Morgunblaðið - 19.07.1989, Side 44
FÉLAG FÓLKSINS
Vega
HANDBOKIN
Traust leiðsögn um land allt
ÖRN OG
ÖRLYGUR
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR.
Áhrif helmings fækkunar á sei;
Auka mætti árlegan þorsk-
kvóta um nálægt 64.000 tonn
Aflaverðmætið úr sjó rúmir 2,5 milljarðar króna
Stakfell ÞH
á veiðar á ný
STAKFELL ÞH, frystitogari Út-
gerðarfélags Norður-Þingeyinga
á Þórshölh, heldur væntanlega á
veiðar í kvöld eftir að hafa verið
bundið við bryggju og innsiglað
þrjár undanfarnar vikur á Þórs-
höfti.
Skipið var innsiglað fyrir þremur
vikum vegna skattaskulda er það
kom inn til löndunar á Þórshöfn og
síðan þá hefur verið unnið í því að
leysa málið, að sögn Grétars Frið-
rikssonar, framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins. Grétar segir að verið sé að
vinna að milliuppgjöri fyrir sex fyrstu
mánuði ársins og í framhaldi af því
yrði send umsókn til Atvinnutrygg-
ingasjóðs sem að öllum líkindum yrði
tekin fyrir á fyrsta fundi sjóðsstjórn-
ar eftir sumarfrí 8. ágúst.
Skákþing Norðurlanda:
Keppendur
óánægðir með
skipulagningu
KEPPENDUR á Skákþingi Norð-
urlanda, sem hefjast á klukkan 15
í dag I Finnlandi, eru mjög óán-
4^ ægðir yfir skipulagningu mótsins.
Fjórtán skákmenn taka þátt í
mótinu, þar af níu stórmeistarar.
Aðeins stendur til að tefla ellefu
umferðir, en þær hefðu þurft að
vera þrettán miðað við fjölda
keppenda. Fundur var haldinn í
gærkvöldi á meðal keppenda og
skipuleggjenda mótsins og þar
reynt að finna lausn á málinu.
Keppendur voru allir tilbúnir að
tefla þrettán umferðir á þrettán
dögum og vinna nú skipuleggjend-
ur í að fá mótinu framlengt. Ann-
ar fúndur hefúr verið boðaður með
keppendum í dag kl. 11.
„Þetta er skásti kosturinn, sem
fram hefur komið þó lágmark sé að
fá tvo til þijá frídaga á svona mót-
► um. Ef þessi lausn getur ekki geng-
ið, er mótið algjört klúður og svo
gæti farið að einhveijir kynnu að
hætta við þátttöku," sagði Margeir
Pétursson, í samtali við Morgun-
blaðið. „Ljóst er að þetta mót verður
sterkasta Norðurlandamót frá upp-
hafi, þar að auki svæðamót og liður
í heimsmeistarakeppninni. Mönnum
finnst þess vegna hart að mótið geti
ekki farið sómasamlega fram,“ sagði
Margeir.
Stórmeistaramir, sem þátt taka í
mótinu, eru þeir Margeir Pétursson,
Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson
frá íslandi, Hansen og Larsen frá
Danmörku, Agdestein frá Noregi,
Shussler og Karlsson frá Svíþjóð og
^ Westerinen frá Finnlandi.
ERLINGUR Hauksson sjávarlíf-
fræðingur hefúr kannað neyslu
sela á nytjafiski hér við land og
áhrif hennar á fiskafla. Hann
kemst að þeirri niðurstöðu að
yrði selum fækkað um helming
mætti auka þorskafla um 64.000
tonn. Ufsaaflann mætti auka um
sama magn og afla annarra
nytjafiska verulega. Þessar
upplýsingar er að finna í grein
sem Erlingur skrifar í nýjasta
tölublað Ægis. Gefa má sér að
kílóið af þorski úr sjó sé 40
krónur að meðaltali. Þá er verð-
mæti 64.000 tonna rúmir 2,5
milljarðar króna.
Erlingur segir í samtali við
Morgunblaðið að alls éti selir við
landið um 36 þúsund tonn af nytja-
fiski fyrir utan 11 þúsund tonn
af annarri fæðu. Þá éti selirnir
meira af lúðu og hrognkelsi en
aflist af þessum tegundum á ári
ef miðað er við afla 1987. Saman-
lagt éti selirnir um þriðjung
steinbítsaflans, 16% ufsaaflans,
um 6% skarkolaaflans og um 3%
þorskaflans.
