Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 40

Morgunblaðið - 19.07.1989, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 Lýðræðið er okkar dýrmætasta eign Tveir til viðbótár teknir af lífi í Kín; Til Velvakanda. Nú er þess minnst að 200 ár eru liðin frá frönsku byltingunni en til hennar er rakin lýðræðishugsjónin sem orðið hefur vestrænum löndum leiðarljós allar götur síðan. Lýðræðis- legir stjórnarhættir hafa þó ekki náð að skjóta rótum nema hjá tiltölulega fáum þjóðum og jafnan er fast að lýðræðinu sótt af einræðisöflum, hvort sem þau kenna sig við kommún- isma eða eitthvað annað. Þeir at- burðir sem átt hafa sér stað í Kína að undanförnu minna okkur óþyrmi- lega á hvers konar þjóðfélagsástand hefur þróast þar á síðustu áratugum. Árum saman hafa vinstrimenn reynt að telja okkur trú um að í Kína væri framkvæmdur fyrirmyndar só- síalismi og þar væri fullkomið lýð- ræði, svokallað alræði öreiganna. Nú Peking. Reuter. i TVEIR menn sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum gegn kínverskum |stjórnvöldum í vor voru teknir af lífi 8. júlí síðastliðinn. Kemur dietta fram í dagblaði sem gefið er út í Sichuan-héraði í vestur- fcluta Kína og barst ekki til Peking fyrr en í gær. Yfirvöld í Kína pgja að 12 manns samtals hafi verið líflátnir frá því mótmæli ' msmanna voru kveðin niður 4. júní en andófsmenn te\ja að sú i sé of lág. hefur sannleikurinn komið áþreifan- lega í ljós og það þarf enginn að vera í vafa um hvílíkt ógnarástand ríkir í Við stækkum í tilefiii þess að við opnum nýja, betri og bjartari verslun í Skeifunni 17 höfiim við fengið sérstaka send- ingu af Tulip tölvum sem boðnar eru á einstöku tilboðsverði. Um er að ræða nokkurt magn af PC, XT og AT tölvum með 20 og 40 Mb diskum. Tulip tölvurnar hafa fengið góðar móttökur hjá íslenskum kaupendum enda eru hér á ferðinni vandaðar vélar á viðráðanlegu verði. Verið velkomin til ÖRTÖLVU- TÆKNI, nú í Skeifuna 17 (FORD- húsið), og gerið góð kaup í TULIP tölvum. tn 01 Verðdæmi: Venjulegt verð: Tilboðs- verð: íPs Tulip PC ............. 89.565,- 69.900,- ^JSulip XT-20 ..........116i754r ....... Oð.OOfr? Tulip AT-20 ..........174.365,- 135.300,- ipsv 3iulip AT-40 .............4.................. ■... ‘Verð eru miðuð við einlitan skjá og gengi USD 14. júlí Vinsamlegast athugið að um takmarkað magn er að ræða. Leiðandi á sínu sviði. mmmmmmmmmMmmammmmmmmm ÖRTÖLVUTÆKNI .Ci-’SU' Tölvukaup hf, Skeifúnni 17,108 Reykjavík Sími 687220, Fax 687260. þessu stóra landi. Þetta er líka áminn- ing til okkar sem búum við lýðræði að meta það meira en við gerum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og sannleikurinn er sá að lýðræðið er okkar dýrmætasta eign. Aðeins örlítið brot jarðarbúa á því láni að fagna að hafa þessi sjálf- sögðu mannréttindi. Kunningi minn einn sagði við mig, er við ræddum þessi mál, að þjóðir eins og Rússar og Kínveijar væru einræðinu svo vanar, því þær þekktu ekki annað en einræði og hefðu aldr- ei kynnst lýðræðislegum stjórnar- háttum. Þessar þjóðir sættu sig því vel við einræði og hefðu jafnvel ekki þroska til að koma upp hjá sér lýð- ræðislegu stjórnarfari. Þessi röksemd virðist mér hæpin. Mannsandinn virðist eins meðal allra þjóða, maðurinn vill ráða eigin lífi og rís gegn kúgun hið innra með sér í hvaða formi sem hún birtist. En það er sjálfsagt rétt að fólk sem ekki þekkir til lýðræðis sættir sig fremur við einræðisstjórn. Engu að síður hlýtur einræði ávalt að vera kvalræði fyrir þá sem við það búa. Námsmenn- imir í Kína sem hættu lífi sínu í mótmælum á Torgi hins himneska friðar fyrir skömmu sanna þetta. Þessar þjóðhetjur eru nú líflátnar og hundeltar í heimalandi sínu fyrir að krefjast sjálfsagðra mannréttinda. Lesandi Skrafþing Til Velvakanda. Undirritaður telur fremur óvið- eigandi að nota nafnið „Á Alþingi" á umræddan veitingastað. Ef eig- andinn vill endilega nota orðið „þing“ mætti t.d. nota nöfnin Skraf- þing, Hrafnaþing eða Skarfaþing. Mæla má þó sérstaklega með nafn- inu Skrafþing. Þá væri ekki úr vegi að benda á að mikill hluti þjóðarinnar myndi trúlega fagna því að sjónvarps- stöðvarnar felldu niður svo sem einn sjónvarpsdag í viku a.m.k. yfir sumarið þannig að þjóðin hefði tækifæri til að tala saman svona stöku sinnum og jafnvel bregða sér á skrafstaði. Jón Gunnarsson, Þverá Greiðasta leiðin til að örva og styrkja mál ungra barna er að tala mikið við þau, jafnvel þótt þau skilji ekki nema sumt af því sem sagt er. Það eru mannréttindi barna að komasttil þroska. V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.