Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 42

Morgunblaðið - 19.07.1989, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDÁGUR 19. JÚLÍ 1989 HANDKNATTLEIKUR Bidasoa hafnaði Sigurði Gunnarssyni: Fer ekki nema Sig- urður fái skaðabætur - segir Alfreð Gíslason SPÁNSKA félagið Bidasoa hef- ur sagt upp samningi þeim, sem það gerði ívor við Sigurð - Gunnarsson um að hann kæmi til liðsins og léki með því. Er ástæðan sú að félagið hefur fengið til sín pólska landsliðs- manninn Bogdan Wenta, en hann leikur sömu stöðu á vell- inum og Sigurður. Sigurði hafa hins vegar verið boðnar skaðabætur frá félag- AGANEFND Daníel afl- uríbann Alls hafa verið tekin fyrir 778 __ mál hjá aganefnd KSÍ í sum- ar. Á sama tíma í fyrra höfðu 646 mál verið tekin til meðferðar og er því greinilega um umtalsverða fjölgun kærumála að ræða í ár. A fundi aganefndar í gær voru 132 mál tekin fyrir og tíu dæmdir í leikbann. Einn 1. leikmaður í 1. r deild, Siguijón Sveinsson, ÍBK, fékk eins leiks bann vegna Qögurra gulra spjalda. Fjórir voru dæmdir í leikbann í 2. deild, þrír leikmenn og einn lið- stjóri. Rúnar Guðlaugsson, liðstjóri Leifturs fékk eins leiks bann og Heimir Hallgrímsson, ÍBV og Jón Otti Jónsson, Stjömunni, fengu einnig eins leiks bann vegna brott- vísana í leik liðanna í Eyjum fyrir stuttu. Daníel Einarsson, Víði, sem rek- inn var af leikvelli í leik gegn UBK var dæmdur í leikbann í annað skipti í sumar. í fyrra skiptið fékk hann bannið vegna fjögurra gulra * spjalda. Einn leikmaður í 3. deild, Jón Hinriksson, Aftureldingu og tveir leikmenn í 4. deild, þeir Róbert Jónsson, Stokkseyri og Þór Bjarna- son, HSÞ-b, fengu eins leiks bann. Auk þess voru tveir leikmenn í 3. flokki dæmdir í eins leiks bann. inu, og samkvæmt heimildum Morgvnblaðsins eru þær á aðra milljón króna. Sigurður vildi ekki tjá sig um málið í gær en sagði að líklega væri ástæðan fyrir riftun samningsins sú að Bidasoa hefði fengið Wenta til sín. Fulltrúar Bidasoa voru væntan- legir hingað til lands í gærkvöldi til að ganga frá samningi við Alfreð Gíslason, en þeir Sigurður höfðu báðir ráðið sig til félagsins. Sagðist Alfreð búast við að fara til liðsins EINAR Vilhjálmsson er í sjö- unda sæti, ásamt Bretanum Roald Bradstock, í stigakeppni spjótkastsins á Grand Prix- mótunum. Hefur Einartekið þátt í þremur mótum af átta. inar þarf að vera meðal átta stigahæstu til þess að komast í úrslitakeppni stigamótanna, sem fram fer í Mónakó 1. september. Til þess að eiga von verður hann að keppa á þeim mótum, sem eftir eru því keppnin um stigin er mjög hörð. Vegna meiðsla varð Einar að hætta við að keppa í Róm í kvöld um næstu mánaðarmót. „Það er hins vegar alveg ljóst, að ég fer ekki til félagsins standi það ekki við að borga Sigurði skaða- bætur,“ sagði Alfreð í samtali við Morgunblaðið. „Við fórum saman þarna út til að semja við liðið; ég hefði aldrei farið án hans, og því eins gott að félagið standi við sitt eigi ég að spila með því,“ sagði Alfreð. en að því móti loknu eru eftir þijú stigamót í spjóti, Búdapest 