„Árlega éta selir um 112 millj-
ónir þorska, að mestu 0 til 4 ára.
Áhrifa neyslu þeirra gætir því
mest á nýliðun þorskstofnsins,"
segir Erlingur.
I máli hans kemur fram að ef
selir ætu ekkert af fiski mætti
auka þorskveiðar um 30% eða 127
þúsund tonn miðað við afla 1987.
Hann tekur fram að þessir útreikn-
ingar séu ekki nákvæmir upp á
tonn en gefi vísbendingu um hve
mikið sé í húfi.
„Heildaráhrif fiskáts selanna
nema því um 290 þúsund tonnum,
sem eru um 17% af heildarafla
umræddra nytjafiska árið 1987. í
þessari heildartölu vega ufsi og
þorskur þyngst,“ segir Erlingur.
„Ef engir væru selirnir, mætti
veiða allt að 127 þúsund tonnum
meira af þorski — sem svarar
þorskveiðum allra línu- og neta-
báta 1987.“
Byggðastofhun:
Þörfá 1.100
íbúðum á höfíið-
borgarsvæðinu
BYGGÐASTOFNUN gerir ráð
lyrir því að byggja þurfi árlega
1.440 íbúðir í landinu næstu fimm
árin, þar af rúmlega 1.100 á höfuð-
borgarsvæðinu og rúmlega 300
utan þess. Þetta kemur fram í
íbúðaspá stofnunarinnar.
Fram kemur að á síðastliðnu ári
fluttu 1.560 manns frá landsbyggð-
inni til höfuðborgarsvæðisins um-
fram þá sem fluttust frá höfuðborg-
arsvæðinu til landsbyggðarinnar. Ef
tekið er meðaltal áranna 1983-1986
eru burtfluttir af landsbyggð, um-
fram aðflutta, rétt rúmlega 1.000
einstaklingar. íbúðaspá stofnunar-
innar gerir ráð fyrir hliðstæðu fólks-
streymi til höfuðborgarsvæðisins
næstu ár og er því komist að þeirri
niðurstöðu að þörf sé á nærri fjór-
fald meiri íbúðabyggingum á höfuð-
borgarsvæðinu en á landsbyggðinni.
Sjá nánar á miðopnu.
Áætluð sjófiysting 150.0001
ÁÆTLAÐ er að í ár verði sjófryst um 150 þúsund tonn af heildar-
botnfiskafla íslendinga og að á næsta ári nemi þetta magn 250
þúsund tonnum. Sjófrysting er sú grein sjávarútvegs sem mestur
vöxtur hefúr verið i á undanförnum árum. Hefúr hún vaxið úr
engu 1981 upp í 12% af heildarbotnfiskaflanum í fyrra. Hefúr
meðalársvöxtur þessarar greinar því verið 67% á þessu tímabili.
Þetta kemur fram í ritinu „Útvegur 1988“ sem hagdeild Fiskifé-
lags Islands gefúr út.
A árinu 1988 voru 85 þúsund
tonn af botnfiskaflanum sjófryst
á hafi úti en árið þar á undan nam
þetta magn 50 þúsund tonnum.
Auk þess voru um 10 þúsund tonn
af rækju fryst um borð bæði árin.
Tölumar um magn sjófrystingar
í ár og á næsta ári eru fengnar
með því að framreikna meðalárs-
vöxtinn.
í ritinu „Útvegur 1988“ kemur
fram að þótt framvinda af þessu
tagi sé ekki ómöguleg, miðað við
að heildarbotnfiskaflinn í fyrra
nam 410 þúsund tonnum, séu
engu að síður líkur á að breyting-
ar verði hægari í framtíðinni.
Kemur þar hvort tveggja til að
rekstrarafkoma frystiskipa hefur
versnað til muna og þau skip sem
ekki hafa þegar verið búin frysti-
tækjum eru fastar bundin við
landvinnslu en þau sem breytt
hefur verið.
Ef litið er á einstakar tegundir
botnfisks kemur í ljós að aukning
sjófrystingar á þeim er mjög mis-
munandi. Þannig hefur sjófryst
magn af þorski aukist milli áranna
1987 og 1988 úr 28.421 tonni í
36.848 tonn. Magn af karfa hefur
aukist á sama tíma úr 4.020 tonn-
um í 17.674 tonn. Magn grálúðu
hefur aukist úr 12.873 tonnum í
16.345 og magn ýsu úr 999 tonn-
um í 3.293 tonn svo dæmi séu
tekin.