir
Sheen styrk til að hafa afskipti af
stjórnmálum.
„Innra líf fólks og umhverfið sem
það lifir í eru óaðskiljanlegir hlutir,"
segir Sheen. „Það er stutt síðan ég
Morgunblaðið/Jóhann F. Guðmundsson
hætti að reykja og þess vegna hef
ég ekki rétt til að gagnrýna aðra
fyrir að menga andrúmsloftið."
Martin hefur ekki mikið álit á
Ronald Reagan, fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna.„Reagan þjónaði að-
eins þeim ríku,“ segir Martin.„Hann
var neyddur ýil að koma til móts við
Gorbatsjov. Ég hef meiri trú á stjórn
Bush. Ékki vegna forsetans heldur
Barböru, eiginkonu hans. Barbara
er aðdáunarverð kona, raunsæ og
mikill mannvinur."
Martin á fjóra syni með Jane konu
sinni. Þeir heita Ramon, Emilio
(Morgunverðarklúbburinn), Charlie
(Wall Street) og Renée. Allir hafa
þeir fetað í fótspor föð'ur síns.
„Strákarnir vita að starfínu fylgja
bæði góðar og vondar hliðar," segir
Martin. „Þeir eru metnaðarfullir og
góðir leikarar. Það gleður mig.“
Martin á fjögur bamaböm sem
hann reynir að sinna eins og hann
getur. „Eg sé eftir að hafa ekki eign-
ast fleiri börn sjálfur," segir
hann.„Ég var komungur þegar við
eignuðumst strákana og nú er ég
orðinn afi. Pabbi var 42 ára þegar
ég fæddist en ég var 43 þegar ég
varð afí.“
Martin fór í pabbatíma með Carey
Smalley, kærustu Charlie, þegar hún
var ólétt. Það var þó ekki í fyrsta
sinn sem Martin var viðriðinn barns-
fæðingar því hann tók sjálfur á móti
í Viðeyjarkirkju.
Hugað að kolunum.
Ramon syni sínum. Einu hjálpar-
gögnin sem hann hafði við fæðing-
una var eintak af New York Times
og flaska af áfengi. Hvort áfengið
var notað til sótthreinsunar við fæð-
inguna eða til þess að styrkja Martin
vill hann ekki láta uppi.
„Ég held ég hafi aldrei orðið
hræddari á ævinni,“ segir Martin.
MARTIN SHEEN
Hefiir mikla trú á Barböru Bush