8. ágúst, Ziirich 16. og Köln 18. ágúst. Staða efstu manna er annars sem hér segir: Kazuhiro Mizoguchi, Japan.............34 Steve Backley, Bretlandi..............28 Mike Hill, Bretlandi..................20 Seppo Raty, Finnlandi.................17 Gerd Weiss, A-Þýuskal.................15 Jan Zelezny, Tékkósl..................13 Einar Vilhjálmsson....................12 Roald Bradstock, Bretl................12 Peter Borglund, Svíþjóð...............11 Tapio KoijUs, Finnlandi...............10 Dag Wennlund, Svíþjóð.................10 Vladímír Ovtsjínníkov, Sovétr.........10 Sigurður Gunnarsson fer ekki til Spánar og Alfreð Gíslason ekki held- ur, standi Bidasoa ekki við loforð sín. Einar Vilhjáimsson er í 7. sæti á stigamótunum. KORFUKNATTLEIKUR KR í Evrópukeppni KORFUKNATTLEIKSDEILD KR hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni í körfu- knattleik íhaust. KR-ingar höfnuðu í 2. sæti í úrslita- keppninni í vor og fengu þar með rétt til að taka þátt í Kovac-bikarnum. Þessi keppni er svipuð og UEFA- bikarinn í knattspyrnunni. Þetta er mjög sterk keppni og mörg af sterkustu liðum Evr- ópu taka þátt í henni. Því er þetta mikil áhætta og gæti verið dýrt. En við ætlum að taka áhættuna,“ sagði Sigurður Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri körfuknattleiks- deildar KR. í fyrra léku tvö af frægari liðum Evrópu til úrslita, sovéska liðið Salgaris og júgóslavneska liðið Dinamo Zagreb. Með þessum Iið- um léku tveir bestu körfuknatt- leiksmenn Evrópu, Sovétmaður- inn Zabonic og Júgóslavinn Petrovic. Leikimir í fyrstu umferð fara fram á tímabilinu 25. september - 2. október en ekki hefur verið dregið í fyrstu umferð. Njarðvíkingar hafa þegar ákveðið að taka þátt í Evrópu- keppni bikarhafa en ólíklegt er að Keflvikingar taki þátt í keppni meistaraliða. FRJALSAR / STIGAMOTIN Einar í 7. sæti Mm FOLK ■ WERDER Bremen hefur fengið nýsjálenska knattspyrnu- manninn Wynton Rufer að láni frá svissneska liðinu Grasshoppers. Fyrr í sumar slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum milli liðanna þar sem þau gátu ekki komið sér saman um peningamálin. Þá fauk í knatt- spyrnumanninn sem tilkynnti „engisprettunum" að hann myndi leika heima á Nýja Sjálandi næsta keppnistímabil ef ekkert yrði af Þýskalandsdvölinni.Eftir það komust liðin að samkomulagi um lán á leikmanninum til eins árs. ■ ÍÞRÓTTAFRÖMUÐIR frá austur - og vestur Evrópu ætla að funda um ólöglega lyfjatöku íþróttamanna í haust. Kapparnir koma saman í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, í byijun október. Á fund- inum verða ræddar leiðir til þess að taka upp samræmd lyfjapróf undir stjórn Alþjóða ólympíu- nefndarinnar. ■ FRANK Stapelton, er á för- um frá franska 2. deildarfélaginu Le Havre til Blackbum Rovers í Englandi. Hann fékk fijálsa sölu. Með því að vera á Frá Bob Bretlandseyjum á Hennessy hann hægara um vik i Englandi meg ag vera meg írska landsliðinu. M GENGIÐ hefur verið frá kaupum Manchester City á Clive Allen frá fi-anska liðinu Borde- aux. Kaupverðið er ein milljón punda. ■ WATFORD hefur keypt markaskorarann Wayne AUison frá Halifax á 300 þúsund pund. ■ EVERTON hefur nú gegnið frá öllum málum varðandi sænska landsliðsmanninn Steffan Rehn og meðal annars útvegað honum atvinnuleyfi. Rehn kostaði Everton 400 þúsund pund. ■ PAUL Bracewellhefur fram- lengt samning sinn við Everton til eins árs. ■ JOE McLaughlin, miðvörður- inn sterki hjá Chelsea vill fara frá félaginu. Það vill fá 700 þúsund pund fyrir hann. ■ TREVOR Francis, fram- kvæmdastjóri QPR, hefur eytt tveimur milljónum punda í nýja leik- menn síðustu sjö mánuði. Hann keypti nú síðast Paul Wright fyrir 300 þúsund pund frá Aberdeen. ■ SKOZKA liðið Hibernian, sem keypti nýverið Brian Hamil- ton frá St. Mirren, hefur selt einn leikmanna sinna, Eddie May til Brentford á 165 þúsund pund. ,ekki —7-a-uzz Föi studagur kl. 19:55 29. LEIKVIKA- 21.júl»1989 1 X 2 Leikur 1 K.A. - F.H. ia Leikur 2 FYLKIR - FRAM 1d Leikur 3 AKRANES - K.R. 1d Leikur 4 VALUR - KEFLAVÍK 1d Leikur 5 VÍÐIR - SELFOSS 2d Leikur 6 TINDASTÓLL - VÖLSUNGUR2d Leikur 7 LEIFTUR - EINHERJI2d Leikur 8 Í.B.V. - BREIÐABLIK 2d Leikur 9 Í.R. - STJARNAN 2d Leikur 10 VÍKVERJI - HVERAGERÐI 30 Leikur 11 DALVÍK - VALUR Rf. 30 Leikur 12 MAGNI - HUGINN 30 Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN S. 991002 Ath. lokun SQlukerfjs.U. GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMÓTIÐ Sigrar Ballesteros í fjórða sinn? Opna breska meistaramótið í golfi hefst í Skotlandi á morg- un. Þetta er eitt stærsta mót ársins og nær allir bestu kylfingar heims taka þátt í mótinu. Flestir spá því að titillinn verði áfram í Evrópu. Seve Ballesteros (Spáni), Ian Woos- nam (Wales) og Nick Faldo (Eng- landi) eru taldir líklegastir til að hreppa titilinn en bandaríski meist- arinn, Curtis Strange, lendir hins- vegar í fimmta sæti ef marka má veðbanka og álit sérfræðinga á Bretlandseyjum. Seve Ballesteros sigraði í fyrra og var það í þriðja sinn sem hann hreppti þennan eftirsótta titil. Víst er að það verður allt annað en auð- velt fyrir Ballesteros að halda titlin- um því keppnin er hörð og hver mistök dýrkeypt. Tom Watson, sem hefur sigrað fimm sinnum á mótinu, síðast 1983, telur að Ballesteros og Faldo eigi mesta möguleika á sigri: „Evr- ópubúar hafa ákveðið forskot og hafa Ieikið mjög vel að undan- fömu.“ Tom Kite er á sama máli en segir að ekki megi vanméta Bandaríkjamenn: „Við kunnum ýmislegt fyrir okkur og gætum blandað okkur í baráttuna.“ Hann segist þó ekki eiga von á því að Strange sigri því hann hefur ekkert keppt í Evrópu að undanförnu og það sé allt annað að leika golf í Evrópu en i Bandaríkjunum. Einn að spámönnum mótsins, Bandaríkjamaðurinn Tom Weis- kopf, sem oft hefur sigrað á mótinu er ekki í vafa: „Ian Woosnam sigr- ar. Hann er frábær kylfingur og ótrúlegt að svo lágvaxinn maður geti slegið svona langt,“ sagði Weis- kopf. Severiano Bailesteros hefur þrisvar sigrað á opna breska meistara- mótinu í golfi og er talinn sigurstrang- legur ái mótinu sem hefst á morgun.i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.